Morgunblaðið - 15.03.1986, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
Ný frímerki 19. marz
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Næstkomandi miðvikudag, 19.
þ.m., sendir Póst- og símamála-
stofnunin út fyrstu frímerki sín á
þessu ári. Eru það fjögur fuglafrí-
merki, sem Þröstur Magnússon
hefur teiknað. Ég á von á, að
póstnotendur og þá ekki síður frí-
merkjasafnarar kunni að meta
þessi nýju fuglafrímerki, bæði
stærð þeirra og allt yfirbragð. Þá
verða þau áreiðanlega eftirsótt
af þeim söfnurum, sem safna sér-
staklega fuglafrímerkjum. Þess
mun og að vænta, að fleiri íslensk
fuglafrímerki fylgi á eftir næstu
árin. Frímerkin eru prentuð hjá
Courvoisier S.A. í Sviss og eru
50 merki í örk. Verðgildi allra
frímerkjanna eru 43 krónur.
Á lægsta verðgildinu, 6 kr., er
maríuerla eða máríatlan, eins og
þessi litli og vinalegi varpfugl mun
almennt nefndur meðal lands-
manna. Eins og segir í skýringum
póststjómarinnar verpa maríuerl-
ur m.a. í útihúsum við flesta
bóndabæi á íslandi. Hingað kemur
hún seint í apríl, en hverfur héðan
í ágúst og september og heldur
þá til vetrarstöðva sinna, sem eru
í Norðvestur-Afríku.
Mynd af grafönd er á 10 kr.
verðgildinu. Hún heldur sig á lág-
lendi, en er afar strjáll varpfugl
og algengust á norðausturhluta
landsins, svo sem segir í skýring-
artexta. Grafendur eru að mestu
farfuglar á íslandi.
Smyrill, litli bróðir fálkans, er
á 12 kr. frímerki. Hann verpir um
land allt á láglendi. Einstaka
smyrlar hafa hér vetursetu, en
flestir halda þeir til Suðvestur-
Evrópu þegar haustar að.
Hæsta verðgildi í þessum flokki
er 15 krónur með mynd af álku.
Hún er dæmigerður sjófugl og í
ætt við lundann. íslenzkir veiði-
menn kalla hana gjaman ásamt
langvíu og stuttnefju „svartfugl".
Stærsta álkubyggð í heiminum
er undir Látrabjargi.
Hér að framan hefur verið rakið
lítið brot af lýsingu hinna nýju
frímerkja, sem lesa má um í skýr-
ingum póststjómarinnar. Þeim,
sem vilja fræðast ger um þessar
fuglategundir, skal bent á hina
einkar smekklegu tilkynningu
Póst- og símamálastofnunarinnar.
Ég hef áður minnzt á það, að hér
hefur orðið mikil og góð framför
í kjmningu íslenzkra frímerkja
frá því, sem áður var.
Rétt er svo að vekja á því
athygli, að póststjómin auglýsir
sérstök póstkort með myndum
framangreindra fugla, og kosta
þau 14 krónur.
Frímerkjasýning á
Húsavík 25.-27.
apríl nk.
Frímerkjaklúbburinn Askja á
Húsavík verður tíu ára 20. apríl
nk. Af því tilefni heldur hann frí-
merkjasýningu í Safnahúsinu á
Húsavík dagana 25.-27. apríl.
Nefnist hún FRÍMÞING ’86. Er
þetta þriðja frímerkjasýning
klúbbsins. Fyrsta sýningin var
haldin 1977 og sóttu hana um 220
manns, en önnur sýningin var árið
1980, og komu á hana um 350
gestir. A sýningunni í apríl er
áætlað að sýna frímerkjaefni í
70-80 römmum eða eftir því, sem
salurinn rúmar. Frímerkjasýning-
unni verður skipt niður í þijár
deiidir: heiðursdeild, samkeppnis-
deild og kynningardeild. Klúbbur-
inn hefur sótt um sérstakt póst-
hús, sem yrði opið 25. og 26.
apríl, og þá notaður sérstimpill.
Klúbburinn mun gefa út sýningar-
skrá og umslög, sem verða til
sölu sýningardagana. Veittir
verða verðlaunapeningar til safiia
í samkeppnisdeild og viðurkenn-
ingarpeningar til annarra sýn-
enda. Eins er fyrirhugáð að gefa
út minnispening í litlu upplagi til
styrktar sýningunni.
Þá er ákveðið að halda frí-
merkjauppboð í tengslum við sýn-
inguna. Þeir, sem áhuga hafa á
að senda efni á uppboðið, eiga að
hafa samband við Ola Kristinsson
á Húsavík (sími 96-41314). Allt
uppboðsefni þarf að vera komið
til hans fyrir 1. apríl.
Það, sem hér hefur verið rakið,
er tekið upp úr fréttabréfi, sem
Öskjumenn hafa sent út og m.a.
dreift á hvem bæ í Þingeyjarsýslu,
að því er ég hef frétt. Bréf sitt
enda þeir með þeirri frómu ósk,
„að sem flestir sjái sér fært að
sækja sýninguna heim og kynnast
frímerkjasöfnun, sjá með eigin
augum, að frímerkjum má safna
á mismunandi hátt“. Undir þessi
orð taka áreiðanlega allir íslenzkir
frímerkjasafnarar heils hugar.
Landsþing LÍF á
Húsavík 26. apríl
Landssamband íslenzkra frí-
merkjasafnara heldur landsþing
sitt á Húsavík 26. apríl, en það
er orðið venja, að frímerkjasýning
sé haldin í tengslum við þing-
haldið. Fer einmitt vel á að halda
landsþingið meðal þingeyskra og
annarra norðlenzkra frímerkja-
safnara þá daga, sem afmælis-
hátíð Öskjumanna fer fram. Er
þetta í annað sinn, sem landsþing
LÍF er haldið á Húsavík, en hið
fyrra sinnið var árið 1980.
HOLLUSTUBYLTINGIN/Jón Óttar Ragnarsson
Eiturlyf og heilsa
Soma kallaði Aldous Huxley
vímuefni framtíðarinnar, vímu-
gjafann án ávanahættu og eftir-
kasta, í sinni mögnuðu skáldsögu
„Brave New World“.
Frá örófi alda hefur mannkynið
notfært sér vímuefni í einni eða
annarri mynd. Er ekki vitað um
neitt samfélag sem ekki notaði
einhver slík efni.
Um þau gildir að um leið og
þau eru tekin úr sínu náttúrulega
umhverfi og unnin í hreinni mynd
eykst hættan á ánauð um allan
helming.
Tegundir eiturlyfja
Um okkar lögskipaða vímu-
gjafa, áfengið, hefur verið ræki-
lega íjallað í fyrri grein (vínandi
og heilsa, 22. febr. sl.).
í grófiim dráttum má skipta
öðrum eiturlyfjum í fímm aðal-
flokka (sjá tölfu) eftir því hvers
konar áhrif er um að ræða.
Skynvillulyf
í þessum flokki eru bæði
kannabisefni og LSD. Eru
kannabisefnin algengustu eiturlyf
á íslandi þegar brennivínið er
frátalið.
Kannabisefni (hass, hassolía,
maríúana) — öfugt við LSD — eru
náttúruleg efni með meira en
8000 ára sögu og eru orðin mjög
algeng á Vesturlöndum.
Hass er þurrkuð kvoða úr kirtl-
um kvenblóms hampjurtarinnar.
Maríúana er aftur á móti grænir
sprotar með kvoðu og mun veik-
aravímuefni.
Hassið er andstæða áfengis.
Það gerir neytandann innhverfan,
annars hugar og félagslega ein-
angraðan og tekur margar vikur
að losna undan áhrifum þess.
Kannabisefni voru talin skað-
laus vegna þess að þeim fylgja
ekki veruleg fráhvarfseinkenni
eins og gerist með áfengi, ópíata
o.fl. eiturlyf.
Nú er hins vegar komið fram
að þessi efni eru ekki aðeins gífur-
lega vanabindandi heldur leitar
stór hluti neytendanna að lokum
í sterkari eiturlyf.
Reynslan hérlendis sýnir að
flestir kannabisneytendur enda að
lokum í sterkari efnum, um þessar
mundir einkum í amfetamíni og
kókaíni.
En þótt kannabisefnin séu
varasöm á LSD þó metið. Efnið
veldur tímabundinni geðveiki sem
getur orðin varanleg. Ætti enginn
að fara sína fyrstu LSD-ferð!
Örvandi lyf
andi lyf og sameiginlega kölluð
„spítt". Eru þau orðin algeng hér
á landi.
Amfetamínið er ekki náttúru-
legt eins og kókaínið heldur gervi-
efni. Var það upphaflega markað-
sett sem lyf gegn kvefi, þunglyndi
og jaftivel offitu!"
Þegar brennivín og kannabis-
efni eru frátalin er amfetamínið
algengasta eiturlyf hér á iandi.
Skipta ný tilfelli nú tugum á
hveiju ári.
Þeir sem einkum taka amfet-
amín eru áfengissjúklingar sem
eru komnir í kannabisefni. Nota
þeir efnið til að auka áfengisþol
og yfirvinna þunglyndi.
Meðan kókaínið fæst úr kóka-
blöðum sem eru tuggin er ávana-
hættan tiltölulega lítil. En þegar
búið er að hreinsa kókaínið fer
gamanið að káma.
Efnið er tekið í nefíð og brennir
burt slímhúðina. En það vandamál
er smálegt hjá ávanahættunni.
Er þetta nýjasta vímuefnaplága
Bandaríkjanna.
Kókaín er nýlega orðið algengt
hér á landi. Skipta ný tilfelli nú
orðið tugum á ári. Er nær ein-
göngu um að ræða áfengis- og
kannabissjúklinga.
Við notkun amfetamíns og
kókaíns rennur á neytendann
sjálfsdýrkunaræði (egó-tripp),
athyglisgáfa skerpist, svefnþörf
minnkar og sjálfstraust vex
Með tímanum sýna efnin sitt
rétta andlit: aukið þol, þunglyndi,
svefnleysi og loks geðveiki sam-
fara vaxandi þungljmdi og sjálfs-
vígshvöt.
Róandi lyf
Eins og LSD og amfetamín eru
barbitúrsambönd hugarsmíð efna-
fræðinga sem bjuggu þau til árið
1863. Voru þau notuð sem svefn-
lyf og sem róandi lyf.
Þessi efni eru nú álitin eins
hættuleg og verstu deyfilyf með
jafnvel enn harkalegri fráhvars-
einkennum en t.d. heróín og því
enn kröftugri ánauð.
Jafnframt gildir um þessi efni,
eins og raunar sterk eiturlyf yfir-
leitt, að neysla með áfengi marg-
faldar áhættuna og leiðir oft til
dauða.
Barbitúrsambönd eru lítið not-
uð hér, en ýmis önnur róandi lyf
þeim mun meirat t.d. díasepam
(valíum o.fl.) sem Islendingar nota
í stórum stíl.
Deyfilyf
Þekktust allra deyfilyQa eru
ópíatar, en þeir eru jafnframt eitt
elsta vímuefni mannkynsins.
Upprunalegast er ópíum. En
það er unnið úr hýðisaldini ópíum-
valmúans. í ópíum eru flölmargir
alkaloíðar og er morfínið þeirra
kröftugast.
Morfín var lengi notað sem
verkjalyf uns menn áttuðu sig á
því hversu gífurlega vanabindandi
það var. Þá var búið til nýtt af-
brigði: heróín!
En fljótlega kom í ljós að heró-
ínið var ekki aðeins mun sterkara,
heldur var hættan á líkamlegri
ánauð margfalt meiri en fyrir
morfín.
Ópíatar eru hættulegastir allra
eiturlyfla. Sá sem ánetjast er
oftast dæmdur til ævilangrar písl-
argöngu. Sem betur fer er ævin
oftast stutt!
Gerviópíatar eru m.a. petetín,
metadon og englaryk (PCP), allt
lífshættuleg efni. Skaðminna en
kódeín (oft haft með aspiríni eða
fenasetíni í verkjatöflum).
Ópíatar, einkum heróín, eru
einhver hrikalegasta plágan í
mörgum stórborgum _ nútímans.
Sem betur fer hafa íslendingar
lítið af þeim að segja... enn sem
komið er!
Rokgjörn vímuefni
Rokgjöm vímuefni eða sniffefni
er samheiti jrfír lífræn leysiefni-
sem böm og unglingar, sem ekki
skjmja hættuna, nota stundum til
þess að komast í vímu.
í þessum flokki em alls kjms
efni, þ. á m. blettavatn, hreinsað
bensín og hvers konar lakkefni
sem geta valdið varanlegum
lungna- og heilaskaða.
Um þessi efni er það eitt að
segja að þau em ekki eiginleg
vímuefni og ættu allir að forða
sér sem snarast ef þeir komast í
tæri við þau.
Lokaorð
Leitinni að soma, vímugjafan-
um án eftirkasta og ávanahættu,
er lokið... f bili a.m.k. Öll þau
efni sem em í boði em ennþá
hættulegri en áfengið.
Það er því að þessu foma og
gróna vímugjafa sem við skulum
beina sjónum okkar framvegjs,
sérstaklega útþynntustu formum
hans, léttvínum og bjór!
Því miður er þetta ekki svona
einfalt. Brennivínssteftia Áfeng-
isvamarráðs hefur beint neysl-
unni, ekki síst meðal unga fólks-
ins, að hættulegustu formum
þess.
Það er því ekki að undra þótt
neysla sterkra eiturfyfja fari nú
stöðugt vaxandi, sérstaklega
neysla á kannabisefnum, amfet-
amíni og kókaíni.
Á síðasta ári greindust milli
600 og 700 nýir áfengissjúkling-
ar. Þar af vom um 130 jafnframt
í kannabisefnum og af þessum
130 notuðu milli 60 og 65 amf-
etamín og milli 40 og 50 kókaín.
Kókaín og amfetamín era örv-
Flokkur Tegundir
Skynvillulyf LSD, hass, maríúaha
Örvandi lyf (spítt) kókaín, amfetamín
Deyfilyf ópíum, morfín, heróín, englaryk
Róandi lyf barbitúrefni, díasepam
Rokgjöm vímuefni lakkefni, blettavatn, hreinsað bensín