Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 30
~ 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Atvmnuleysisbætur, atvínnu leysisvofan og at- vinnustefna á Suðurnesjum eftirSigurð Tómas Garðarsson Tvennum sögum fer af þeirri fyrirlitningu og hneykslan er marg- ræddur greinarstúfur minn um atvinnuleysi á Suðumesjum, sem birtist f Morgunblaðinu 16. janúar síðastliðinn, hefur valdið. Þrátt fyrir aðra grein frá undirrituðum um sama málefni, sem birtist í Morgun- blaðinu 1. febrúar síðastliðinn, hefur enn ekki fengist máiefnaleg umfjöllun um ásakanir mínar og því síður svör um orsök og afleið- ingu þess kæruleysis, er ríkt hefur f atvinnuleysisskráningu á Suður- nesjum. Ekki ætla ég að draga í efa þá túlkun Karls Steinars Guðna- sonar um að þetta séu furðuskrif og orðaskak, enda hefur ýmislegt furðulegt verið dregið inn í umræð- una. Mig langar enn einu sinni að viðra nokkur atríði úr fyrri greinum ^ mínum. Að gefnu tilefni mun ég einnig færa betur í tal vanskil og innheimtu launatengdra gjalda hjá „smáfyrirtækinu" sem ég rek og öðmm fyrirtækjum á svæðinu. Lög um atvinnu- leysistryggingar Leikmaður hefur ekki annað en bijóstvitið að fara eftir við lestur laga eins og um atvinnuleysistrygg- ingar. Því má vel vera að ég vaði __ einhvers staðar f villu og átti mig ekki á hinni ósnertanlegu túlkun úthlutunamefnda og annarra verkalýðsrekenda á lögunum, en ég hefði gjaman viljað draga fram tvö atriði úr fyrri grein minni og skoða þau í ljósi minna „bamabreka og vanþekkingar", eins og komist var að orði í Morgunblaðsgrein Karls Steinars 8. febrúar síðastliðinn. Atriðin em: 1. Meint misnotkun verkalýðsfé- lagsins á fjármunum Atvinnu- leysistryggingasjóðs með því að taka félagsgjald af bótaþegum. 2. Spumingar til úthlutunamefnd- ar um hvemig hún túlkar nokkur atriði í lögunum og hvemig ákvæðum í þeim er framfylgt. Misnotkun Um fyrsta atriðið hef ég leitað mér ráðgjafar hjá lögfróðum mönn- um og ber þeim saman um að túlkun mín á misnotkun fjármuna Atvinnu- leysistryggingasjóðs sé rétt. í 39. gr. lagana segir svo: „Eigi má gera fjámám eða lögtak í bótum samkvæmt lögum þessum, sem eigi hafa verið greiddar bótaþega. Eigi má heldur taka bætur til greiðslu opinberragjalda." Þama er ótvírætt gefíð í skyn að bótaþegar skuli halda bótum sín- um óskertum. Annars staðar, eða í 23. gr. þriðju málsgrein, er reynd- T* ar gerð á þessu undantekning með því að skylda bótaþega til að greiða 4% af atvinnuleysisbótum í lífeyris- sjóð, en annað, þ.m.t. félagsgjöld, má ekki taka af þeim. í þessu atriði misnota verkalýðsfélögin ekki að- eins Qármuni sjóðsins í eigin þágu heldur beinlfnis bijóta lögin. Hver valsar með fjármuni fólksins að eigin geðþótta? Úthlutunamefnd sem samkvæmt lögunum á að fela einstökum nefndarmönnum eða starfsmönnum sfnum útborgun bóta, (í þessu tilfelli starfsfólkið á skrifstofu verkalýðsfélaganna í Keflavík), hefur enga heimild til að gera fjárnám í bótunum. Sigurður Lfndal, prófessor, benti á, er ég leitaði álits hans, að félags- gjöldin væm nokkurskonar ígildi opinberra gjalda, þegar þau em tekin af atvinnuleysisbótum, þar eð lögin skylda atvinnulausa til að ganga í stéttarfélag til að fá bætur. En með þessu, sem reyndar er vafamál hvort ekki biýtur í bága við lög um félagafrelsi, er stéttarfé- lögum fært í hendur opinbert vald. Eins má færa rök fyrir því að stétt- arfélagið tekur skatt af öllum er vinna í grein þess á félagssvæðinu, þegar félagsbundið sem ófélags- bundið fólk er skyldað til að greiða hluta af launum sínum til stéttarfé- lagsins. Spurningar 21. gr. laganna flallar um þá, er ekki eiga rétt á atvinnuleysis- bótum. í ljosi þess hve margir em að staðaldri atvinnulausir á Suður- nesjum, þrátt fyrir eftirspum eftir vinnuafli, sérstaklega við sjávarsíð- una, vakna við lestur á henni ýmsar spumingar um túlkun úthlutunar- nefndar á greinini. Þar em eftirfar- andi atriði úr 21. greininni helst: 4. liður. Um 30 daga bótamissisregluna hjá þeim sem hafa sagt starfi sínu lausu án gildra ástæðna eða missa vinnu af ástæðum sem þeir sjálfir eiga sök á. Hversu vel er þessu framfylgt og einnig skyldu þeirra, er missa rétt til bóta tvisvar, til að vinna í 6 vikur, áður en þeir fá greiddar bætur að nýju? 5. liður. Um að heilsufarsástæður geta valdið bótamissi. í 6. lið er gerð undantekning, ef umsækjandi sannar með læknisvottorði, að hann geti eigi stundað þá vinnu, sem hann á kost á. Þessi undan- tekning hlýtur að valda úthlutun- amefndum vandræðum. Nú er ljóst að úr sjúkrasjóðum verka- lýðsfélaganna og almennum sjúkratryggingasjóðum á að greiða lífeyri til þeirra félaga, sem ófærir em til vinnu. Hvenær úr- skurðar úthlutunamefnd atvinnu- leysisbóta í Keflavik, að læknis- vottorð sýni fram á bótamissi? 6. liður. Um þá er neita starfi, sem þeim býðst. Mat úthlutunamefndar er lagt til gmndvallar úthlutunar í Sigurður Tómas Garðarsson „Ég skora á úthlutunar- nefnd atvinnuleysis- bóta og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur og nágrennis, að færa fram haldbær rök og lagalegar skýringar gegn meintri misnotk- un fjármuna Atvinnu- leysistryggingasjóðs. Að öðrum kosti verði framkvæmd þessara mála leiðrétt hið fyrsta og að fullu.“ tveim tilvikum 6. liðs greinarinn- ar. Það fyrra er, ef úthlutunar- nefndin telur að meiri áreynsla og vosbúð en bótaþegi hefur áður kynnst, fylgi tiltæku starfi. Hið seinna er, ef hafnað er vinnu fjarri heimili, metur úthlutunar- nefnd hvort það skuli varða missi bótaréttar og skal gætt heimilis- ástæðna umsækjanda. Hvar dreg- ur úthlutunamefndin mörkin um meiri áreynslu og vosbúð? Milli manna? Milli starfsgreina? Milli aldurshópa? Eða milli fyrirtækja? Hve flarri heimili þarf vinnustaður að vera til að umsækjandi missi bótarétt? Hvaða heimilisástæður réttlæta atvinnuleysisbætur? Hér er um flókið og margslungið mál að ræða, þannig að örfá dæmi úr gerðabók, þar sem úthlutunar- nefnd hefur metið umsækjanda bætur á grundvelli þessara undan- þága, nægja. 7. liður. Um þá er stunda vinnu í eigin þágu. Hveijir falla undir þennan lið? 8. liður. Um þá sem firrt hafa sig bóta- rétti skv. 40. gr. Þ.e. þeir sem reyna að afla sér bóta með því að gefa rangar eða villandi upp- lýsingar um hagi sína. Hvemig gengur úthlutunamefndin úr skugga um að fyrirliggjandi upp- lýsingar umsækjenda séu réttar og sannar? Eins og flestum er kunnugt myndast jafnan atvinnuleysistoppar er hráefnisskortur verður hjá fisk- vinnslufyrirtækjum. í 24. gr. lag- anna um atvinnuleysistryggingar segir í 4. málsgrein: „Nú ber nauð- syn til að skerða dagvinnutíma starfsmanna vegna samdráttar f starfsemi fyrirtækis og skal þá greiða starfsmönnum þann hluta þeirra atvinnuleysisbóta, sem þeir eiga rétt á, sem svarar til skerðing- ar dagvinnutímans, enda taki ráð- stafanir þessar almennt til starfs- manna fyrirtækisins eða starfs- manna í einstökum greinum starf- semi þess, ef um fleiri en eina er aðræða." Mig langar að nota þetta tæki- færi til að vekja alhygli á þessum möguleika í framkvæmd atvinnu- leysistrygginga, og spyija úthlutun- amefndina hvemig hún framfylgi þessu ákvæði. Ég skora á úthlutunamefnd at- vinnuleysisbóta og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og ná- grennis, að færa fram haldbær rök og lagalegar skýringar gegn meintri misnotkun fjármuna At- vinnuleysistryggingasjóðs. Að öðr- um kosti verði framkvæmd þessara mála leiðrétt hið fyrsta og að fullu. Eins vænti ég, að ofanrituðum spumingum verði svarað opinber- lega! Vanskil „smáfyrir- tækis“ og annarra Í fyrmefndri blaðagrein Karls Steinars segir hann að framganga Verkalýðsfélagsins (og hans sem formanns þess) í að bjóða fiskiskip „smáfyrirtækis" míns upp, vegna óverulegrar skuldar (kr. 23.122.00), sé svaravert atriði. Annað segir hann „ómerkilegt bull“. Umræður og skrif um at- vinnuleysi á Suðumesjum eru sam- kvæmt þessu ómerkilegt bull. Leið- rétting og afsökunarbeiðni mín vegna misskilnings og hártogunar annarra á orðum mínum eru sam- kvæmt þessu ómerkilegt bull. Greiðsla félagsgjalda og í iífeyris- sjóði af atvinnuleysisbótum er samkvæmt þessu ómerkilegt bull. Lögskipuð skylda þeirra, er sækja um atvinnuleysisbætur, til að vera í stéttarfélagi er samkvæmt þessu einnig ómerkilegt bull. Samkvæmt bókum þeirrar deild- ar í Sparisjóði Keflavíkur, er sér um innheimtur fyrir Lífeyrissjóð verkalýðsfélaganna og verkalýðs- félögin em skuldir „smáfyrirtækis- ins“ vegna landverkafólks nú sam- tals með vöxtum kr. 1.658.483.00. Þar af em vextir 53%. Karl Steinar bætti ekki nema rúmum þijú hundr- uð þúsund krónum við skuldina, sem em iíklega smáaurar í hans augum. Þegar rætt er um fé verka- fólks, veit hann manna best, hver valsar um með peninga, sem teknir em af fólkinu. Ég er fyrir löngu búinn að skila til lífeyrissjóðsins og verkalýðsfélagsins því fé, er tekið hefur verið af launum starfsfólksins í mínu fyrirtæki. Ifyrirtækið skuldar hins vegar launatengd gjöld og vexti, en það er allt annar handlegg- ur. Hvað kallast það að skila flár- munum, sem menn innheimta fyrir aðra, en vera skakaður um hið gangstæða? Svarið er „Ómerkileg ósannindi". Vegna þess hve mál sem þetta era viðkvæm og áhrifarík, ef þau em borin á torg í fjölmiðlum, reynd- ist mér erfitt að fá upplýsingar um almenna vanskilastöðu vegna launatengdra gjalda hjá innheimtu- deildinni í Sparisjóðnum. Mér lék þó aðeins forvitni á að vita, hvort skilastaða míns fyrirtækis væri einsdæmi meðal sjávarútvegsfyrir- tækja á Suðumesjum eða sem hlut- fall af heildar vanskilum hjá deild- inni. „Allir vita hvemig staða þess- ara mála er“, var svarið, sem ég fékk. Við skulum vona að svo sé. Þeir, sem um þessi mál fjalla, vita sem er, að verði gengið að því að innheimta þetta fé með hörku, verða fleiri en eigendur fyrirtækj- anna í sámm á eftir. Umrædd vinnubrögð verkalýðs- félagsins við innheimtu vanskila vegna launatengdra gjalda em ná- tengd atvinnuleysisvofunni og því óþarfi að þegja um þau, hvort sem mitt fyrirtæki á í hlut eða önnur. Allir sjá, að engu skiptir hvom megin fjárhæð, sem er brot af heild- arvanskilum, liggur. Hins vegar skiptir það skuldunaut vemlegu máli með hvaða hætti skuldin er innheimt. Lögfræðingar em dýr- ustu mkkarar þessa lands og í umræddu tilviki fór verkalýðsfélag- ið kostnaðarsömustu leiðina til að innheimta skuldina, þótt það væm beðið um að gera það ekki. Atvinnustefna þingmanna Stundum er sagt, að neyðin kenni naktri konu að spinna og lötum manni að vinna. Karli Steinarí væri trúandi til að rita um þessi ummæli mín í blaðagrein og fullyrða, að ég telji naktar spunakonur latar. Ég tek þó áhættuna, enda skrif mín að hans dómi „ósannindi", „óhróð- ur“ og, utan eins atriðis, „ómerki- legt bull, sem verður að flokka undir bamabrek og vanþekkingu" og „tæpast sæmandi" fyrir þing- mann „að standa í orðaskaki" út af. Svargreinar hans vegna skrifa minna em skólabókardæmi um út- úrsnúningana og viðhorfin, sem menn í sjávarútvegi hér á Suður- nesjum mega búast við að mæta hjá þingmönnum sínum. Þetta „smáfyrirtæki" sem ég rek skiiaði aðeins u.þ.b. áttatiu milljónum króna í útflutningstekjur til þjóðar- búsins á síðasta ári. Auðvitað em þetta smáaurar í augum Karls Steinars Guðnasonar, og skiptir engu máli fyrir atvinnu á Suður- nesjum, enda vinnur hann og aðrir þingmenn þessa kjördæmis leynt og ljóst að því að koma öllu vinn- andi fólki til starfa á Jótlandsheið- um Bandaríkjahers og fyrirtækjum við sjávarsíðuna á hausinn. Höfundur er framkvæmdastjóri fiskvinnslu i Vogum. LYFSEÐLAR Þú hringír í síma 24045. Við sœkjum lyfseöilinn, annaðhvort til þín eða til lœknis. Síðan afgretðum við lyfin sam- kvœmt lyfseðlinum ög sendum þér beint heim. HEIMSENDINGIN ER ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU ÓKEYPIS m HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA HST.. \ I ■ i n i i i i i i 1 i--- Það er vetur og þú átt óhœgt um vik. Þess vegna viljum við benda þór á þá möguleika er þér þjóðast með HEIMSENDINGARÞJÓNUSTU LAUGA- VEGS APÓTEKS og SnyrtivöruverslunarinnarTHOREL^^ SÍMI 24045 SNYRTIVÖRUR Og“| AÐRAR VÖRUR i i i i i Þú hringir í sfma 24045 og okki - THORELLU og LAUGAVEGS i TEKI er Ijúft að kynna þór það vöi al af snyrtivörum og öðru því er i TEKIÐ og THORELLA hafa upp bJððg' . , , , HEIMSENDINGIN ER ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU midas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.