Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1986 7 Háskóli íslands: Franskur rithöfundur heldur fyrirlestur Matthías Bjamason: Staðið verður við samn inga við Sovétríkin FRANSKI rithöfundurinn Michel Toumier flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Profes- sion: écrivain" og flallar um það starf að vera rithöfundur. Hann verður fluttur á frönsku. Michel Toumier fæddist í París 1924. Foreldrar hans vom háskóla- prófessor í germönskum fræðum og fyrir þeirra atbeina uppgötvaði hann snemma Þýskaland og germ- anska menningu sem höfðu varan- leg áhrif á hann. Hann hreifst af heimspeki og lagði auk hennar stund á bókmenntir og lögfræði. Hann fékkst við þýðingar, vann við útvarp og við útgáfustarfsemi. Árið 1967 gaf hann út fyrstu skáldsögu sína, „Vendredi ou les limbes du Pacifíque". Fyrir hana fékk hann verðlaun Frönsku adademíunnar og öðlaðist skjótar og miklar vinsældir. Síðar komu skáldsögur svo sem „Le Roi des Aulnes" sem hann hlaut Goncourt-verðlaunin fyrir 1970, „Les Météores" og „Gaspar, Melc- hior et Balthazar". Mikið hefur verið þýtt af bókum hans á önnur mál. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fréttatílkynning „Ég er þeirrar skoðunar að oliuviðskipti íslendinga séu fijáls. Olíuverð frá Sovétríkjun- um fyigir markaðsverði i Rott- derdam á hverjum tima og bygg- ir á viðskiptum hins fijálsa markaðs. Við gerðum í fyrra 5 ára viðskiptasamning við Sovét- ríkin. Við hann verður staðið — annað hefur aldrei að mér hvarflað. Viðskiptasamningar stuðla að auknum kaupum á is- lenskum vörum, ekki bara i Sovétríkjunum, heldur einnig i Portúgal þar sem við höfum keypt nokkurt magn olíu,“ sagði Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, i samtali við Morgun- blaðið. „Við höfum keypt olíu og bensín frá Portúgal til þess að tryggja saltfískmarkaðinn þar í landi. Við viljum halda samningum við Port- úgal, en erfíðleikar hafa skapast vegna inngöngu landsins í Evrópu- bandalagið, en við munum halda stíft fram þeirri kröfu okkar að fiskveiðiréttindum og viðskipta- hagsmunum verði ekki blandað saman," sagði Matthías Bjamason. Ráðstefna um fátækt á íslandi Samtök íslenzkra félagsmála- stjóra efna tíl ráðstefnu um efnið fátækt á íslandi að Borgartúni 6 i Reykjavík 13. - 15. marz nk., að því er segir í Sveitarstjórnar- málum, tímariti Sambands is- lenzkra sveitarfélaga. Ráðstefíian er tvískipt. Hún hefst á námskeiði um hlutverk og skyldur sveitarfélaga varðandi félagslega þjónustu við aldraða, fatlaða og böm, á sviði atvinnu- og húsnæðis- mála og um framfærslu á vegum sveitarfélaga, einkum fjárhagsað- stoð og framkvæmd hennar. Síðari hluti ráðstefnunnar tekur til meðferðar hugtakið „nýfátækt eða fátækt í velferðarríki samtím- ans“. „Boðuð er gagnrýnin úttekt á stöðu þessara mála nú“, segir í frétt Sveitarstjómarmála. Ráðsteftian er ætluð sveitar- stjómarmönnum og starfsfólki á sviði félagslegrar þjónustu sveitar- félaga. Auk þess verður stjóm- málamönnum og fulltrúum laun- þegasamtaka boðið til ráðstefnunn- ar, sem er öllum opin. Tilkynna þarf þátttöku til Félags- málastofnunar Akureyrar fyrir 25. febrúar. Þátttökugjald er kr. 3.000,- Ferskfisksalan: Lágt verð í Þýskalandi ÓLAFUR Jónsson GK seldi afla sinn í Bremerhaven á fimmtudag og fékk mjög lágt verð fyrir hann, aðeins 24,51 krónu á kíló að meðal- tali. Skýring þess er meðal annars mikið vetrarríki í Þýzkalandi, sem kemur í veg fyrir að hægt sé að flytja ferskan físk innan lands og auk þess var mikill hluti aflans ufsi, sem ekki stóðst fyllstu gæðakröfur og dró það meðalverðið nokkuð niður. ÓLafur Jónsson seldi alls 194,9 lestir. heildarverð var 4.777.700 krónur, meðalverð 24,51. Fjögur skip munu í næstu viku selja afla sinn í Bretlandi og Þýzka- landi. Hafnarfjörður: Frumsýning á mánudag Á MÁNUDAGSKVÖLD frumsýn- ir Leikfélag Fiensborgarskóla leikritið Yvonne, prinsessa af Búrgúnd, í sal skólans. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardótt- ir en í leikhópnum er á þriðja tug nemenda. Næstu sýningar verða á miðvikudag, föstudag og sunnudag í næstu viku og hefjast þær allar klukkan 20.30. Ifyrirhugaðar eru 10 sýningar á leikritinu. Bílasýning í dag kl. 1 l.OO—17.00 SV0NA EKUR ÞÚ HONUM REYNSLU í FORMÚLU í KAPPAKSTRI OG ÚTFÆRIR SNERPU OG AKSTURSEIGINLEIKA í ÞENNAN FRÁBÆRA BÍL. SVONA LÍTUR HANN ÚT HINN NÝI HONDA CIVIC BRÝTUR SVO SANNARLEGA HEFÐBUNDNAR LEIÐIR í HÖNNUN. HÉR NÝTIR HONDA FENGNA TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: Vél: 4 cyl, OHC, 12 ventla, þverstæð. Sprengirými: 1500 cc. Hestöfl: 85 DIN/6000 RPM. Gírar: 5. Snerpa 0 — 100 km/k. 9,7 sek. Sóllúga. Sport — Bólstruö sæti. Margstillanleg aftursæti. Veltistýri. Litaðar rúður o.m. fleira. Verð frá kr. 461.000.- 2-door Hatchback SPORT Aðeins örfáum bílum óráöstafaö. Á ISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMI 38772, 39460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.