Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1986
33
Athugasemd
Blaðinu hefur borist eftirfarandi
athugasemd frá Jóni Kristvin Mar-
geirssyni:
í yfirlýsingu Gísla Gunnarssonar
sagnfræðings í Mbl. 12. marz sl.
virðist mér gægjast fram sá skiln-
ingur, að ritgerð mín „Deilur Hör-
mangarafélagsins og íslendinga
1752—57“ skuli sérmerkt sem
hagsögulegt verk. Þess má geta í
þessu samhengi, að sú deild háskól-
ans í Lundi, sem hefur útskrifað
Gísla Gunnarsson, sinnir eingöngu
hagsögu (Ekonomisk historiska
institutionen), en ég hef mína gráðu
frá sögudeild háskólans í Lundi
(Historiska institutionen), sem
sinnir öllum þáttum sögunnar,
þ.e.a.s. sögunni í heild. (Til frekari
skýringar mætti nefna, að próf-
gráður okkar Gísla eru sambærileg-
ar. Doktorsgráðan nýja í Svíþjóð
átti að leysa af hólmi gömlu licent-
iatgráðuna.) Það væri ekki rétt að
sérmerkja ritgerð mína sem hag-
sögulegt verk. Hún er sagnfræði-
legt vísindarit með mörgum sam-
slungnum þáttum. Lögfræðiþáttur-
inn í henni er t.d. svo gildur, að
hann jafnast fyllilega á við hinn
hagræna hátt.
Um hlut Ólafs Bjömssonar í fyrra
dómnefndarálitinu (sbr. Opið bréf
til heimspekideildar í Mbl. 7. og 8.
marz sl.) er það að segja, að í við-
tali því við hann, sem nefnt er í
„Opnu bréfi", tjáði hann mér, að
hann sæi sem hagfræðingur ekkert
athugavert við það, sem stæði í
ritgerðinni. í seinna dómnefndar-
álitinu eru forsendumar reistar á
séráliti Gísla og hér hefur Ólafur á
vissan hátt haft vaðið fyrir neðan
sig og látið færa sérálit Gísla beint
inn í dómnefndarálitið. Með þessu
móti tryggði Ólafur, að það færi
ekki á milli mála, að óhætt væri
að kæra Gísla einan fyrir svindl.
Samkvæmt yfirlýsingu Gísla
treystir hann sér ekki til að fjalla
að svo stöddu um „mál Jóns Krist-
vins“ á vitrænan hátt í blaðagrein,
en hvaða máli skiptir það? Ég hef
ekki lagt spumingu fyrir hann og
Gísli þarf ekki að óttast, að í „Opnu
bréfi" standi neitt annað en það,
sem er sannleikanum samkvæmt.
Þar sem lýsing mín er nákvæmlega
rétt, getur hann sparað sér blaða-
grein. Ummæli hans um að Ólafur
Bjömsson sé með hæfustu mönnum
á íslandi, eins og hann orðar þetta,
er ekki röksemd, sem hrindir neinu
af því, sem fram kemur í „Opnu
bréfi". Gísli gerir hér rökvillur og
ætti að kynna sér t.d. bók Alf
Nymans, Tankefel och tankefallor
(Malmö, 1960) en á bls. 61 í þessari
bók er einmitt fjallað um þessa
tegund rökvillu.
Eintak af ritgerð minni er að
sjálfsögðu í höndum heimspeki-
deildar og vænti ég þess, að deildin
svari þeim spumingum, sem ég hef
beint til hennar í „Opnu bréfi til
heimspekideildar". Allir fastir kenn-
arar deildarinnar hafa nú fengið
68 blaðsíðna athugasemdir við dóm-
nefndarálitið og ætti það að auð-
velda deildinni svörin.
Með þökk fyrir birtinguna,
Jón Kristvin Margeirsson.
Höfundur hefur lokið licentiat-
prófi og er skjalavörður ÍÞjóð-
skjalasafni íslands.
Opið laugardaga frá
kl. 10-16
sunnudaga frá
kl. 14—18
Flauelsreiðbuxur kr. 1.395
Herra flauelsbuxur kr. 890
Barnapeysurá kr. 490
Herrapeysur kr. 450
og margt fleira á óvenju lágu
verði
IKRON
Fatalagennn
REYKTANESBRAUT
PV Símar 1 H 79494 E
■ 79866.
VISA
Smiðjuvegi 4E, C götuhorni Skemmuvegs.
ITIlCI 171 I
Vélsleða-
keppni í Mý-
vatnssveit
HELGINA 7.-9. mars var
haldin árleg hátíð vélsleða-
manna í Mývatnssveit, og
stóðu fyrir henni björgunar-
sveitin Stefán og íþróttafé-
lagið Eilífur ásamt fleirum.
Keppt var í spyrnu og rallí.
jbC:
Dagskrá hátíðarinnar var með
hefðbundnum hætti, og hófst hún
kl. 10 á laugardagsmorgun. Keppt
var í spymukeppni þar sem sleðum
var spymt eftir 400 metra langri
braut. Keppnin fór fram í þrem
flokkum, eftir vélarstærð. Eftir
hádegið var keppt í rallí, mörkuð
braut með torfærum og þrautum
og einn þátttakandi í brautinni í
einu. Verðlaunahátíð fór fram f
Hótel Reynihlíð að fengnum úrslit-
um en þau voru sem hér segir,
Þú þarft ekkert að borga út
við afhendingu
í spymukeppninni var Eyþór
Tómasson, Akureyri í fyrsta sæti
í A-flokki, Birgir Steingrímsson,
Mývatni efstur í B-flokki og Þor-
lákur Jónsson, Mývatni í fyrsta
sæti í C-flokki, þátttakendur vom
18 talsins. í rallkeppninni varð
Ingvar Grétarsson, Akureyri f
fyrsta sæti í A flokki, Hinrík Ámi
Bóasson, Mývatni í fyrsta sæti í
B-flokki og Ófeigur Fanndal, Mý-
vatni efstur í C-flokki, þátttakend-
ur voru rúmlega tuttugu talsins.
Nýju kaupleigukjörin sem við buðum uppá, vöktu
óskipta athygli. Þess vegna höfum við ákveðið að
bjóða núna ISUZU TROOPER '86 á sömu kjörum,
mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar greíðslur til allt að
fjögurra ára... engin útborgun... Hafðu samband við
sölumenn okkar... þeir veita allar nánari upp-
lýsingar... lipur þjónusta... fjölbreytt greiðslukjör.
Tækniatriði:
Bensínvél 110 hö., Turbo Diesel 75 hö., lengri og styttri
gerð, fjórhjóladrifinn (4x4), sjálfstæð fjöðrun á hvoru
framhjóli fyrir sig, aflstýri sem þyngist við mikinn hraða
(speed sensitive), læst drif, fimm gíra kassi, breið dekk,
sportfelgur o.fl.
BÍLVANGUR st=
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300