Morgunblaðið - 15.03.1986, Page 26

Morgunblaðið - 15.03.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986 Fólkið gefur mér svo mikið — Eg verð að gefa því enn meira í gallabuxum og gulum bol merktum Maryland-háskóla þar sem hann lauk prófi í fyrra situr hann og hámar í sig pizzu á E1 Sombr- ero ásamt móður sinni og landa sínum, hljómsveitarstjóranum Karo- los Trikolidis. Nefið er grískt og ákafinn í fasinu leynir sér ekki. „Undrabamið" frá Pireus virðist hafa öll algengustu einkenni venju- legs heilbrigðs unglings, — forvitnina, óstýrilætið, kátínuna og ágengnina — og þörfina fyrir öryggi móðurinnar. Það er hlustað á hann og tekið undir það sem hann segir eftir atvikum og svo er hann áminntur vinsamlega þegar hann fer út af sporinu. „Kenndu mér íslenzk orð,“ segir Dmitris Sgouros strax og hefð- bundnar kveðjur hafa farið fram og á andlit móðurinnar kemur þessi kunnuglegi svipur sem mæður allra landa setja upp þegar þeim þykja afkvæmin full framhleypin. Hann tekur eftir því og biðst afsökunar en situr þó við sinn keip og tekur gleði sína á ný þegar hann fær já- kvæðar undirtektir. Og á meðan ég útlista fyrir honum hvemig eigi að tjá velþóknun og vanþóknun og já og nei á íslenzka tungu og hver sá munurinn á þ og ð segir móðirin góðlátlega: „Það þarf dálítið að halda þessum krökkum í skefjum, annars fer þeim bara að iíða illa.“ „Er hann vandmeðfarinn?" „Nei, nei. Það hafa aldrei verið nein vandræði með hann. Hann er skapstór en feikilega duglegur og tápmikill. Eins og aðrir krakkar og reyndar allt fólk hefur hann sína einstaklingsbundnu persónuleika- þætti og þar á meðal eru hæfileikar sem em mjög óvenjulegir. Það skiptir mestu máli að veita þeim í réttan farveg." „Hvenær kom í Ijós að hann var „undrabam?“ Hún ypptir öxlum. „Við höfum aldrei litið á hann sem undrabam og ekki umgengizt hann sem slíkan. Hann var sjö ára þegar hann fór að leika á píanó. Eins og mörg böm var ég í spilatímum í eina tíð og ég átti píanó sem ég spilaði stundum á mér til skemmtunar. Önnur tónlist var eiginlega ekki höfð um hönd á heimilinu, enda þótt við hjónin höfum haft ánægju af tónlist og fömm á tónleika svona eins og gengur og gerist hjá fólki. En hann fór að eiga við þetta píanó og sýndi því strax svo mikinn áhuga að ég kom honum í spilatíma hjá gamla kennaranum mínum. Fram- farimar vom ótrúlegar. Á einu ári lærði hann miklu meira en ég kunni eftir að hafa fengizt við þetta ára- tugum saman. Við foreldrar hans höfum frá upphafí gert okkur grein fyrir því að frægð og frami em tvíeggjuð, ekki sízt þegar óharðnað- ur unglingur á hlut að máli. Því höfum við reynt að fara bil beggja, gefíð honum tækifæri til að kom fram á tónleikum og hrærast í þessu alþjóðlega tónlistarlífi að vissu marki en ávallt gætt þess að það kæmi ekki niður á skólanum og því sem böm og unglingar hafa venjulega fyrir stafni. Þannig hefur tónleikahaldið takmarkast við þann tíma sem hann er í leyfí frá skólan- um á sumrin og um hátíðar en þó kemur hann fram þrjátíu sinnum á ári. Hann virðist alveg valda þessu og við höfum aldrei haft áhrif á það hvemig hann hefur hagað þeirri vinnu sem hann leggur á sig í sambandi við tónlistina." „Ertu alltaf með honum í för?“ „Já, maður sendir ekki ungling einan síns liðs í tónleikaferðir heimshoma á milli. Maðurinn minn er læknir í sjúkrahúsi í Píreus og er mjög önnum kafínn, en þegar hægt er að koma því við fer hann með okkur í þessar ferðir og einnig yngri bróðir Dmitris sem er tíu ára.“ „Er hann lika í tónlist?" „Nei, hann byijaði að læra á fíðlu en nennti því svo ekki. Hann er allur í fótboltanum." „Dmitris, hvað þykir þér skemmtilegasta fagið i skólan- um?“ „Stærðfræði. Hún er lang- skemmtilegust en eg hef líka gaman af tungumálum. Á ég að segja þér hvaða tungumál ég kann?“ Svo fer hann að telja á fíngrum sér. „Spænsku, ensku, þýzku og grísku og itölsku og...“ „Sko, ég kann þetta náttúrulega ekki allt jafnvel, en ég ætla að læra mörg tungumál. Spænskan er mjög skemmtilegt Með Leonard Bernstein Með Rostropovich Með Herbert von Karajan tungumál," segir hann og fer svo að útlista framburð mismunandi hljóða í spönsku eftir því hvort það er Spánveiji eða Suður-Ameríku- maður sem talar. „Spænskukennar- inn minnn er frá Barcelóna," segir hann og er dijúgur með sig. „Katal- ónar tala beztu spönskuna," bætir hann við og lítur á mig viðurkenn- ingaraugum þegar ég kveðst hafa lesið um það einhvem tíma. Svo þarf hann að vita ýmislegt um norrænu málin og hvort erfitt sé að læra þau. Honum fínnst það merkilegt að íslenzkan skuli vera flóknust en kemst þó að þeirri nið- urstöðu að gríska muni vera enn erfiðari viðfangs en íslenzkan og t.d. þýzkan. „I hvaða skóla ertu?“ „Menntaskóla. Ég á tvö ár eftir.“ „Ætlarðu svo í háskóla?" „Já, auðvitað." „Hvað ætlarðu að læra þar?“ „Stærðfræði. En það geri ég bara að gamni mínu. Píanóið er auðvitað númer eitt. Ég lifí og hrærist í tónlistinni. Allt annað sem éggeri skiptir minna máli.“ „Kanntu á tölvu?“ „Nei, og mig langar ekkert til aðlæraáþær." „Hvað gerirðu þér til skenunt- SÖLUSKRIFSTOFA HÚSEININGA HF. SIGLUFIRÐI ER FLUTT að Hyrjarhöfða 4, Reykjavík, sími 91-67 23 23 í húsnæði Nafta hf. Komdu eða hringdu og fáðu nýja bæklinginn okkar. ? S HÚSEININGAR HF SIGLUFIRÐI LÆKJARGÖTU 1 3 SÍMI 96-71340 REYKJAVÍK HYRJARHÖFÐA 4 SÍMI 91-67 23 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.