Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 29

Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 29
MORGUNBLASIÐ, LAUGAKDAGUR15. MARZ 1986 29 Félagar t Vinahjálp afhenda MS-félaginu peningagjöf að upphæð 400 þús. kr. MS-félaginu gefnar 400 þúsund kr. KVENFÉLAGIÐ Vinahjálp afhenti MS-félaginu peningagjöf sl. miðvikudag að upphæð 400 þúsund kr. Stofnun kvenfélagsins Vina- þjálp á rót sína að rekja til hugmyndar þriggja sendiherrafrúa að fá konur frá sendiráðunum til að efla kynni sin i milli með þvi að hittast, sauma og spila bridge, aðstoða konur sem eru nýkomnar til landsins, ogjafnframt að safna peningum tíl góðgerðastarfsemi. Fyrsti fundur félagsins var hald- fötluð eða vangefín böm, spíta'a, inn í norska sendiherrabústaðnum fæðingarheimila, Heymleysingja- 29. jan. 1963 og voru þar 25 konur saman komnar. Öllum tekjum fé- lagsins frá saumahópum, happ- drætti og bridgehópum, ásamt bankavöxtum og einkagjöfum er varið til góðgerðastarfsemi. Árlega heldur félagið hádegisverð þar sem gjafír eru afhentar en þær hafa einkum farið til ýmissa heimila fyrir skólans, heimila fyrir aldraða, Kvennaathvarfsins, og heilbrigðis- stofnana s.s. Krabbameinsfélags- ins, Gigtarfélagsins, Landssam- bands hjartasjúkra, MS-félagsins (mutiple sclerosis) o.fl. félaga. Aðild að Vinahjálp er fijáls öllum konum sem áhuga haf a. * og þótti sjálfsagt. Ég gekk í Sam- einingarflokk alþýðu, Sósíalista- flokkinn, þegar hann var stofnaður 1938 og sat þar í miðstjóm og um tíma í framkvæmdastjóm. Sem ungur og óreyndur maður trúði ég' á byltingu, en menn sjá nú skammt fram fyrir tæmar á sér og eiga erfitt með að spá fram í tímann. Þegar ég dró mig í hlé frá félags- málum um 1980 átti ég ýmsum áhugamálum að að hverfa. Við hjónin eigum sumarbústað á „af- skekktum" stað í nágrenni Reykja- víkur, þar höfum við stundað tijá- rækt frá árinu 1968. Við sáum og ölum upp græðlinga og erum búin að koma þama upp yndælum reit. Þetta veitir manni margar ánægju- stundir og útiveran gefur manni^. súrefni í lungun og eykur þrótt. Við höfum líka alla tíð haft gaman af ferðalögum og ferðast mikið hér innanlands og stundað á sumrin veiði, laxveiði hér áður meðan almenningur gat veitt sér þann munað, en aðallega silungsveiði núna. Tónlist hef ég alla tíð haft ánægju af, spila mér til gamans á píanó, fínnst hvfld í því. Ég les töluvert. Halldór Laxnes er minn uppáhalds höfundur. Af erlendum höfundum nefni ég Maxím Gorki, hann er stórkostlegur. Mér fínnst mjög misjafnt hvemig fólki gengur að aðlaga sig því að hætta störfum. Ég held að okkur, sem fengist hafa við margvisleg'-' mál, gangi þetta betur en þeim sem haldið hafa sig að einni starfsgrein alla tíð og átt innan hennar flest alla sína kunningja. Þó er þetta ekki einhlýtt. Ég hitti t.d. einn kunningja minn á götu um daginn sem unnið hefur innan einnar starfsgreinar allt sitt líf og bjóst ég við hann væri heldur niðurdreginn eftir að hafa nýlega hætt að vinna. En það var öðru nær, hann var hress og kátur og sagðist vera feginn að vera laus við allt streðið*" i og stressið. Það er megin markmiðið með stofnun þessa félags að fá sem flest fólk á þessum aldri til að undirbúa sig í tíma undir það að hætta störf- um, svo það hafí að einhveiju að hverfa þegar þar að kemur og svo hitt að þeir sem hafa þegar látið af störfum fínni flestir verkefni við sitt hæfi. Erlendis er þekkt að svona félög gangist t.d. fyrir vinnumiðlun og útvega fólk til starfa hluta úr degi og þá helst til ýmissa þjónustu- starfa t.d. ýmis konar smærri við- gerðarvinnu. Margir sem eru um 60 ára hafa tekið vel í að starfa að þessum málum og gert sér grein fyrir að • . um leið væru þeir að búa sig sjálfa undir elliárin en svo eru aftur aðrir sem hvorki viðurkenna það fyrir sjálfum sér eða öðrum að þeir eigi að, eða hafí áhuga á, að koma f svona félagsskap. Þá eru rökin oftast nær þau að þeir séu sko engin gamalmenni. Þetta er mikill mis- skilningur. Menn sem hafa sérhæft sig í öldrunarmálum fuliyrða að það sé í allra sfðasta lagi að menn fari að búa sig undir elliárin um sextugt, helst þyrfti slíkt að gerast strax uppúr fímmtugu." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósmynd: Emílfa Idag klukkan þrettán þijátíu verður haldinn stofnfundur Félags eldri borgara í Reykjavík í Súlnasal Hótel Sögu. Það er fólk tilnefnt af aðildarfélögum Alþýðusainbands íslands í Reykjavík og Hafnarfirði og frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur sem hefur undirbúið stofnun félagsins. Rétt tíl inngöngu í félagið hafa allir þeir sem orðnir eru sextíu ára og makar þeirra. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna eldra fólks í hvívetna. Tekið er fram að félagið skuli vera skipulags- lega óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu sinni til Vestur-ísafjarðarsýslu. „Ég er fæddur í húsi við Bergstaðastrætið 19. október árið 1913“ segir Snorri. „Pabbi minn var sjómaður, en hann fórst með togaranum Leifí heppna þegar ég var ellefu ára gamall. Ég á tvö yngri systkini. Eftir að pabbi dó vann móðir mín fyrir okkur með saumaskap og ýmsu sem til féll, vann hjá Sláturfélaginu, fór í kaupavinnu o.s.frv. Þetta var basl, það vildi til að fjölskyldan átti lítið hús við Frakkastíginn. Ég man samt ekki eftir að okkur hafí bein- línis skort neitt. Ég var ungur þegar ég fór að vinna á fískreitum en mest var ég í sveit á sumrin, tvö sumur í Önundarfirði og fjögur sumur að Kleppjámsreykjum í Borgarfírði. Þegar ég hafði aldur Ekki er ráð nema í tíma sé tekið trúfelaga. Einn af hvatamönnum að stofnun umrædds félags er Snorri Jónsson fyrrum forseti ASÍ. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Snorra að máli á heimili hans við Safamýri í Reykjavík. Hann sagðist hafa dreg- ið sig í hlé frá störfum 67 ára að aldri á þingi ASÍ árið 1980, talið tímabært að yngri menn tækju við, en átt þess kost ári seinna að sitja þing Samtaka ellilífeyrisþega í Sví- þjóð á vegum ASÍ og þá kynnst því hvað svona félagsskapur getur áorkað miklu fyrir fólk sem er að búa sig undir elliárin eða komið á eftirlaun. Eftir þau kynni hafí hann, og reyndar fleiri sem til þekktu, hallast að því að hliðstæð félög hér á landi gætu mikið lært af Svíum í þessu efni. Snorri sagði ennfremur að í dag væri starfandi á vegum BSRB samband ellilífeyrisþega en hins vegar hefðu ekki verið stofnuð hliðstæð félög á vegum ASÍ. Þessi mál voru þó að sögn Snorra mikið til umræðu bæði á síðasta þingi ASÍ og Sambandsstjómarfundi ASI í nóvember sl. Þar var gerð sérstök mótandi samþykkt um elli- lífeyrismál þar sem sú stefna var valin að standa að stofnun félaga eldri borgara á þann hátt að í þeim gætu allir verið, án tillits til þess, úr hvaða störfum þeir kæmu úr þjóðfélaginu. Snorri lagði áherslu á að þetta yrðu þverpólitísk samtök, stjómmálaskoðanir myndu ekki skipta neinu máli í þessum félags- skap enda væri það sérstaklega tekið fram í drögum að lögum fyrir félagið. Snorri Jónsson byijaði ungur að taka þátt t félagsmálum. Var kosinn ritari í félagi jámiðnaðarmanna árið 1940 og formaður þess félags árið 1942 og gegndi hann því starfi í mörg ár. „Hér áður, þegar ég hóf störf, þá var ekki um að ræða lífeyr- issjóði fyrir fólk nema þá embættis- menn. Fólk vann þess vegna meðan það gat staðið, það átti ekki annars kost. Hvort það var betra eða verra en það ástand sem nú ríkir er kannski umhugsunarefni. Menn höfðu ákaflega misjafna möguleika á að taka sér fri frá störfum í ævilokin og það gat verið mjög erfitt, væri fólk heilsulítið, en hins vegar er því ekki að neita að maður verður var við að margir sakna þess nú þegar þeir verða að láta af störfum og yfirgefa vinnustaði og vinnufélaga. Þetta er algengt, þó sumir uni þessu vel. Þegar fólk hættir störfum snemma og hefur enn heilmikla starfsorku er mjög nauðsynlegt að þeir hafí að ein- hveiju að hverfa, tómstundastörf til að fást við. Snorri Jónsson er innfæddur Reykvíkingur, sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar frá Hamarlandi í Reykhólasveit og Gróu Jóhannes- dóttur frá Álfadal, Ingjaldssandi í til fór ég í Iðnskólann, í vélvirkja- nám og síðan í Vélskóla íslands árið 1933 og útskrifaðist 1936. Ég valdi þetta nám af því þá hafði maður svolítið kaup meðan maður var að læra. Mest allan þennan tíma var ég til heimilis hjá móður minni en í febrúar 1944 gifti ég mig Agnesi Magnúsdóttur, hún var Reykvíking-' ur eins og ég. Við byijuðum að búa í einu herbergi hjá móður minni meðan við byggðum í Skjólunum. Þar vorum við í fjórtán ár, þá byggðum við hér í Safamýrinni og höfum verið hér síðan. Við eigum tvö uppkomin böm. Það var á margan hátt erfitt að sinna félagsmálum þegar ég var að byija í slíku. í byijun árs 1939 var töluvert mikið atvinnuleysi og má segja að þriðji hver jámsmiður væri atvinnulaus þá. Eftir að stríðið braust út jókst atvinna mjög í jám- smíði, þá var farið að gera við skip hér heima í ríkari mæli en áður var. Fram að þeim tíma hafði ég sinnt ýmsum störfum, verið kyndari á varðskipum, vélstjóri á línuveið- ara, tvö sumur vélstjóri í sfldarverk- smiðju norður á landi, einn vetur vélstjóri f Rafstöðinni við Elliðaár, svo eitthvað sé nefnt. Síðan hóf ég störf hjá vélsmiðjunni Héðni þar sem ég vann lengi, fór þaðan að vinna hjá Sigurði Sveinbjömssyni þar sem ég var þar til ég hóf störf hjá Alþýðusambandi íslands í des- ember 1954. Allan þennan tíma var ég á kafí í félagsmálum en öli slík störf voru þá unnin í aukavinnu. Fyrstu árin sem ég starfaði að slík- um málum voru tímabil mikillar Rætt við Snorra Jónsson fyrrum forseta ASI um stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni svo og störf hans fyrr og nú hreyfingar í launamálum og mikið barist um kaupmáttinn. Það voru afskaplega mikil við- brigði þegar ég hætti algerlega að vinna í vélsmiðju og fór að vinna allan daginn við félagsmála- og skrifstofustörf. Að koma úr hál- frökkri smiðjunnar og sitja allan daginn í skellibjörtu rafmagnsljósi sem endurkastaðist af hvítum papp- írnum, það voru mikil viðbrigði. Það var mjög annasamt að starfa hjá ASÍ. Það gerðist margt í kjara- málunum á þessum árum og vinnu- deilur mjög tíðar. Margt af þeirri félagsmálalöggjöf sem við búum við í dag varð til á þessum tíma, t.d. atvinnuleysistryggingar árið 1955, lög um uppsagnarfrest og greidda veikindadaga 1958. Áður fór fólk nánast út á guð og gaddinn ef það veiktist. Það hafði ekki neitt. Svo má nefna að samið var um almennu lífeyrissjóðina árið 1969, svo stiklað sé á stóru. Á þessu tímabili voru líka byggðar upp orlofsbúðir verka- lýðsfélaganna. Á miðjum sjöunda áratugnum hafði ASÍ forgöngu um að byggja Ölfusborgir. Þegar ég fór að vinna fyrst var almennt að aidrað fólk væri að vinna við ýmis störf í þjóðfélaginu. Það var líka algengt þá að fólk byggi þröngt, kannski sjö til átta manns f einu herbergi og eldhúsi og hver kjallarahola var nýtt þó ekki myndi teljast mannabústaður í dag. Almennt má því segja að kjör manna séu miklu betri nú en þá var, bæði í húsakosti, heilsu- gæslu o.fl. Frá deilumálum þessara tíma er mér einna minnisstæðast þegar sett voru gerðardómslög árið 1941 sem bönnuðu allar kaup- hækkanir og barátta verkalýðsfé- laganna gegn þeim. Almenningi þótti þau lög mjög ósanngjöm því efnahagslega töldu menn engar forsendur fyrir þeim, auk þess sem félagafrelsi verkalýðssamtakanna var þama skert með lögum. Segja má að almenningur hafi brotið þessi lög niður því atvinnurekendur fóm ekkert eftir þeim og yfírgreiddu fólk enda var þá orðin fólksekla á vinnu- markaðinum. Foreldrar mínir fylgdu Alþýðu- fíokknum að málum svo ég kynntist viðhorfum vinstri manna alveg frá bamæsku. Þegar ég kom S nám S smiðjunni og varð fyrir áhrifum frá eldri mönnum þar. þá varð ég fyrir alvöru róttækur. Ég var f Fé- lagi ungra kommúnista í þann tíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.