Morgunblaðið - 15.03.1986, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1986
11
Útsölustaöir:
Hagkaup Skeifunni
ESSO-stöövarnar
Veldu íslenskt...
Ma^lFtaS ef það er betra!
Iþróttahús á Kleppjáms-
reykjum næsta stórátak
segir Kristján Benediktsson oddviti Reykholtsdalshrepp
Kleppiámsreykjum í febrúar.
NÚ LIÐUR senn að því að kjör-
tímabili sveitarstjórna rennur út.
Þvi fylgir gjarnan innræða um
sveitarstjómarmál. Fréttaritari
Morgunblaðsins hitti Kristján
Benediktsson oddvita, Reyk-
holtsdalshreppi, að máli i skrif-
stofu hreppsins á Kleppjáms-
reykjum og ræddi við hann um
störf hreppsnefndarinnar.
Kristján sagði að verkefni sveit-
arstjómarinnar á kjörtímabilinu
hefðu mest verið hefðbundin, svo
sem við skóla og heilsugæslu.
Mestur hluti ráðstöfunarijárins
hefði farið í þessa tvo málaflokka.
Auk þess hefði mikil vinna farið í
tilraunir til að koma fótunum undir
atvinnufyrirtæki sem hreppurinn á
aðild að, bifreiða- og vélaverkstæðið
Breiðverk hf., en það hefði ekki
tekist sem skyldi. Afréttar- og veiði-
mál hefðu einnig tekið nokkum
tíma. Um aðrar framkvæmdir væri
ekki að ræða.
— Hvað er framundan hjá
hreppsnefndinni?
„Það er oft sagt að hreppurinn
eigi að gera hitt og þetta, og er
gott eitt um það að segja. Hrepps-
nefndin vill hins vegar frekar styðja
við bakið á þeim sem vilja hefla
framleiðslu eða rekstur af einhveiju
tagi, en standa að slíku sjálf sem
framkvæmdaraðili.
Næsta stórátak er að koma upp
íþróttahúsi og búningsaðstöðu við
Kleppjámsreykjaskóla. Fyrirhugað
er að byija að reisa húsið í apríl-
mánuði. Það verður úr forsteyptum
einingum, 580 fermetrar og 3.363
rúmmetrar að stærð. Verkið var
boðið út og var samið við Þóri Jóns-
son byggingameistara í Reykholti
um verkið fyrir um það bil 7 milljón-
ir kr., sem er svipuð upphæð og
kostnaðaráætlun. A flárlögum al-
þingis er aðeins veitt 830 þúsund
krónum til byggingarinnar og verð-
ur því erfítt fyrir hreppana sem
standa að skólanum að kljúfa þetta,
ekki síst með tilliti til þess að ríkið
skuldar þeim nú 3,6 milljónir kr.
Mikið er rætt um eignir heilsu-
gæslustöðvarinnar á Kleppjáms-
reykjum. Ég tel að bæta þurfi stór-
lega aðstöðuna þar. Mikill áhugi er
á því að koma héma á fót ein-
hverskonar þjónustustofnun á
heilsugæslusviðinu, endurhæfíng-
arstöð eða heilsuhæli. Hreppurinn
hefur 3 hektara land á Kleppjáms-
reykjum og 3 sekúndulítra af 100
gráðu heitu vatni og mætti nýta
þá aðstöðu.
Ríkið hefur einnig land aflögu
sem hægt væri að reisa á garðyrkju-
býli. Nokkur nýbýli hafa risið á
undanfömum ámm og er þeirri
uppbyggingu ekki lokið. Við mun-
um reyna að skapa aðstöðu fyrir
þjónustu við nýjar búgreinar, eins
og þegar hefur verið gerð með
skinnaverkun fyrir refabændur í
sveitinni. Þá hefur Gæsaræktarfé-
lag Vesturlands rekið hér sláturhús
á haustin.
Hreppurinn getur boðið uppá lóð-
ir með holræsakerfi og hitaveitu á
taxta Hitaveitu Reykjavíkur. Einnig
er töluvert umframvatn hjá Hita-
veitu Akraness og Borgaifyarðar
sem hægt væri að nýta í hreppnum.
Reykholtsdalshreppur er mjög
vel í sveit settur hvað allar sam-
göngur snertir. Héðan eru áætlun-
arferðir á hveijum degi til og frá
Reykjavík og vömflutningaferðir
þrisvar í viku yfir sumartimann.
Ekki má heldur gleyma flugvellin-
um sem er nýlega endurbyggður
með 800 metra braut, sem er fær
allt árið. Fyrsta bundna slitlagið
verður lagt hér á veg í sumar.
Símamálin em komin í mjög gott
lag en póstdreifinguna verður að
Kristján Benediktsson oddviti Reykholtsdalshrepps í gróðurhúsi sínu,
en hann er garðyrkjubóndi í Víðigerði.
taka til endurskoðunar. Við teljum
æskilegt að póstinum verði dreift
frá Reykholti. Það er okkar póststöð
og gætu fallið undir hana nærliggj-
andi hreppar, svo sem Hálsahreppur
og Hvítársíðuhreppur," sagði
Krislján Benediktsson.
— Bemhard
Cross gullsjálfblekungurinn
er verðmœtasti Crosspenni sem fœst á íslandi.
Oddurinn og penninn sjálfur eru húðaðir
með 14 karata gulli.
Penninn kostar
10.238 krónur út úr búð.
Síríus Gullið
er verðmesta rjómasúkkulaði sem steypt er
hjá Nóa Síríus.
Uppskriftin er gamalreynd, hráefnin fyrsta flokks
og Gullið fcest bceði sem hreint rjómasúkkulaði
og með hnetum, rúsínum,
rice crispies eða hnetum og rúsínum.
Gullið kostar innan við
60 krónur út úr búð.