Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 46
4£ MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 • Jón HJattalfn Magnússon á skrffstofu HSÍ f gi Morgunblaöið/Emilía Hver er maðurinn? JÓN Hjaltalín Magnússon er Reykvfkingur, uppalinn í Bú- staAahverfinu. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vfk. Eftir stúdentspróf nam hann rafmagnsverkfræði við Háskólann í Lundi í Svfþjóð 1969—1973. Að námi loknu starfaði hann við þróunardeild Kockums-skipasmfðastöðvar- innar til ársins 1975 og sem deildarstjóri frá 1975 til 1979. Á þvf tfmabili starfaði hann mikið að markaðsmálum og ferðaðist á vegum fyrirtækisins um allan heim, starfaði m.a. f Bandaríkj- unum, Suður-Ameríku og Japan auk Norðurlandanna. Jón Hjaltalín bjó í 10 ár í Sví- þjóð. Eftir heimkomuna 1979 starfaði hann fyrst hjá Járn- blendifélaginu við Grundartanga við stýritölvur og tölvubúnað. Árið 1981 fluttist hann til Reykja- víkur og hefur starfað við ráðgjaf- ar- og viðskiptastörf, einkum á sviði nýsköpunar í háþróuðum tækniiðnaði, t.d. verið verkefnis- stjóri í átaki til eflingar rafeinda- iðnaðar á íslandi og átaki til efl- ingar lífefnaiðnaðar á Islandi, verið ráðgjafi Háskólans um aukin tengsl HÍ og íslensks at- vinnulífs, unnið að stofnun þró- unarfyrirtækis Háskólans, auk þess sem hann hefur kennt stundakennslu við raunvísinda- deild hans og fleira. Jón Hjaltalín lék handknattleik sem drengur með Val, Þrótti og Víking. í Svíþjóð lék hann með Lugi í Lundi. Hann lék 54 lands- leiki frá 1967 til 1978 og tók m.a. þátt í Ólympíuleikunum 1972 og Heimsmeistarakeppn- inni 1970. Hann þjálfaði í eitt ár lið Málmey FF í Svíþjóð og lið Akranes árin sem hann starfaði við Grundartanga. Hann er kvæntur Sonju Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Jón Hjaltalín Magnússon: Athafnamaðurinn sem gert hefur byltingu í fslenskum handknattleik — og stefnir nú að atvinnumennsku á íslandi ÞEGAR JÓN Hjaltalín Magnússon tók við formennsku Handknattleiks- sambands íslands, var handknattlelkur talinn f nokkurri lægð á ís- landi. Landsliðið var f B-flokki og HSf átti f verulegum fjárhagserfið- leikum, skuldaði á aðra milljón. Áhugi þjóðarinnar á hsndknattleik hafði augljóslega minnkað og áhorfendur á leikjum voru færri en áður. Nýja stjórnin, sem kosin var til starfa vorið 1984, tók þvf ekki við auðveldu búi. „Þegar við fengum upplýsingar um það að (slendingar myndu öðlast þátttökurétt á Olympíuleik- unum 1984, eftir að austantjalds- þjóðirnar hættu við þátttöku, ákváðum við að leggja allt undir, freista þess að ná sjötta sæti, verða A-þjóð og sleppa við B-keppnina 1985,“ sagði Jón Hjaltalín. „Okkur var Ijóst að ef við næðum sjötta sætinu myndu ýms- ar dyr opnast okkur, og sú hefur orðið raunin. Það hefur tekist að byggja upp verulegan áhuga opin- berra aðila og fyrirtækja á hand- knattleikslandsliðinu. Ég er sann- færður um að rétta leiðin til að byggja upp áhuga á handknatt- leiksíþróttinni er sú að reyna að skapa gott landslið. Með gott landslið eru okkur flestir vegir færir." „Það er staðreynd að áhugi á handknattleiknum hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir, sérstaklega útí á landi. Hér á höf- uðborgarsvæðinu hefur aðsókn að vísu verið dræm á leiki félagsliða, en ég vil kenna því um að félögin hafi einfaldlega ek^ci verið nógu dugleg í kynningarstarfi sínu. Úti á landi eru að koma mörg hundruð manns á leiki í þriðju deild, t.d. á Selfossi, Akranesi, Keflavík og Vestmannaeyjum. Á Akureyri eru allt að 800 manns á fyrstudeildar- leikjum," segir Jón. „Við höfum líka gert mikið átak í unglingastarfi, ráðiö tvo þjálfara til að annast unglingalandslið okkar og gefið ungum leikmönnum utan af landi tækifæri til aö koma á æfingar og sýna hvað í þeim býr. Við erum líka að gera átak í kvennahandbolta og sendum ný- lega landslið í nokkurskonar lær- dómsferð í B-keppni. Þá erum við að gera skurk í dómaramálum, fá fleiri alþjóðlega dómara og erum orðnir harðir í samskiptum við erlendar þjóðir um gagnkvæm skipti á dómurum til að dæma landsleiki," segir Jón. Til að sjá um auknar fram- kvæmdir hefur starfsfólki HSÍ verið fjölgað úr einni manneskju í hálfu starfi í tvo starfsmenn sem vinna fullt starf. Annar þeirra er Einar Magnússon, sem var ráðinn sem sérstakur fjármálastjóri. Jón Hjaltalín fékk einnig í liði með sér þekkta menn úr íslensku viðskipta- lífi, Pál Braga Kristjónsson, Ólaf B. Thors, Þórð Ásgeirsson, Einar Sveinsson og Árna Árnason, og stofnaði með þeim stjórn lands- liðssjóðs HSt. Sú stjórn hefur verið atkvæðamikil í fjáröflunarstarfinu, sem í heild mun afla rúmlega 20 milljóna á þessu keppnistímabili, þrefalt hærri upphæð en á því síð- asta. „Við höfum lagt áherslu á að þeir leikmenn sem leika með landsliðinu þurfi ekki að bera af því fjárhagslegan skaða. Það hefur örugglega aldrei verið gert jafn vel við leikmenn, þeir fá bónus fyrir góða frammistöðu, og séð er til þess að þeir hafi það gott fjár- hagslega á meðan þeir eru að æfa og leika með landsliðinu," segir Jón. „Við erum hreint út sagt að stefna að því að leikmenn telji það jafn áhugavert að iðka handknatt- leik hér heima, eins og erlendis. Við vonumst eftir því að geta búið svo í haginn að stjórstjörnur hand- knattleiksins vilji vera hér heima, eða flýta sér heim!" Þú ert að tala um atvinnu- mennsku? „Já, ég leyni því ekki að mér finnst að við eigum að koma hér upp hálfatvinnumennsku, og er viss um að við getum það. Við erum með nógu góðan grunn í nokkrum íþróttagreinum til að leyfa slíka atvinnumennsku. Góðir íþróttamenn eru frammúrskarandi landkynning fyrir ísland — land, þjóð og útflutningsvörur, og ein- hver ódýrasta landkynning sem völ er á. Nú eru t.d. hátt í 100 íslensk- ir íþróttamenn og þjálfara að störf- um erlendis, og þátttaka okkar í HM vekur athygli sem erfitt væri aö ná með öðrum hagkvæmari aðferöum." slenska landsliðið merkt Adidas og Flugleiðum leikur við það danska sem merkt er Hummel og Tuborg og yfirgnæfir Svali; fé auglýsenda streymir í síauknum mæli til íþróttahreyfingarinnar. Svona er peninganna aflað •Sjónvarpið — Lykilsamingur við íslenska sjónvarpið um sýn- ingar frá landsleikjum. Samning- ur sem tryggði að landsliðið yrði í sviðsljósinu og þar með freist- andi möguleiki fyrir auglýsendur. • Skilti f Laugardalshöll — Sem bein afleiðing af sjónvarpssamn- ingum var hægt að fá mun hærra gjald fyrir auglýsingaskilti í Laug- ardalshöllinni á landsleikjum en áðurtíðkaðist. • Flugleiðir — Reikna má með að á þessu keppnistímabili ferð- ist handknattleiksmenn til út- landa á vegum HSÍ sem svarar tæplega 1.000 sætum hjá Flug- leiðum. Samningurinn tryggir verulegan afslátt hjá félaginu. •Olís — Samningur sem tryggir HSÍ 5 aura af hverjum seldum bensínlítra á ákveðnu tímabili auk þess sem hann tryggir báö- um aðilum verulegt kynningar- starf með afhendingu mynda og bolta. •Skrífstofuvólar — Samningur sem felur í sér tölvuvæðingu skrifstofu HSÍ, húsgögn o.fl. gegn auglýsingum í Laugardals- höll og í leikskrám. •Adidas — Adidas sér HSÍ fyrir búningum á öll landsliðin 7 að tölu í þrjú ár, skó, búninga, bolta o.fl. fyrir liðsmenn, dómara, far- arstjóra, þjálfara, auk ákveðinnar greiðslu til HSÍ. •Act-skór — Samningur við skóverksmiðju Sambandsins um kynningu á Act-skóm. Allir leik- menn og aðstandendur liðsins fá tvenn pör af skóm og auk þess fær HSÍ þóknun fyrir afnot Act-vörumerkisins af leikmönn- um í auglýsingum. • Bílaleiga Akureyrar — Bílaleig- an lánar leikmönnum sem búa erlendis bíla á meðan þeir æfa með landsliðinu, einnig erlendum gestum HSÍ, t.d. þegar landslið koma hingað. •Arnarflug — Arnarflug flytur landsliðið og fylgdarhóp þess til Sviss og heim aftur, HSÍ að kostnaðarlausu. Þetta er gert í samráði við Flugleiðir og í stað- inn mun HSÍ standa fyrir sér- stakri íslandskynningu í Sviss á meðan á HM stendur í samráði við bæði flugfélögin og Ferða- málaráð. •Almennar tryggingar — Samningur sem felur í sér að almennar tryggingar sjái liðinu og einstökum liðsmönnum fyrir öllum nauðsynlegum tryggingum án kostnaðarfyrir HSÍ. •Sól hf. — Þetta er nýjasti samningurinn, undirritaður í gær. Sól hf. mun sjá landsliðum fyrir drykkjum eftir æfingar og lands- liðsmenn munu taka þátt í kynn- ingu á drykkjum og aldingraut- um. Einnig kemurtil bein greiðsla frá Sól hf. til HSÍ. Framangreindir aðilar eru stærstu stuðningsaðilar HSi. Einnig hafa eftirtaldir aðilar lagt til fjárhagslegan stuðning: •Alþýðubankinn •Anpro •Austurbakki • Eimskið • E.Th. Mathiesen • Háaleitisapótek • Hagkaup • IBM •Jöfur • Nesco • Nói/Síríus • Pólar • Pylsuvagninn í Austurstræti •Sjóvá • Síldarvinnslan Neskaupstað • Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna • Sölusamband ísl. fiskframleiðenda •Stefán Thorarensen •Verslunarbankinn • BMVallá • íslenska járnblendifélagið • Landsbanki íslands •Sindra stál •Auk þess hefur ríkisstjórnin styrkt liðið eins og Ólympíunefnd íslands og Afmælisnefnd Reykja- víkurborgar. • Ekki má gleyma að HSÍ hefur einnig allnokkrar tekjur af að- gangseyri á landsleikjum. • Þá stendur yfir landshapp- drætti á vegum HSf, áheit fjöl- margra fyrirtækja þess efnis að greiða 100 krónur fyrir hvert skorað mark í undirbúningsleikj- um fyrir HM og í keppninni sjálfri, og getraunaleikur í samráði við Getraunir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.