Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Fiskikerin: • 5 stærðir: 310 I, 5801, 6601, 760 log 10001. • 2 verðflokkar Notkunarsvið: Smábátar, landróðrar- bátar, humarbátar, gámaflutningar, saltfiskvinnsla og ýmiss konar önnur vinnsla. Vörupallarnir: • 3 stærðir: 80 sm x 120 sm, 100 sm x 120 sm, og „togarapallur", 89smx 108,5 sm, sérhannaður fyrir 70 I og 90 I fiskikassa. Aðrar framleiðsluvörur okkar: Flotbryggjur, tunnur, tankar, brúsar fyrir matvælaiðnað og einangrunarplast. •Viðgerðarþjónusta. Vesturvör 27, Kópavogl Sfml: 91-46966 Saknað er 16 sjómanna Greenok, Skotlandi, 21. febrúar. AP. SEXTÁN manna er sakanð eftir að franskur togari fórst á Norður-Atlandshafi snemma á föstudag. Togarinn, Arctic sem gerður var út frá Dieppe, fórst um 570 km vestur af eynni Lewis sem er við vesturströnd Skot- lands. Lík eins skipverja af tog- aranum hefur fundist. Maður fór fyrir borð á öðrum frönskum togara sem tók þátt í björgunar- aðgerðum og hefur lík hans einnig fundist. Níu mönnum af áhöfn togarans Arcitc hefur verið var bjargað en ekki er vitað hvort aðrir skipveijar komust í björgunarbáta. Togarinn var á veiðum ásamt 10 öðrum frönskum togurum er slysið varð. Illviðri er á þessu slóðum en ekki er þó ljóst hvað varð þess valdandi að togarinn sökk. Leyland-verksmiðjurnar: Tilboðfrest- ur til 4. marz London, 20. febrúar. AP. BREZKA stjórnin ákvað í dag að veita frest til 4. marz nk. til að skila kauptilboðum í bifreiða- verksmiðju British Leyland. Meðal fyrirtækja sem áhuga hafa á kaupunum eru bandarisku bíla- verksmiðjurnar General Motors. Paul Channon, iðnaðar- og verzl- unarráðherra, skýrði þinginu frá þvi að ýmis brezk fyrirtæki, sem framleitt hafa bílhluta fýrir British Leyland, séu hljmnt því að verk- smiðjumar verði seldar General Motors. Hann sagði engan aðila hafa sýnt verksmiðjunum jafn mikinn áhuga og General Motors. General Motors hefur átt i við- ræðum við British Leyland í níu mánuði um hugsanleg kaup á verk- smiðjunum. VARA HLUTIR STARTARAR OG R í eftirtaldar japanskar bifreiðategundir: MITSUBISHI, SUBARU, TOYOTA, MAZDA, DATSUN/NISSAN, SUZUKI. DAIHATSU, HONDA. NIPPARTS á íslandi BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 - ' • ■ :• , . . • ■ Áframhaldandi óeirðir á Indlandi AP/Ljósmynd Nýju Delhí, 21. febrúar. AP. HERINN var kallaður út í annað sinn í Kashmír til að stilla til friðar milli ófriðarseggja múhameðstrúar- manna og Hindúa og búist var við frekari átökum í dag á bænadegi múhameðstrúarmanna í ýmsum ríkjum á Indlandi. Talið er að 27 manns hafi látið lífið í óeirðunum til þessa og að minnsta kosti 500 manns særst. Ófriðaraldan hófst er fomt musteri Hindúa, helgað æðsta guði þeirra Rama, var opnað á nýjan leik í ríkinu Uttar Pradesh. Múhameðstrúar- menn hafa líka helgi á þessum stað og segja að musterið sé moska, guðshús múhameðstrúarmanna. Óeirðir hafa verið í sjö ríkjum Indlands ef ekki fleir- um vegna þessa. Á myndinni sést lögregla í Nýju Delhí lemja á múhameðstrúarmanni, sem mótmælti opnun mustersins. Heimsókn Honeckers verðiu* síðar á árinu Bonn, 21. febrúar. AP. ERICH Honecker, forseti Austur-Þýskalands, mun fara í sína marg- boðuðu ferð til Vestur-Þýskalands einhvem tima eftir að þingi austur-þýska kommúnistaflokksins lýkur en það verður haldið í apríl. Skýrði forseti austur-þýska þingsins svo frá í dag. Horst Sindermann, forseti aust- ur-þýska þingsins, sem verið hefur gestur vestur-þýskra jafnaðar- manna í þijá daga, sagði á blaða- mannafundi í dag, að Erich Honec- ker, forseti og leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, ætlaði að koma í opinbera heimsókn til Vest- ur-Þýskadands en af henni gæti þó ekki orðið fyrr en að loknu flokks- þinginu í apríl. Vestur-þýskum embættismönnum finnst líklegast, að heimsóknin verði ekki fyrr en um eða eftir mitt ár. Honecker hafði hug á að koma til Vestur- Þýskalands í september árið 1984 en þá settu Sovétmenn honum stól- inn fyrir dymar. Sindermann, sem er sjötugur að aldri, verður í Vestur-Þýskalandi í Qóra daga og er hann háttsettastur austur-þýskra embættismanna, sem til landsins hafa komið. Þótt hann sé formlega gestur jafnaðar- manna hefur hann hitt að máli Kohl, kanslara, Philipp Jenninger, forseta sambandsþingsins, og leið- toga allra stjómmálaflokka á þingi. í sameiginlegri tilkynnningu gest- gjafanna og gestsins segir, að Austur-Þjóðveijar vilji vinna að auknum mannréttindum og auð- velda ferðalög milli þýsku ríkjanna. Eins og nú háttar er Austur- Þjóðveijum ekki leyft að fara til annarra landa nema þeir séu komnir á eftirlaun og jafnvel þá verða þeir að fara slyppir og snauðir, fá aðeins að hafa með sér í farareyri sem svarar til 500 kr. ísl. Er þá ætlast til, að betur megandi ættingjar þeirra í Vestur-Þýskalandi ali önn fyrir þeim. Svíþjóð: Bágborínn fjárhagur á mörgum heimilum Stokkhómi, 20. febrúar. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. FJARHAGUR um 700 þúsund sænskara heimila er lakari en svo að hann dugi til lágmarks fram- færslu og annar eins fjöldi býr við svo kröpp kjör að hann er rétt á mörkum lágmarksfram- færslu. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri könnun sem sem sænska hagstofan hefur látið gera og náði til 8.000 heimila í Svíþjóð. Skást virðst afkoman vera hjá einstaklingum sem ekki hafa böm á sínu framfæri. Einn fjölmennasti hópurinn meðal hinna fátæku em fjölskyldur með þijú böm eða fleiri. Lágmarksframfærsla, í þessari könnun, var miðuð við sömu upp- hæð og greiðslur tiyggingabóta, sem meira en hálf milljón Svía þiggur á hveiju ári. Þó hljóta ekki allir tiyggingabætur sem eru undir telqumörkunum. Framfærslumörkin miðast við 42 þúsund sænskar krónur fyrir ein- staklinga, 60 þús. skr. fyrir bam- laust fólk í sambúð, 70 þús. skr. fyrir einstæða foreldra, 82 þúsund skr. fyrir fjölskyldur með eitt bam og 102 þús. skr. fyrir fjölskyldur með tvö böm. Könnunin leiðir í ljós að bamlaust fólk í sambúð hefur bestan fjárhag, og hlutu aðeins fáir einstalingar úr þessum hópi tryygingabætur á síð- asta ári. Niðurstöður könnunarinar benda til þess að 1,4 milljónir sænskra heimila eigi í fjárhagserf- iðleikum. Kína: Rússneski flugræn- inginn ákærður Peking', 21. febrúar. AP. FLUGRÆNINGI sovésku far- þegaflugvélarinnar sem lenti á hjambreiðu í Norður-Kína í des- ember mun verða leiddur fyrir rétt í Kina ákærður um flugrán, að sögn kínverska utanríkisráðu- neytisins. Flugræningin var að- stoðarflugmaður vélarinnar. í tilkynningu kínverska utanrík- isráðuneytisins segir að flugvélinni hafi verið flogið aftur til Sovétríkj- anna og með henni hafi farið þeir 42 farþegar sem um borð voru ásamt áhöfninni. Flugvélin, An- tonov-24, var í innaniandsflugi yfir Síberíu þegar flugræningin sneri henni til Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.