Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1986
13
Hollustubyltingin/jón Óttar Ragnarsson
Vínandi og heilsa
MYND A
BREYTINGAR A AFENGISNEYSLU Á MANN
MIÐAÐ VIÐ 100% ÁFENGI
1885-1975
] LÉTTVÍN
■ STERKIR DRYKKIR
1M« 1891 189« 1901 1908 1911 1918 1921 1928 1931 1938 1941 1948'1981'19M ' 1911'1998'19n"
' 1890 -1898 1900 1908 1910 1918 1020 1928 1930 1938 1940 1948 1980 1988 1980 1988 1970 1978
ÁR
%
ioo
BREYTINGAR A AFENGISNEYSLU
1974 - 1985
MYND B
LETT VIN
STERK VIN
„Sérhver ný áfengistegund er
viðbót“ heitir uppáhaldskenning
þeirra Jóhannesar Bergsveinsson-
ar, Tómasar Helgasonar, Þorkels
Jóhannessonar og Áfengisvarnar-
ráðs.
Hefði kenningin staðist hefðu
léttvínin og bjórlíkin heldur betur
aukið áfengisneyslu þjóðarinnar.
En reynslan segir heldur betur
aðra sögu.
Mynd A sýnir að frá 1930 til
1975 fjórfaldaðist áfengisneyslan.
Á þeim tíma réð brennivínið —
óskabam Áfengisvamarráðs —
lögum og lofum.
Mynd B sýnir að frá 1974 til
1985 jókst léttvínsdrykkja gífur-
lega. 1984 bættust bjórlíkin við.
Samt jókst heildameyslan ekki.
Hún stóð í stað!
Sem sé: hvorki léttvínin né bjór-
líkin urðu viðbót, heldur afstýrðu
aukinni áfengisneyslu auk þess
að valda síður alkóhólisma en
brennivínið.
Ástæðan er augljós: Áfengi hér
er svo dýrt að nýjar tegundir verða
aldrei viðbót, heldur leysa þær
ávallt aðrar gerðir þess af hólmi.
Sagan
Hinn lögskipaði vímugjafi Vest-
urlandabúa er vínandinn. Á hann
sér meira en 8000 ára sögu í
gamla heiminum.
Á norðurslóðum, þ. á m. á ís-
landi, bmgguðu menn bjór og
annað öl. Á suðurslóðum þar sem
nóg var um ávexti kusu menn
hins vegar vínin, hvít eða rauð.
Brennivínið náði ekki fótfestu
fyrr en á 17. öld. Færðu einokun-
arkaupmenn sér það fljótt í nyt
er þeir bmtu bjórmenningu Is-
lendinga á bak aftur.
Varðhundur þessa einokunar-
kerfís í dag heitir Áfengisvamar-
ráð. Óskabam þess er svarti
dauðinn. Sérgrein þess er að við-
halda óbreyttu ástandi.
Fjórar ásjónur
Stefna Áfengisvarnarráðs er
að best sé að vita sem minnst um
áfengi.
Skynsemin segir að þessu sé
öfugt farið. Best sé að þekkja
þennan lögskipaða vímugjafa
okkar sem best og kenna sem
flestum að umgangast hann.
Því áfengið hefur fjórar ásjón-
ur. Það er meðal, það er næring,
það er vímugjafi og það er eitur-
lyf. Á öllum þessum ásjónum þarf
að kunna skil.
Meðalið og
næringarefnið
Vínandinn er eitt elsta meðal
mannkynsins, m.a. til þess að
stilla kvalir. Enn er það mikið
notað, gegn streitu, kvíða og
svefnleysi.
En áfengi er einnig næring.
Vínandinn er nefnilega kröftugt
orkuefni. Fá íslendingar um 3%
orkunnar en til dæmis Frakkar
14% úrvínanda.
En vínandi er óvenjulegt orku-
efni því hann brennur aðeins í lifur
og hámarksgetan er um 150 g á
sólarhring (15 „sjússar" eða um
1000 he).
Þegar áfengi er dmkkið að
staðaldri eykst brennslugeta lifr-
arinnar um allt að helming og
jafngildir þá nærri dagsþörf full-
orðinna fyrirorku.
En auk þess er í áfengi (ekki
þó sterkum drykkjum) nokkuð af
bætiefnum. Er mest af þeim í
bjómum, en minna í léttvíni eins
og taflan sýnir.
Næringargildi áfengis
(á hver 30—40 g vínanda)
Tegund % af RDS (12 baetiefni)
Bjór 20
Léttvfn 7
Heit vfn 4
Sterkirdrykkir 0
Vímugjafinn
Fyrir bælda þjóð og feimna eru
veikir drykkir, t.d. léttvín eða bjór,
í hófi kjörinn vímugjafi sem eflir
samkennd og styrkir félagsleg
tengsl.
Sé drukkið í óhófí koma gall-
amir í ljós: víðtæk áhrif á tauga-
kerfi með tmflunum á tali, hreyf-
ingum og dómgreind, slysahættu
og ofbeldishneigð.
Enn stærri skömmtum fylgir
svefn eða dá, oft með tilheyrandi
miklum timburmönnum, þ.e. frá-
hvarfseinkennum, og þar með
þörf fyrir .. .afréttara.
Hér á landi em sterkir drykkir
enn ráðandi og þar með mikil
ofurölvun. Slíkt neyslumynstur
veldur jafnan víðtækum skemmd-
um á taugakerfi og heila.
Í Suðuriöndum er ofurölvun
fátíðari. Á móti kemur dagleg
neysla. Fari hún yfír 3—7 „sjússa"
á dag koma fram víðtækar lifrar-
skemmdir (skorpulifur).
Eiturlyfið
En áður en taugakerfíð og lifrin
hafa orðið fýrir umtalsverðum
skemmdum er viðkomandi yfir-
leitt orðinn alkóhólisti. En hver
er orsökin?
Helsta tilgátan er sú að vínandi
í blóði myndar asetaldehýð (í lifur)
sem breytist í morfínsamband (í
heila) og þar með líkamlega
ánauð.
Mest er hættan af sterku
drykkjunum því þá eru mestar lík-
ur á miklu vinandamagni í blóði
og tíðri ofurölvun, þ.e. fyrsta stigi
alkóhólisma.
Þegar tekið er tillit til þess að
Islendingar eru með lægstu með-
alneyslu vínanda á Vesturlöndum
ætti alkóhólismi að vera sérlega
fátíður hér.
Þessu er öfugt farið. Rannsókn-
ir sýna að alkóhólismi er hér sér-
lega algengur. Ástæðan er fyrst
og fremst brennivínsstefna
Áfengisvamarráðs. Sú stað-
reynd að enn kemur Vsalls vín-
anda úr sterkum drykkjum
(brennivíni“) er meira en nóg
skýring á ástandinu eins og það
blasir við.
Breytta stefnu, takk!
Nú hefur verið staðfest opin-
berlega að allur áróður Áfengis-
vamarráðs um að léttvín og bjór-
líki yrðu viðbót við annað áfengi
er úr lausu lofti gripinn.
í siðmenntuðum löndum em
slík embættisglöp brottrekstrar-
sök. Gildir það sérstaklega um
hugmyndafræðinginn, Jóhannes
Bergsveinsson, lækni.
Þar með hefur Alþingi ekki
framar nein rök til að halda áfram
að svipta íslendinga þeim mann-
réttindum að neyta áfengs öls
eftir eigin geðþótta.
Né heldur er fjármálaráðuneyti
framar stætt á öðm en að verð-
leggja veigamar þannig að neysl-
an beinist frá óskadrykk Jóhann-
esar að veikari veigum.
Þarf að láta Jóhannes og
Áfengisvamarráð sæta ábyrgð
fyrir sín háskalegu mistök áður
en búið er að gera stóran hluta
alls ungs fólks á íslandi að...
lögskipuðum áfengissjúklingum.
Vonandi gleyma þeir lexíunni
seint: Mörg bölvun hefur hlotist
af opinberri einokun a íslandi.
En að ríkið þröngvi sterkum eitur-
lyfjum upp á óharðnaða unglinga
með aðstoð skottulækna er ekki
aðeins ósvífni... það er glæpur!
Þaklekavandamál
Fillkoat: Þéttiefni fyrir bárujárnsþök og þak-
pappa.
Kímeperol: Á svalir, slétt þök, stein í kverkar o.fl.
Múrfill: Þéttiefni fyrir sprungna veggi og alkali.
Noxide: Gúmmíteygjanlegt akrýl fyrir bárujárn.
Fagmenn vinna verkin. Vestur-þýsk gæðaefni.
Þétting hf.
Dagsími: 651710. Kvöldsími: 55410.
ITENTE
HÚSGAGNAHJÓL -
VAGNHJÓL
Eigum jqfnan fyrirliggjandi mikið úrval hjóla undir húsgögn ogvagna,
hvers konar, bceði til heimilis- og iðnaðarnota. Einnig getum við út-
vegað með stuttum fyrirvara hjól til sérhæfðra nota, svo sem til efna-
iðnaðar o.fl.
Stcerzta sérverzlun landsins með vagnhjól.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
IIISI