Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986
saman þegar rigndi á okkur í tvö
sumur í röð. Því svo þegar vel áraði
og bændur fóru að rétta úr kútnum,
þá fá þeir hnefahögg í andlitið."
Einnig ræddu margir um að illt
væri að refsa stéttvísum bændum
sem hefðu farið að tilmælum bænda-
samtakanna og væru búnir að draga
saman framleiðsluna á undanfömum
árum.
Offjárfesting
í landbúnaði
Þórólfur Sveinsson, bóndi á Ferju-
bakka II í Borgarhreppi, sagði að
„allt frumkvæði í þessum málum í
dag kæmi úr hinum ýmsu héruðum
landsins, stjóm Stéttarsambands
bænda hefði ekki farið fyrir í þessum
málum, heldur frekar hottað á eftir
hjörðinni." Þórólfur sagði: „Það að
þessi umræða er komin svona mikið
inn í fjölmiðlana sýnir einfaldlega
að fréttamenn eru starfi sínu vaxnir.
Þeir skynja að það er eitthvað að
gerast öðruvísi en það hefur gert
áður. Nú er það alvaran sem blasir
við. Stjömvöld standa frammi fyrir
þeirri spumingu innan skamms
hvort að halda eigi byggð í landinu
eða láta það ráðast hvort hún helst."
Þórólfur sagði að grunnur vanda-
málsins í mjólkurframleiðslunni í
dag væri einfaldlega offlárfesting í
landbúnaði. „Það eru fleiri að reyna
að lifa á þessari framleiðslu en hafa
þar lífsmöguleika. Málið er svona
óskaplega einfalt," sagði hann.
Jóhannes Magnús Þórðarson í
Krossnesi sagði að það hefði mátt
taka tillit til þeirra bænda sem hefðu
aðrar tekjur en af landbúnaði. „Það
er ekkert talað um það á hverju
þeir eigi að lifa sem verða að hætta
f landbúnaði, eða hvað eigi að gera
fyrir þá. Ekki getum við gert ráð
fyrir því að þeir fari sömu leið og
bústofninn. Eða er það?,“ spurði
Jóhannes Magnús.
Ólafur Egilsson á Hundastapa
ræddi um nauðsyn þess að koma
mjólkurvörum inn í skólana og
leggja áherslu á hollustu mjólkur-
vara í allri kynningu. Ennfremur
sagði Ólafur: „það eru 25 þúsund
manns eða jafnvel fleiri í skólakerf-
inu á Reylqavíkursvæðinu. Ef mjólk-
in kæmist inn í alla skólana gæti
þessi hópur verið búinn að drekka
um 10 þúsund lítra um klukkan 10
ámorgnana."
Þorkell Fjeldsted í Feijukoti sagði
að bændur yrðu að vera vakandi
fyrir nýjum möguleikum til tekjuöfl-
unar. Nefndi hann leigu á landi undir
sumarbústaði í því sambandi og
benti á dæmi úr Svínadalnum þar
sem sumir væru búnir að leigja land
undir 30 til 40 bústaði. Lagði hann
til að mjólkurframleiðsla yrði lögð
niður á ríkisbúum annars staðar en
á Hvanneyri. Taldi hann að samtals
væri framleidd um ein milljón lítra
hjá ríkisbúunum í landinu. Benti
hann viðstöddum þingmönnum á að
þeir þyrftu að huga að því að þessi
Morgunblaðið/Theodór Þórðarson
„Eignm við að fara
sömu leið og bústofninn?“
— spurðieinn
fundarmanna
Þétt setinn bekkurinn á bændafundinum i Valfelli.
Fjölmennur fundur hjá Mýramönnum í Valfelli:
Borgarnesi, 20. febrúar.
Búnaðarsamband Borgarfjarð-
ar efndi til fundar með mjólkur-
framleiðendum í Mýrasýslu i fé-
lagsheimilinu Valfelli miðviku-
dagskvöldið 19. febrúar kl. 21.00.
Var fundurinn vel sóttur og stóð
fram á nótt, var fundi slitið um
kl. 02.00. Fyrr um daginn hafði
Búnaðarsambandið staðið fyrir
samskonar fundi í Logalandi í
Reykholtsdal og kvöldið áður í
Heiðarskóla, Leirársveit. A meðal
fundarmanna voru þingmenn
Vesturlands, Davíð Aðalsteinsson,
Eiður Guðnason, Friðjón Þórðar-
son og Skúli Alexandersson.
Ræddu þeir persónulega við
bændur f fundarhléi og á eftir
fundinum en tóku ekki til máls úr
ræðustól.
„Eitthvað varð að gera“
Frummælandi á fundinum var
Guðmundur Stefánsson hagfræðing-
ur bændasamtakanna. Sagði Guð-
mundur í upphafi: „Svæðabúmarkið
hefur haft gífurlega mikil áhrif í
þjóðfélaginu undanfarna daga og
vikur. Umræðan hefur aukist veru-
lega og er orðin miklu beinskeyttari
og skýrari. Vandamálin eru því orðin
mönnum Ijósari en áður var. Það er
því flestum orðið ljóst að þetta verð-
Þórólfur Svemsson á Feijubakka f ræðustóli og Bjarni Guðráðsson
Nesi, formaður Búnaðarsambands Borgarfjarðar.
ur ekki rætt öllu lengur eingöngu,
það þarf að gera eitthvað líka."
Sagði Guðmundur að menn ræddu
mikið um þessa dagana að fækka
þyrfti bændum um helming, og ef
færi fram sem horfði þá væri ljóst
að bændum þyrfti að fækka, (það
væri alveg ljóst mál) hvort sem það
væri um helming eða ekki.
Fór Guðmundur síðan ítarlega í
gegnum reglugerðina um stjóm
mjólkurframleiðslunnar og útskýrði
hana með ýmsum dæmum. Tók
málflutningur frummælandans um
hálfan annan klukkutíma.
Þá las fundarstjóri upp þær sam-
þykktir sem gerðar voru á fundunum
í Heiðarskóla og Logalandi og opnaði
síðan umræður um þær og fram-
söguerindi Guðmundar Stefánsson-
ar. Tóku margir til máls. Voru
margir fundarmenn sammála um að
óstjóm hefði ríkt í stjómun mjólkur-
framleiðlsunnar á undanfömum
árum. Þá var rætt um hve bagalegt
hefði verið að fá reglugerðina um
fullvirðisréttinn svona seint. Voru
margir á því að í reglugerðinni hefði
átt að taka tillit til veðurfars vestan-
lands undanfarin þijú sumur. Eins
og Þorkell Guðbrandsson frá Mel í
Hraunhreppi sagði: „Við erum látnir
gjalda þess að framleiðslan dróst
samdráttur í mjólkurframleiðslunni
kæmi niður á fleirum en bændum
og nefndi sem dæmi starfsmenn
hinna ýmsu kaupfélaga, grasköggla-
verksmiðja og Áburðarverksmiðj-
unnar. Sagði Þorkell að sér litist vel
á þá hugmynd að bændur gætu leigt
eða selt búmark sitt til annarra
bænda.
Kúrekastæll á
Jóni Helgasyni
Ingimundur Grétarsson á Leiru-
læk sagði að sér virtist að Stéttar-
samband bænda væri orðið .ónýtt
fyrirbæri. Kvaðst hann lýsa allri
ábyrgð á hendur stjómvöldum um
það hvemig komið væri fyrir stétt-
vísum bændum sem hefðu dregið
saman en verið svo hegnt fyrir með
niðurskurði á fullvirðisrétti. Taldi
hann að þurft hefði að lágmarki 5 .
ára aðlögunartímabil til að láta þessa
reglugerð taka gildi. „Mér hefur
stundum fundist vera kúrekastæll á
Jóni Helgasyni og öðrum stjóm-
völdum. Það virðist vera stefnan
hjá þeim: „Skjóttu fyrst og spurðu
svo.“
Pétur Diðriksson á Helgavatni
sagði að það væri alveg með ólíkind-
um hvað stjórnvöld væru búin að
klúðra þessum málum. Búið væri að
leyfa mikla uppbyggingu á mörgum
jörðum en svo væri mönnum bannað
að nýta þessar byggingar til mjólk-
urframleiðslu. Pétur tilkynnti fund-
armönnum það að Félag kúabænda
í Mýrasýslu yrði stofnað eftir eina
viku. Kvaðst hann ætla að stuðla. __
að stofnun þess en það væri ljóst^
að hann gengi strax úr þessu félagi
ef þar væri farið að ræða um að
ákveðinn landshluti framleiddi
mjólkina frekar en aðrir.
„Komið verði í veg
fyrir byggðaröskun“
í lok fundarins voru samþykktir
samhljóða nokkrar tillögur. I fyrstu
ályktunni er tekið undir kröfur um
auknar niðurgreiðslur á nautgripa- ^
og sauðfjárafurðum. Seinagangi við
setningu reglugerðar um stjómun
mjólkurframleiðsunnar var harðlega
mótmælt, og þess krafist að reglu-
gerð fyrir næsta verðlagsár yrði birt
eigj síðar en á vordögum.
í þriðju ályktuninni segir að í
framhaldi af stjómaraðgerðum í
landbúnaði þurfi að gera hliðarráð-
stafanir til að koma í veg fyrir stór-
fellda byggðaröskun. Meðal annars
létta greiðslubyrði skuldugra bænda
við Stofnlánadeild landbúnaðarins
og taka upp tekjutryggingu með
beinum greiðslum til bænda á meðan
þessi aðlögun varir. „Skorar fundur-
inn á stjómvöld og Stéttarsamband
bænda að vinna að þessum málum
með þá staðreynd í huga að hag- ^
kvæmast er fyrir þjóðfélagið að
bændur þurfí ekki að hrökklast frá
eignum sínum og atvinnu," segir
orðrétt í ályktuninni.
- TKÞ
I
1007. MEIRI LÝSING
OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/-meira en
venjulegar perur og endast tvöfalt lengur.
s
§
OSRAM fæst
á bensínstöðvum
Hinn velupplýsti maður
er með peruna í lagi
OSRAM