Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. PEBRÚAR1986 Minning: Gísli J. Hannesson og Geir Halldórsson Gísli Jón Hannesson Fæddur 9. maí 1968 Dáinn 14. febrúar 1986 Geir Halldórsson Fæddur 11. desember 1967 Dáinn 14. febrúar 1986 Fræífrostisefur, fönninei grandarþví. Drottinsvaldávori vekurþaðuppáný. Elskahansgefur ölllífogskjól. Guðs míns kærleiks kraftur, komþúogvermínsól. (Frostenson — Sigurbj. Einarsson.) í vorkomu (tíðarfarsins) á hinum milda vetri, kom kallið stóra og hreif unga og prúða pilta frá ást- kærum fjölskyldum og vinum. Fá- tækleg orð mega sín lítils til þess að milda þann mikla söknuð, sem fylgir burtför vinanna tveggja, slíkt er venjulega ofvaxið mannlegri getu. I þeim raunum er þvi sá beðinn um hjálp sem hefur traust manna til skilnings á því óskiljan- lega í mannheimi, en það hafa flest- ir reynt á lífsbraut sinni og fengið rof í gegnum móðu sorgarinnar. Minningin um vinina ungu er öll á einn veg, reglu- og vinnusemi einkenndi þá báða ásamt prúð- mannlegri ffamkomu, sem meðal annars er arfur af uppeldi foreldra á góðum heimilum þar sem sam- heldni og hlýja er ofar daglegu amstri. í mínum huga er minningin um þá báða eins og sólstafir á vori. Við hjónin og böm okkar biðjum alföður að styrkja fjölskyldur þeirra í þungri raun. Aðalsteinn Steindórsson. Af eilífðarljósi bjarmaber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér, mótöllumossfaðminnbreiðir. ((E.B.) Frá Hveragerðiskirkju, í dag, verður gerð útför tveggja ungra manna, sem voru burt kallaðir úr þessari jarðvist, á sviplegan hátt. Eftir stöndum við hljóð. Gísli Jón Hannesson átti stutta, en góða ævi. Elskulegir foreldrar sakna góðs sonar, sem var svo fallegur og vel af Guði gerður, tveir yngri bræður, stóra bróður, afar og ömmur bamabarnsins síns. Ykkur öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur, sem og öðrum venzlamönnum. Aldrei er svo bjart yfiröðlingsmanni, aðeigigetisyrt t Jaröarför THORBERGS EINARSSONAR, netagerðameistara, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. janúar kl. 13.30. Ásgeir Jónsson. t Sambýlismaður minn, faðir okkar og tengdafaöir, SÆMUNOUR GUÐBJÖRN LÁRUSSON bifreiðastjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Sigrföur Geirlaug Kristinsdóttir, Hulda Sæmundsdóttir, Gerhard Olsen, Guðlaugur Sæmundsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Kristján Sœmundsson, Guörún Einarsdóttir, Anna Markrún Sæmundsdóttir, Baldur Þórðarson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, GUÐMUNDAR M. ÞORLÁKSSONAR. Hólmfriöur Guömundsdóttir, Jón M. Baldvinsson, Jóhannes Guðmundsson, Sigriöur J. Magnúsdóttir. t Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐNA ÞORBERGS THEODÓRSSONAR, Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-6 og E-6 á Borgarspital- anum fyrir frábæra hjúkrun. Guð blessi ykkur öll. Sigurborg Einarsdóttir, Þóra Guðnadóttir, Sigurgeir Ólafsson, Theodór Guönason, Einar Guðnason og barnabörn. Legsteinar granít — marmari Opíö alla daga, einnig kvöld og helgar. Haniió.f. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. einssviplegaognú; ogaldrei ersvosvart yfirsorgarranni aðeigigetibirt fyrir eilifa trú. (MJ.) Innileg samúð til vandamanna Geirs Halldórssonar. Elsku frænda mínum var ekki lengur til setunnar boðið. Fari hann ve*- Elín Steinþórsdóttir Allt eins og blómstrið eina, uppvexásléttrigrund, fagurt með fijóvgun hreina, fyrstum dags morgunstund. Asnögguaugabragði, af skoríð verður fljótt, litogblöðniðurlagði, líf mannlegt endar skjótt. H.P. Við útför tveggja ungmenna frá Hveragerðiskirkju í dag, 22. febrú- ar, „drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum". Þessi fáu kveðjuorð eru í minn- ingu elsku frænda míns, Gísla Jóns. Hann var fæddur 9. maí 1968, elstur af þrem bræðrum. Foreldrar eru Sigurbjörg Gísladóttir og Hann- es Kristmundsson. Hann fæddist inn í vorið og kveður okkur mót hækkandi sól, enda mótaðist öll hans stutta lífs- ganga af birtu og yl. Hann átti góða foreldra, kærleiksríkan, leiðbein- andi föður, móðirin mild og blíð, takandi á bambrekunum með ró- semi, en festu. Gísli Jón var glæsi- legur fulltrúi sinnar kynslóðar og var því væntingin mikil. Við þenkj- um, en Guð ræður. Sigurbjörg mín og Hannes, þrautaganga ykkar er þung þessa dagana, en Guð gefi að sporin ykkar léttist og þið megið njóta samvista við efnilegu drengina ykkar um ókomin ár. Elsku Mundi minn og Siggi, við skulum hugleiða þessi vers úr bamasálminum fallega: Ó, Jesú, bróðir besti ogbamavinurmesti, æ breið þú blessun þína ábamæskunamína. Þínumsjónæmérhlífi í öllu mínu lífí, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Guð veri með ykkur alla tíð. Hér skal vottuð innileg samúð, foreldrum og vandamönnum Geirs Halldórssonar. Bagga mín og Gísli, afi og amma á Ólafsfirði og allt skyldfólkið, orð em lítils megnug. Guð gefi ykkur öllum frið. Við kveðjum Gísla, frændfólkið á Reynimel, og þökkum samfylgdina. Guðríður Steindórsdóttir Föstudagsins 14 lobrúar sl. verður lengi minnst her í Hvera- gerði sem sorgardags. Þá létust tveir ungir piltar af slysfömm og aðrir tveir félagar þeirra slösuðust illa. Þá brá hér sólu á miðjum degi. Veður hafði verið eindæma fag- urt undanfama daga, snjór löngu horfinn af jörðu, vor í lofti og víða mátti sjá böm og ungmenni við leiki utan dyra, sem á vordegi væri. Ein er sú íþrótt sem löngum hefur heillað unga menn, en það er vél- hjólaakstur. Þessi íþrótt hefur heill- að hóp ungmenna hér í byggð og nú þessa daga er þessi íþrótt undur skemmtileg í góða veðrinu. Vinimir hittast á fostudagskvöldi í blíðviðri og ákveða að skreppa á Selfoss. Þeir fara saman á tveimur vélhjólum. Þetta er í þeirra augum ósköp venjuleg æfingaferð. Þetta em allt vel yfirvegaðir piltar, reglu- samir í hvívetna og í einu og öllu fyrirmynd ungra manna. Á leiðinni austur dynur ógæfan yfir, annað vélhjólið lendir í árekstri við fólks- bfl með þeim hörmulegu afleiðing- um að tveir piltanna látast þama samstundis, en hinir tveir sem á eftir koma, falla illa slasaðir í göt- una. Þeir sem þama láta lífið hétu Gísli Jón Hannesson, fæddur 9. maí 1968, til heimilis í Þelamörk 42, Hveragerði, sonur hjónanna Hannesar Kristmundssonar og Sig- urbjargar Gísladóttur, og Geir Halldórsson, fæddur 11. desember 1967, til heimilis í Bláskógum 2, Hveragerði, sonur hjónanna Hall- dórs Höskuldssonar og Guðrúnar Kristinsdóttur. Á augnabliki er hrammur hels reiddur og slær hart og miskunnar- laust. Tveimur bráðefnilegum ung- Steindór Sigursteins- son, Selfossi - Minning Kveðja frá sonardóttur Fæddur 1. október 1913 Dáinn 14. febrúar 1986 Þá fyrst skiljum við dauðann er hann leggur hönd sína á einhvem sem við unnum. Þegar ástvinum er svo skyndi- lega kippt burtu úr hinu daglega lífí manns, stendur maður eftir með allan sinn vanmátt og reynir að finna fótfestu að nýju. Það var mér þungt áfall er mér barst sú fregn að hann Denni afi væri dáinn, að hann hefði orðið bráðkvaddur, þar sem hann sat í stiganum heima á Sólbakka og ég sem hafði átt við hann samtal þar fyrir aðeins örskammri stund. En svo ótrúlega fljótt skipast veður í lofti og við fáum ekkert að gert. Guð snart hann með fingri sínum og hann sofnaði en hann er ekki horfinn að fullu, hann er aðeins kominn á undan. Elsku afa er svo margt, svo ótal margt að þakka, allar skemmtilegu samverustundimar í stofunni á Sól- bakka, góðleg stríðni og kátína, jafnt sem alvarleg og fróðleg sam- töl. Allt var hægt að tala um við afa. Hann skildi okkur unga fólkið, enda fylgdist hann grannt með okkur krökkunum, jafnt í leik sem starfi. Eg minnist afa sem eins af mín- um allra bestu vinum og þakka fyrir ljúfa 20 ára samfylgd. Algóður guð styrki elsku ömmu í hennar miklu sorg. Kallið er komið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. um piltum er í einni svipan kippt í burtu af sviðinu og eftir sitja ætt- ingjar og vinir og syrgja sárt góða vini. Minningamar hrannast upp. Ævi piltanna er stutt, aðeins 17 og 18 ár, en samt koma upp í hugann hugljúfar minningar um þessa látnu vini okkar. Við þekktum þá Gísla Jón og Geir baeði sem næstu nágranna og sem leikfélaga bama okkar. Oft var barið að dyrum til þess að spyrja um leikfélaga og þá var ávallt kurteisin og einlægnin ríkjandi. Maður sá strax í fari þeirra að hér fóra mikil mannsefni og auðsætt var að þessir piltar bára æsku ís- lands fagurt vitni. Þeir ólust upp í faðmi umhyggjusamra foreldra, luku hefðbundnu skyldunámi og vora báðir að búa sig undir að taka ákvörðun um lífsstarf sitt, þegar örlögin gripu svona hart í taumana. Félagamir Geir og Gísli Jón vora í hópi ungmenna hér í Hveragerði, sem virtust hafa mikla ánægju af lífinu. Þeir þurftu aldrei að vera öðravísi en þeirra heilbrigða upplag sagði til um. Við sáum í fari þeirra beggja eiginleika sem hveijum era nauðsynlegir til farsældar í lífínu. Af þeim sökum er söknuður allra ennþá sárari. Að þeim báðum stóðu merkir og styrkir stofnar og þvi undraði engan sem þeim kynntust að þeir bára báðir með sér manndóm og gjörvi- leika. Við syrgjum þessa daga elsku- lega vini og þökkum þeim sam- verana hér, sem því miður hefur orðið allt of stutt. Okkar huggun er minningin um góða drengi, sem sýndu á sinni stuttu ævi fagurt fordæmi, sem mun lifa þá lengi. Við sendum foreldram, systkin- um og öllum ættingjum Gísla Jóns og Geirs dýpstu samúðarkveðjur með þeirri einlægu von að almættið megni að lina hina miklu sorg sem þau öll hafa orðið fyrir. Hafsteinn Kristinsson og fjölskylda. Hinn 14. febrúar síðastliðinn fór- ust vinir okkar skyndilega af slys- föram. Þetta var hörmulegur at- burður sem sló alla. Það er svo ótrú- legt að þeir séu famir og ekki leng- ur á meðal okkar hinna. Þeir vora góðir strákar, reglusamir og hvers manns hugljúfi. Þeir hljóta að hafa verið kallaðir til annarra starfa í öðram heimi. Við krakkarnir í Hveragerði höld- um mikið saman. Gísli Jón og Geir vora sannir vinir allra sem þeir kynntust og vora ávallt kátir og skemmtilegir í vinahópi. Það kemur enginn í þeirra stað. Við biðjum guð að hjálpa foreldr- um, systkinum og ættingjum þeirra í sinni sorg. Þessi örfáu orð okkar era smá þakklætisvottur fyrir góð kynni á liðnum áram. Ingibjörg, Margrét, Guðrún. Maigseraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin strið. (Vald.Briem) Nína Guðbjörg Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.