Morgunblaðið - 15.03.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
Alþýðuflokkurinn á Siglufirði:
Prófkjör um helgina
PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins á
Sig’lufirði um skipan fjögurra
efstu sæta listans í komandi
bæjarstjórnarkosningum fer
fram í Borgarkaffi í dag, laugar-
daginn 15. mars, og á morgun,
sunnudaginn 16. mars, kl. 13.00-
19.00.
Frambjóðendur eru þessir: Jón
Dýrfjörð sem býður sig fram í 3.-4.
sæti, Kristján L. Möller í 1.-4. sæti,
Ólöf Kristjánsdóttir í 1.-4. sæti og
Regína Guðlaugsdóttir í 1.-4. sæti.
Rétt til þátttöku í prófkjörinu
hafa allir sem eiga lögheimili á
Siglufirði og hafa náð 18 ára aldri
fyrir árslok 1986 og ekki eru flokks-
bundnir í öðrum flokkum eða stuðn-
ingsmenn annarra flokka, segir
m.a. í fréttatilkynningu frá Al-
þýðuflokknum á Siglufírði.
Wesper
hitablásararnir hafa í 20 ár yljað landsmönnum, bæði til lands og sjávar við
öll möguleg störf og aðstæður. Þeir henta allstaðar og eru þeir hljóðlátustu
á markaðnum.
Fáanlegir í eftirtöldum stærðum: 2250 k.cal., 5550 k.cal., 8050 k.cal. Væntan-
legir 11740 k.cal. Væntanlegir 15380 k.cal., og 29600 k.cal., miðað við 80°/
40° C.
Afköstin eru frábær, enda sérbyggðir fyrir hitaveitu.
Wesper umboðið
Sólheimum 26,104 Reykjavík,
sími 91 — 34932
við árin milli 1930 og 1940. Bítla-
æði í kringum 1965 gagntók
menntaskólanema sem aðra og loks
lýkur sýningunni á því herrans ári
1986, þegar nemendur eru að bíða
eftir leikstjóra og eru að æfa Húsið
á hæðinni... Agæt sögulok. Og
sögugyðjan og húsandamir tengja
atriði og segja frá þegar farið er
hratt jrfír sögu. Það er bara góð
lausn hjá höfundi.
Þórhildur Þorleifsdóttir hefur
unnið mikið og gott starf með
menntskælingjum. Mér skilst að
hún hafí verið Ieiðbeinandi þeirra á
leiklistarsnámskeiði sl. haust og
skilar það sér vel, því framsögn er
þjál og eðlileg svo að eftirtekt
vekur. Allar staðsetningar vel unn-
ar og tempó er til sóma og dettur
hvergi niður.
Margir taka þátt í sýningunni
og flestir fara með fleiri en tvö
hlutverk. Hér er umfram allt hóp-
vinna eins og hún er bezt. Þó er
ástæða til að geta um þá sem vöktu
amk. sérstaka athygli mína. Þor-
steinn Guðmundsson fór m.a. með
hlutverk Gísla Thorlaciusar rektors
og Theodórs skólapilts. Þorsteinn
hefur ákaflega skemmtilega sviðs-
framkomu, góða mímík og fram-
sögn. Hlýtur að vera leikaraefni þar
á ferð. Athygli mína vakti Thor
Aspelund, einkum í hlutverki Stef-
áns í fyrri hlutanum. Hefur skólað-
an talanda, hæfilega viðkvæmnis-
legt og töff útlit í senn og óþvingað
fas. Ólafí Samúelssyni tókst dálítið
misjafnlega með sín hlutverk, en
senan milli hans og félaga hans
Indriða var til sóma. Hróðmar Dofri
Hermannsson er hress og frísklegur
og bæði hreyfíngar og talandi til
fyrirmyndar. Sæmundur Norðíjörð
sýndi góða spretti, hann var til
dæmis fyrirtaks góður í Hannesi
Hafstein og seinna í Vikka.
Astæða er til að nefna húsandana
sem gerðu hlutverkum sínum
skemmtileg skil, voru fyndnir og
léku á als oddi. Góður hópur það.
Nanna Briem lék af stakri kúnst
tvö sérdeilis ólík hlutverk, hina
viðkvæmu Ingunni, þar hafði nafn
Nönnu reyndar fallið niður og síðar
forkostulega móður Dísu í seinni
hlutanum. Ingibjög Stephensen og
Sigurrós Friðriksdóttir eru að verða
reyndar í skólaleikjum og standa
vel að sínu. Snæfínður Baldvins-
dóttir átti meðal annars tvær öld-
ungis frábærar danssenur ásamt
Þórami Emi Sævarssyni.
Og svona mætti áfram telja. Er
óhætt að ítreka að allir hafa meira
og minna unnið verk sín af kost-
gæfni og margir sýna leikhæfileika
sem án efa nýtast þeim og ég er
illa svikin ef einhveijir af þessum
krökkum feta ekki leiklistarbraut-
ina síðar meir.
Búningar Sigrúnar Guðmunds-
dóttur hæfa hveijum tíma og em
einfaldir og skemmtilegir og eins
gott er það því stöðugt er verið að
breyta um svið og búninga.
Hvort við emm miklu nær um
sögu MR er í sjálfu sér ekki aðalat-
riðið, það er hins vegar ekkert
áhorfsmál að sýningin stendur fyrir
sínu. Textinn líka. Skemmtileg og
fjömg sýning svo að til fyrirmyndar
er.
Tíminní
hringdansi
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Herranótt sýnir i Félagsstofnun
stúdenta: Húsið á hæðinni eða
hring eftir hring eftir Sigurð
Pálsson.
Lýsing: Egill Arnason.
Tónlist: Bjarni Gunnarsson, Rut
Kristinsdóttir, Ragnheiður Þor-
steinsdóttir.
Búningar: Sigrún Guðmunds-
dóttir.
Aðstoð við dans: Örn Guðmunds-
son.
Sýningarstjóri: Margrét Einars-
dóttir.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
Það er vel til fundið hjá MR að
láta semja „sögulegt" leikrit um
þennan gamla virðulega skóla sem
öðmm framhaldsskólum fremur
hefur öðlast sérsakan sess. Flytja
það sem afmælisgjöf til Reykjavík-
urborgar og minnast í leiðinni 140
ára afmælis Reykjavíkurskóla.
Guðni rektor segir í leikskrá að
menn vænti þess að sýningin og
það hugarþel sem að baki hennar
búi seljist ekki minna vert en postu-
lín, pell og purpuri.
Herranótt hefur svo áratugum
skiptir átt. slík ítök í hugum Reyk-
víkinga og þó að taka megi undir
orð formanns leiknefndar að hún
sé kannski ekki lengur talin einn
stórkostlegasti viðburður í bæjarlíf-
inu leikur enn um sýningar Herra-
nætur ákveðinn blær og sýningar
MR eiga orðið traustari áhorfenda-
hóp en nemendur og ættingja þeirra
eina sér.
Sýningin Húsið á hæðinni verð-
skuldar að henni sé sýnd athygli.
Leikverk Sigurðar Pálssonar er
skemmtilega unnið, stiklað á sög-
unni og farið einkar fijálslega með
heimildir til að ljá verkinu þann
búning sem höfði til nútíðar skír-
skoti til fortíðar.
Fyrsta atriði gerist í Hólavalla-
skóla fyrir réttum tvö hundmð
ámm, næsta ártal er í kringum
1850 sem vom viðburðaríkir tímar
í skólanum. Þá var Sveinbjöm
Egilsson rektor og gekk á ýmsu,
enda skólapiltar ódælir nokkuð og
eftir heimildum að dæma gægst
full oft í glas. Gekk meira að segja
svo langt, að sumir neituðu að
ganga í bindindisfélag skólans.
Þessi atriði em ágætlega gerð og
þótt höfundur víki frá meginástæðu
Pereatsins gerir það ekki stórt: í
rauninni hefði þetta getað verið eins
og í leikverkinu. Síðan er haldið
áfram, greint frá skólalífí og
skemmtunum á ámnum
1870—1980, farið fljótt yfír sögu
næstu áratuga en staðnæmzt á ný
Húsgagna-
teppasýning
og á morgun til kl. 19.00
pgn
Armúla 44.