Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Öldruðum fjölgar um 95% næstu þrjá- tíu og fjögur árin — en þjóðinni í heild um 13% FÓLKI yfir sjötugt mun fjölga um 95% næstu þrjátíu og fjögur árin á sama tíma og íslensku þjóðinni mun aðeins fjölga um 13% ef að líkum lætur. Þetta kom fram í ræðu Ragnhildar Helga- dóttur heilbrigðisráðherra á fjölmennri ráðstefnu um stofnanaþjónustu aldraðra á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem Öldrunarfræðafélag Is- lands efndi til í Domus Medica í gær. inni myndi fjölga um aðeins 13%,“ sagði heilbrigðisráðherra. „Þetta segir okkur að bregðast þarf við í tíma með nýjum úrræð- um fyrir aldraða. Vissulega von- umst við til, að framfarir í heil- brigðisþjónustu og sérstaklega heilsuvemd muni tryggja þessari öldruðu sveit hreysti í svo ríkum mæli, að hlutfallslega færri en nú þyrftu á stofnanavist að halda," sagði Ragnhildur Helga- dóttir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í ræðustóli á ráðstefnu Öldrunarfræðafélags íslands um stofnanaþjón- ustu aldraðra á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrir miðju er Sigurveig H. Sigurðardóttir yfirfélagsráðgjafi, sem var fundarstjóri, og lengst til hægri er Ársæll Jónsson, formaður Öldrunarfræðafélagsins. B-álma Borgarspítalans: 33 milljóna niðurskurður FRAMKVÆMDIR við B-álmu Borgarspítalans á þessu ári verða miklu minni en gert var ráð fyrir. Hafði Borgarspítalinn farið fram á 37 milljónir en á fjárlögum eru aðeins ætlaðar 3 milljónir til B-álmu og rúmlega ‘/2 milljón kemur frá borginni, sagði Gunnar Sigurðsson yfir- læknir lyflæknisdeildar Borg- arspitalans á ráðstefnu Öldr- unarfræðafélagsins um stofn- anaþjónustu aldraðra. Fyrirhugað var að ljúka fyrstu hæð sem átti að hýsa sjúkraþjálfun og iðrjuþjálfun. Þá var gert ráð fyrir að ljúka fjórðu hæð byggingarinnar þar sem á að vera aðstaða fyrir bæklunarlækningar aldraðra. Einnig er ljóst, að ekki er unnt að taka í notkun fleiri hæðir í B-álmunni fyrr en komnar eru lyft- ur í húsið og skiptiborð spítalans er þegar of lítið. í ræðu Ragnhildar kom fram, að samkvæmt upplýsingum hag- stofustjóra væru nú á Islandi um 16.900 manns yfír sjötugt. Árið 2000 væri líklegt, að sjötugir og eldri yrðu um 22.000, „en eftir 34 ár eða árið 2020 verði í þess- um hópi 32.100 manns. Sam- kvæmt því hefði þá fólki yfír sjötugt fjölgað um 95% frá því sem nú er á sama tíma og þjóð- Dagvistun aldraðra á einkaheimilum athugandi segir Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra RAGNHILDUR Helgadótt- ir heilbrigðisráðherra varpaði fram þeirri hug- mynd í ræðu, sem hún hélt i gær í Domus Medica á ráðstefnu um stofnana- þjónustu aldraðra á Stór- Reykjavíkursvæðinu, að einkaheimili tækju að sér dagvistun aldraðra að ein- hveiju leyti. Ragnhildur sagði, að það vekti bjartsýni, að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að tvöfalda framlög til málefna aldraðra. „Dagvistun hefur orðið vinsælt úrræði til að gera öldruðum kleift að búa lengur í heimahúsum," sagði heilbrigðisráðherra. „Þörfínni fyrir dagvistun er þó hvergi nærri fullnægt. Mætti e.t.v. hugsa sér nýja leið líkt og farin var í dagvistun bama, er dag- mæðrakerfíð kom til sögunnar. Væri hægt að kanna möguleika á skipulagningu á samstarfí hins opinbera og einkaheimila, sem gott húsrými og áhuga hafa til að veita öldruðum dagskjól." Ragnhildur sagði, að dagvist- un í heimahúsum kynni að kalla á námskeið fyrir aðstoðarfólk á slíkum heimjlum. Hér væri að vísu um sveitarstjómarverkefni að ræða, en þó væri ljóst, að vanda aldraðra yrði að leysa í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og ekki síst einkaaðila. „Ég mun biðja formenn félagsmálaráða á Stór-Reykjavíkursvæðinu að koma á næstunni til skrafs og ráðagerða um þessar hugmynd- ir,“ sagði félagsmálaráðherra í ræðu sinni. Áfangi í samningaviðræðum ASÍ og vinnuveitenda: Lífeyrissj óðirnir borgi helming niðurfærslunnar Hugmyndir um að 630 milljóna verði aflað með banka- skatti, auknum eignaskatti og niðurskurði til vegamála TALSVERT miðaði í samkomu- lagsátt um ýmis veigamikil atriði í samningum ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna i fyrrinótt. Samkomulag hefur tekist um lifeyrismál - þar sem eitt meginefnið er að á næstu fjór- um árum verði í jafn mörgum áföngum farið að borga í lífeyr- issjóðina af öllum launum — og samkomulag um húsnæðismál og fjármögnun lífeyrissjóðanna á húsnæðislánakerfinu mun vera skammt undan. Það sam- komulag verða lífeyrissjóðirn- ir, hver fyrir sig, að staðfesta með aðild. AUvel þokaði í átt til samkomulags um niður- færsluleiðina svokölluðu, þ.e. nákvæmri útfærslu á hvernig á að koma verðbólgunni niður í 6-7% á árinu. Margt er þó óleyst í samningaviðræðunum — stærst af þvi er kauptrygging og beinar launahækkanir. Um þau atriði og fleiri átti að takast á fundi, sem hófst kl. 19 i gærkvöld. Rétt er að undir- strika, að ekki verður gengið frá neinum einstökum liðum fyrr en heildarsamkomulag hefur tekist. „Ríkisstjórnar- víxillinn“ Miklar umræður og mikil vinna hefur verið lögð í „víxil ríkisstjóm- arinnar" - tillögur til ríkisstjóm- arinnar um niðurskurð í ríkis- rekstrinum og hvemig megi fjár- magna þær skattalækkanir, sem samkomulags er leitað um. Gert er ráð fyrir, samkvæmt upplýsing- um, sem Morgunblaðið heftir aflað sér, að „niðurfærsluleið" ASÍ og vinnuveitenda kosti um 1.250 milljónir króna. Meðal þess, sem helst hefur verið rætt um að hægt væri að skera niður, og ætti að skila sér fljótt og vel til launafólks í landinu, er lækkun tekjuskatts, útsvars, vaxta, bensínverðs, opin- berrar þjónustu, verðjöfnunar- gjalds á rafmagni, tolla af heimil- istækjum, hjólbörðum og bílum og fleiri vöruflokka. 40% álag á eignaskatt? Hugmyndin er að lífeyrissjóð- imir fjármagni helming þessara aðgerða. Til að borga það sem upp á vantar, þ.e. 620-630 millj- ónir, hafa komið fram tillögur um 200 milljón króna niðurskurð vegaframkvæmda, 40% álag á eignaskatt, sem ætti að gefa um 330 milljónir og 7,5% launaskatt á banka, lögfræðiþjónustu og endurskoðunarþjónustu. Slíkur skattur er talinn geta skilað um 100 milljónum króna og myndu bankamir væntanlega þurfa að taka á sig um 70% þeirrar upp- hæðar. Ekki hafði í upphafí funda í gærkvöld tekist samkomulag um þessi atriði og ekki útséð um hver niðurstaðan yrði. „Tímamótasamþykkt“ um húsnæðismál Nokkrar breytingar voru gerð- ar á tillögum undimefndar um húsnæðismálin, sem löng umræða og talsverður meiningarmunur varð um í samninganefnd ASÍ í fyrrinótt og aðfaranótt fímmtu- dagsins. Þegar fundi lauk á átt- unda tímanum í gærmorgun vom menn sammála um að skammt væri í að samkomulag tækist. Einn samningamanna lýsti sam- komulagsdrögunum, sem lágu þá fyrir, sem „tímamótasamþykkt". Hún gengur út á, eins og sagði frá í blaðinu í gær, að lánaréttur úr opinbera kerfinu verður háður framlagi lífeyrissjóðs viðkomandi lántakanda. Miðað verður við, að lífeyrissjóðimir veiji hið minnsta . 20% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum bygginga- sjóðanna og að hámarkið verði 55%. Með þessu móti er ætlunin, að þeir, sem byggja í fyrsta sinn, fái 700.000 krónur til 2,1 milljónir (eftir framlagi lífeyrissjóðs við- komandi) í húsbyggingalán og að þeir, sem kaupa í fyrsta sinn, fái 70% af samsvarandi upphæðum. Lánin verði veitt til 40 ára og er áskilið í samkomulagsdrögum ASÍ og samtaka atvinnurekenda, að vextir verði aldrei hærri en 3,5%. Þegar í hlut eiga hjón, sem eru hvort í sínum lífeyrissjóði, ræður meðaltal framlags líféyris- sjóða þeirra hvert húsnæðislánið verður, skv. upplýsingum blaðs- ins. Húsnæðisaf sláttur og- neyðaraðstoð Jafnframt er gert ráð fyrir að nú þegar verði 300 milljónum króna varið til aðstoðar við þá, sem lent hafa í greiðsluerfiðleik- um eða greiðsluþroti vegna hús- næðiskaupa. Þessrupphæð kemur til viðbótar við þær 200 milljónir, sem áður höfðu verið settar í slíka „neyðaraðstoð". Einnig er í sam- komulagsdrögunum gert ráð fyrir að frá og með þessu ári verði þeim, er byggja í fyrsta sinn, veittur sérstakur húsnæðisafslátt- ur í stað vaxtafrádráttar með þaki, eins og nú er. Sá frádráttur er hugsaður til 10 ára og dregst frá sköttum og getur jafnvel verið útborganlegur. Fyrir þá, sem þegar hafa byggt, á að vera val á milli hins venjulega vaxtafrá- dráttar og húsnæðisafsláttarins. Ekki liggur fyrir hve mikill hús- næðisafslátturinn gæti orðið. Afdrif hugmynda vinnuveit- enda um launagreiðslur í veik- inda- og slysatilfellum verða væntanlega þau, að samningsaðil- ar setja á laggimar nefnd, sem falið verður að gera ítarlegar til- lögur um framtíðartilhögun og hugsanlegar breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Samningamenn urðu fljótt sammála um, að hér væri á ferðinni stærra mál og flóknara en svo, að hægt væri að afgreiða það á þeim tíma, sem þeir telja sig hafa til stefnu í þessum samningaviðræðum. Búvara hækki ekki Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er einhugur með samninga- mönnum beggja fylkinga um að búvöruverð megi ekki hækka. Lagt hefur verið til að búvömverð hækki ekki fyrr en 1. júní næst- komandi og síðan ekki um meira en 2% í hvert sinn eftir það á þessu ári, þ.e. 1. september og 1. desember. Bent er á í tillögum, sem vora til umfjöllunar í samn- inganefndunum, að nota mætti hluta útflutningsbóta til að greiða fyrir óbreyttu búvöraverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.