Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 2
2
MÓRCUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR19ÍÍ6
*
Utför Gunnlaugs Halldórssonar
Pjölmenni var við útför Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts sem gerð var frá Bessastaðakirkju í gær.
Meðal viðstaddra var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Séra Bragi Friðriksson jarðsöng.
Vík í Mýrdal:
Prj ónastofunni Kötlu
lokað vegna gjaldþrots
Vík I Mýrdal, 21. janóar.
PRJÓNASTOFUNNI Kötlu
var lokað í kvöld vegua gjald-
þrots. Starfsfólkið kom til
vinnu sinnar í morgun án þess
að vita um þetta og vann sín
störf í dag. Það var svo í lok
vinnudags að starfsfólkinu
var sagt frá fyrirhugaðri
lokun. Dyr pijónastofunnar
voru innsiglaðar í kvöld.
Hjá Kötlu störfuðu 5 karlmenn
í heilsdagsvinnu, 5 konur í heils-
Sjálfstæðismenn á Akureyri:
dagsvinnu og 20 konur í hálfs-
dagsvinnu. Þetta er um 20-30%
vinnufærs fólks í Vík. Erfíðleikar
höfðu steðjað að prjónastofunni um
nokkurt skeið, en heimamenn
höfðu vonað að úr rættist.
Pijónastofan Katla var sett á
stofn fyrir u.þ.b. 15 árum. Þar
voru aðallega framleiddar peysur
fyrir erlendan markað.
Prófkjör um helgina
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins
á Akureyri fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar í vor fer fram í
dag og á morgun.
Kosið er í skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Kaupangi við Mýrarveg
og er kjörstaðurinn opinn frá kl.
10.00 til kl. 20.00 báða dagana.
Þeir hafa atkvæðisrétt í þessu próf-
kjöri sem eru félagar í Sjálfstæðis-
félögunum á Akureyri og hafa náð
16 ára aldri prófkjörsdagana.
Þrettán manns taka þátt í próf-
kjörinu. Þeir eru: Tómas Gunnars-
son, Bjöm Jósef Amviðarson, Einar
S. Bjamason, Gunnar Ragnars,
Sturla Kristjánsson, Sigurður J.
Sigurðsson, Jón Kr. Sólnes, Guð-
finna Thorlacius, Bergljót Rafnar,
Eiríkur Sveinsson, Bárður Halldórs-
son, Steindór G. Steindórsson og
Björg Þórðardóttir.
UMFERÐARSLYS varð rétt fyr-
ir klukkan sex í gær við bæinn
Narfastaði í Viðvíkursveit. Bif-
reið af Subaru-gerð fór út af
veginum og valt. Konan sem ók
bílnum skarst mikið i andliti og
Nokkuð atvinnuleysi var fyrir í
Vík. Kaupfélagið hafði nýlega sagt
upp fólki. Nú eru sex tiltölulega
ný hús til sölu í þorpinu. Eigendur
þeirra höfðu hug á að flytjast á
brott, en hafa ekki getað það vegna
þess hve erfíðlega gengur að selja
húsin.
var flutt á Sjúkrahúsið á Sauðár-
króki.
Að sögn lögreglunnar var konan
ein í bílnum og er ekki vitað með
hvaða hætti slysið vildi til.
Bíllinn er stórskemmdur eða
jafnvel ónýtur.
R.R.
Bílvelta í Viðvíkursveit
Svartur dagnr
hjá íslensku
stórmeisturunum
NÍUNDA umferð var tefld á Reykjavíkurskákmótinu á Hótel
Loftleiðum í gærkveldi. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með
spennandi skákum, sérstaklega viðureign Jóhanns Hjartar-
sonar og Helga Ólafssonar og Tals og Hansens.
Tal og Hansen tefldu flókna
skák og reyndist „gamli maður-
inn“ kunna betur við sig í flækjun-
um. Hansen tapaði þar með sinni
fyrstu skák í mótinu og mótið
verður nú mjög jafnt og spenn-
andi. Jóhann og Helgi tefldu sömu
byijun og á Reykjavíkurskákmót-
inu fyrir tveimur árum en nú
skiptu þeir um liti. Jóhann vann
öruggan sigur nú með hvítu eins
ogHelgi gerði 1984.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Helgi Ólafsson
Katalónsk byrjun
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3
- d5, 4. g3 — dxc4, 5. Bg2 —
c5,6.0-0 — Rc6, 7. Da4
Hvítur leikur oft hér 7. Re5 en
Jóhann býður Helga að endurtaka
skák þeirra frá Reykjavíkurskák-
mótinu 1984 en þá skák vann
Helgi með hvítu.
7. — cxd4
Önnur leið er hér 7. — Bd7,
en öllum á óvart endurtekur Helgi
byrjun fyrmefndar skákar við
Jóhann frá 1984.
8. Rxd4 — Dxd4, 9. Bxc6+ —
Bd7, 10. Hdl - Dxdl+, 11.
Dxdl - Bxc6,12. Rd2 - b5
í margnefndri skák, Helgi —
Jóhann 1984 varð framhaldið 12.
- c3, 13. bxc3 - 0-0-0, 14. Db3
- Bc5, 15. Rf3 - Re4, 16. Rd4
- Hxd4, 17. cxd4 - Bxd4, 18.
Hbl - Bxf2+, 19. Kfl - h5, 20.
Bf4 - g5, 21. Bxg5 - h4, 22.
gxh4 — Bxh4, 23. Db2 — f6, 24.
Bxh4 - Hxh4, 25. Hcl - Kc7,
26. Da3 - Rd6, 27. Dg3 - Hh5,
28. Hdl - Bd5, 29. Dg7+ -
Kc6, 30. Hcl+ - Bc4, 31. Dg4
- Hf5+, 32. Kel - b5, 33. h4 -
e5, 34. h5 - Hf4, 35. Dg2+ -
Kb6, 36. h6 - Re4, 37. h7 -
Hh4, 38. h8D og svartur gafst
upp.
13. a4 — Be7, 14. axb5 — Bxb5,
15. Rxc4 -0-0
Betra en 15. — Bxc4, 16. Da4+
- Rd7,17. Dxc4 o.s.frv.
16. b3 - Hfc8
Eðlilegra er að taka d-línuna
með 16. - Hfd8
17. Ba3 — Bxa3,18. Rxa3 — Ba6
Enn gat svartur leikið 18. —
Hd8, og síðan 19. — Ba6
19. Rc2 - Bb7, 20. Re3 - h6,
21.f3 —Bd5
Svartur hefði leikið 21. — a6
ásamt — Hd8 ásamt — Hac8.
22. b4 - Hcb8,23. Dd4
Hvíta drottningin stendur mjög
vel á d4. Svarta staðan er nú orðin
erfíð. Hvítur hótar Hxa7 og g4,
h4ogg5.
23. - Hb7, 24. g4 - Hab8, 25.
Hxa7 ~ Hxbl
Betra var 25. — Hxa7, 26.
Dxa7 — Hxb4, 27. h4 og hvítur
stendur betur en vöm svarts er
auðveldari eftir hrókakaup.
26. Dc5 - Hb2,27. Kf2, - Hf8
Svartur hefði átt að leika 27.
— H2b7
28. h4 — Ba8, 29. g5 — hxg5,
30. hxg5 - Rd4, 31. Da3 - Hbb8
Ekki 31. - Rxe3, 32. Hxa8
(ekki 32. Dxb2 — Rdl+) og allir
menn svarts standa í dauðanum.
32. g6 - Bc6, 33. gxf7+ -
Hxf7,34. Dd6
og svartur gafst upp því biskupinn
á c6 og hrókurinn á b8 em báðir
í dauðanum og eftir 34. — Hc8,
35. Dxe6 er svartur vamarlaus.
Staðan á mótinu er nú mjög
spennandi: 1,—6. Jóhann Hjartar-
son, Tal, Hansen, Larsen, Salov
og Gheorghiu, allir með 6 V*
vinning, 7. Nikolic 6 v. og biðskák
(jafnteflisleg).
Urslit 9. umferðar
í gærkvöldi
Mikhail Tal — Curt Hansen 1—0
Florin Gherghiu — Bent Larsen >/2—V2
Anthony J. Miles — Predrag Nikolic Bið
Jóhann Hjartarson — Helgi Ólafsson 1—0
Robert Byrne — Efim Geller V*—V*
Seigey Kudrin — Valery Salov 0—1
Jón L. Ámason — Larry Christinansen 0— 1
Guðmundur Siguij.son — NickDeFirm. 0—1
Samuel Reshevsky — Lev Alburt 0—1
Miguel A. Quinteros — Michael Wilder Vt—*/t
Karl Dehmelt — Joel Benjamin 1—0
Harry Schussler — Maxim Dlugh >/2—V2
Thomas Welin — Anatoly Lein 0—1
Kari Þorsteins — Margeir Pétursson 0— 1
Jouni Yijola —JohnP. Fedorowicz ‘/2—>/t
Paul va der Sterren — John W. Donaldson 1—0
Utut Adianto — Yasser Seirawan Bið
Antti Pyhala — Walter Browne Bið
Gert Lighterink — Þorsteinn Þorst.son 1—0
Vitaly Zaltsman — Bragi Halldórsson 1 —0
Þröstur Þórhallsson — Carsten Hoi 1—0
Jens Kristiansen — Eric Schiller 0—1
Boris Kogan — Karl Burger l _o
Davíð Ólafsson — Guðmundur Halld.son 1—0
Andrew Karklins — Björgvin Jónsson 0—1
Hannes H. Stefánsson — Hans Jung V2—V2
Sævar Bjamason — Ásgeir Þór Ámason 1—0
Ólafur Kristj.son — Larry A. Remlinger 0—1
Róbert Harðarson — Lárus Jóhannesson Bið
Haukur Angantýsson — Dan Hansson V2—V2
Hilmar Karlsson — Jón G. Viðarsson V2—V2
Guðmundur Gíslas. — Benedikt Jónass. 0—1
Haraldur Haraldss. — Jóhannes Ágústss. 0—1
Juerg Herzog — Kristján Guðmundsson Bið
Þröstur Ámason — Leifur Jósteinsson Bið
Ámi Árm. Ámason — Áskell ö. Kárason 1—0
Halldór Gr. Einarsson — Tómas Bjömss. 0-1
67 tilboð bárust í „raðsmíðaskipin“ fjögur;
Siglunes hf. bauð 190 miljónir í
skipið hjá Þorgeiri og Ellert hf.
HÆSTA tilboð sem barst í raðsmíðaskipin, sem í smíðum eru
hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi, Slippstöðinni hf. á
Akureyri og Stálvík hf. í Garðabæ, var 190 milljónir króna.
Það kom í skipið sem í smíðum er hjá Þorgeir og Ellert og
var frá Siglunesi hf. í Grundarfirði. Tilboðin voru opnuð í gær.
Alls bárust 62 tilboð í skipin
fjögur og buðu ýmsir aðilar í fleiri
en eitt skip. 19 tilboð bárust í
nýsmíði númer 67 hjá Slippstöð-
inni, sem er síðara skipið sem þar
er í smíðum 17 tilboð voru gerð
í skipið hjá Þorgeir og Ellert og
13 tilboð bárust í bæði Stálvíkur-
skipið og nýsmíði númer 66 hjá
Slippstöðinni.
„Það eru ýmsir fyrirvarar á
sumum tilboðum og einnig bárust
fráviks tilboð sem þarf að skoða
nánar. Þá eru mjög mismunandi
greiðslur sem boðnar eru þannig
að ekki er hægt að sjá strax hvaða
tilboð eru hagstæðust," sagði
Þorleifur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands iðnaðar-
manna, í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en tilboðin voru
opnuð á skrifstofu félagsins. Skip-
in voru boðin út sem 38,7—38,9
metrar á lengd. Öll voru þau
upphaflega 35 metrar en Slipp-
stöðvarbátamir hafa verið lengdir
og hinir bíða lengingar. Skipin em
hugsuð sem rækjuskip og verða
með frystibúnaði.
Hæsta tilboð sem barst var 190
milljónir króna sem áður sagði,
en það lægsta hljóðaði upp á 101
milljón. Hæstu tilboð í Slippstöðv-
arbátana var 180 milljónir og 600
þúsund krónur og vom þau frá
sama aðilanum, Sæbliki hf. á
Kópaskeri. Hæsta tilboð í Stálvík-
urskipið var 161 milljón króna
frá Særúnu hf. á Blönduósi og
fleirum.
Þau tilboð sem bámst í skipin
vom frá eftirtöldum aðilum og
sumir buðu í fleiri en eitt skip
eins og áður sagði: Vogur hf.
Djúpavogi, ON Ólsen og rækju-
vinnslan Vinaminni, ísafírði, ON
Ólsen hf. og Gunnar Þórðarson,
ísafírði, Skagstrendingur hf.,
Skagaströnd, Dögun hf., Sauðár-
króki, Særún hf. og fleiri, Blöndu-
ósi, KJ. Jónsson og Co. hf. Akur-
eyri, Sigló hf., Siglufírði, Útgerð-
arfélagið Barðinn, Kópavogi, Út-
gerðarfélag Norður-Þingeyinga,
Þórshöfn, Sæblik hf., Kópaskeri,
Útgerðarfélag Kópaskers hf.,
Suðurvör hf., Þorlákshöfn, Út-
gerðarfélagið Þór hf., Eskifírði,
Arver hf. Arskógshreppi og Sval-
barðsstrandarhreppur, Bragi
Bjamason og fleiri, Höfn í Homa-
fírði, Siguijón Óskarsson, Vest-
mannaeyjum, Ljósavík sf., Þor-
lákshöfn, Útvegsmiðstöðin hf.,
Keflavík, Hraðfrystihús Gmndar-
fjarðar hf., Siglunes Hf., Gmndar-
fírði, Hlutafélagið Hlír, Rifí, Ós
hf., Vestmannaeyjum, Rækju-
verksmiðjan Hnífsdal, Útgerðar-
félagið Jarl hf. og fleiri, Keflavík,
og íshaf sf. á Tálknafirði.
Þorleifur Jónsson sagði stöðv-
amar nú hafa tilboðin til umfjöll-
unar hver um sig. „Síðan verður
vafalaust rætt við stjómvöld. Út-
boðið var gert í samráði við þau,“
sagði hann.