Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 24

Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986 24 Equador: Cordero forseti lýs- ir yfir neyðarástandi Quito, Ecuador, 14. mars. AP. FORSETI Ecuador, Leon Febres Cordero, lýsti yfir neyðarástandi í gærkvöldi, eftir að fyrrverandi yfirmaður herafla landsins hafði tekið stjórnina í annarri herstöð- inni á tveimur vikum og hvatt stuðningsmenn sína til að fjöl- menna til forsetahallarinnar í Quito. Fréttir hermdu, að hershöfðing- inn, Frank Vargas, hefði tekið á sitt vald herflugstöð í höfuðborg- inni, Quito, og lýst yfír, að stjómin hefði svikið samkomulag það, sem gert var, þegar hann gafst upp á þriðjudag. Fólk þyrptist til herstöðvarinnar í Quito og hrópaði „Við styðjum þig, Vargas. Þjóðin stendur með þér.“ Vargas ávarpaði manníjöldann og sagði: „A morgun, eða jafnvel í kvöld, göngum við til forsetahallar- innar. Markmið mitt er að endur- reisa lýðræði í þessu landi, raun- verulegt lýðræði, þar sem ríkir frelsi og allir fá að njóta sín.“ Cordero forseti lýsti yfír neyðar- ástandi í tveimur héruðum á höfuð- borgarsvæðinu, Pichincha og Manabi, eftir ávarp Vargas. Fyrr um daginn hafði forsetinn samþykkt afsögn vamarmálaráð- herrans, Luis Pineiros, og annars yfírmanns í hemum, sýnilega til að koma til móts við kröfur Vargas. Gengi gjaldmiðla London, 14. mars. AP. GENGI Bandarikjadollara féil lítillega á gjaldeyrismörkuðum i Evrópu en snarlækkaði gagnvart japanska jeninu í Tókýó. Þegar gjaldeyrismarkaðir lokuðu í Tókýó kostaði dollarinn 177,70 jen (180,30) og hefur ekki verið lægri í sjö ár. I London kostaði sterlingspundið 1,46775 dollara (1,4600). Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,2555 vestur-þýsk mörk (2,2945), 1,89425 svissneska franka (1,93375), 6,9350 franska franka (7,0575), 2,5435 hollensk gyllini (2,5890), 1.535,50 ítalskar lírur (1.563,50) og 1,3920 kanadíska dollara (1,39625). AP/Símamynd Forsætisráðherra Sovétríkjanna Nikolaj Ryxzkov ræðir stuttlega við fréttamenn við komuna til Stokk- hólms, en hann verður fulltrúi Sovétrikjanna við útför Olofs Palme. Með honum á myndinni er kona hans og sænski umhverfismálaráðherrann Birgitta Dahl. Útf ör Palmes í Stokkhólmi í dag: Peres setur öryggis- gæsluna úr skorðum Suður-Afríka: Sendinefndin hittir Mandela í fansrelsi London. 14. mars. AP. Stokkhólmi, 14. mars. Frá Bergljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILL viðbúnaður hefur verið hér í Stokkhólmi síðustu daga, vegna komu erlendu gestanna sem viðstaddir verða útför Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra, á morgun. Athöfnin fer svo sem kunnugt er fram i ráðhúsi borgarinnar og verður yfirskrift hennar „Friður, frelsi og réttlæti“. London, 14. mars. AP. FLOKKUR háttsettra embættis- manna Breska samveldisins, sem er staddur í Suður-Afríku til að koma af stað umræðum um að- skilnaðarstefnu stjómvalda, hitti Nelson Mandela i fangelsi á miðvikudag, að því er segir i Lundúnablaðinu Financial Times í dag. „Að leyfa fundinn er það næsta, sem suður-afríska stjómin hefur komist því að viðurkenna Mandela sem einn af helstu pólitísku leið- togum lýðveldisins," sagði í dag- blaðinu og því bætt við að eftir öllum sjónarmerkjum að dæma yrði Mandela aðilji að þeim viðræðum, sem kynnu að spretta af umleitun- um samveldisfulltrúanna. Erlendum sendifulltrúum, sem farið hafa til Suður-Afríku í svipuð- um erindagjörðum og umræddur flokkur, hefur jafnan verið neitað um að hitta Mandela. I sendinefndinni eru m.a. Mal- colm Fraser, fyrrum forsætisráð- herra Ástralíu, og Barber lávarður, fyrrum viðskiptaráðherra Breta. Að loknum fundinum með Mandela ræddu nefndarmenn við P.W. Botha forseta. Nefndin fer heim í dag. Gestimir eru frá öllum heims- homum og hafa því afar ólíkar matarvenjur. Af þeim sökum og ekki síður af öryggisástæðum, munu margir þeirra hafa sína eigin matreiðslumenn í för með sér. Einstaka gestir munu jafnvel hafa með sér hráefni til matargerðar. En erlendu gestimir hafa ekki aðeins ólíkar matarvenjur, heldur einnig trúarsiði. Shimon Peres, forsætisráðherra ísrael, hefur vald- ið öryggislögreglunni í Stokkhólmi miklu hugarangri og sett allt skipu- lag við öryggisgæslu á útfarardag- inn úr skorðum. Ástæðan er sú að útförin fer fram á laugardegi, hvíld- ardegi gyðinga, og samkvæmt trú- arsiðum þeirra er óleyfílegt að ferð- ast í hvers konar farartækjum á þeim helga degi. Peres verður því að fara fótgangandi til og frá ráð- húsinu á morgun, umkringdur ör- yggisvörðum. I kvöld gangast friðarsinnar í Svíþjóð fyrir útifundi á Sergels- torgi í miðjum Stokkhólmi. Suður- Afríski presturinn, Allan Boesak, sem er kunnur andstæðingur að- skilnaðarstefnunnar, verður aðal- Ráðstefna um norræna samvinnu í Hollandi Wageningen, 12. mars, Frá Egfgerti H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Hollandi. ERLENT RAÐSTEFNA verður haldin í Hollandi dagana 17., 18. og 19. mars næstkomandi þar sem fjaU- að verður um samvinnu Norður- landa sín á milli og sérstöðu hennar. Skandinavíudeildir há- skólanna í Amsterdam, Groning- en og Gent (Belgíu) skipuleggja ráðstefnuna. Á vegum Thekarr- Færeyjar: Njósnirnar stefna flugumferð 1 voða HANS EngeU, danski vamarmálaráðherrann, hefur nú tU at- hugunar skýrslur um sovéska flugvél, sem í febrúar sl. braut alþjóðlegar flugreglur og flaug lágt yfir Færeyjar. Eins og kunnugt er hefur Atlantshafsbandalagið ratsjárstöð á eyjunum. Segir frá þessu í Berlingske Tidende fyrir nokkrum dögum. Danska NATO-ratsjárstöðin í þeirri hæð yfír eyjamar. í ratsjár- Færeyjum hefur tvisvar sinnum gefíð skýrslu um austur-evrópsk- ar flugvélar, sem hafa farið út af fyrirfram ákveðinni flugleið og flogið lágt yfír stöðina. Þykja þessir atburðir mjög alvarlegir og valda stórkostlegri hættu í al- mennu flugi. í febrúar sl. var sovésk áætlun- arflugvél á leið yfír Atlantshaf og var flughæð hennar ákveðin 33.000 fet. Þegar hún nálgaðist Færeyjar lækkaði hún hins vegar flugið í 12.000 fet og flaug í stöðinni hljómuðu allar viðvör- unarbjöllur og tvær orrustuvélar frá Skotlandi fóru að eltast við sovésku þotuna. Þær náðu henni þegar hún var aftur komin í 28.000 feta hæð og aðeins of seint til að snúa henni til næsta flug- vallar. í fyrra var um að ræða pólska áætlunarflugvél og einnig þá var engu skeytt um almennt flug- öryggi. Dönsk flugmálayfírvöld hafa krafíst nákvæmrar rann- sóknar á þessum atburðum. háskóla er haldin ráðstefna sem fjallar um norræn málefni annað hvert ár. Á þeim ráðstefnum, sem hingað til hafa verið haldn- ar, hafa erlendir fræðimenn fjallað um ísland og íslensk mál- efni ef þau á annað borð hafa verið á dagskrá. Að þessu sinni hefur fyrir tilhlutan Halldórs Bjamasonar, framkvæmdastjóra Amarflugs í Amsterdam, og vinafélags íslands og Hollands tekist að fá íslenska fræðimenn til þess að fjalla um ísland. Heim- ir Pálsson islenskufræðingur mun halda fyrirlestur um „stöðu íslands í norrænu menningar- samstarfi". Við áðumefnda háskóla er unnt að leggja stund á nám í nútíma- og fomíslensku sem aukafag. Að- standendur ráðstefnunnar sögðu að þeir vonuðust til þess að heimsókn Heimis Pálssonar yrði til að auka samvinnu deildanna við íslenskar fræðistofnanir. Einnig kom fram áhugi þeirra fyrir því að fá aðra fræðimenn einnig til þess að taka þátt í ráðstefnum í framtíðinni. Það mun þó ýmsum erfíðleikum háð þar sem ekki er menningarsamningur milli íslands og Hollands og styrk- veitingar hollenskra yfírvalda til menningarsamskipta milli landanna eru að nokkru leyti tilviljunum háð- ar. Próf. dr. G. Laureys, sem hefur yfírumsjón með framkvæmd ráð- stefnunnar, sagði að hún vonaðist þó til þess að heimsókn Heimis Pálssonar yrði til þess að hreyfíng kæmist á þau mál sem gætu leitt til aukinnar þátttöku íslenskra fræðimanna í ráðstefnum og fyrir- lestrum sem haldnir eru í Hollandi og Qalla að einhverju Jeyti um norræn málefni og snerta ísland. Meðan á ráðstefnunni stendur mun dr. Jón Kristinsson, formaður vinafélags íslands og Hollands, kynna fyrir þátttakendum hug- myndir vinnuhóps nokkurra Skand- inavíufélaga í Hollandi um þygg- ingu norræns húss í Urtecht. Slíkri stofnun er m.a. ætlað það hlutverk að veita almenna þjónustu varðandi menningarsamstarf milli Hollands og Norðurlandanna. England: ræðumaður fundarins. Meðal ann- arra sem taka til máls á þessum friðarfundi, verður forsætisráð- herra Grikklands, Andreas Pap- andreou. Challenger- slysið: Niðurstöð- ur eftir mánuð Washington, 14. mars. AP. FORSETANEFNDIN, sem skipuð var til að rannsaka Challenger-slysið, býst við, að innan mánaðar verði ljóst hvernig og hvers vegna ein- angrunarhringur á annarri hjálparflauginni gaf sig. Strax eftir slysið vaknaði grunur um, að einangrunar- hringur á annarri hjálpar- flauginni hefði gefið sig og þær rannsóknir, sem síðan hafa farið fram, benda allar í þá átt. Einangrunarhring- irnir eru 12 alls og eru þeir mjög viðkvæmir fyrir hita- breytingum, einkum kulda. Nóttina áður en Challenger var skotið á loft var hitastigið í einangrunarhringjunum -1,6 gráður á Celcíus og þótt fram- leiðandi þeirra varaði yfir- menn NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar við, þá var því ekki sinnt. Aukakosningar í Fulham-ki* ördæmi London, 14. mars. AP. v AUKAKOSNING verður í Ful- ham-kjördæmi í London 10. apríl nk. að þvi er segir í tilkynningu frá stjórnvöldum í dag. í síðustu kosningum vann íhaldsflokkur- inn með naumum meirihluta. Vegna þessara aukakosninga hefur Neil Kinnock, formaður Verkamannaflokksins, hætt við að fara til Indlands en þar ætlaði hann að vera dagana 6.-12. apríl. Litið er á kosningamar sem prófstein á stöðu Thatchers og stjómar hennar og ætlar Kinnock að beita sér af öllu afli í þeim. Raunar gerir Banda- lag jafnaðarmanna og fijálslyndra sér einnig vonir um að vinna kjör- dæmið og styrkja þannig stöðu sína fyrir þingkosningamar um mitt ár 1988. Þingmaður Fulham-kjördæmis, Martin Stevens, lést 10. janúar sl. og hefur stjómarandstaðan sakað stjómina um að draga aukakosn- ingamar vísvitaridi á langinn til að fá tækifæri til að jafna sig á West- land-málinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.