Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 48
EOT NORT AliS SnMR m rti v V7S4 ómissandi LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 VERÐ f LAUSASÖLU 40 KR. Ráðstefna um stofnana- þjónustu aldraðra: Nær 2.000 bíða stofn- anavistar NÆR tvö þúsund einstakl- ingar bíða eftir vist á stofn- unum aldraðra hér á landi. Þetta kom fram í erindi Vilborgar Ingólfsdóttur hjúkrunarfræðings á ráð- stefnu um stofnanaþjónustu aldraðra á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Ráðstefnan var haldin í Reykjavík í gær á vegum Öldrunarfræðafé- lagsíslands. Vilborg sagði, að könnun, sem heilbrigðisráðherra fól landlækn- isembættinu að standa fyrir, hafí leitt í ljós, að á Stór-Reykjavíkur- svæðinu séu 1.434 einstaklingar á biðlista stofnana fyrir aldraða. Þar af bíði rúmlega 1.100 eftir vistiými en tæplega 300 eftir hjúkrunar- og sjúkrarými. Á sjötta hundrað manns bíða eftir vist á stofnunum fyrir aldr- aða úti á landsbyggðinni. í setningarræðu Arsæls Jóns- sonar formanns Öldrunarfræðafé- lags íslands kom fram, að stofn- anaþjónusta hérlendis væri talin meiri en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Sjá fréttir af ráðstefnunni á bls. 4. Morgunblaðið/RAX KONUDAGURINN ER Á MORGUN í dag er Þorraþræll og á morgun er konudagurinn og þá ■ upplýsingar að leita þyrfti allt til 1965 eftir jafn hlýjum munu karlmenn samkvæmt venju gefa kvenfólkinu fagra I febrúar en þá voru hlýindin svo afgerandi að mikið þarf til blómvendi. Síðari hluti þorra, sem nú er að kveðja, hefur I að slá það met. „Þorrinn hefur verið með betra móti þegar verið mjög góður um allt land. Á veðurstofunni fengust þær | áheildinaer litið,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur. Frá slysstað á Sauðárkróksbraut f gær. MorKunbiaðifl/Kín Jónsson Sauðárkrókur: Tveir slösuðust í hörðum árekstri Ungxir piltur fluttur til Reykjavíkur í flugvél Sauðárkróki, 21. janúar. RÉTT fyrir klukkan 15 f dag varð mjög harður árekstur á Sauðárkróksbraut hjá bænum Bergstöðum þegar fólksbifreið ók aftan á kyrrstæða skólarútu. Tveir menn voru í fólksbifreið- inni og slösuðust þeir báðir, eink- um farþeginn, 15 ára gamall pilt- ur. Þeir voru fluttir í skyndi á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki þar sem gert var að sárum þeirra. Pilturinn reyndist svo mikið slas- aður að flytja varð hann til Reykjavíkur laust fyrir klukkan 18 með flugvél frá Flugfélagi Norðurlands. Læknir fylgdi hon- um suður. Ökumaðurinn er á sjúkrahúsinu hér en ekki tókst að afla frétta af líðan hans. Skólarútan var að skila farþega þegar fólksbifreiðin skall aftan á hana. Enginn, sem var í skólarút- unni slasaðist, en nokkrar skemmdir urðu á rútunni. Fólks- bifreiðin mun vera ónýt. Ökuskil- yrði voru ágæt, bjart veður og auður vegur. - Kári. Tekist á um kaup og kauptryggingu í nótt: Úrslit ráðin í samn- ingunum um helgina? TALIÐ var lfklegt í gærkvöld að um helgina yrði reynt tíl þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilum ASÍ og BSRB við vinnuveitendur og ríkið. Á áhrifamönnum var að heyra, að reynt yrði að láta samnings- gerð þessara aðila fylgjast nokkuð að. Þegar samninga- fundur ASÍ og samtaka at- vinnurekenda hófst upp úr kvöldmat í gær var ætlun samningamanna að snúa sér að meginmálum flestra venjulegra kjarasamninga: kauphækkun- um og kauptryggingu. Gert var ráð fyrir að sá fundur myndi standa fram undir morgun. Önnur ágreiningsefni ASÍ og vinnuveitenda voru að talsverðu leyti frá — en háð því að samkomu- lag takist um deilumálin í heild og tillögur til ríkisstjórnarinnar um leiðir til að reka verðbólgu niður í 6-7% á árinu. Viðræðunefndir BSRB og ríkisins voru á fundum í allan gærdag án þess að til stór- vægilegra tíðinda drægi. 50 manna samninganefnd BSRB hefur verið boðuð til fundar kl. 16 í dag. Talið var að sá fundur gæti orðið langur. Aldrei varð úr í fyrrinótt að BSRB fengi tilboð frá ríkinu eins og búist varvið. Á fundi samningamanna ASÍ og vinnuveitenda í fyrrinótt miðaði talsvert áfram um ýmis stórmál, sem gríðarleg vinna hefur verið lögð í undanfamar vikur. Samkomulag hefur tekist um lífeyrismál og í gærkvöld var í sjónmáli samkomu- lag um húsnæðismál og flármögnun húsnæðislánakerfisins. Enn var ýmislegt ófrágengið um sameigin- Landbúnaðarráðherra hefur ný- lega samþykkt uppgjörsreglur fyrir búvörur á síðasta verðlagsári. Verð- ur afurðaverðið skert samtals um 36 milljónir og leggur framleiðslu- ráð til að þetta verðskerðingarfé verði notað til að lækka smjörverðið um tíma og fer jafnframt fram á að kjamfóðursjóður greiði 30 millj- ónir og ríkissjóður 35 milljónir til legar tillögur til ríkisstjómarinnar um niðurskurð og lækkun Qöl- margra útgjaldaliða launafólks en sumir samningamanna töldu að meginlínur í þeim efnum væru veralega famar að skýrast. -Sjá ennfremur frétt um samningamálin á bls.4. að standa undir útsölunni. í þessu sambandi er vitnað til samkomulags bænda og ríkisins um uppgjör birgða búvara við lok síðasta verð- lagsárs, sem gert var samhliða bú- vörusamningunum í lok ágúst. Sjá „Afurðaverðið skert um 36 milljónir kr.“ á blaðsíðu 17. 50% afsláttur á smjörútsölu? FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins hefur lagt til áð sett verði á smjörútsala til að létta á birgðum mjólkurvara frá síðasta verðlagsári. Lagt er til að hvert kíló af smjöri verði lækkað um 200 krónur, en það er nærri helmingslækkun, og að seld verði um 500 tonn. Núverandi útsöluverð er 410,20 krónur og verði af útsölunni mun smjörið fara niður í um 210 krónur. Stefnt er að þvi að útsalan geti hafist um næstu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.