Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 28
28
MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Vítahringur verð-
bólgunnar rofinn
Sitt hvað hefur gengið okkur
íslendingum í haginn að
undanfömu. Veturinn hefur verið
mildur; veðurfar með fádæmum
gott. Auðlindir sjávar, sem eru
meginstoð byggðar og hagsældar
í landinu, hafa verið gjöfular.
Viðskiptakjör við umheiminn
hafa batnað, þó viðskipthalli
okkar út á við sé ennþá hættulega
mikill. Vítahringur verðbólgunn-
ar, höfuðmeinsemd efnahagslífs
okkar um langt árabil, hefur verið
rofínn. Vísitala framfærslukostn-
aðar lækkar í marzbyijun í fyrsta
skipti í hálfan annan áratug.
Jaftiframt bendir ýmislegt til að
lánskjaravísitala muni lækka.
Ríkisvald, verkalýðsfélög og
vinnuveitendur hafa sætzt á ný
vinnubrögð, sem sterkar líkur
standa til að muni stuðla, með
og ásamt aðgerðum ríkisvaldsins,
að nýjum stöðugleika í efnhags-
og atvinnulífí okkar. Loks hefur
vinnumálaskrifstofa félagsmála-
ráðuneytisins upplýst, að at-
vinnulausir séu 1.300 færri í
janúar 1986 en á sama tíma í
fyrra. Skráð atvinnuleysi hér er
aðeins 2% af fólki á vinnualdri.
Segja má að við sjáum í dag
í heiðan himinn í eftiahagslffí
okkar; að sólin hafí brotizt gegn-
um skýjaþykknið, sem grúft hef-
ur yfír þjóðarbúskapnum allar
götur síðan vöxtur verðbólgunnar
fór alvarlega úr böndum á fyrstu
árum liðins áratugar. Þetta þýðir
þó ekki að allur vandi sé að baki,
síður en svo. í fyrsta lagi hefur
viðskiptahalli við umheiminn
verið mikill næstliðin ár og lítil
breyting er fyrirsjáanleg í þeim
efnum. I annan stað hafa erlend-
ar skuldir þjóðarinnar, sem
komnar eru að hættumörkum,
lítið breytzt, þó greiðslubyrði
þeirra hafí lækkað lítillega sem
hlutfall af þjóðartekjum. I þriðja
lagi hlýtur herkostnaður ríkis-
stjómarinnar gegn verðbólgunni
að þýða verulegan hallarekstur
ríkissjóðs. Sá halli gjaldfellur, þó
eindaginn heyri til ókominni tíð.
Og loks geta sveiflur í aflabrögð-
um og verði útflutnings, sem
verið hafa fylgifískar íslenzks
atvinnulífs, og fleiri óvissuþættir,
sett strik í reikning þess atvinnu-
öiyggis, sem við höfum — næst-
um því einar þjóða — af að státa.
Sá kjarasáttmáli, sem gerður
hefur verið, og sá árangur sem
nú er í hendi, það er að fram-
færsluvísitala lækkar í fyrsta
sinni hér á landi í hálfan annan
ártug, lofa hinsvegar góðu um
áframhaldandi bata í verðlags-
málum. Ef samstaða þjóðarinnar
í herferðinni gegn verðbólgunni
rofnar ekki, kann að verða
skammt í hliðstæða verðlags-
þróun hér og í nágrannalöndum.
Náist þau markmið stöðugleika
og jafnvægis í efnahagsmálum,
sem að er steftit, stórbatna öll
skilyrði til nýsköpunar og vaxtar
í atvinnulífí okkar; þeirrar fram-
leiðni, þess hagvaxtar og aukinna
þjóðartekna, er rísa undir raun-
hæfum bata lífskjara í landinu.
Fáir hugsandi menn, ef nokkr-
ir, vilja í alvöru snúa aftur til
þess álstands, sem hér var á fyrsta
ársfjórðungi 1983, er verðbólgan
náði 130% vexti, kaupmáttur
krónunnar rýmaði dag frá degi,
atvinnuvegimir sættu halla-
rekstri og skuldasöfnun, sem gat
ekki endað nema í hruni fyrir-
tækja og víðtæku atvinnuleysi,
innlendur spamaður var hmninn
— og vonleysi bjó um sig í hvers
manns bijósti. Sú spuming varð
því sífellt áleitnari, hvort ekki
væri lífsnauðsyn þessari þjóð að
bijótast út úr vítahring verð-
bólgunnar, m.a. með því að af-
nema vélgengt verðbótakerfí
verðlags og launa. Allt orkar að
vísu tvímælis þá gert er. Sá
árangur, sem nú er til staðar,
réttlætir þó fyllilega harðsnúin
viðbrögð gegn verðbólgunni, sem
óx eins og æxli í þjóðarbúskapn-
um.
Samkvæmt útreikningi kaup-
lagsnefndar reyndist vísitala í
marzbyijun 1986 vera 165,19
stig, miðað við 100 stig í febrúar
1984, eða 1,53% lægri en í febrú-
arbyijun 1986. Þetta er fyrsta
lækkun vísitölu framfærslukostn-
aðar hér á landi síðastliðin 15
ár. Hagstofustjóri telur ýmislegt
benda til að lánskjaravísitala
lækki einnig í kjölfar framfærslu-
vfsitölunnar. Lánskjaravísitalan
er byggð að 2/a hlutum á fram-
færsluvísitölu og Vs hluta á bygg-
ingarvísitölu og er reiknuð út um
miðjan hvem mánuð.
Helztu ástæður fyrir lækkun
vísitölu framfærsluvísitölu milli
febrúar og marzmánaða 1986
em: lækkun rafmagns- og hús-
hitunarkostnaðar, lækkuð að-
flutningsgjöld á bifreiðum, lækk-
að benzínverð, lækkun aðflutn-
ingsgjalda á ýmsum vömflokk-
um, auk niðurgreiðslna til að
takmarka hækkun búvöm. Vísi-
tala framfærslukostnaðar hefur
á síðastliðnum 12 mánuðum
hækkað um 27,2% en undanfama
þijá mánuði hefur vísitala hækk-
að um 3,68% sem jafngildir 15,6%
hækkun á heilu ári.
Utanaðkomandi áhrif hafa að
sjálfsögðu áhrif á verðlagsþróun
hér á landi, svo háð sem við emm
milliríkjaverzlun og verðlagi á
heimsmarkaði. Verðbólguvand-
inn var þó að drýgstum hluta
heimatilbúinn. Og þennan eigin
vanda getum við einir leyst,
Sameinuð stöndum við hann af
okkur. Sundmð lútum við í lægra
haldi.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
329. þáttur
„Bæjarbúi" á Akureyri skrifar
svo:
„Þátturinn íslenskt mál.
Hr. Gísli Jónsson.
Mér datt í hug að stinga að
þér nokkmm hugmyndum, ef
þær kynnu að vera áhugaverðar.
Sum orð em þannig að þótt
þau hafí verið notuð alllengi, þá
hefí ég átt erfítt með að fella
mig við þau og fínnst þau mörg
hver vera hálfgerðar ambögur.
Eitt þessara orða er rass-
bagan „gervihnöttur", svo og
allar hugsanlegar samsetningar
með þessu orði, svo sem „sjón-
varpsendurkastsgervihnöttur“.
Datt mér í hug hvort ekki mætti
hnupla gömlu ágætu orði, sem
er næstum ekkert orðið notað í
sinni upphaflegu mynd, og gefa
því nýja merkingu.
Þetta ér orðið „máni“. Myndi
þá sá hlutur (á ensku satellite),
sem settur er á loft af manna-
völdum og hringsólar mannlaus,
sífellt í kringum jörðina, ein-
faldlega heita máni og samsetn-
ingar með þessu orði em ein-
faldar. Sem dæmi um notkun í
fréttum: í morgun var þrem
mánum skotið á loft með einni
Ariane-flaug: sjónvarpsmána,
veðurmána og símamána. Um
þennan símamána næst sam-
band frá íslandi ... Á þessari
loftmynd, sem tekin var kl. 6
frá veðurmána í 700 km hæð,
sjáum við... o.s.frv.
Þá er það orðið „skjámynd"
í stað orðsins sjónvarpsmynd.
Dæmi: Skjámynd af leiknum,
sem byijar kl. 5, verður send
um mánatil íslands... o.s.frv.
Mánar, sem settir eru í vissa
hæð yfír jörðu og á ákveðinn
hraða, fara hringinn um jörðu á
nákvæmlega 24 klukkustund-
um, og á sama tíma snýst jörðin
einn hring. Mánar, sem fara í
austur yfír miðbaug, sýnast því
standa kyrrir á himni, frá jörð-
inni séð. Allir síma- og sjón-
varpsmánar eru því settir ná-
kvæmlega á þennan sama hring-
baug um jörðu. Datt mér í hug
hvort ekki mætti kalla þennan
sérstæða baug „hnitbaug".
Öminn hnitar hringa yfír ná-
kvæmlega ákveðnum punkti og
mánamir hnita hringa um jörð-
ina og hvessa fránar rafeinda-
sjónir niður á okkur vesalingana.
Dæmi: Símamánanum, sem í
gær var skotið á loft með geim-
feiju, var í dag skotið upp á
hærri braut, og er hann nú
kominn á sinn fyrirhugaða stað
á hnitbaug yfír miðju Atlants-
hafí.
Þá er það ónefnið „stýriflaug"
fyrir enska orðið „cruise miss-
ile“. Þetta vil ég frekar kalla
„flugskeyti", enda er það eins
rökrétt þýðing og hægt er á
heitinu cruise missile. Þessi
flugskeyti (cmise missiles) em
í raun mannlausar flugvélar með
skrokk, vængi, hreyfíl og stjórn-
búnað eins og venjulegar flug-
vélar, en tölvur og miðunartæki
sjá um stjómina, og farmurinn
er eitt stykki, kjamorku-
sprengja.
Þá má segja að þessi nútíma-
flugskeyti séu mjög fullkomin
og endurbætt útgáfa af V-1
flugskeytunum þýsku. V-1 flug-
skeytin höfðu vængi og flugu
eins og hraðfleygar flugvélar
yfír Ermarsundið, til loftárása á
London, en seinna komu V-2
eldflaugar, sem vom vængja-
lausar og fóm yfír Ermarsundið
á meira en hljóðhraða.
Allar eidflaugar og flugskeyti
nútímans em stýranlegar og
hafa stýribúnað, og mætti því
með réttu kalla allt saman stýri-
flaugar, nema þær allra
minnstu, sem skotið er úr sér-
stökum handbyssum oger miðað
líkt og riffli.
Orðið stýriflaug tel ég því
óhæft. Ég legg til að kalla eld-
flaug og flaug þau skeyti, sem
em vængjalaus, en flugskeyti,
það sem hefur vængi og flýgur
líkt og flugvél."
★
Umsjónarmanni þykir þetta
allt mjög merkilegt, en vegna
faglegrar vanþekkingar á flug-
málum og himinhnöttum hefur
hann ekki mikið til málanna að
leggja. Honum væri hins vegar
ærin þökk á því að aðrir vildu
segja álit sitt á því sem fram
kemur í máli „Bæjarbúa". Mætti
þá e.t.v. um leið fjalla nokkuð
um málfar fólks, sem starfar við
flugsamgöngur. Það málfar
hefur með réttu þótt þurfa
mikilla lagfæringa við.
En um orðið máni er okkur
sagt í bókum um orðsifjafræði,
að það merki eiginlega „tíma-
mælir“, og er þá skylt sögninni
að mæla = afmarka. Af máni
er svo dregið mánuður (mán-
aðr), en það er víst sá tími sem
það tekur mánann að snúast um
jörðu.
Ekki er eins víst um uppruna
orðsins tungl. Það var að fomu
haft sem samheiti fyrir himin-
hnetti, svo sem sól og mána, en
nú hefur merkingin þrengst, sem
kunnugt er. Ætli orðið sé ekki
skylt tingl = málmplata til
skrauts, hengiskart úr málmi,
kannski sögninni að dingla og
nafnorðinu tunga. Lögun
tunglsins og hreyfíngin hefði þá
ráðið nafngiftinni.
Menn hafa löngum verið í
vandræðum með að ríma á móti
tungl, enda veltur á ýmsu um
framburðinn. Kolbeinn Jöklara-
skáld rímaði á móti því úln í úln-
liður, þegar hann kvaðst á við
skrattann undir Jökli, en Áskell
Siguijónsson fór eftir algengum
framburði og rímaði tunglið á
móti núllið. Ég veit ekki nema
Pétur í Reynihlíð hafí leyst
þennan vanda manna best þegar
hann kvað:
Rólegur heima svaf við sungl,
sagtvaríútvarpinu
að yfir gengi gervitungl
og grannar í hrútkarpinu.
Sungl er náttúrlega sama og
söngl, og svo er þá hér í lokin
merkileg vísa sem Erlingur Sig-
urðarson á Akureyri segir að sé
þingeysk, þótt ekki sé alvfst um
höfund:
Atvinnu það ein er grein:
öflun steikna og súpna.
Þó ekki fáist flöður nein,
fara þeir samt til ijúpna.
Heimspíanisti
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Ungur píanóleikari, Dimitris
Sgouros, hélt tónleika í Austur-
bæjarbíói sl. fímmtudag og lék
verk eftir Scarlatti, Beethoven
og Liszt. Samkvæmt því sem
stendur í efnisskrá, hefur Sgour-
os fengist við píanóleik f tfu ár
og verður sautján ára 30. ágúst
næstkomandi. Tónleikamir hóf-
ust á sónötu eftir Scarlatti, sem
Sgouros lék mjög vel, með sér-
legri fágun og hreinleik. Annað
verkið var Waldstein-sónatan
eftir Beethoven. Þar gat að heyra
mjög óvenjulegan en yfírvegaðan
flutning og sérkennilegan fyrir
svo ungan túlkanda, þar sem
algengt er að hraðinn skipti
meira máli en íhugun, svo sem
algengt er hjá ungu fólki. Annað
sérkennilegt atriði var örlítið
crescendo, sem heyrðist í miðjum
hendingum, eins og hann vildi
auka þunga þeirra. Þessi þynging
minnir á svipaða aðferð í söng,
að hefja tónunina veikt en auka
tónstyrkinn aðeins og draga hann
til baka undir lokin. Margt var
mjög fallegt í rondó-kaflanum,
þó segja megi að í svona gætinni
spilamennsku missi Beethoven
þann sérkennilega kraft, sem hjá
honum er svo heillandi. Síðustu
tvö verkin voru eftir Liszt og það
síðasta var h-moll-sónatan. Þar
sýndi þessi hægláti drengur, að
hann er nú þegar meðal þeirra
sem bestir geta talist í heiminum
og verður þá sú hugsun ofarlega
í huga manns, hveiju megi eiga
von á er þessi drengur þroskast
og eykur reynslu sína sem lista-
maður. Það verður því fróðlegt
að heyra hann leika eftir svo sem
tíu eða tuttugu ár.
H-moll-sónatan var mjög skýr
í framsetningu og þó að á stund-
um gerði hann einum of mikinn
mun á hraða, man undirritaður
ekki eftir að hafa heyrt þetta
erfíða verk jafnskýrt leikið. Það
verður spennandi að heyra Sgo-
uros leika píanókonsertinn nr. 1
eftir Tsjaikofsky, á laugardaginn
með Sinfóníuhljómsveitinni, und-
ir stjóm Trikolidis.
Dimitri Sgouros