Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Stjórnvöld o g þegnar Sveitarfélög eru elzta form samfélagslegrar stjómunar hér á landi. Heimildir eru til um hreppa, sem landsbyggð var skipt í, áður en hið foma þjóðveldi var formlega stofnað. Á vegum þess- ara fomu hreppa varð til fyrsti vísir að tryggingum, sem sögur fara af hjá germönskum þjóðum. Þegar bær brann eða búsmali féll var bótaskylda hjá búendum hreppsins. Sveitarfélögin eru enn í dag það stjómvald, sem næst stendur þegnunum. Sveitarstjóm- ir þekkja staðbundnar aðstáeður betur en fjarlægara stjómvald, ríkisvaldið, sem og vilja og þarfír þegnanna. Þær em því betur í stakk búnar bæði til að mæta þessum þörfum og annast sljóm- un og samfélagslegar fram- kvæmdir á þann veg, að skatt- peningar skili sem mestum árangri. Verkefnaskipting ríkis og sveit- arfélaga hefur verið viðvarandi umræðu- og ágreiningsefni. Nú hefur verið lagt fram frumvarp til laga um sveitarstjómarmál, sem menn em ekki á eitt sáttir um, frekar en fyrri daginn. Það þarf endurskoðunar við um sitt hvað, en í 6. grein þess, sem er stefnumarkandi, er kjami málsins settur fram: „Sveitarfélög skulu hafa með höndum verkefni, sem ráðast af staðbundnum þörfum og viðhorf- um og þar sem ætla má, að þekk- ing á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri þjón- ustu fyrir þá en miðstýring af hálfu ríkisvaldsins. Sveitarfélög skulu hafa sjálf- stæða tekjustofna og sjálfsforræði um gjaldskrá eigin fyrirtækja og stofnana til þess að mæta kostnaði við framkvæmd þeirra verkefna, sem þau annast." Breytingar á verkefnaskiptingu hafa meðal annars strandað á því, að erfítt er að fínna eina lausn, sem henti öllum sveitarfé- lögum, stómm og smáum. Tekjur sveitarsjóða eru afar mismunandi. Bjöm Friðfínnsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, getur þess í Sveitarstjómarmálum, að árið 1984 hafí tekjur sveitarfélaga numið frá sex til þijátíu og fjögur þúsund krónum á íbúa. í ljósi þessa telja ýmsir sveitarstjómar- menn, “að hafa verði fleiri en eina lausn á verkefnaskiptingunni, að minnsta kosti þar til tekizt hefur að styrlg'a sveitarfélögin með samrunaþeirra . . .“. Þá er ljóst að breytingar á verkefnaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga, sem felast í því að sveit- arfélögin taki við fleiri verkefnum, verða að haldast í hendur við breytingar á tekjustofnalögum. Sveitarstjómarmenn rökstyðja gjaman þessar breytingar með því, að saman eigi að fara ákvörð- un og framkvæmd verkefnis og fjármálaleg ábyrgð. Forðast beri það fyrirkomulag, „að einn aðili eyði, en annar greiði". Það kemur og fram hjá Bimi Friðfínnssyni í Sveitarstjómar- málum, að sveitarstjómasam- bandið telur skynsamlegt að gera áætlun til nokkurra ára um breyt- ingar á verkefnaskiptingunni. Breytingar þarfnist undirbúnings, breytinga á löggjöf, skipulags- vinnu, samninga um samstarf sveitarfélaga o.s.frv. Því fari bet- ur að breytingamar, sem að er stefnt, komi til framkvæmda í áföngum. Meðal verkefna, sem rætt er um, eru heilbrigðismál, skólamál, félagsmál og íþrótta- og æsku- lýðsmál. Hugmyndir eru uppi um að sveitarfélög taki t.d. við heilsu- gæzlustöðvum, þó þannig, að fá- menn sveitarfélög fái áfram rekstrarstuðning frá ríkissjóði. Á móti komi samsvarandi niðurfell- ing á greiðsluskyldu sveitarfélaga til sjúkratygginga og atvinnuleys- istryggingasjóðs. Þá hafa verið ræddir möguleikar á auknu for- ræði sveitarfélaga í skólamálum. Á sviði félagsmála er talað um að sveitarfélög annist þá þætti, sem mótast af staðbundnum þörf- um, en ríkið annist það sem að heildinni snýr, þ.e. almannatrygg- ingar. Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga telur rétt að kannað verði, hvemig sveitarfélögin geti orðið virkari í húsnæðismálum, t.d. með því að tæknideildir sveit- arfélaganna taki við hlutverki tæknideildar Húsnæðismálastofn- unar ríkisins. Þá telja sveitar- stjómarmenn að íþrótta- og æsku- lýðsmál eigi að vera alfarið á könnu sveitarstjóma í samvinnu við fijáls félagasamtök. Sveitarfélög eru mjög mismun- andi í stakk búin til að sinna þeim verkefnum, sem þau hafa með höndum. Sveitarstjómir hafa og mjög mismunandi viðhorf, bæði um skattheimtu af þegnum sínum og verkefnaval. Fram hjá þeirri staðreynd verður hins vegar ekki komizt, að sveitarstjómir em það stjómvaldið, sem næst stendur þegnunum. Þar sem bezt hefur tekizt til um að skapa trúnað milli sveitarstjómar og íbúa sveitarfé- lags, stendur almannavilji til þess að færa verkefni frá ríkisvaldinu til sveitarfélaga. Kapp er þó bezt með forsjá og horfa verður til sveitarfélaganna í heild og mis- munandi aðstæðna þeirra, er þessum málum verður ráðið til lykta. Verkefnaskiptingin hefur hinsvegar velkst svo lengi hjá stjómmálamönnum að meira en tímabært er að stíga hin fyrstu skrefín til að efla sjálfsforræði og styrk sveitarfélaganna. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 326. þáttur Þá er að svara bréfí frá Guðmundi Sigurðssyni í Reykja- vík. Hann segir svo: „Hr. Gísli Jónsson með íslenskt mál í Morgunblaðinu. Ég er ungur maður og deili oft við félaga mína um hvað sé rétt mál og hvað ekki. Nú datt mér í hug að senda þér línu og biðja þig að svara nokkrum spumingum, helst skýrt og skilj- anlega, en ekki með miklum málalengingum og lærdómsút- úrdúmm. Spumingamar em þessar: 1. Er ekki merkingarmunur á sögnunum að stöðva og stansa? 2. Er ekki líka merkingarmun- um á sögnunum að kaupa og versla? 3. Hvort er réttara að skrifa al- staðar eða alls staðar, eða jafn- vel allstaðar? 4. Finnst þér ekkert ljótt að segja afslappaður og meðvit- aður? 5. Á ekki að vera ð í endanum á auðvitað? Sumir segja og skrifa auðvita. 6. Er ekki réttara að segja áreiðanlegur fremur en áræð- anlegur og að kunna eitthvað reiprennandi fremur en reið- brennandi? 7. Er ekki merkingarmunur á uppgötvun og uppfinningu, eða á ég kannski að skrifa uppfyndingu? 8. Er rétt að segja: hann skuldar mikið vegna byggingu hússins? 9. Á ekki svokölluð miðmynd alltaf að enda á t, t.d. að kyss- ast, mér finnst? Sumir félagar mínir sleppa t-inu. 10. Á nokkuð að segja; yfír ánna, eða yfír brúnna? Á ekki bara að vera eitt n, yfír brúna, yfír ána? Með góðri kveðju og þökk fyrir þættina sem þó mættu vera alþýðlegri." ★ Ég þakka Guðmundi Sigurðs- syni kærlega fyrir þetta bréf. Ég skal reyna að svara spumingum í réttri röð, „skýrt og skiljan- lega“, en ég lofa ekki að svörin verði alveg laus við útúrdúra. Mér verður það svo umhugsun- arefni á næstunni, ef þættimir um íslenskt mál þykja ekki nógu alþýðlegir. Gott væri að heyra álit fleiri lesenda að þessu og Öðru leyti. Og þá koma svörin: 1. Jú, það er merkingarmunur á stöðva og stansa. Stöðva er áhrifssögn, hún þarf með sér þolanda verknaðarins, andlag. Ég stöðva bílinn, ég stöðva þig á miðri götu, fæstum er hent að reyna að stöðva þróunina. Við getum hins vegar ekki sagt: Hann stöðvaði í sömu merkingu og hann stansaði. Stansa er áhrifslaus, tekur ekki með sér þolanda, andlag. Með henni er átt við að maðurinn hafí sjálfur numið staðar, en ekki stöðvað neitt annað. Við getum ekki sagt: Hann stansaði bílinn. 2. Jú, það er merkingarmunur á kaupa og versla. Kaupa er áhrifssögn, þarf með sér þol- anda, andlag. Við kaupum rjóma, kökur, klæðnað o.s.frv. Sögnin að versla tekur hins vegar ekki með sér andlag held- ur svokallaða forsetningarliði. Við verslum við einhvern, eða með eitthvað. En við verslum ekki rjóma, kökur, klæðnað né neitt annað. 3. Hvort tveggja telst rétt: al- staðar og alls staðar, en rít- hátturinn allstaðar er ekki viður- kenndur. Sem sagt annaðhvort eitt 1, eitt s og eitt orð, alstað- ar, eða tvö 1, tvö s og tvö orð, ails staðar. Hið fyrra er atviks- orð, myndað með forskeytinu al-, hitt eru lýsingarorðið allur og nafnorðið staður í staðar- eignarfalli, sbr. þegar við segj- um bæði þessa heims og ann- ars. 4. Jú, mér þykir hvort tveggja orðið ljótt, afslappaður og með- vitaður. Ég vil að við reynum að sniðganga þessi orð. í staðinn fyrir að segja að einhver sé meðvitaður um eitthvað getum við sagt að hann geri sér grein fyrir því eða bara að hann viti það. I staðinn fyrir slettuna að slappa af getum við notað orða- samböndin að slaka á eða hvíla sig, og mér fínnst að rólegur nái merkingu orðsins afslappað- ur. 5. Vissulega á ð að vera í enda orðsins auðvitað. Þetta er lýs- ingarháttur þátíðar af sögninni að vita, með forskeytinu auð-. Sögnin beygist vita, veit, vissi, vitað. Hún er ein af þessum fáu, skrýtnu, þar sem gömul þátíð hefíir fengið nútíðarmerkingu, og þess vegna heita þær hinu mótsagnakennda nafni, núþá- legar sagnir. 6. Ef við reiðum okkur á ein- hvem, þ.e. treystum honum, þá búum við auðvitað til samsvar- andi lýsingarorð, áreiðanlegur. Áræðanlegur er líklega til komið vegna framburðarlíkingar og telst málvilla. Á sama hátt er víst orðmyndin reiðbrennandi til komin, sér- staklega í máli linmæltra, og sömuleiðis vegna vanskilnings. Menn átta sig ekki á því að lík- ingin er þama tekin frá reipi sem rennur greitt. Reipi var áður reip. Ef menn kunna eitt- hvað viðstöðulaust, þá má líkja því við að reip(i) renni. Hitt er baravitleysa. 7. Munur er á uppgötvun og uppfinningu, svo sem bréfritari vill vera láta. Að götva merkir að grafa, og uppgötvun var upphaflega eitthvað sem menn grófu upp, seinna það sem menn komust að. Frummenn upp- götvuðu eldinn. Að finna upp er hins vegar að búa til eitthvað nýtt, einstakir menn hafa fund- ið upp talsíma, ljósaperu, útvarp o.s.frv. Ég mæii með rithættin- um uppfinning, sbr. tilf inning. 8. Nei, það er ekki rétt að segja: vegna byggingu. Þetta á að vera: vegna byggingar. Kven- kynsorð, sem enda á -ing, enda á -ar í eignarfalli. U-ið á heima í þolfalli (nú orðið) og í þágufalli. 9. Jú, svokölluð miðmynd á allt- af að enda á t í nútímamáli. En ég veit að þetta t er í hættu. Fleiri hafa tekið eftir því. Þegar Jóhann S. Hannesson þurfti í höfuðborgalimrum sínum að ríma á móti Caracas, bjargaði hann sér svo: Það er ýmislegt að í Caracas, en af öllu er þetta samt lakas': Þeirsemtalaþarbes’ sleppateftirs, en það tjáir ekki um það að sakas’. 10. Nei, það á ekki að hafa tvö n í orðmyndunum yfír ána og yfír brúna. Ég veit ekki hvaðan eða hvers vegna þessi tvöföldun- arárátta kemur. Símaklefi á Vopnafirði Vopnafirði, 18. febrúar. TÍÐARFAR hefur verið heldur milt hér á Vopnafirði í vetur, og lítið um snjó, snjósleða- og skfðamönn- um til lítillar gleði, en öðrum líkað vel eins og gengur. Mörg þau verk utan dyra sem ekki er alla jafna hægt að vinna í frosti og snjó á vetrum er nú hægt að framkvæma í sól og logni eins og verið hefur hér undanfarið og þannig var einnig veðrið, þegar meðfylgjandi mynd var tekin af starfsmönnum Pósts og síma sem unnu að uppsetningu á símklefa á vegum stofnunarinnar en slíkt tæki hefur ekki verið á Vopnafirði áður en gæti komið sér vel t.d. fyrir ferðafólk með tilliti til þess að símaafgreiðslan er einungis opin frá kl. 9 til 5 og lokað allar helgar. Þeir settu upp símaklef- ann fyrir utan hús Pósts og síma, t.v. Höskuldur Jónsson verkstjóri og Gunnar Jónsson. Morgunblaðið/BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.