Morgunblaðið - 15.03.1986, Qupperneq 12
12 r,,. ^yyPff>.i4VPA^suR^w ___ -—
Lögg’ilding kennarastarfsins ér í
þágu menntunar og uppeldis í landinu
eftir Ingólf A.
Þorkelsson
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, hefur Iagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um lög-
vemdun á starfsheiti og starfsrétt-
indum kennara. Guðmundur Magn-
ússon, blaðamaður, fjallaði um
þetta efni í Morgunblaðinu nýlega.
Tíðræddast varð honum um starfs-
réttindi kennara. Skoðanir blaða-
mannsins á þessu máli eru vægast
sagt hinar furðulegustu. Hann
byijar grein sína með því að taka
upp hanskann fyrir réttindalausa
kennara, segir að þeir séu ofsóttir
og gefur í skyn að formælendur
kennarasamtakanna líti nánast á
þá sem sakainenn. Það er fjarri
sanni að réttindalausir kennarar
hafí sætt ofsóknum frá forystu-
mönnum kennarasamtakanna eða
samstarfsmönnum sínum í skólan-
um. Þeir starfa í skólunum óáreittir
og fá fulla aðild að kennarasamtök-
unum og má það — frá mínum
bæjardyrum séð — furðulegt heita.
Engin stétt sem telst sambærileg
við kennara veitir réttindalausu
fólki slíka viðurkenningu.
Fúsk í nafni frelsis
Meginröksemd blaðamannsins
gegn starfsréttindum kennara og
lögvemdun þeirra er sú að hér sé
um sérréttindi að ræða — að kenn-
araréttindi séu forréttindi. Athug-
um þetta nánar. Með sérréttindum
(forréttindum) er venjulega átt við
óverðskulduð réttindi — réttindi
umfram aðra sem menn hafa ekki
unnið til. Kennarar með réttindi til
starfa hafa aflað þeirra með ærinni
fyrirhöfn, með löngu og ströngu
námi margir hveijir. Þeir hafa
vissulega unnið til réttindanna í
sveita sfns andlitis og eru því ekki
sérréttindamenn. Því fer víðs fjarri.
Hins vegar á þessi nafngift blaða-
mannsins við um þá einstaklinga í
hópi kennara sem ekki hafa aflað
sér umræddra réttinda og þess
vegna ekki unnið til stöðu sinnar.
Annað aðaltromp blaðamannsins
gegn réttindum er hugtakið at-
vinnufrelsi. Vitnar hann í þessu
sambandi til eftirfarandi orða í 69.
gr. stjómarskrárinnar. „Engin bönd
má leggja á atvinnufrelsi manna,
nema almenningsheill kreQi, enda
þarf lagaboð til,“ og getur þess
einnig að sams konar ákvæði sé að
fínna í stjómarskrám allra lýðræð-
isríkja í okkar heimshluta. En hér
er ekki um óheft frelsi að ræða,
eins og höfundur virðist kjósa, því
að af slíku frelsi sprettur öngþveiti
og upplausn. Þess vegna hafa
margsinnis verið sett lög hér á landi
og annars staðar um atvinnuréttindi
manna og hæfni til starfa af því
að almenningsheill krefst þess, að
sú þjónusta sem tilteknar stéttir
veita almenningi standist ákveðnar
gæðakröfur. Því eru í lýðræðisríkj-
um í okkar heimshluta lögbundin
réttindi og starfshæfni lögfræð-
inga, verkfræðinga, lækna og fleiri
stétta. Reyndar er á greinarhöfundi
að skilja að réttmætt sé að skerða
þetta óhefta atvinnufrelsi með
almenningsheill í huga þegar um
læknisstörf er að ræða. Já, hárrétt.
En sama máli gegnir um kennara-
starfíð vegna þess að fólkið í
landinu á heimtingu á því, að skól-
amir hafi á að skipa hæfum kennur-
um. Á þessum störfum er enginn
eðlismunur að þessu leyti. í báðum
tilvikum er um að tefla einu fáan-
legu trygginguna fyrir vel menntuð-
um og hæfum starfsmönnum. Það
kann ekki góðri lukku að stýra ef
hver sem er getur án undirbúnings-
menntunar (bóklegrar og/eða verk-
legrar) vaðið inn í hvers konar störf
í þjóðfélaginu. Hið taumlausa at-
vinnufrelsi sem blaðamður ber svo
mjög fyrir bijósti tíðkast hvergi sem
meginregla meðal lýðræðisþjóða.
Það leiðir til lausungar og hefur í
för með sér fúsk og hálfkák.
í miðri grein er eins og sá grunur
læðist að höfundi, að hann hafí
tekið of djúpt í árinni — í andstcðu
sinni við löggild réttindi og mennt-
un. Því úr penna hans hijóta þessi
orð: „Um það er að sjálfsögðu ekki
deilt, að til að geta gegnt margvís-
legum störfum þurfa menn langa
skólagöngu og þjálfun." Mikið rétt.
Og kennarastarfið er þar á meðal.
Það verður ekki rækt svo að vel sé
nema með ærnum undirbúningi.
Og sá undirbúningur (langt nám
og þjálfun) er einmitt forsendan
fyrir löggildingu þess. Kattarþvott-
ur blaðamannsins breytir f engu
afstöðu hans. Hann stillir frelsi upp
gegn fagþekkingu. Enn segir grein-
arhöfundur. „Lögvemdun verkar
alls ekki hvetjandi á þá sem hennar
njóta, heldur letjandi. Hún kemur
í veg fyrir nauðsynlega ögrun sem
allir þurfa á að halda og hún eykur
líka útgjöld neytenda og dregur
vafalaust úr afköstum." Þessu er,
að mínum dómi, þveröfugt farið.
Lögvemdun er viðurkenning á skil-
merkilegum undirbúningi, löng
Lngólfur A. Þorkelsson
„En blaðamaðurinn
þykist vita betur. Hann
dæmir þessi fræði
ómerkileg' og einskis
virði og- teflir gegn
þeim og í stað þeirra
„heilbrigðri skynsemi“
rétt eins og menntun
og skynsemi hljóti að
vera andstæður. Þetta
er auðvitað ekkert
annað en bull í blaða-
manninum. Augljóst er
að skynsemi og mennt-
un eru tvær greinar á
sama meiði og mannvit
forsenda menntunar.“
námi og oft ströngu, og er þvf
hvatning til manna að búa sig sem
best undir starfið. Slík hvatning
leiðir til samkeppni um að afla sér
sem allra bestrar menntunar —
ekki síst ef bætt kjör sigla í kjölfar-
ið sem líklegt má teljast.
Uppeldisfræði er
gildur þáttur
kennaramenntunar
í lok greinar sinnar ræðir Guð-
mundur Magnússon um uppeldis-
og kennslufræði og hefur þá allt á
homum sér. Hann segir: „Ég held
hins vegar, að þessi fræði rísi undir
nafni. Þama er á ferðinni blanda
af skynsamlegri kennslutækni (sem
kennarar læra þó einkum af reynslu
og verða aldrei fullnuma í) og jafn-
vel óskynsamlegri, en veigamikill
hluti námsins snýst um tilgátur og
hugmyndir — og á köflum ævin-
týraleg heilaköst — um sálarlíf
einstaklinga og félagslíf manna,
sem em óprófanlegar og koma
sjaldnast að nokkm gagni við dag-
lega kennslu, en geta á hinn bóginn
verið til mikils skaða. Staðreyndin
er nefnilega sú, að í hugmynda-
heimi uppeldis- og kennslufræðinga
er að fínna hinar ótrúlegustu grillur
og ég er hræddur um, að til þeirra
megi rekja margt það sem aflaga
hefur farið í skólastarfí hér á landi
á undanfömum ámm og bakað
hefur foreldmm og öðmm forráða-
mönnum skólabarna miklar áhyggj-
ur.“
Hér er vitaskuld ekkert annað á
ferðinni en rakalausar fullyrðingar
og sleggjudómar og ummæli þessi
því að engu hafandi. Ég mun ekki
gerast Qölorður um ívitnuð orð,
aðrir verða eflaust til að svara þeim.
Uppeldis- og kennslutækni og
reynslu kynslóðanna af kennslu og
uppeldi og þann lærdóm sem af
henni má draga. Kennslufræðin er
því mikilvægur þáttur kennara-
mentunarinnar. Sitthvað kann að
vera úrelt í þeim fræðum en það
sama á að sjálfsögðu við um flest
önnur fræði, því að ætlað er að
obbinn af þekkingu nútímans úreld-
ist á 10—15 ámm. Og þess vegna
er endurmenntun eða símenntun
einmitt svo mikilvæg enda er hún
eitt helsta viðfangsefnið í nútíma-
kennslufræði. En blaðamaðurinn
þykist vita betur. Hann dæmir þessi
fræði ómerkileg og einskis virði og
teflir gegn þeim og í stað þeirra
„heilbrigðri skynsemi" rétt eins og
menntun og skynsemi hljóti að vera
andstæður. Þetta er auðvitað ekkert
annað en bull í blaðamanninum.
Augljóst er að skynsemi og mennt-
un em tvær greinar á sama meiði
og mannvit forsenda menntunar.
Allt þetta tal sumra manna um
bijóstvitið er dálítið kyndugt svo
ekki sé meira sagt. Mér er spum:
Búa engir yfír bijóstviti nema fúsk-
arar?
' "Gréfriárhöfundur, sem ög' ýmsir
fleiri, er haldinn þeim misskilningi
að kennararéttindni séu eingöngu
bundin viið uppeldisfræðina. Hið
rétta er, að þau tengjast ekki síður
kennslugreinum. Til að öðlast títt-
nefnd réttindi þurfa menn að hafa
lokið prófí í kennslugrein(um) og
kennslufræðum og er námið í
kennslugreinunum mun viðameira
og tímafrekara.
Réttindalausir kennarar em
misjafnlega á vegi staddir. Sumir
þeirra hafa hvorki próf í kennslu-
grein né kennslufræði og em því
illa undir starfíð búnir. Aðrir hafa
próf í kennslugrein eða greinum en
ekki kennslufræðum. Þeir em betur
í stakk búnir í starfi en hinir fyrr-
nefndu — hvað faglega þekkingu
varðar — en vantar samt mikilvæg-
an þátt menntunarinnar. Vissulega
reynast ýmsir þessara kennara nýt-
ir í starfí þótt nokkuð skorti á um
menntun, og til em kennarar, án
fyllstu réttinda, örfáir, sem reynast
jafnvel betur í starfi en réttinda-
menn. En þeir em undantekningin,
ekki meginreglan, sem byggja verð-
ur á. Slík undantekning kemur ekki
að haldi sem röksemd gegn iöggiltri
undirbúningsmenntun sem er eina
tiyggingin fyrir hæfni í starfi.
Vel menntaðir kennar-
ar eru burðarstoðir í
starfi skólanna
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra gengur jafnan rösk-
lega til verks. Hann á þakkir skilið
fyrir að leggja áðumefnt fmmvarp
fýrir Alþingi. Tilgangurinn með
því er fyrst og fremst sá að treysta
og bæta starf skólanna með þessari
viðurkenningu á nauðsynlegri und-
irbúningsmenntun, sem er forsenda
löggildingar — viðurkenningu á vel
menntaðri kennarastétt, sem er
burðarstoðin í starfí skólanna.
Markmiðið með títtnefíidu fmm-
varpi er einnig að girða fyrir það
„eins og unnt er“ að réttindalausu
fólki fjölgi enn í kennarastétt. Þess
vegna fagna ég því.
Kennarastéttin verður að gera
fyrstu kröfu til sjálfrar sín, kröfu
um faglega fæmi, um trausta og
góða menntun á hveijum tíma. Hún
þarf að efla faglega vitund sína og
sjálfsvirðingu. Geri hún það mynd-
arlega mun hún hljóta verðskuldaða
virðingu almennings, og þau góðu
kjör sem hún á skilið. í kjölfarið
mun koma betra og árangursríkara
skólastarf allri þjóðinni til heilla.
Höfundur er skólameiatari
Menntaskólans i Kópa vogi.
Tveir þekktir
hljómsveitar-
sljórar látnir
NÝLEGA létust í heimalöndum
sínum tveir þekktir hljómsveit-
arstjórar sem hvor um sig eru
íslendingum að góðu kunnir;
finnski hljómsveitarstjórinn
Jussi Jalas og tékkneski hljóm-
sveitarstjórinn Dr. Vaclav
Smetacek.
Jussi Jalas kom hingað til lands
í fyrsta sinn árið 1950 og stjómaði
Sinfóníuhljómsveit íslands á tón-
leikum í Þjóðleikhúsinu þar sem
einungis var flutt tónlist eftir
tengdaföður hans, Jean Sibelius.
Jalas stjómaði hljómsveitinni
margoft á tónleikum m.a. á Lista-
hátíð 1972 og hijóðritaði einnig
Sögusinfóníu Jóns Leifs sem gefín
var út á hljómplötu á vegum ís-
lenskrar tónverkamiðstöðvar.
Dr. Vaclav Smetacek kom hing-
að fyrst árið 1957 og stjómaði
hljómsveinni á tónleikum. Árið
1960 fór Dr. Smetacek með
hljómsveitinni í tónleikaferð um
Vestfírði og þótti mikið til koma
um náttúrufegurð landsins.
Seinna kom hann og stjómaði
flutningi á óperunni Rigoletto S
Þjóðleikhúsinu og ennfremur
stjómaði hann gestaflutningi
óperunnar í Prag á „Selda brúður-
in“ eftir Smetana í Þjóðleikhús-
inu.
Báðir þessir listamenn vom
mjög þekktir í tónlistarheiminum
Jussi Jalas
Dr. Vaclav Smetacek
á sSnum tíma og stjómuðu ýmsum
fremstu hijómsveitum Évrópu.
Þeir tóku báðir miklu ástfóstri við
ísland og eignuðust hér marga
vini. Hljómsveitarmenn sem enn
starfa með SÍ minnast þessara
manna með hlýhug, segir í frétt
frá Sinfóníuhljómsveit íslands.
Húsavík:
Atvinnuástand í
eðlilegt horf
Akureyri, 18. marz.
ATVINNUÁSTAND á Húsavík
er nú komið í „eðlilegt horf“ á
ný eins og starfsmaður Verka-
lýðsfélagsins orðaði það i samtali
við blaðamann Morgunblaðsins í
dag, en ástandið hefur verið
slæmt undanfarið.
Síðasta dag janúar voru 163 á
atvinnuleysisskrá í bænum - og alls
vom skráðir 3585 atvinnuleysis-
dagar í mánuðinum. í febrúar komu
alls 56 manns á atvinnuleysisskrá
en vom 12 á skrá slðasta dag mán-
aðarins og er það svipað nú. Ifebrú-
ar var skráður alls 591 atvinnuleys-
isdagur.
í Suður-Þingeyjarsýslu í heild
vom 46 á atvinnuleysisskrá síðasta
dag febrúarmánaðar og 1244 dagar
vom skráðir I mánuðinum á svæð-
mu.