Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LÁPGARDAGIJR 22. FEBRÚÁR1986
> .
í Arseli
tækjum. Sumt fáum við lánað
endurgjaldslaust."
„Auglýsingastofan Nýtt útlit
gaf okkur alla vinnu við auglýsing-
amar,“ segir Ólafur. „Starfsfólk
Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur
hvatt okkur óspart og stappað í
okkur stálinu. Axel Einarsson
höfundur „Hjálpum þeim“ ætlar
að mæta og kannski kynna á
hljómleikunum."
Aðgangseyrir er 300 krónur.
„Við höfum heyrt á sumum að
þeim fínnst þetta dýrt,“ segja pilt-
amir, „en þetta er þó heldur minna
en aðgangseyrir að nýrri íslenskri
kvikmynd. Þama gefst fólki kostur
á að hlusta á hressilegt rokk og
leggja góðu málefni lið um leið.
Þá má benda á það að leið 10
stansar beint fyrir utan Ársel. Svo
skorum við bara á fólk að mæta,“
segja þeir að lokum
INNLENT
Samþykktar uppgjörsreglur fyrir síðasta verðlagsár;
Afurðaverðið skert
um 36 milljónir kr.
Morgunblaðið/ól.K.M.
Dönsk f lotaskip
Hér em tvö skip úr flota Dana
sem bera nöfn eftirlitsskipa sem
verið hafa um áratuga skeið á
Norðurhöfum við eftirlitsstörf við
Færeyjar eða Grænland og fyrr á
þessari öld einnig hér við Island.
Annað skipanna ber það gamal-
kunna nafíi hérlendis Hvidbjöm-
en. Hitt er eftirlitsskipið Vædder-
en. Það kom við sögu við lok
handritamálsins á þann veg að
það var Vædderen sem flutti
Flateyjarbók frá Kaupmannahöfn
til Reykjavíkur á sínum tíma.
Myndin er tekin fyrir skömmu hér
í Reykjavíkurhöfn er skipin komu
samtímis inn frá gæslustörfum.
Lagt til að sett verði á smjörútsala til að létta á birgðunum
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur staðfest tillögu Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins að uppgjörsreglum fyrir mjólkur-
og kindakjötsframleiðslu síðasta verðlagsárs, 1. september 1984
til 31. ágúst 1985. Verðskerðing fyrir mjólkurframleiðslu um-
fram búmark er 83% og 60% af kindakjötsframleiðslu umfram
búmark. Einnig er framleiðsla
skert í verði.
Uppgjörsreglumar eru þannig:
1. Almenn regla: Bú með 200
ærgilda framleiðslu eða minni verð-
ur undanþegin verðskerðingu ef þau
eru aðaltekjuöflunarþáttur viðkom-
andi framleiðenda að mati Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, þó
framleiðslan fari fram úr búmarki.
Réttur er til að færa 15% á milli
kindakjöts og mjólkur svo sem verið
hefur undanfarin ár.
2. Verðskerðing kindakjöts:
Verðskerðing verði reiknuð 5% á
kindakjöt frá 90% búmarks upp að
búmarki hjá framleiðendum á lög-
býlum. Reikna skal 60% verðskerð-
ingu á það kjöt, sem er umfram
búmark á lögbýlum, en þó skal felld
niður verðskerðing ef framleiðendur
hafa fellt allan stofninn haustið
1984 og hafa tilkynnt það til Fram-
leiðsluráðs. Heimilt er að reikna
aðeins 5% verðskerðingu á ærkjöt
umfram búmark hafí menn fækkað
mikið en ekki fellt allan stofninn,
þó þeir framleiðendur hafí ekki til-
kynnt það til Framleiðsluráðs land-
búnaðarins. Framleiðendum f þétt-
býli sem hafa búmark verði reiknuð
15% verðskerðing á kjötframleiðslu
innan búmarks en 60% á kjöt
umfram búmark, 35% verðskerðing
verði reiknuð á alla kjötframleiðslu
hjá þeim sem ekkert búmark hafa.
á hilinu 90—100% af búmarki
niður fé vegna riðuveiki og búa á
svæðum þar sem mjólk hefur verið
undanþegin verðskerðingu undan-
farin ár.
Verðskerðing sauðfjárafurða er
áætluð tæpar 12 milljónir kr. og
24—25 milljónir kr. f mjólkinni.
Samtals gera þetta 36—37 milljónir
kr. Ekki er ljóst hvað margir bænd-
ur lenda í að fá afurðir sínar verð-
skertar, en það munu vera tiltölu-
lega fáir. Þeir fara verst út úr þessu
sem framleitt hafa umfram búmark
og dæmi mun vera um bónda í
Eyjafírði sem fær bakreikning upp
á um 700 þúsund krónur.
Framkvæmdanefnd búvöru-
samninga mun ákveða hvemig nota
á verðskerðingarféð við uppgjör
birgða í lok verðlagsársins. Fram-
leiðsluráð ákvað á fundi sínum fyrir
skömmu að leggja til að verðskerð-
ingarféð verði notað til að lækka
verð á smjöri sem til var í birgðum
1. september. Til að milda verð-
skerðinguna leggur ráðið jafnframt
til að teknar verði 30 milljónir kr.
3. Verðskerðing mjólkur: Á
mjólkurframleiðslu frá 90% bú-
marks upp að búmarki, að teknu
tilliti til tilfærsluréttar komi 20%
verðskerðing þó ekki á minni búum
en 300 ærgildi, samanlagt í fram-
leiðslu sauð^árafurða og mjólkur.
Þar verði engin skerðing á mjólk
innan búmarks sambanber þó fyrri
hluta almennu reglunnar. Mjólkur-
framleiðslan umfram búmark, að
teknu tilliti til tilfærsluréttar, fái
83% verðskerðingu.
Ekki verði beitt verðskerðingu á
mjólk hjá bændum, sem hafa skorið
„Þetta þarfnast heilmikils undir-
búnings," skýtur Snorri Geir inn í.
„Það þarf að kalla saman hljóm-
Sveitir, útvega hljómflutningstæki
og auglýsa hljómleikana. Hljóm-
sveitimar sem hafa boðað þátttöku
eru Gjrpsi, The Voice, No Time,
Svarthvítur draumur, Out of Ord-
er, Winston Light Orchestra frá
Akranesi, Ofris frá Keflavík, J.S.
Group og Dí Kúl. Þær gefa allar
vinnu sína. Kostnaður við þetta er
Þeir sáu um undirbúninginn. Frá vinstri: Snorri Geir Steingrímsson, um 15.000 krónur í allt og er það
Ólafur J. Stefánsson og Snorri Sturluson. aðallega leiga á hljómflutnings-
úr kjamfóðursjóði í smjörútsöluna
og að ríkið leggi fram 35 milljónir
kr., með vísan til bókunar um
uppgjör birgða í lok verðlagsársins
sem fylgdi undirskrift búvörusamn-
inganna á síðasta ári. Telur fram-
leiðsluráð að með þessu móti væri
hægt að lækka verð á smjöri um
u.þ.b. 200 krónur kílóið og selja um
500 tonn á niðursettu verði. Með
þeim hætti mætti ætla að heildar
smjörbirgðir í landinu gætu minnk-
að um allt að 200 tonn og væri þá
ráðstafað fítu úr rúmum 4 milljón-
um lítra mjólkur, sem er næstum
öll framleiðsla mjólkur umfram 107
milljónir lítra á síðasta verðlagsári.
Goðgerðarrokk
í kvöld kl. 19.30 verða
rokkhljómleikar í Árseli í
Árbæjarhverfi til styrktar
munaðarlausum börnum í
Eþíópíu. Tiu hljómsveitir
munu koma fram á hljóm-
leikunum. Þrir ungir piltar
eiga mestan heiður af þessu
framtaki, __ þeir Snorri
Sturluson, Ólafur J. Stefáns-
son og Snorri Geir Stein-
grímsson.
„Ég fékk hugmynd að svona
stórhljómleikum síðastliðið sumar
og hugsaði mér þá að hafa þá úti,“
sagði Snorri Sturluson. „Það dróst
svo af ýmsum ástæðum. Um jólin
gengu Ólafur og Snorri Geir í lið
með mér. Ég hef verið fastagestur
í Árseli og um jólin orðaði ég
hugmyndina við forráðamenn
hússins og þeir tóku vel í hana. í
janúar komst svo skriður á fram-
kvæmdir. Það hefur gengið nokkuð
vel að fá hljómsveitir til að taka
þátt í þessu. Unglingahljómsveitir
fá ekki of mörg tækifæri til að
koma fram svo þetta tækifæri var
gripið fegins hendi.“
Afurðaverð á Bandaríkjamarkaði gæti
hækkað í kjölfar lækkunar dollarans
— segja hagfræðingar Seðlabankans
og Þjóðhagsstofnunar, Þór Guð-
mundsson og Bolli Þór Bollason
MIKLAR breytingar á gengi
erlendra gjaldmiðla undan-
farnar vikur vekja spurningar
um áhrif þeirra á viðskiptakjör
íslendinga. Dollarinn hefur
sem kunnugt er lækkað stöðugt
undanfarna mánuði, og hratt
síðustu vikuna. Þar sem dollar-
inn vegur helmingi þyngra í
útflutningi en innflutningi,
hafa menn almennt litið svo á
að lækkun hans leiði til versn-
andi viðskiptakjara. Á móti
kemur að um 55% erlendra
skulda þjóðarinnar eru í dollur-
um, sem þýðir að greiðslubyrð-
in léttist nokkuð ef dollarinn
fellur. Ennfremur hafa sér-
fræðingar bent á að samhliða
lækkun dollarans að undan-
förnu hafi orðið verðhækkun á
sjávarafurðum í Bandaríkjun-
um.
Gengi íslensku krónunnar hefur
sigið um 2,2% frá áramótum, þar
af 1,1% síðustu vikuna. Á sama
tfma hefur dollarinn og enska
pundið fallið um 0,6% gagnvart
íslensku krónunni, en þessir tveir
gjaldmiðlar vega um 44% í meðal-
genginu. Aðrir gjaldmiðlar hafa
hins vegar hækkað mikið frá ára-
mótum, japanska jenið mest, eða
um 8,6%. Almennt hafa Evrópu-
gjaldmiðlar hækkað, danska krón-
an til dæmis um 6% og þýska
markið um 5%.
Morgunblaðið leitaði álits
tveggja sérfræðinga á áhrifum
gengisbreytinganna á viðskipta-
kjör íslendinga, þeirra Más Guð-
mundssonar hagfræðings í Seðla-
bankanum og Bolla Þórs Bolla-
sonar hagfræðings hjá Þjóðhags-
stofnun.
„Ef litið er á lækkun dollarans
f einangrun er ljóst að hún veldur
versnandi viðskiptakjörum. Milli
50 og 60 prósent útflutnings
okkar er í dollurum, en aðeins 20
til 25 prósent innflutningsins. En
í viðskiptaheiminum gerast hlut-
irnir ekki án samhengis og það
er mín skoðun að þrátt fyrir
lækkun dollarans nú komi við-
skiptakjör okkar ekki til með að
versna þegar á heildina er litið -
jafnvel þvert á móti batna," sagði
Már Guðmundsson. „Tilhneiging-
in undafarið hefur verið sú að
lækkun dollarans fylgi hækkun á
verði afurða okkar í Bandaríkjun-
um. Fyrri hluta vetrar hækkaði
til dæmis afurðaverð okkar á
Bandaríkjamarkaði tölvert um-
fram það sem við töpuðum á falli
dollarans. Svo hefur olíuverðs-
lækkunin haft mjög jákvæð áhrif
á viðskiptakjör iðnríkjanna, og
skilar sér örugglega til okkar í
lægra innflutningsverði. Þegar á
heildina er litið er ég því nokkuð
bjartsýnn á að viðskiptakjörin fari
batnandi þrátt fyrir lækkun doll-
ars. Hins vegar má alltaf búast
við því að einstakar greinar fari
illa út úr slíkum gengisbreyting-
um, eins og átt hafa sér stað
undanfarið, og þá kannski sér-
staklega frystingin,“ sagði Már
Guðmundsson.
Bolli Þór Bollason tók nokkuð
í sama streng og Már, þótt hann
væri ekki alveg jafn bjartsýnn á
batnandi viðskiptakjör: „Fyrstu
áhrifin af lækkun dollars eru óhjá-
kvæmilega versnandi viðskipta-
kjör, og það hefur þegar komið
fram þessa siðustu daga. En ef
litið er lengra fram í tímann er
mjög líklegt að ástandið batni,"
sagði hann. „Það hallar á fryst-
inguna fyrst í stað, en þegar fram
líða stundir gæti verð á Banda-
ríkjamarkaði hækkað og svo er
ekki óeðlilegt að reikna með því
að menn sæki nú meira á nýja
markaði, þar sem gengisskráning-
in er hagstæðari," sagði Bolli Þór
Bollason.