Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986
25
Höldum árvekni en bíðum
þess ekki sem verða vill
eftir Matthías Á.
Mathiesen, utanríkis-
ráðherra
I
Það segir á einum stað í Grettis-
sögu frá skiptum þeirra Atla Ás-
mundssonar bróður Grettis og Þor-
björns öxnamegins.
Vinnumaður nokkur hvarf úr vist
hjá Þorbimi. Fréttir hann af hjúi
sínu á Bjargi hjá Atla og ríður
þangað við þriðja mann. Þorbjöm
vill fá manninn með sér en Atli
segist ekki nenna að draga hann úr
húsum sínum. „Þú munt ráða að
sinni," segir þá Þorbjöm og bætir
við að hann muni koma aftur „ok
er eigi víst, at við skiljumsk þá
betri vinir en nú“. Atli svarar:
„Heima mun ek bíða þín ok taka
við því, sem at höndum kemur."
Þá var það einn daginn að Þor-
bjöm öxnamegin reið til Bjargs.
Hafði hann hjálm á höfði og sverð
og spjót f hendi. Hann drap á dyr
og fór síðan á bak húsum svo að
eigi mátti sjá hann fá dyrunum.
Heimamenn heyrðu að barið var
og gekk út kona ein. Þorbjöm lét
ekki sjá sig. Konan kom í stofu og
kvaðst engan hafa séð.
Þá laust Þorbjöm mikið högg á
dymar. Mælti þá Atli: „Mik vill sjá
finna, ok mun hann eiga örendi við
mik, hversu þarft sem er.“ Gekk
hann þá fram og út í dymar, en
sá engan. í því bili snaraðist Þor-
bjöm fram fyrir og lagði tveim
höndum til Átla með spjótinu á
honum miðjum svo að stóð í gegn-
um hann. Átli mælti þá: „Þau tíðk-
ast nú in breiðu spjótin".
II
Nokkum iærdóm má draga af
þessari frásögn. Atli var vænn
maður og mönnum harmdauði, en
hann átti í höggi við andstæðing
sem sveifst einskis og hann uggði
ekki að sér. Við skulum velta fyrir
okkur tveimur ummælum Atla.
Hann segir annars vegar: „Heima
mun ek bfða þín og taka við því,
sem at höndum kemur“. Þrátt fyrir
hótun Þorbjöms gerir hann engar
ráðstafanir og er því óviðbúinir
þegar hann er veginn. Hin setningin
en „Þau tfðkast nú in breiðu spjót-
in“. Æðmleysi Atla er slíkt að hann
virðir fyrir sér blaðið í flaðurspjót-
inu á dauðastundinni og sér að það
er breiðara en vant er. Hann gefur
sér m.ö.o. tfma til að íhuga nýja
vopnatækni. En það er þá um sein-
an.
Segja má að íslendingar hafi
verið í spomm Atla Ásmundssonar
allt fram til þess örlagaríka dags
10. maí 1940 er ísland var hemum-
ið af Bretum. Leifursnöggt vom
íslendingar hrifnir inn í rás við-
burða sem þeir fengu engu um ráðið
og kallaðir til ábyrgðar og samstöðu
um vamir lýðrseðis og vestrænnar
menningar. íslendingar höfðu allt
frá 1918 sagt „heima mun ég bfða
og taka við því, sem að höndum
kemur". Og stundin rann upp er
barið var á dymar. Sem betur fer
reyndist gæfan íslendingum hlið-
hollari en Atla Ásmundssyni.
Raunar má segja að hlutleysið
hafi gagnað öryggi landsins í lok
fyrri heimsstyrjaldarinnar, vegna
fjarlægðarinnar frá öðmm löndum;
vegna vígtækninnar og vegna þess
að landið var á bresku yfirráða-
svæði. Á þetta hefur Þór Whitehead
bent í ritum sínum. Hann greinir
lfka frá þvf á einum stað að allt
frá 19. öld hafí málsmetandi íslend-
ingar talið að þjóðin yrði að víg-
búast eða leita vemdar einhverrar
stórþjóðar, einkum ef hún skildi við
Dani. Ella gæti hvaða hundadaga-
konungur sem væri lagt þessa þjóð
undir sig með fáeinum lyðguðum
tinnubyssum.
Bjami Benediktsson sagði í við-
tali við Morgunblaðið 3. apríl 1969,
að kaflaskipti hafi orðið í afstöðu
íslendinga til annarra þjóða þegar
hervemdarsamningurinn var gerð-
ur við Bandaríkjamenn í upphafí
heimsstyijaldarinnar 7. júlí 1941.
Samingurinn staðfesti að skilningur
hafi verið vaknaður á nauðsyn þess
að tryggja öiyggi landsins með
virkum ákvörðunum. „Menn höfðu
áttað sig á,“ sagði Bjami, „að hjá-
seta ein og innantómar yfírlýsingar
um hlutleysi stoðuðu lítt.“ Forsend-
umar fyrir hlutleysi höfðu gjör-
breystfrá 1918.
Eftir heimsstyijöldina síðari
vonuðust menn til að stofnun
Sameinuðu þjóðanna og aðild að
þeim yrði okkur traust skjólborð í
ólgusjó heimsmála, en sú von var
ekki á rökum reist. Ofrfkismenn
fóm um löndin vopnaðir og réðust
til atlögu við smáþjóðir sem vom
að sleikja sár sfn eftir hildarleikinn
mikla. Þá var barið á dymar og
lagi sætt. Einn af þeim atburðum
sem réði úrslitum um stofnun Atl-
antshafsbandalagsins var valdarán
kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948.
Ég ætla að leyfa mér að rifja
upp lýsingu Emils Jónssonar á þeim
áhrifúm sem valdaránið f Tékkó-
slóvakíu hafði á ráðamenn á Norð-
urlöndum, en afstaða þeirra, eink-
um Dana og Norðmanna, hafði
mikil áhrif á þá ákvörðun íslendinga
að ganga f NATO. Emil segir svo
frá að hann hafí verið staddur f
Kaupmannahöfn dagstund í byijun
febrúarmánaðar 1948. Þetta var á
laugardegi og kalsaveður og fátt
fólk á ferli útivið. Hann var á rölti
í miðborginni þegar hann rakst á
Hans Hedtoft, þáverandi forsætis-
ráðherra Dana, sem gekk álútur
og þungbúinn um strætin. Þeir vom
málkunnugir og tóku tal saman.
Skýrði Hedtoft Emil frá því að hann
væri „að kæla sig“ enda væri sér
mikið niðri fyrir og litist ekki á
blikuna. Hann væri að koma af
fundi konungs þar sem hann hefði
skýrt honum frá því, að dönsku
stjóminni hefði borist sfmskeyti frá
trúnaðarmönnum sfnum í Tékkó-
slóvakíu þar sem fram kæmi, að
kommúnistar væm þar um það bil
að taka öll völd f landinu í sfnar
hendur og landið að hverfa austur
fyrirjámtjald.
Þeir félagamir ogjafnaðarmenn-
imir Emil Jónsson og Hans Hedtoft
gengu nú út á skrifstofu jafnaðar-
mannaflokksins. Þar sátu þeir þetta
síðdegi og Emil segir svo frá: „Það
kom fljótt f ljós, að áhyggjusvipur-
inn á Hedtoft var ekki að ástæðu-
lausu. Hann var skelfdur. Hann
rifjaði upp fyrir sér — og mér —
þróun mála frá sfðasta hluta styij-
aldarinnar og ámnum eftir strfðið,
hvemig hvert landið eftir annað
hefði komist undir kommúnfska
stjóm, þrátt fyrir að enginn meiri-
hluti væri þar fyrir þessu stjómar-
fari. Frá hausti 1944 til vors 1948,
Ungveijaland, Pólland, Rúmenía,
Búlgaría og nú sfðast hefðu þetta
orðið örlög Tékkóslóvakíu ... Hann
lauk þessu tali sínu með því, að
hann sæi aðeins eina leið, einn
möguleika, og hann væri sá, að
Vestur-Evrópuþjóðir mynduðu
vamarbandalag ef Norðurlöndun-
um tækist ekki að ná samkomulagi.
Sameinaðar væm þær sterkar, en
sundraðar, ein og ein, myndu þær
ekkert viðnám geta veitt.“
Reynsla áðumeftidra þjóða sýnir
hvílíkt gæfuspor stofnun Atlants-
hafsbandalagsins var vestrænum
ríkjum. Örlög fleiri þjóða staðfesta
gildi vamarsamstarfs þessara ríkja,
Kórea, Austur-Þýskaland, Ung-
veijaland, Tékkóslóvakfa, Áfganist-
an, Víetnam, Kampútsea. Hættan
er enn til staðar. Þorbjöm öxna-
megin getur knúið dyra þá er
minnst varir. Því er rétt að spyija
hvemig við íslendingar höfum rækt
skyldur okkar gagnvart sjálfum
okkur eftir að reynslan hafði kennt
að það gagnaði lftt „að bfða heima
ok taka við því, sem at höndum
kemur".
in
Það er gömul sannindi og ný að
sá sem ræður yfir íslandi í styijald-
arátökum á Norður-Atlantshafi
lykilaðstöðu langt suður fyrir Bret-
landseyjar. Landinu hefur verið líkt
við ósökkvandi flugmóðurskip er sé
staðsett í opi Atlantshafs. Um þetta
op verði skip, flugélar og kafbátar
að fara til að komast frá Norður-
Atlantshafí og inn á Atlantshaf.
Ef litið er á landakort sést að
NATO-rfkin ráða yfír gjörvallri
strandlengjunni við norðanvert Atl-
antshaf. Það væri mikil röskun á
þeirri mynd ef ísland væri þar ekki
með. Hemaðarlegt mikilvægi lands-
ins er líka staðfest með því að eftir-
litinu í GIUK-hliðinu svonefnda er
stjóraað héðan af hálfu Atlants-
hafsbandalagsins.
Þessar staðreyndir liggja nokkuð
ljóst fyrir. Samt hefiir umræða hér-
lendis ekki lotið að því hvernig
þetta eftirlitshlutverk skuli best
rækt heldur að því hvort við ættum
yfírleitt að rækja það. Miklum
kröftum hefur verið fómað í deilur
um aðstöðu til eftirlits hér á landi,
kröftum sem betur hefði verið varið
í uppbyggingu og þróun aðstöðunn-
ar.
í þessu sambandi vil ég taka fram
að eðli vamarstöðvarinnar í Kefla-
vík hefur ekki breyst frá því er
vamarsamningurinn var gerður við
Bandaríkjamenn á árinu 1951, eða
í 35 ár. Á því tímabili hafa talsmenn
vestrænnar menningar hér á landi
hvað eftir annað áréttað undir-
stöðurökin fyrir aðild okkar að
NATO, hugmyndafræðilegan mun
stórveldanna, samstöðu lýðræðis-
rfkjanna, ógnir kommúnismans
o.s.frv. Um leið hefur sú verkaskipt-
ing orðið, að því er virðist, þótt á
því sé sem betur fer að verða breyt-
ing, að sjálfar vamimar og eftirlitið
hefiir verið eftirlátið bandamönnum
okkar. Á sama tfma hefur valda-
jafnvægið á Norðurhöfum tekið
stakkaskiptum. Sovétríkin hafa
byggt upp mikinn flota og lagt
metnað sinn í að verða stórveldi á
heimshöfunum. Þetta hlýtur að 1.
auka umfang eftirlitsins frá Kefla-
vík. Virkt eftirlit er einnig nauðsyn-
legt af öðmm sökum, þ.e. að skapa
trú óvinarins á vamargetu NATO
í hugsanlegum átökum á Norður-
Atlantshafi. Það er frá íslandi sem
skipaleiðin frá Vesturheimi til Norð-
urálfu verður varin í slfkum átökum.
Umræðan um vem Vamarliðsins
og aðildina að NATO hefur blossað
upp öðm hvom. Fyrst á árinu 1956
þegar vinstri stjómin hugðist „reka
herinn burt“ en hætti við þær ráða-
gerðir vegna innrásar Sovétmanna
í Ungveijaland og vegna Súes-
deilunnar. í síðara skiptið hugðist
önnur vinstri stjóm „reka herinn"
en það var á ámnum 1971—74. Þær
ráðagerðir rannu einnig út í sandinn
og þjóðarviljinn var leiddur í ljós í
undirskriftasöfnuninni um „Varið
land“.
Atburðir þeir sem sfðar hafa
orðið á alþjóðavettvangi hafa orðið
til þess að efla enn stuðning íslend-
inga við vamarstefnu Vesturlanda.
Ræður þar mestu framferði Sovét-
stjómarinnar, nú sfðast stríðið í
Afganistan, þrýstingur á Pólveija
og sá atburður er suður-kóresk
farþegaþota var skotin niður. Það
er mikilvægt að hafa hugfast að
Sovétmenn hafa aldrei hikað við
að beita slfkum yfirgangi eða ganga
á bak gerðra samninga þóknist
þeim það. Hvar em efndir Helsinki-
sáttmálans? Um þetta em önnur
dæmi. Þrátt fyrir að SALT-
samkomulagið væri f sjónmáli hik-
uðu Sovétmenn ekki við að etja
Kúbönum f stríð í Angóla um miðjan
síðasta áratug og það vom aðeins
sex mánuðir frá undirritun SALT-II
sáttmálans í Vín 1979 þar til vopn-
aðar sveitir Sovétmanna mddust
inn f Afganistan.
Það hugarfar sem slfkir atburðir
em til vitnis um hefur orðið til þess
að áherslubreyting hefur orðið f
vamarmálaumræðunni hér á landi.
Vitaskuld er mikilvægt að sífellt séu
rifjuð upp undirstöðurökin fyrir
aðild okkar að NATO og um vamar-
samninginn við Bandaríkin, en við
verðum líka að auka frumkvæði
okkar og þekkingu á hinni verklegu
hlið málsins. Við verðum að vega
og meta vamarviðbúnaðinn, bæði
hvað okkur sjálfa snertir og einnig
ástand og horfur í hverfulum heimi
þar sem ófriður á einum stað getur
haft áhrif á öðmm. Forveri minn í
starfi, Geir Hallgrímsson, lagði
gmnn að íslensku fmmkvæði f
vamar- og öryggismálum. Því starfi
verður haldið áfram. Rétt er að rifja
upp hvað hér um ræðir
Stigin hafa verið fyrstu skrefin
í þá átt að til verði innlend sér- g ’
fiæðiþekking á herfræðilegum
og hertæknilegum málum. Ráð-
inn hefur verið hinn fyrri af
tveimur vamarmálafulltrúum til
utanríkisráðuneytisins og fyrir-
hugað er að ráða mann með
hernaðarlega sérþekkingu. Það *
skapar skilyrði þess, að unnt
verði að leggja hlutlægt íslenskt
mat á vamarstöðu landsins og
fyrirkomulag vamanna.
2. íslendingar hafa tekið virkari
þátt í umræðum um öryggismál
Norður-Atlantshafssvæðisins og
lagt grann að bættum tengslum
við hermálayfirvöld NATO. Á
þann hátt er safnað upplýsing-
um sem gera stjómvöldum betur
kleift en áður að fylgjast með
og hafa áhrif á ákvarðanatöku
sem snertir öiyggishagsmuni
þjóðarinnar.
3. Einn þáttur þessa íslenska frum-
kvæðis er aukin hlutdeild íslend- -
inga sjálfra í vömum landsins,
t.d. munu íslendingar koma til
með að annast rekstur hinna
fyrirhuguðu ratsjárstöðva. ís-
lendingar toku þátt í öllum ákv-
örðunum um tæknibúnað þess-
ara stöðva og varðandi staðarval
og er það skýrt dæmi um að
íslendingar em að taka frum-
kvæði vama sinna í eigin hend-
ur.
4. Mörkuð hefur verið ný stefna
varðandi upplýsingar til almenn- ♦
ings um framtíðaráætlanir bæði
hvað snertir búnað og mannvirki
vamarliðsins og er einmitt rat-
sjárstöðvamálið gott dæmi þar
um.
5. Bygging nýrrar flugstöðvar er
langt komin og mun fram-
kvæmdum við hana Jjúka fyrir
lok kjörtímabilsins. Hyllir þá
loks undir fullan aðsksilnað
almennrar flugstarfsemi á
Keflavíkurflugvelli og starfsemi
vamarliðsins sem er mjög æski-
legur.
6. Loks hefur aðstaða vamarliðsins
verið bætt allnokkuð, má þar
benda á ný og traust flugskýli,
nýjan flugvélakost, fyrirhugaða^
stjómstöð og framkvæmdir við
oltubirgðastöð f Helguvík, sem
nú em í fullum gangi.
Við allt þetta má bæta þvf, að
huga þarf að aukinni þátttöku
Landhelgisgæslunnar í vömum
landsins í samvinnu við vamarliðið.
Aukið frumkvæði í öryggis- og
vamarmálum hlýtur og að taka til
„innra öryggis“ landsmanna. Það
sem hér er átt við em í fyrsta lagi
almannavamir; í öðm lagi vamir
gegn hiyðjuverkum og f þriðja lagi
viðbúnaður gegn hvers kyns starf-
semi er miðar að því, að grafa
undan öiyggi eða sjálfstæði lands-
ins. Hinu síðastnefnda hafa íslend-
ingar sinnt hvað minnst.
Ljóst er að aukin þátttaka f
vömum landsins kallar á breytt
viðhorf í því efni. Svo eitt dæmi sé
tekið þá er ætlunin, eins og fram
kom hér að framan, að íslendingar
manni hinar nýju ratsjárstöðvar.
Tryggja verður að til þeirra starfa
veljist fólk sem nýtur trausts í hví-
vetna. íslendingar hafa ekki her en
þetta fólk kemur til með að vinna
störf og hafa aðgang að upplýsing-
um sem hvort tveggja hefiir þýð-
ingu fyrir vamir landsins og öryggi.
Á ýmis önnur atriði hefur verift-''-
bent til sérstakrar skoðunar í þessu
viðfangi. Má þar nefna fastar reglur
og eftirlit með starfsemi og fjölda
erlendra sendimanna; reglur um
ferðir þeirra hér innanlands og um
eftirlit með rannsóknarleiðangmm
erlendra manna. Þá þarf að gera
áætlanir um eftirlit og gæslu í
orkuvemm og mikilvægum stjóm-
Matthfas Á. Mathiesen á Varðbergsfundi. Við hlið ráðherrans er
Gunnar Jóhann Birgisson, formaður Varðbergs.