Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
t
Kosningar í KRON:
• *
Frambjóðend-
um meinað
um kjörskrá
„GRÓFT lögbrot til að hindra framboð félagsmanna KRON,“ er
yfirskrift fréttatilkynningar sem Morgunblaðinu hefur borist frá
aðstandendum framboðslista, sem verður í kjöri á aðalfundi Breið-
holtsdeildar, deild fimm, Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, sem
fram fer næstkomandi mánudag, i kosningu um 19 fulltrúa deildar-
innar á aðalfund kaupfélagsins í vor. Ástæða þessara ásakana er
sú að frambjóðendum hefur verið neitað að fá afhentan félagahsta.
Framboðslistinn er kenndur við hendinu félagaskrár: „Kjörstjóm
Sonju Sigurðardóttur og fleiri, en
efsti maður er Ásthildur Jónsdóttir.
Ólafur Ragnarsson, hæstaréttar-
lögmaður, sem á sæti í kjömefnd
KRON, sagði að á fundi nefndarinn-
ar í gær hefði umræddur listi verið
samþykktur og er hann því kjör-
gengur. Stjóm deildarinnar er skylt
samkvæmt lögum að leggja fram
lista 19 fulltrúa og hefur það verið
gert að sögn Ingólfs Ólafssonar,
kaupfélagsstjóra.
í umræddri frétt frá aðstandend-
um framboðslistans segir meðal
annars: „Þrátt fyrir ákvæði laga
KRON um framboð félagsmanna
og gmndvallarreglur Samvinnu-
hreyfingarinnar um að auðvelda
skuli nýju fólki áhrif innan sam-
vinnufélaga hafa stjómendur
KRON gert allt sem þeir geta til
að hindra framboð okkar. Meðal
annars hafa þeir neitað aðstandend-
um framboðsins, sem allir em félag-
ar í Breiðholtsdeild KRON, um fé-
lagaskrá deildarinnar, en það gerir
þeim ókleift að vinna að framgangi
síns framboðs. Stjóm deildarinnar
hefur hinsvegar þetta félagatal
undir höndum til að vinna að sínu
framboði, auk þess sem launaðir
starfsmenn KRON hafa hjálpað til
við að smala stuðningsmönnum
deildarstjómar á fundinn. Hér er
því um grófa mismunun og lagabrot
að ræða ... “ Þá er vitnað til þess
að í 20. grein laga kaupfélagsins
segi að fylgja skuli þeim reglum
sem gilda við almennar sveitar-
stjómarkosningar: „Magnús
Óskarsson, borgarlögmaður, hefur
staðfest að það hafi tíðkast allt frá
árinu 1946 í bæjarstjómarkosning-
um að frambjóðendur fái afhenta
kjörskrá ef þeir óska þess.“
Ólafur Ragnarsson sagði þegar
hann var spurður um það hvort
ekki væri um mismunun að ræða
ef skilningur á 20. grein laga KRON
væri réttur, að kjörstjóm hefði á
síðasta ári hafnað beiðni um af-
afgreiddi beiðni þeirra nú með vísan
til bókunar kjörstjómar í fyrra. Og
bendir jafnframt á að kjörskrá
hverrar deildar er í einni bók, sem
samanstendur af öllum félögum
KRON í stafrófsröð." Ólafur benti
einnig á að margir félagsmenn
hefðu kvartað undan því í fyrra að
verða fyrir ónæði frá frambjóðend-
um: „Þetta er einnig spuming um
persónulegan rétt manna í fijálsum
félögum."
mím __S,
Morgunblaðið/Bjami
Sigurlagið valiðíkvöld
Unnið af kappi við undirbúning „söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1986“ en sigurlag íslend-
inga fyrir keppnina í Bergen verður valið í beinni útsendingu úr sjónvarpssal í kvöld. Hér er
veriið að leggja síðustu hönd á sviðsmyndina í gær.
Hagnaður Landsbankans
260 millj. kr. á síðasta ári
HAGNAÐUR Landsbankans á siðasta ári reyndist 260 milljónir króna,
að frádregnum áætluðum tekju- og eignaskatti að upphæð 157 millj-
ónir króna. Halli var á rekstrinum árið 1984. í árslok 1985 reyndist
eigið fé bankans vera 2.072 miUjónir króna, en hafði numið 1.126
mUljónum árið áður. Ársreikningur Landsbankans fyrir síðasta ár
var í gær undirritaður af Matthíasi Bjarnasyni viðskiptaráðherra,
að lokinni staðfestingu bankaráðs.
í frétt frá Landsbankanum segir
að við útreikning hagnaðar bankans
hafði verið tekið tillit til afskrifta
fjármuna, framlaga til afskrifta-
reiknings útlána og gjaldfærslu
vegna skuldbindinga við eftirlauna-
sjóð starfsmanna, enda sé það í
samræmi við reglur um reiknings-
skil banka. í fréttatilkynningu
Landsbankans segir ennfremur:
„Heildareignir Landsbankans
námu 32.000 millj. kr. í árslok
1985. Var þetta um 46% af eignum
allra viðskiptabanka og sparisjóða.
Hlutdeild bankans í heildarútlánum
innlánsstofnana til sjávarútvegs var
68%, en 44% til iðnaðar og hin sama
til landbúnaðar. í lok ársins námu
útlán til einstaklinga 2.175 millj.
kr. Var þetta liðlega fjórðungur
allra útlána banka og sparisjóða til
einstaklinga og hærri upphæð en
nokkur annar einstakur banki, eða
sparisjóðirnir sem heild, lánuðu
einstaklingum.
Samkvæmt lögum um viðskipta-
banka, sem tóku gildi í ársbyijun
1986, má eigið fé banka ekki vera
lægra en sem svarar 5% af heildar-
eignum að viðbættum ábyrgðum en
að frádregnu eigin fé, sjóðseign og
innstæðum í Seðlabanka og öðrum
innlánsstofnunum. í árslok 1984
var þetta hlutfali 4,6% hjá Lands-
bankanum og hefði því ekki upp-
fyllt skilyrði laganna. í árslok 1985
er hlutfallið hins vegar 7,2%, eða
nokkuð umfram hið setta mark.
Ástæðumar fyrir þessari bættu
stöðu eru aðallega tvær. I fyrsta
lagi góð afkoma ársins og í öðru
lagi breytt meðferð fasteigna í bók-
haldi í samræmi við reglur um
reikningsskil banka. Eru fasteignir
nú bókfærðar á framreiknuðu
kostnaðarverði að frádregnum af-
skriftum í stað fasteignamats áður.
Bókfært virði fasteigna og búnaðar
nam 56% af eigin fé. Var það vel
innan þerra marka, sem bankalögin
setja, að fasteignir og búnaður
megi ekki nema yfir 65% af eigin
fé.
Ymsar ástæður liggja til góðrar
afkomu Landsbankans á árinu
1985. Rekstrarkostnaður lækkaði
miðað við umsvif. Vaxtamunur
jókst á árinu. Stafaði þetta fyrst
og fremst af tiltölulega miklum
verðlagshækkunum, en verðtryggð-
ar eignir bankans hafa verið meiri
en verðtryggðar skuldir. Þá voru
vaxtagjöld til Seðlabanka hlutfalls-
lega minni en árið áður vegna
samninga við hann um útlánamörk
og skammtímalán.
Horfur eru á því, að vaxtamunur
minnki mjög á árinu 1986 og af-
koma bankans versni af þeim sök-
um. Á hinn bóginn er mikilvægt,
að bankinn geti haldið traustri
eiginfjárstöðu í samræmi við
ákvæði bankalaga."
Heimsmynd komið út:
Móta eitthvað nýtt
og spennandi
- segir Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri
„ÉG ER mjög ánægð með þetta
fyrsta blað enda gott fólk sem
vann að því með mér,“ sagði
HerdSs Þorgeirsdóttir, en nýja
tímaritið hennar „Heimsmynd"
hefur nú litið dagsins Ijós.
Herdís sagði að blaðið hefði
verið í vinnslu siðan hún lét af
störfum sem ritstjóri tímarits-
ins „Mannlíf" í janúar siðast-
liðnum og væri þetta fyrsta
blað „Heimsmyndar" prentað í
12 þúsund eintökum.
Nýtt útgáfufélag, Ófeigur hf.,
gefur blaðið út en stjómarformað-
ur þess er Kristinn Bjömsson.
Aðrir í útgáfustjóm em Sigurður
Gísli Pálmason, Jóhann Páll Valdi-
marsson, Helgi Skúli Kjartansson
og Ólafur Þ. Harðarson auk
Herdísar. Framkvæmdastjóri er
Þómnn Þórisdóttir, sem áður
starfaði hjá Fijálsu framtaki og
auglýsingastjóri er Lilja Hrönn
Hauksdóttir, sem áður var auglýs-
ingastjóri „Mannlífs".
Aðspurð um ritstjómarstefnu
blaðsins kvaðst Herdís vilja leitast
við að draga upp myndir úr heimi
alþjóðamála, íslenskra stjómmála,
bókmennta og lista, tísku og úr
hugarheimi fólks. „Ég tel mig
vera komna með talsverða reynslu
á þessu sviði og þetta nýja blað
gefur mér aukið svigrúm til að
koma hugmyndum mínum í fram-
kvæmd. Á grundvelli þeirrar
reynslu hef ég nú tækifæri til að
móta eittvað nýtt og meira spenn-
andi,“ sagði Herdís. „Ég mun þó
áfram byggja á viðtölum við at-
hyglisverða Islendinga og fræga
útlendinga. Okkur fannst mildll
fengur í að fá viðtai við kvik-
myndastjömuna Meiyl Streep,
sem nú hefur verið tilne&id til
Morgunblaðið/RAX
Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri.
Óskarsverðlauna í fjórða sinn, í
þetta fyrsta blað okkar. Það er
mikið lagt í þetta blað. Starfslið
blaðsins fór til dæmis til New
York til að taka tískumyndir
ásamt Maríu Guðmundsdóttur
ljósmyndara. Margir þekktir
greinahöfundar fjalla um hin fjöl-
breytilegustu málefni í blaðinu og
það er prentað á vandaðan pappír
í miklum lit.“
Þetta fyrsta tölublað „Heims-
myndar" er 140 blaðsíður að
stærð. Utlitsteiknari er Jón Oskar
Hafsteinsson.
Aætlaður komutími
til Everett 23. mars
DRÁTTARBÁTUR dregur nú
Goðafoss, skip Eimskipafélagsin
íslands sem stöðvaðist vegna vél-
arbilunar hinn 6. þ.m., áleiðis tíl
Everet í Bandaríkjunum og er
komutími skipana þangað áætl-
aður hinn 23. mars. Nokkuð
hvasst er þar sem skipin eru
stödd núna, 6-7 vindstig, en
allt gengur þó vel og hefur drátt-
arbáturinn haldið 9 sjómílna
hraða með Goðafoss að undan-
förnu.
Kanadíski dráttarbáturinn Irving
Cedar tók Goðafoss í tog hinn 12.
þessa mánuðar en skipið hafði þá
verið á reki í 6 sólarhringa. Eru
skipin nú stödd 38.43 gráður vestur
og 53.48 gráður norður.
Athugasemd við Þjóðviljafrétt
ISAL vill hér með leiðrétta augljós-
ar rangfærslur um hlutfall launa-
kostnaðar af heildarframleiðslu-
kostnaði fyrirtækisins, sem fram
kom í frétt í Þjóðviljanum fimmtu-
daginn 13. mars um gang samn-
ingamála ISAL og hlutaðeigandi
verkalýðsfélaga. Þar er haft eftir
trúnaðarmanni í steypuskála, að
hlutfall launakostnaðar „ .. . hafi
lækkað ur 15,3% af heildarkostnaði
álversins 1979 í 10,5% af heildar-
kostnaði, sé miðað við gengi dollar-
ans“. Hið rétta er hins vegar, að
hlutfall launakostnaðar af heildar-
framleiðslukostnaði áranna 1979
og 1985 er sem hér segir:
1979 14,1%
1985 13,6%
eða Iækkun um 0,5 prósentustig.
Sömu prósentutölur fást, hvort
sem reiknað er út frá bókfærðum
kostnaði í íslenskum krónum eða
honum breytt í bandaríkjadollar eða
aðrar myntir á meðalgengi ofan-
greindra ára. Hvemig trúnaðar-
maður í steypuskála reiknar út
lækkun upp á 4,8 prósentustig er
ISALekkí kunnugt.
íslenska álfélagið hf.