Morgunblaðið - 15.03.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ 1986
39 .
Minning:
Kristín Einars-
dóttir Presthúsum
Fædd 20. apríl 1888
Dáin 7. mars 1986
í dag er borin til hinztu hvfldar
Kristín Einarsdóttir, fyrrum hús-
freyja í Presthúsum. Kristín var
fædd í Reynisdal í Mýrdal. Foreldr-
ar hennar, hjónin Sigríður Brynj-
ólfsdóttir frá Litlu Heiði og Einar
Brandsson fluttu að Reyni, þar sem
hún ólst upp í hópi átta systkina,
en þau vom: 1. Sigríður f. 1887,
gift Jóni Ólafssyni kennara, hún
dó um fertugt. 2. Brandur f. 1889,
d. 1969, bóndi og dýralæknir lengst
af á Suður Götum, kvæntur Guð-
björgu Árnadóttur. 3. Biynjólfur
bóndi á Dyrhólum, f. 1890, d. 1984,
kvæntur Áslaugu Vigfúsdóttur. 4.
Einar f. 1892, d. 1927 kvæntur
Kristínu Ingileifsdóttur, ljósmóður,
sem enn er á lífí, 96 ára að aldri.
5. Sveinn, bóndi á Reyni, f. 1896,
d. 1974, kvæntur Þómýju Jóns-
dóttur. 6. Margrét f. 1896, d. 1985,
gift Kristjáni Matthíassyni, þau
bjuggu síðast í Reykjavík. 7. Þor-
gerður f. 1901 er yngst þeirra, gift
Kjartani Einarssyni bónda í Þóris-
holti, en þær Kristín Ingileifsdóttir
em nú einar eftir af systkinunum
frá Reyni og mökum þeirra.
Kristín ólst upp í stómm hópi
glaðværra systkina og bar allt
heimilislíf vott menningar og mynd-
arbrags, en einstök samhygð og
vinátta þeirra systkina hefur verið
rækt gegnum árin.
Einar Brandsson var farsæll
formaður á sexæringi, er hann
smíðaði sjálfur. Nefndi hann bátinn
Frið, og stundaði útræði frá Reynis-
höfn, en svo traustvekjandi nafni
nefndir sandvirkið vestan undir
Reynisflalli svo opið sem það nú
var fyrir úthafsöldu og reyndar
öllum höfuðáttum, utan þeirri er
stóð af landi. Hann var afburða
íjallamaður, og kleif meðal annars
fyrstur og lagði keðju upp á Háa-
bæli í Reynisdröngum. Hann lét auk
þess til sín taka í félagsmálum og
var einn af forgöngumönnum að
stofnun Kaupfélags Skaftfellinga.
Á uppvaxtarámm Kristínar fór
ferskur andblær ungmennafélags-
hreyfíngarinnar um sveitir landsins.
Að öllum öðmm ólöstuðum stóð
heimilið á Reyni í fararbroddi fé-
lagsmála og söngmenntar í Hverf-
inu; öll vom þau systkini söngvin
með afbrigðum, og gengu bræðum-
ir hver í annars stað, sem organleik-
ari í Reyniskirkju.
Árið 1918 gekk hún að eiga
Finnboga Einarsson, f. 28.12.1889,
d. 17. 4. 1985, í Þórisholti. Mýrar-
sund skildi að Reynis- og Þóris-
holtstorfur, en þau vom þremenn-
ingar að frændsemi. Nokkm síðar
hófu þau búskap í Presthúsum, en
þá jörð hafði áður setið afí hans
og alnafni, Finnbogi Einarsson, Jó-
hannssonar í Þórisholti.
f Presthúsum bjuggu þau allan
sinn búskap, og hér uxu upp böm
þeirra níu að tölu, myndar- og
dugnaðarfólk, sem eitt af öðm
hurfu inn fyrir leitið til starfa út í
athafnalífíð jafnskjótt og þeim var
séð farborða, öll utan yngsta dóttir-
in, sem tók við búi í Presthúsum
þegar þau þraut þrek til bústarfa.
Hér nutu þau ellidaga lengst af í
skjóli fjölskyldu hennar, þar til nú
síðustu árin að Kristín flutti til dótt-
ur sinnar í Hvoltungu, en Finnbogi
léztfyrirtæpuári.
Böm þeirra Finnboga og Kristín-
ar em öll á lífi, en þau em: 1.
Sigríður húsmóðir á Suður Fossi
var gift Gunnari Magnússyni,
bónda, sem látinn er fyrir nokkmm
ámm. Þau bjuggu í Reynisdal og
varð 5 bama auðið, en á rúmu ári
hefur ijölskyldan nú orðið að sjá á
bak tveimur þeirra í blóma Iffsins,
Sigurlaugu Auði, kennara í Vík og
Sigurði Páli, vélstjóra í Reykjavík.
2. Guðrún, sjúkraliði í Reykjavík,
gift Hafsteini Hannessyni, vélvirkja
sem nú er látinn. 3. Vilborg, gift
Kjerulf Hauge, sjómanni á Breman-
gereyju í Noregi. 4. Matthildur, gift
Baldri Sigurðssyni, iðnverkamanni
í Reykjavík. 5. Magnús Kristinn,
vélstjóri í Reykjavik, giftur Unni
Erlendsdóttur. 6. Þóranna, gift
Geir Tryggvasyni, bónda og bfl-
stjóra í Hvoltungu undir Eyjafjöll-
um. 7. Þorgerður, gift Finnboga
Sigurðssyni, lögregluvarðstjóra í
Reykjavík sem nú er látinn. 8.
Hrefna, gift Einari Klemenzsyni
frá Görðum, þau tóku við búi í
Presthúsum og nutu þau Kristín og
Finnbogi ellidaga lengst af í skjóli
þeirra. 9. Einar Reynir, bflasmiður
f Reykjavík, giftur Kristrúnu Guð-
mundsdóttur.
Með bamabömum nálgast niðjar
þeirra nú tólfta tuginn.
Nokkuð landþröngt var í Prest-
húsum og sótti Finnbogi af miklum
dugnaði og harðfylgi björg í bú,
silungsveiðar í Dyrhólaós, lunda-
og fýlaveiðar í Reynisfjalli og hann
tók við formannsku af föður sínum
og afa á Svan, áttæringi, sem
gerður var út frá Reynishöfn, svo
lengi, sem útræði var stundað
þaðan, eða fram um 1950.
Þau hófu búskap í gamla „Vest-
urbænum" í Presthúsum uppi á
hæðinni litlu vestar, er nú stendur
bærinn Efri Presthús, en síðan
byggðu þau Finnbogi stflhreint og
vandað hús sunnar og neðan undir
hæðinni, en þar var mun skýlla í
stórviðmm. Ekki bámst þau á
umfram þarfir og umsvif þeirra í
búrekstri vom í hófi enda nálguðust
straumhvörf í búskaparháttum,
undir lok búskapar þeirra. Hér
gætti sérstakrar hagsýni, snyrti-
mennsku og forsjálni í ásetningi,
svo aldrei varð heyja vant. Hús-
bóndinn, þó kappsfullur til orða og
athafna, sá um alla aðdrætti,
mannaléttastur var hann á fæti,
kleif björg af mikili fimi en hugur
hans stóð meir til fjallfanga og sjó-
sóknar en bústarfa, enda þótt hann
sinnti því af stakri natni og sam-
vizkusemi. Þær hrifu okkur sögum-
ar hans Boga, hvort heldur hann
sagði frá svaðilfömm á sjó eða
landi, draugasögum eða hvers-
dagslegum atburðum líðandi stund-
ar. Með orðkynngi og orðgnótt tókst
honum að byggja upp spennu og
halda athygli okkar, alveg án tillits
til sannleiksgildis, sem við þó stund-
um drógum í efa enda ekki ávallt
ætlun hans að sögur hans yrðu upp
til hópa færðar í annála.
Húsfreyjan sá um heimilisstörfín
innan stokks, og fylgdist grannt
með að ekki færi úrskeiðis utan
dyra. Hannyrðir og þjónustustörf
vom ærið tímafrek á stóm heimili,
en vandvirkni hennar var við bmgð-
ið. Vegna fjarvista fyrirvinnu heim-
ilisins, á vertíðum og annarra starfa
utan heimilis féllu bústörfín oftlega
í hennar hlut, þurfti að brjótast til
gegninga og jafnvel halda til beitar
í misjöfnum vetrarveðmm en hún
mat bónda sin, umbar og virti í
blíðu og stríðu.
Minnisstæðar em heimsóknimar,
í eldhúsið, sætið var stólkollur í
hominu við vatnsdæluna er lá niður
í uppsprettu er upp kom úr gmnni
hússins. Hér stóð ríki hennar
„mömmu í Presthúsum", en þann
titil ávann hún sér án hefðbundinna
skyldleikatengsla í beinan lið; hér
gekk hún um beina og átti aldrei
svo annríkt að ekki gæfíst tími til
að ræða málin við lágvaxna gesti,
er gert höfðu sér erindi utan af
Holtabæjum. Hlýhugur hennar, ^
velvild og skilningur gagnvart öllu
sem lífsandann dregur og þó ekki
síður leiftrandi skopskyn hennar og
glettin tilsvör löðuðu að og kölluðu
fram hið góða, er í baminu býr.
Með þeim Kristínu em gengnir
mætir fíilltrúar þeirrar kynslóðar,
er með óbilandi elju nýttu landsins
gæði að hætti Mýrdælinga um
aldaraðir og skiluðu þjóðinni ætt-
legg þróttmikils athafnafólks.
Sigurgeir Kjartansson
KJARABÓT!
T To-<- 1 2 'nnan ' Holtakjúklingi finnur þú ekki
V Clo L p LL . plastpoka með innmat og hálsbitum.
að innmatur og hálsbitar eru 8% af þyngd
fuglsins.
Notar þú innmatinn?
að Holtakjúkling framleiðir enginn annar
en Holtabúið hf.
Þaðtryggirgæðin.
V eist þú?
V eist þú?