Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR22. FEBRÚAR1986 21 Líbýsk orrustuþota Orrustuþotur frá bandariska flugmóðurskipinu USS Saratoga stug'guðu við þessari líbýsku F-1 Mirage-orrustuflugvél úti fyrir ströndum Líbýu 11. febrúr sl., er umsvif bandaríska flotans voru sem mest á Miðjarðarhafi F-1 Mirage-orrustuþoturnar eru smíðaðar í Sovétrikjunum. Challenger-slysið: Yfirmaður NASA krafinn um afsögn Washington, 21. febrúar. AP. ^ ^ ERNEST Hollings, öldungadeildarþingmaður, krafðist þess á fimmtudag að William Graliam, settum yfirmanni bandarísku geim- visindastofnunarinnar NASA, og James Beggs, yfirmanni NASA, sem nú er í leyfi, yrði vikið úr starfi. Hollings heidur því fram að koma hefði mátt í veg fyrir geimferjuslysið i síðasta mánuði. Sovétríkin: Fulltrúum friðarhreyf- ingar vís- að úr landi Vin.21.febriiar.AP. TVEIR fulltrúar í friðar- hreyfingu í Sovétríkjunum komu til Vínar á föstudag. Var þeim skipað að fara úr landi af stjórnvöldum í Moskvu sem skorið hafa upp herör gegn hreyfingunni. Fréttastofa Austurríkis segir að þeim hafi verið afhent útflytjendaskilríki og skipað að fara úr landi á föstudag. Hjónin Alexei og Olga Lusni- kov eru fulltrúar í hreyfíngu „sem vinnur að því að koma á gagnkvæmu trausti milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna". í samtali við blaðamenn á flug- vellinum sögðust þau vera óráð- in í hvar þau myndu setjast að. Þau sögðust eiga vini í Banda- ríkjunum og Bretlandi og höfðu í hyggju að ferðast þangað. Einn meðlimur friðarhreyf- ingarinnar, Nina Kovalenko, var handtekin í Moskvu í síðustu viku og send á geðveikrahæli. Aðrir meðlimir friðarhreyfíng- arinnar sem látið höfðu á sér bera opinberlega voru einnig settir í gæsluvarðhald en ekki er vitað hvað um þá hefur orðið. Hollings sagði einnig að ákvörð- un NASA um að skjóta geimfeij- unni á loft 28. janúar hafi eftir öllum sjónarmerkjum að dæma verið „hápólitísk ákvörðun", tekin þrátt fyrir aðvaranir og mótmæli verkfræðinga, sem unnu fyrir fram- leiðendur hjálparflauga feijunnar. Fyrirtækið Morton Thiokol mælti með því að geimfetjunni Challenger yrði skotið á loft samkvæmt áætlun. í meðmælum þessum er tekið fram að ýmis vandamál geti komið upp vegna kulda á skotpalli og nokkur atriði nefnd. Þetta fyrirtæki fram- leiddi hjálparflaugamar og er talið að slysið eigi orsök sína í þéttilistum í þeim, sem hafí brugðist vegna kulda fýrir flugtak. Þó væri ekki talið að flugtakið yrði í miklu frábrugðið geimskotinu á Discovery 24. janúar. Flugtaki Discovery var frestað um einn dag vegna kulda. Samþykki Morthons Thiokol, þar sem þess er getið að vandamál geti sprottið af óæskilegu hitastigi, var sent til yfírmanna á Kanaveralhöfða og í geimvísindastofnuninni í Alab- ama kvöldið áður en Challenger var skotið á loft. Þetta skjal var birt í dag þegar Richard H. Truly, fyrrum geimfari, tók við starfí yfirumsjónarmanns geimfeijuáætlunarinnar. CORONA LASER. PRENTUN SÉRFLOKKI! Corona LP300 prentarinn er sá fullkomnasti sem býðst við IBM-PC og aðrar samræmdar tölvur. Hann er kjörinn þar sem krafist er fjölhæfni og mikilla afkasta. Sá fjölhæfasti er einnig ótrúlega ódýr, verðið aðeins kr. 134.900 (Gengi USD 42.5) . Þessi auglýsing er sett með Corona LP300 MICROT©L¥APd SíBumúlo 8 - Símar 83040 og 83319 ^/Viglýsinga- síminn er22480 Nú Rýmum Við Fyrir Nýju Línunni VEITUM 30 - 40% AFSLÁTT MEÐAN BIRGÐIR ENDAST frá Ballingslöv BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR I HEILUM EÐA STOKUM EININGUM EINNIG TILVALIÐ I GEYMSLUNA OG ÞVOTTAHUSIÐ OPIÐ TIL KL. 4 I DAG - OPIÐ TIL KL. 4 í DAG w VATNSVIRKiNN AfiMÚLI 21 - POSTMÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SiMAR VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.