Morgunblaðið - 15.03.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
25
Soyus T-15:
Leggjast
að geim-
stöðinni
Mir í dag
Sjónvarpað var beint
frá geimskotinu
Moskvu, 14. mars. AP.
SOVÉTMENN skutu í gær á loft
geimfari, Soyusi T-15, með
tveimur geimförum innanborðs,
og gengur ferðin að óskum. Er
það fyrsta mannaða geimfarið
sem fer á loft frá þvi að banda-
ríska geimferjan Challenger
fórst með allri áhöfn 23. janúar
sl.
Geimskotinu var sjónvarpað
beint og er það afar sjaldgæft í
Sovétríkjunumn, þar sem mikil
leynd hvílir venjulega yfír geim-
ferðamálum.
För geimfaranna er heitið til
geimstöðvarinnar Mir (Friður), sem
skotið var á loft í síðasta mánuði,
og er þeim ætlað að vígja þessa
fyrstu geimrannsóknastofu, sem
verður varanlegur mannabústaður.
Kl. 15.33 að staðartíma (12.33
að ísl. tíma) hóf geimfarið sig á
loft frá Baikonur-geimferðamið-
stöðinni í Kasakhstan með þá Leon-
id Kizim fararstjóra og Vladimir
Solovev véltæknifræðing innan-
borðs. Þeir eru þrautreyndir geim-
farar og settu m.a. úthaldsmet, er
þeir dvöldust í 237 daga um borð
í geimstöðinni Salyut-7 1984.
Sovéskir sjónvarpsáhorfendur
gátu fylgst með geimförunum að
störfum inni í geimfarinu og hlýtt
á ijarskipti milli þeirra og stjóm-
stöðvar á jörðu niðri í u.þ.b. fjórar
mínútur eftir að Soyuz tókst á loft
og smó skýjaslæðumar á leið sinni
út í geiminn.
Sovéskir fíölmiðlar sögðu frá
því í dag, að ferðin gengi að óskum
og væru geimfaramir nú að sinna
ýmsum undirbúningsstörfum fyrir
tengir.guna við Mir á morgun, laug-
ardag. Sex geimför geta legið við
geimstöðina á sama tíma.
Svíþjóð:
Fyrirtækin
verði ábyrg
gerða sinna
Stokkhólmi, 14. mars. Frá fréttaritara
Morgunblaðsins.
SÆNSKA þingið hefur samþykkt
lög, sem vafalaust eiga eftir að
hafa mikil áhrif á sænskt réttar-
far. Samkvæmt þeim er hægt að
draga fyrirtæki fyrir lög og dóm
en tíl þessa hefur aðeins verið
unnt að láta lifandi menn svara
til saka fyrir afbrot.
Stjómarflokkurinn, jafnaðar-
menn, beittu sér fyrir þessum lögum
með stuðningi kommúnista en borg-
araflokkamir mæltu þeim ákaflega
í mót. Sögðu talsmenn þeirra, að
lögin græfu undan réttarvitund
einstaklinga en á henni hvfldi rétt-
arríkið sjálft.
Lögin em mnnin undan rifjum
nefndar, sem ijallar um efnahags-
leg afbrot. Töldu nefndarmenn, að
oft væri erfítt að fást við afbrot sem
framin væm í skjóli fyrirtækja,
vegna þess, að í raun fyndist enginn
einn einstaklingur, sem bæri
ábyrgðina. Af þessum sökum freist-
uðust forsvarsmenn fyrirtækja
stundum til að vera óheiðarlegir,
þeir væm vissir um, að öllu væri
óhætt.
Samkvæmt nýju lögunum verður
hegnt fyrir öll brot, sem fyrirtækin
fremja, og er lágmarkssektin
10.000 s.kr., hámarkssekt þijár
milljónir s.kr. Lögin taka til brota
á öllum lögum og reglugerðum en
þingmennimir höfðu þó fyrst og
fremst í huga brot á lögunum um
umhverfísvemd.
Þetta er ein af síðustu myndunum, sem sendar voru frá geim-
farinu Giotto af halastjömu Halleys áður en myndavél geim-
farsins bilaði. AP/Símamynd
Ylur á hrafnsvörtu
yfirborði kjarnans
— segja vísindamenn um halastjörnu Halleys
Darmstadt, 14. mars. AP.
VÍSINDAMENN í evrópsku geimvísindastöðinni í Darmstadt í
Vestur-Þýskalandi segja að kjarni halastjörau Halleys sé hrafn-
svartur á yfirborðinu og radíus hans sé að minnsta kosti tvisvar
sinnum stærri en hingað til hefur verið talið.
nótt og hefur ekki sent myndir
síðan. Áður en myndavélin bilaði
tóku vísindamenn á jörðu niðri á
móti um þijú þúsund myndum og
hafa hingað til ekki verið teknar
myndir nær halastjömunni. Ryk-
ský lenti á myndavélinni skömmu
áður en henni var beint að kjama
halastjömu Halleys.
Vísindamenn kveðast hafa náð
settu marki: Giotto hafí verið í
540 km fjarlægð frá halastjöm-
unni þegar geimfarið komst næst
og fjarlægist nú aftur.
„Við bjuggumst ekki við að fá
neinar upplýsingar eftir að Giotto
komst næst halastjömunni og
allar tilraunir okkar miðuðust við
það sem gerðist fyrir þann tíma,“
sagði David Wilkins, sem stjómar
fluginu af jörðu niðri í evrópsku
geimferðamiðstöðinni í Darm-
stadt.
Til þessa hefur radíusinn verið
talinn 2,5 til 3 km. Þessar niður-
stöður fengust eftir að skoðaðar
höfðu verið myndir og aðrar
upplýsingar sem borist hafa frá
evrópska geimfarinu Giotto til
jarðar.
Einn vísindamannanna í Darm-
stadt sagði að yfírborð halastjöm-
unnar væri svo svart að jafnaðist
á við það svartasta, sem fyrirfynd-
ist í geimnum: „Ég myndi segja
hrafnsvart." Af þessu er ályktað
að yfirborð halastjömunnar sé
htýtt og ís fínnist í iðmm hennar.
Vísindamenn segja að árangur-
inn af ferð geimfarsins Giotto
fari fram úr björtustu vonum
manna.
Myndavélin, sem Giotto hefur
til að senda myndir til jarðar,
bilaði skömmu eftir miðnætti í
1986
Opið laugardag og sunnudag
frákl. 10—1 16
| VERÐSKRÁ: |
LADA1200 LADA1500 skutbíll, 4ra gíra .. LADA1500 skutbíll 5 gíra .... LADASAFÍR LADA LUX j LADA SPORT LS, 5 gíra Uppseldur Var 249.694,- Uppseldur Var 229.794,- Var 259.888,- Var 426.915,- Nú 178.440,- Uppseldur Nú 189.869,- Nú 315.874,- Ný sending áætlun 182.955,- Ný sending áætluð 166.526,- Ný sending áætluð 189.896,- Ný sending áætluð 317.283,-
Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu Afar hagstæð greiðslukjör Ryðvörn innifalin íverði Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax.
< BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236