Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 23
MORGUNSÍAgro'.’LAUGARDAGUR 22. FEBRÖÁR’1$86 m Danaskattur í Grænlandi Kaupmannahöfn, 21. febrúar. Frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Mbl. ALLIR flokkar á grænlenska landsþinginu eru sammála um að gera þær breytingar á skattakerfinu, að þeir, sem miklar tekjur hafa, greiði hlutfallslega meiri skatta en þeir, sem tekjulágir eru. Ágrein- ingur er þó um skattleysismörk, hlutfallstölur og fleira. Stjómarflokkamir, Siumut og komi á tekjur umfram hálfa aðra Inuit Ataqatigiit, leggja til, að skattleysismörkin verði færð upp, úr 100.000 ísl. kr. í 200.000 kr., og eru þá grænienskir veiðimenn sérstaklega hafðir í huga en þeir hafa litlar, beinar tekjur. Þessir tveir flokkar vilja einnig, að á árs- tekjur umfram 750.000 ísl. kr. komi 5% aukaskattur, nokkurs konar Danaskattur því að flestir Danir í Grænlandi munu verða að greiða hann. Stjómarandstöðuflokkurinn Atassut vill, að aukaskatturinn milljón ísl. kr. Stefnt er að því, að nýju skattalögin komi til fram- kvæmda um næstu áramót. Pavia Rosing, sem fer með fjár- málin í landstjóminni, kveðst ekki óttast, að Danir flýji Grænland vegna þessara breytinga. „Það eru alltaf einhveijir, sem kveina þegar skattakerfinu er breytt, en skatt- amir verða eftir sem áður miklu lægri hér en í Danmörku," sagði hann. I r ’ . |g§|Spi§S§gj gM||g«MMg - * Isalögá Eyrarsundi ÞYKK ÍSALÖG em nú á Eyrarsundi og bæta mikil frost og hvass autanvindur stöðugt á ísinn. Einna verst er ástandið úti fyrir Kaup- mannahöfn, þar sem þessi mynd er tekin. Hefur dráttarskipið Elbjöm átti í erfiðleikum við að koma skipum gegn um ísinn, sem stöðugt verður erfíðari viðureignar. Var Kohl gripinn „tímabundnu óminni“ við yfirheyrslumar? Bonn, 21. febrúar. AP. RÍKISSAKSÓKNARI í Koblenz hefur tilkynnt þinginu í Bonn formlega um fyrirhugaða rann- sókn á framburði Helmuts Kohl, kanslara, fyrir tveimur rann- sóknarnefndum sem höfðu Flick-mútuhneykslið til athugun- ar. Það er því ekkert lengur því til fyrirstöðu að rannsóknin geti hafist, en samkvæmt þýskum lögum verður að gera þinginu grein fyrir rannsóknum sem þessum og geta þær hafist 48 stundum eftir að það hefur verið gert. Heiner Geissler, formaður þing- flrgwittipfafoifo Gódan daginn! flokks Kristilega demókrataflokks- ins, sagði í sjónvarpi á miðvikudag, að hugsanlegt væri að Kohl hefði verið gripinn „tímabundnu óminni", er hann svaraði spumingum nefnd- arinnar. Aðrir forsvarsmenn kristi- legra demókrata hafa hafnað þess- ari skýringu sem fáránlegri. Ríkissaksóknarinn ákvað rann- sókn sína á framburði Kohls eftir að Otto Schily, einn af leiðtogum græningja og virtur lögfræðingur í Vestur-Þýskalandi kærði Kohl fyrir að hafa borið ljúgvitni fyrir rann- sóknanefndunum. /• KAUPMATTUR í HÁMARKI ! í daq er síða^ti ;urinn í Armúla og við"endum með glæsilegum tilboðum. . . ______Húsgagnadeild o 686112 AllsKyns tilboð á húsgögnum og síðustu leðursófasettin 3—1 — 1, sem áður Kostuðu Kr. 85.900,- á sérverði dagsins, aðeins Kr. 65.900,- ___________.Gjafavörudeild o 686112 Ótrúleg verð og geysilegt úrval. M.a. blómapottar á 99,- Kr., KaffihitaKönnur á 299,- Kr., 4 stK. ávaxtasKálar á 199,- Kr., útsölureKKar með ýmsum vörum á 99,- Kr., 199,- Kr. og 299,- Kr. -----------Barnafatadeild ® 686113 AllsKyns sértilboð á vönduðum barnafatnaði, með allt að 70% afelætti. Matvörudeild q 686111 VörumarKaðsverðið lága og allsKonar sértilboð. Kynnin^ á áleggpylsunum oKKar. Þær eru meiriháttar og margir taKa þær fram yfir dansKar. . . ■ _______Heimilistækjadeild o 686117 Við endum kjaradagana á stórkostlegum sértilboðum dagsins. Electrolux eldavélar 20% afeláttur Electrolux kæliskápar 20% afeláttur Electrolux ryksugur 20% afeláttur Electrolux frystikistur 20% afeláttur Þvottavélarnar Alda 6i Bára 20% afeláttur Auk þess, allskyns smátæki, með verulegum afelætti. Það býður bara enginn betri verð og greiðslushilmála Opið Kl. 10:00—16:001 \ dag r Vdrumarkaðurinn hf. Ármúla Opið kl. 10:00—16:00 í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.