Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 32
m MORGUMBLADIÐ, LAUGARDÁOUR 22. PEBRÚAR1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson ,Hæ, hæ! Mig langar að vita allt um sjömukortið mitt en ég er fædd þann 17. mars 1968 kl. 11.40 (f.h.) í Reykjavík. Takkfyrir!" Svar: Þú biður ekki um lítið. Ef segja á eins og er þá getur það tekið nokkur ár að kynnast stjömu- korti. Það er í sjálfu sér ekki einkennilegt, stjömukortið fjallar um persónuleika okkar, markmiðið er sjálfsþekking og við öðlumst ekki sjálfsþekk- ingu á einum degi. Það er hins vegar til nokkurs vinnandi að kynnast sjálfum sér. Við þurf- um jú að lifa í eigin félagsskap 24 tíma á sólarhring ár eftir ár. Auk þess að hjálpa okkur til að viðurkenna alla eiginleika okkar getur sjálfsþekking m.a. vísað okkur á bestu tækifærin sem lífið býður upp á. PlánetustaÖan Þú hefur Sól, Venus og Mið- himin í Fiskamerkinu, Tungl í Sporðdreka, Merkúr í Vatns- bera, Mars og Satúmus í Hrúti og Ljón rísandi. Þú ert því samsett úr Fiskum (lífsorka, samskipti og lífsstefna), Sporð- dreka (tilfínningar), Vatnsbera (hugsun), Hrúti (framkvæmda- orka) og Ljóni (framkoma). Tilfinningakona Þú ert mikil tilfinningavera, ert næm og viðkvæm. Þú hefur listrænt stjömukort, þ.e. í þér sameinast sterkt ímyndunarafl og þörf til að skapa. Þú hefur fmmlegt ímyndunarafl og sterka þörf til að vera öðmvísi og fara eigin leiðir (Sól/Úran- us). Ef þú ræktar garð þinn vel getur þú náð langt á list- rænum og andlegum sviðum. LítiÖ jarÖsamband Oft er ágætt þegar Iýsa á ákveðnum persónuleika að segja frá því sem hann er ekki. Þú ert ekki jarðbundin, ert lítið fyrir það að safna að þér ver- aldlegum auði. Þú ert ekki stíf og kerfisbundin, ert ekki sér- lega skipulögð og sækist ekki eftir ábyrgð. Það má jafnvel segja að þig vanti jarðsam- band. Þér getur hætt til að vera utan við þig og gleyma hagnýtari hliðum tilvemnnar. Þú getur þurft að læra að koma hugmyndum þínum í verk. Einn helsti veikleiki þinng getur legið í því að þér hættir til að framkvæma ekki áform þín. Þú getur einnig þurft að gæta þín á næmi þínu. Sem Fiskur og Sporðdreki ert þú ákaflega móttækileg fyrir áhrifum úr umhverfinu. Þú þarft því að vera í jákvæðu umhverfi, þ.e. umgangast ein- ungis fólk sem hefur jákvæð áhrif á þig. Þú þarft einnig að gæta þín á áhrifagimi. Það getur verið gott fyrir þig að draga þig í hlé annað slagið, útiloka umhverfíð og hreinsa þig af áhrifum. Skapandi orka Mars í Hrút táknar að þú ert drífandi og kappsfull í fram- kvæmdum og vilt fást við lif- andi störf. Þú þarft að hreyfa þig og þú getur orðið óþolin- móð ef málin ganga ekki hratt fyrir sig. Þér fellur best að vinna einni. Ljón rísandi táknar að þú vilt vissan glæsileika í lífstíl þinn, að þú vilt vera skapandi, láta eitthvað per- sónulegt frá þér. Samtenging skapandi orku og ímyndundar- afls gefur m.a. listræna hæfi- leika. Eins og með allt annað verður eigi að síður að vinna með þáhæfileika. X-9 'PHIL.. þú í?OXKfi‘P.SjJÁ~-f/LAPSRlÓTÁ\ \ ifUNoiNUfii Aur- \ tí&yr/i ££>a i EN Si£pr/R py/AP. V/&J6 - NAUPh * fí / A/f/- EKK/ T Helour Pwósku- ■ Ipr/VR lí&A AKVÖR&///: £lX>MC/6* pp/fíSKaW£KK/. £6 V£/TAÐ , þAP H££p/ l/KA KoSTAPþ/6 UF/Ð. \ . ■ FVfí/A £U>T/A06 ? p£TTA £A , Af/rr STAPP.. DYRAGLENS &JOHA,\J£KTÚ nú exki /MEÐ MEINA PRJÓSKU NtÍJMA J KOMUM OKKOfZ') LJOSKA T?æ??!j!!!i T? 7 7 DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND :::::::::::::::: SMÁFÓLK iiiiiiiiiii ‘ PEAK 5N0 THIS IS BROTHEK. S A6AIN FKOM OPV YOUR. OL' 7IKE WRITIN6 THE PE5EKT" r & rz: -\ T0URIST5 SEEMTO LIKE HANP WOVEN BLANKET5" 1 ACTUALLV MV WEAVIN6 PIPN'T TUKN OUT ALL THAT 600P.." „Kæri Snati. Þetta er bróðir þinn, gamli Sám- ur, sem skrifar þér enn úr eyðimörkinni.“ „Ferðamenn virðast hafa áhuga á ofnum teppum." „Reyndar tókst vefnað- urinn ekkert of vel hjá mér...“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sagnhafi varð hálfpartinn fyrir vonbrigðum þegar hann sá blindan. Samningurinn var svo pottþéttur að hann gaf ekkert tileftii til tilþrifa. Eða þangað til óvænt lega trompsins kom í ljós. Suður gefur A/V á hættu Norður ♦ Á107 VDG5 ♦ Á853 ♦ D97 Vestur ♦ KD TÁ1086 ♦ G942 ♦ 1062 Austur ♦ G965432 ¥- ♦ 106 ♦ G854 Suður ♦ 8 V K97432 ♦ KD7 ♦ ÁK3 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta Pass 2grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Vestur spilaði út spaðakóng sem sagnhafi drap á ás og ætlaði að fara að leggja upp og segjast gefa slag á tromp. En þá sá hann að spilið gat verið í hættu ef vestur héldi öllum trompun- um. Hann trompaði því spaða heim og spilaði trompi á drottn- inguna í blindum. Legan kom í ljós og sagnhafí kættist nokkuð. Nú fengi hann að sýna hvað í honum byggi. Hann tók næst þrjá efstu í tígli og trompaði tíg- ul heim. Spilaði svo laufunum og endaði í borðinu. Norður ♦ 10 TG5 ♦ - ♦ - Vestur Austur „„„ +G9 JA108 111 J- ♦ - +G Suður ♦ - ♦ K97 ♦ - ♦ - Spaðatíunni var nú spilað úr blindum og trompuð með kóngn- um heima. Vestur iðaði i sætinu nokkra stund áður en hann gafst upp og órætt sælubros lék um varir sagnhafa. SKAK Umsjón Margeir Pétursson I sænsku deildakeppninni í vetur kom þessi staða upp í skák þeirra Torfa Stefánssonar, Malmö, sem hafði hvítt og átti leik, og Roland Jönsson, Ástorp. 35. Hxf8+! - Hxf8, 36. De7 - Hf7, 37. De8+ - Hf8, 38. f7+ og svartur gafst upp. Torfí teflir ásamt fleiri fslendingum fyrir skákfélagið í Malmö, sem er eitt það sterkasta í Svíþjóð og er nú á toppnum í suðurdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.