Morgunblaðið - 15.03.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 15.03.1986, Síða 22
22 MQRGUNPLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986 Rækilega var sagt frá sjóstangaveiðimótinu hér á íslandi sl. haust í blaðinu Sea Angler og það hefur haft sitt að segja í þeim vinsældum, sem sjó- og strandveiði virðist ætla að njóta meðal Breta. Afmovt 1,800 ib o 1 ftoit takon In two tíayo rö£IV£dfiO'GCO.UiVIfí/£S___ THERE'S GOLF TO YOUfí LIKING IN THE LANDS OF THE VIKING í blaðinu Golf World, febrúarhefti, er kynning á golfvöllum á íslandi. Ekki lítil auglýsing fyrir íslenzkt golf. Búist við yfir 10 þúsund Bretum til Islands í sumar Margar nýjungar á döf inni hjá Lundúnaskrifstofu Flugleiða ÞAÐ VAR gott hljóð í starfsmönnum Flugleiða í London, þegar blaðamaður var þar á ferð nýlega. Jóhann Sigurðsson forstöðumaður Lundúnaskrifstofunnar sagði að fyrirspurnir um íslandsferðir hefðu aldrei verið fleiri og pantanir væru með mesta móti. Taldi Jóhann líklegt að árið í ár yrði metár, ef veðrið setur ekki strik í reikning- inn. — Ég tel að í ár muni í fyrsta sinn i sögunni fleiri en 10 þúsund Bretar leggja leið sína til íslands. Margt hefur hjálpast að við að vekja athygli á íslandi. Jón Páll Sigmarsson og Hólmfríður Karls- dóttir hafa slegið í gegn í sjónvarpi og haldnar hafa verið vel heppnaðar kynningar á íslandi og náttúru landsins. Sumarið 1985 olli okkur miklum vonbrigðum, segir Jóhann. Það leit vel út framan af og í lok júlí voru farþegar frá Bretlandi til íslands 27% fleiri en á sama tíma árið áður. En seinni hluti sumarsins var hræðilegur. Sumarið í Bretlandi var bæði kalt og vott og Bretar flykkt- ust til sólarlanda í frí í stað þess að fara norður til íslands. Ágúst og september urðu því mjög lélegir mánuðir hjá okkur. Og það bætti ekki úr skák að fískeldissýning, sem var í Laugardalshöll í september hafði miklu minna aðdráttarafl en við höfúm reiknað með. Öll þau ár sem ég hef verið hér í Englandi hef ég ekki fyrr upplifað tvö votviðrasumur í röð. Það er útilokað að fá þriðja rigningar- sumarið í röð og því erum við bjart- sýn á útkomuna í sumar. Fýrir- spumir um ferðir til íslands, bæði til okkar og ferðaskrifstofa sem selja íslandsfeðrir ýta undir bjart- sýnina, því þær hafa aldrei verið fleiri. Það bendir margt til þess að við seljum í fyrsta skipti meira en 10 þúsund ferðir héðan til íslands íár. Hvemig hefur kynningar- starfinu verið háttað? — Kynningarstarfíð er unnið á margvíslegan hátt. Við auglýsum í betri helgarblöðunum, t.d. Sunday Times, Observer, og Sunday Tele- graph. Magnús N. Magnússon, sem er mjög þekktur og vinsæll hér í Bretlandi eins og Islendingar vita mætavel, kemur fram í auglýsing- unum og hann kynnir náttúru landsins og þá sérstaklega fuglalíf- ið. Þess utan höfum við dreift 60 þúsund bæklingum til ferðaskrif- stofa og fleiri aðila um allt Bretland og þar skrifar Magnús formála. Þá héldum við í janúar námskeið fyrir starfsfólk ferðaskrifstofa í 11 helstu borgum Bretlands og komu 700 manns á námskeiðin. Við efnd- um til verðlaunagetraunar meðal þessa fólks og voru fyrstu verðlaun Islandsferð fyrir tvo. Við fengum feikna góðar undirtektir hjá ferða- skrifstofufólkinu og vonumst til að námskeiðin skili miklum og góðum árangri. Loks má nefna að við efndum til fyrirlestra í nokkrum borgum um náttúru íslands og fuglalífíð sérstaklega. Þeir voru afar vel sóttir og gefa vonandi góð- an árangur. Miklir mögnleikar í sjóstangaveiði I fyrrahaust komu hingað brezkir sjóstangaveiðimenn og létu mjög vel af ferinni. Eru líkur á að fleiri breskir sjóstangaveiði- menn komi hingað til veiða? — Já, það er rétt, sjóstangaveiði- menn fóru til íslands í fyrrahaust og veiddu 800 kíló á tveimur dögum út af Reykjanesi. Þeir voru alveg í sjöunda himni, enda aldrei kynnst öðru eins. Ég bind miklar vonir við að þetta verði upphafið að ferðum sjóstangaveiðimanna og reyndar svokallaðra strandveiðimanna til íslands. Slíkar ferðir tíðkuðust f nokkrum mæli eftir 1960 en lögðust af, aðallega vegna þorskastriðanna og vegna skorts á bátum. En nú eru engar slíkar tálmanir fyrir Jóhann Sigurðsson, forstöðu- maður Flugleiðaskrifstofunnar í London. hendi, þorskastríðin gleymd og nóg að hafa af bátum vegna kvótakerf- isins. Áformað er að halda sjóstanga- veiði mót 18.—20. maí og mun formaður bresku veiðimannanna Peter Baler fara til íslands í apríl til þess að undirbúa mótið. Hann mun í leiðinni kenna ísslendingum svokallaða strandveiði, en hún er í því fólgin að kasta línu frá strönd, t.d. frá bjargbrún allt að 200 metr- um á haf út. Þetta er vinsælt sport hér í Bretlandi en óþekkt heima á íslandi en vafalaust fysir marga að reyna það. Þeir sem hafa áhuga á því að kynnast þessari íþrótt geta snúið sér til Péturs Jóhannssonar hjá Víkingaferðum í Keflavík. Maður hefði nú seint trúað því að Bretar gætu kennt íslendingum eitthvað í fískveiðum en í strand- veiðinni getum við af þeim lært. Nú þegar hafa 40 manns bókað sig á sjóstangaveiðimótið í maí og við vonumst til að þeir verði 60—70 í allt. Þeir munu búa í verbúðum í Keflavík, t.d. í Röstinni. Ég er mjög hrifínn af því að geta notað ver- búðirnar á dauðum tímum og gott væri að heyra frá fleiri stöðum en bara Keflavík, þar sem hægt væri að halda sjóstangaveiðimót. Þar þyrftu að vera fyrir hendi góð mið, aðstaða til strandveiði, bátakostur og gistiaðstaða í verbúðum. Þeir sem hafa áhuga á samstarfí við okkur um þessi mál eru beðnir að hafa samband við okkur eða Vík- ingaferðir. Þetta getur orið dijúg tekjulind fyrir alla aðila, Flugleiðir, bátaeigendur og eigendur verbúð- anna. Annar hópur, um 50 manns, fer væntanlega til íslands 25. maí til strandveiði á Reykjanesi, og mun dvelja í eina viku. Þessi hópur hefur hingað til farið til írlands til strand- veiði og tekið þar þátt í 250 manna móti, sem er hið stærsta sinnar tegundar sem haldið er. Ef ferðin til íslands tekst vel munu fleiri Bretar fylgja í kjölfarið og ísland gæti orðið ieiðandi land í strand- veiði og mörg hundruð manns komið hingað til slíkra veiða á ári hveiju. Nú hefur þér orðið tíðrætt um Reykjanesið. Eru miklir mögu- leikar þar í ferðamannaiðnaði? — Já, ég tel að Suðumesin eigi mikla möguleika á þessu sviði. í Keflavík er einn besti golfvöllur landsins, miklir möguleikar í hesta- mennsku, um 200 fuglategundir, sem vert er að skoða, Bláa lónið og miklir möguleikar í sjóstanga- veiði og strandveiði. Þá má ekki gleyma nálægðinni við alþjóðaflug- völlinn í Keflavík. Til þessa hefur skortur á hótelum háð ferðamanna- iðnaði á Suðumesjum en nú stendur það allt til bóta. Hótel er risið við Bláa lónið fyrir nokkrum ámm og nú er verið að byggja hótel í Kefla- vík og annað í Njarðvíkunum. Artic Open, ný golfkeppni Þú minntist á golfvöll. Eru einhver áform um að kynna Bretum íslenzka golfvelli? — Ég leik sjálfur golf og hef lengi gengið með það í maganum að kynna landið okkar fyrir golfá- hugamönnum. Það eru margir skemmtilegir golfvellir heima á Is- landi og þeir vellir eru frábrugðnir völlunum í Englandi, t.d. er lítið af tijám við vellina. í febrúarblaðinu af Golf World, sem er annað stærsta golfblað í heimi, er kynning á völl- um víða í heiminum, þar á meðal íslenzkum völlum. Nú hefur verið ákveðið að setja upp golfmót á vellinum á Akureyri uppúr miðjum júní, þegar sólin er hæst á lofti og hægt að leika golf allan sólarhringinn. Þetta mót á að heita Artic Open. Ég geri mér vonir um að mikiis metnir menn í golf- heiminum verði meðal þátttakenda og kynni þessi keppni svo vel að þátttaka útlendinga verði þar hefð. Ég tel talsvert mikla möguleika fyrir hendi í golfinu, t.d. gætu golfáhugamenn sem eru á ferð milli Bandaríkjanna og Bretlands stopp- að hér í einhveija daga og leikið golf. I sambandi við Artic Open golf- mótið er boðið upp á vikuferð til íslands. Farið er til íslands föstu- daginn 27. júní og til Akureyrar sama kvöldið. Á laugardag og sunnudag fer Artic Open golfmótið fram á golfvellinum á Akureyri. Á mánudag er hægt að leika golf á Akureyri og fara í skoðunarferðir. Á þriðjudeginum verður farið til Reykjavíkur og spilað golf í Grafar- holti. Á miðvikudeginum fara þátt- takendur til Keflavíkur og leika golf á Leirunni og á fímmtudeginum verður boðið upp á golf í Reykjavík. Heim verður haldið föstudaginn 4. júlí. Ég bind miklar vonir við þessa ferð. Ef við snúum okkur að nátt- úruskoðendum. Hafa þeír sýnt íslandi áhuga? — Já, breskir náttúruunnendur hafa lengi haft áhuga á íslandi vegna serátæðrar náttúru landsins. Upp á síðkastið höfum við reynt að beina sjónum fuglaskoðara að landinu og notið þar aðstoðar Magnúsar Magnússonar, en hann er forseti breskra fuglavemdunar- manna, Royal Society for the Protection of Birds. Við stóðum fyrir sex fyrirlestrum um fuglalífíð á íslandi og náttúru landsins dag- ana 25. febrúar til 6. mars og í mars er væntanleg bók, Iceland, Natures Meeting Place eftir Mark Garwardine. Það er Haraldur Hamar sem gefur bókina út. Ég tel líklegt að fjölmargir fuglaskoðarar ferðist til íslands þegar varptíminn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.