Morgunblaðið - 15.03.1986, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
4
ÞórhaJlur Guðjónsson
frá Þúfu — Minning
Fæddur 30. október 1913
Dáinn 5. mars 1986
Lækkarlífdagasól.
Löngerorðinmínferð.
Faukífarandaskjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
semaðlögðumérlið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésd.)
í dag verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju móðurbróðir minn,
Þórhallur Guð|jónsson frá Þúfu í
Vestur-Landeyjum. Hann var sonur
hjónanna Einhildar Sveinsdóttur og
Guðjóns Magnússonar er þar
bjuggu. Halli, eins og við frænd-
fólkið kölluðum hann, var elstur
fjögurra systkina. Hann hóf ungur
búskapð í Þúfu í félagsbúi við for-
eldra sfna.
Ávallt ríkti mikill kærleikur á
milli Halla og foreldra hans og ekki
var hann síðri milli þeirra systkina
Halla, Veigu, Gunnu og Sveinu.
Heim í Þúfu undi Halli sér vel.
Hann var foreldrum sínum sérlega
tryggur og ekki skorti hann hjálpar-
hug til móður sinnar sem vafði
veika fótinn sinn með slæðunni
sinni. Umönnun og tillitsemi Halla
í garð foreldra sinna var einstök,
og ekki skorti heldur slíkt til þeirra
sem að Þúfu komu. Hann hafði
ekki einungis á höndum umsjá bús-
ins, heldur sinnti hann oft einnig
störfum innanhúss.
Ekki ætla ég að fara að rifja upp
æviferil Halla, þar sem skortir mig
þekkingu til, en þann mann sem
Halli geymdi þekkti ég vel. Mat
hans á mönnum og málefnum var
oftast yfírvegað og hlutlægt. Hann
var sterkur persónuleiki, traustur
og réttsýnn. Hann var ekki af-
skiptasamur um annarra hagi, held-
ur hlýr og mildur, hafði næma
kímnigáfu, var bamgóður með
afbrigðum, hjálpsamur og mátti
ekkert aumt sjá. Þegar ég hugsa
til baka til þeirra ára sem ég dvaldi
í Þúfu hjá ömmu, afa og Halla
koma upp í huga minn Heilræðavís-
ur Hallgríms Péturssonar, sem
amma lagði svo fast að mér að
læra. Ekki þarf að efa það, að
Halli hefur lært þær vísur vel af
móður sinni og geymt þær með
sjálfum sér. í einni vísunni segir
svo:
Foreldrum þínum þéna af dyggð,
þaðmágæfuveita.
Varast þeim að veita styggð,
viljirðugottbamheita.
Halli sýndi það bæði í orði og í
verki að þessar vísur kunni hann
vel. Hjá ömmu, afa og Halla leið
gestum vel og þar var gott að koma.
Hér áður fyrr var það hápunktur
jólanna að fara niður að Þúfu og
hitta þau. Þar voru böm ekki fyrir
og aldrei af mikið af þeim. Þau
þurftu heldur ekki að bíða lengi
eftir súkkulaðimolanum frá ömmu
og þá stóð heldur ekki á gosinu
hjá Halla, því hann taldi ekki verra
að hafa eitthvað til að væta munn-
inn.
Eftir nær 55 ára búskap í Þúfu
fluttu afí og amma til foreldra
minna, en Halli fékk inni hjá Sól-
veigu systur sinni á Hellu og bjó
hann þar allt til loka. Fljótlega eftir
að Halli kom að Heliu hóf hann
störf hjá Glerverksmiðjunni Sam-
verk og eignaðist hann þar marga
góða vini.
Allir þeir sem fæðast inn í þennan
heim geta ekki svikist undan því
að dauðinn kemur í heimsókn fyrr
eða síðar. Það er eins víst og að
nóttin kemur á eftir deginum. Það
er svo óráðin gáta hversu lengi
hver og einn fær að lifa í þessum
heimi. Dauðinn getur verið velkom-
inn þeim sem lifað hafa langan
dag, eiga við heilsuleysi að stríða
og eru þrotnar að kröftum og heilsu.
En þegar dauðinn kemur svo snögg-
lega skiljum við ekki.
011 vissum við að Halli var ávallt
heilsuhraustur, og þó svo að hann
hefði fundið fyrir einhveijum óþæg-
indum í maganum í nóvember sl.
óraði engan fyrir því að svo stutt
væri eftir.
Ef til vill hefur hann fundið fyrir
einhveijum aðdraganda en vegna
tiilitssemi hans við aðra er erfitt
að vita hvort svo hafí verið. Halli
andaðist á Landakotsspítalanum 5.
mars eftir skamma legu þar.
Vertu dyggur, trúr og tiyggur,
tungugeymduþína,
við engan styggur né í orðum hryggur,
athugaræðumína
Þessi vísa úr Heilræðavísunum
átti vel við Halla. Á meðan hann
lá á Landakotsspítalanum hafði
starfsfólkið á orði að öðrum eins
manni hefði það aldrei kynnst.
Mér er ljúft að minnast frænda
míns og ég veit að þeir eru margir
sem hugsa til hans nú.
Hann var virtur sökum mann-
kosta sinna og dugnaðar jafnt af
vinum sem samstarfsfólki. Skarðið
sem nú hefur myndast er stórt og
það verður ekki fyllt. Halli var gull
af manni og hans er nú sárt saknað.
í hjörtum okkar lifír björt og fögur
minning um góðan og flekklausan
frænda.
Við systkinin og allt okkar fólk
kveðjum hann nú með þakklæti í
huga.
t
Systir mín og föðursystir okkar,
GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR,
Selfossi,
er lóst hinn 6. mars, verður jarösungin frá Selfosskirkju í dag
laugardaginn 15. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiö-
stöðinni sama dag kl. 12.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hennar
láti Selfosskirkju njóta þess.
Bjarni Sigurgeirsson,
Sigurgeir Höskuldsson,
Sigrún Arnbjarnardóttir.
t
INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR,
Laugavegi 133,
Reykjavfk,
andaðist í Landakotsspítalanum 6. mars sl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. mars kl.
15.00.
Birgir Jóhannsson,
Erlendur S. Birgisson, Jórunn Rothenborg,
Haila H. Birgisdóttir, Gunnar P. Pétursson,
Birgir J. Birgisson
og barnabörn.
Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt jafii sviplega og nú.
Aldrei er svo svart yfir sorgarranni,
að eigi geti birt fyrir eilífa trú.
(MJ.)
Þráinn Ársælsson
Sællersá maður,
er eigi fer að ráðum óguðlegra
eigi gengur á vegi syndaranna
og eigi situr í hópi þeirra, er hafa guð að
háði,
heldur hefir yndi af lögmáli drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.
Hann er sem tré, gróðursett hjá
rennandi lælgum,
er ber ávöxt sinn á réttum tíma
ogblöðþessvisnaekki.
Allt er hann gjörir lánast honum.
(Sálmamir)
Þórhallur Guðjónsson frá Þúfu í
V-Landeyjum, lést á Landakotsspít-
ala að kvöidi miðvikudagsins 5.
mars, síðastliðinn og fer útfor hans
fram í dag frá Akureyjakirkju kl.
13.30.
Þórhallur, eða Halli í Þúfu, var
sonur hjónanna Einhildar Sveins-
dóttur frá Efri-Fljótum í Meðallandi
og Guðjóns Magnússonar frá
Fagradal, Mýrdal. Halli var elstur
fyögurra systkina, þeirra Sólveigar,
búsettri á Hellu, Guðrúnar, er bjó
í Reykjavík en hún lést 1962 og
Sveinbjargar, er bjó í Hákoti
Þykkvabæ, en hún lést 1985.
Halli fæddist á Stóra-Hofí Rang-
árvöllum, 30. október 1913, en
foreldrar hans voru í vinnumennsku
hjá Guðmundi bónda þar, en til
hans réðust þau er Guðmundur bjó
á Suður-Hvoli í Mýrdal og fluttust
með honum að Stóra Hofí. 1915
festu foreldrar Halla kaup á jörðinni
Þúfu f V-Landeyjum, en hún hafði
verið í eyði síðan 1904, í Þúfu var
lélegur sem enginn húsakostur því
tók það Guðjón tvö sumur að byggja
upp þannig húsakost að þau hjónin
etu sest þar að og hafið búskap.
þeim árum var Halli með móður
sinni í vist á Stóra-Hofí, Efra-Hvoli
og Garðauka í Hvolhreppi eða þar
til 1917 að Einhildur og Guðjón
settust að í Þúfu og hófu þar búskap
og þar bjuggu þau til fardaga 1973
er þau brugðu búi.
Halli bjó hjá foreldrum sínum
alla þá tíð, en stundaði mörg ár
vinnu með búverkum, nokkrar vetr-
arvertíðir var hann til sjós í Vest-
mannaeyjum og eins vann hann 2
vetur hjá breska setuliðinu á stríðs-
árunum. 1947 keypti Halli sér vöru-
bifreið sem hann síðan stundaði
vinnu með í um 20 ár, ásamt því
að vinna á búi foreldra sinna. 1973
fluttist Halli til Sólveigar systur
sinnar og móður minnar á Hellu,
en afí og amma fluttust að Hákoti
Þykkvabæ til Sveinbjargar dóttur
þeirra, en þá hafði amma verið í
nokkur ár í Hákoti. Fljótlega eftir
að Halli fluttist heim til okkar, þá
hóf hann störf hjá Glerverksmiðj-
unni Samverk á Hellu og vann þar
æ síðan.
Þegar ég hugsa til þeirra mörgu
samverustunda allt frá bamæsku
til dagsins í dag, sem ég átti með
Halla er margs að minnast og vil
ég færa Halla mínar bestu þakkir
fyrir allar þær stundir. Ávallt var
gott að leita ráða og hjálpar hjá
honum og eins var hann glettinn
og glaður í ættingja- og vinahópi,
þó ekki væri hann margmáll. Eitt
af höfuðeinkennum Halla var
vinnusemi og reglusemi með alla
hluti. Fyrst eftir að Halli kom að
Hellu, voru helgamar lengi að líða
hjá honum, enda var þá ekki um
mjaltir og gegningar að ræða, held-
ur í staðinn reglubundna 5 daga
vinnuviku, þá var Halli oft eirðalaus
og vantaði eitthvað að starfa. Halli
fann sér þó fljótlega ýmislegt að
starfa við, hvort heldur smíðar
ýmissa hluta, viðhald á húsi eða
garðurinn heima og væri þar margt
öðruvísi í dag hefði hans ekki notið
við í þeim efnum. Það átti ekki við
Halla að láta verk úr hendi falla.
Einnig las hann nú síðustu árin
nokkuð af bókum þá einkum um
íslenska atvinnuhætti og starfs- og
ævilýsingar.
í minningunum um Halla ber þó
hæst sá mikli kærleikur og vinátta
sem frá honum stafaði, það kom
fram í öllu hans fari og gerðum og
ekki hvað síst ást hans og virðing
til foreldra sinna, en hjá þeim var
hugurinn flestum stundum á meðan
þau lifðu.
Ég vil fyrir hönd konu minnar
og bama hennar færa Halla sér-
stakar þakkir fyrir þá vináttu og
hlýhug sem þau hafa orðið aðnjót-
andi frá honum það rúma ár sem
þau fengu tækifæri til að vera í
samvistum við Halla, og þá ekki.
sfst nú síðastliðið sumar á ferðalagi
okkar um Danmörku, þau kynni
fylla stórt rúm í hjörtum okkar.
Vissan um að Halli sé nú farinn
til nýrra og betri heimkynna og sé
þar í samfylgd sinna bestu vina,
léttir sárasta söknuðinn.
Að lokum vill móðir mín, ég og
fjölskylda mín, færa Sigurði Bjöms-
syni og starfsfólki deildar la á
Landakotsspítala okkar bestu þakk-
ir fyrir þá miklu og hlýju umönnun
er þau auðsýndu Halla í hvívetna í
sjúkdómslegu hans.
Þegar Halli er nú kvaddur og
minningar hlaðast að þá kemur í
hugann kvöldvers úr ljóðabókinni
Móðurarfurinn:
Endar dagur, en nótt er nær,
náðþinnilofégsegi,
að þú hefir mér, herra kær,
hjáip veitt á þessum degi.
Herra minn, lát mig hægt og rótt
hvílast í nafni þínu,
+
Þökkum innilega samúð og vináttu við jarðarför
HALLBERU BJÖRNSDÓTTUR,
Borgarnesi,
hinn 8. mars sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akra-
ness.
Hermann Búason,
Georg Hermannsson, Helga Helgadóttir,
Björn Hermannsson, Þóra Þorkelsdóttir,
Brandur Hermannsson, Sigri'Aur Sverrisdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEFANÍA ÓSK JÓSAFATSDÓTTIR,
Grenimel 17,
andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 14. þessa mánaðar.
Synir, tengdadætur og barnabörn.
hyljimigJesúshérínótt
helgu réttlæti sínu.
Lát þína engla um mig slá
öruggri skjaldborg sinni,
vélum satans mig vemda frá
með voldugri hjástoð þinni.
Hilmar Jónasson og
fjölskylda, Hellu.
Þann 5. mars sl. lést á Landa-
kotsspítala Þórhallur Guðjónsson
frá Þúfu V-Landeyjahreppi eftir
stutta en erfíða sjúkdómslegu að
okkar áliti sem eftir lifum, en Halli,
eins og vinir og kunningjar hans
kölluðu hann, kvartaði ekki frekar
en fyrri daginn, alltaf þegar maður
spurði hann hvemig hann hefði það
var svarið ætíð á einn veg: Mér líður
ágætlega og vantar ekki neitt.
þannig var Halli í hinu daglega lífi,
kvartaði aldrei á hveiju sem gekk,
tók flestu með brosi á vör og lét
lífsgæðakapphlaupið sem flesta
hefur gripið, ekkert á sigfá.
Þórhallur fæddist á Stóra-Hofí í
Rangárvallahreppi, sonur þeirra
sæmdarhjóna Einhildar Sveinsdótt-
ur og Guðjóns Magnússonar frá
Fagradal í Mýrdal. Alls eignuðust
þau hjón fyögur böm sem voru auk
Halla, þær Sólveig, Guðrún og
Sveinbjörg, Guðrún og Sveinbjörg
em báðar látnar.
Er foreldrar Halla keyptu eyði-
býlið Þúfu í V-Landeyjum, fluttist
Halli með þeim þangað og bjó með
þeim þar allt til ársins 1973 er þeir
feðgar brugðu búi og seldu jörðina.
Þá hafði Einhildur móðir hans verið
farin fyrir nokkru til Sveinbjargar
dóttur sinnar í Þykkvabænum.
Ásamt hinum hefðbundna búskap,
stundaði Halli hin ýmsu störf fram-
an af m.a. sjómennsku og einnig
vörubílaakstur en hann keypti lítinn
vörubíl árið 1947.
Ók hann hinum ýmsu vörum
bæði tii og frá Reykjavík fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki í þorpum í
Rangárþingi. Ékki er að efa það
að þetta framtak Halla hafi komið
sér mjög vel í þá daga þegar lítið
var um farartæki og allar samgöng-
ur mun erfíðari en þær em í dag.
Er þeir feðgar bmgðu búi eins
og ég minntist á áðan árið 1973,
flutti Halli til systur sinnar Sólveig-
ar að Freyvangi 9 á Hellu og bjó
hann á heimili hennar þar til yfír
lauk. Fyrsta júní 1973 hóf Halli
vinnu í Glerverksmiðjunni Samverk,
og var það þá sem ég og fyölskylda
mín kynntumst honum og héldust
þau kynni fram á síðasta dag.
Við vinnufélagamir í Samverk
getum með góðri samvisku fullyrt
það, að öllum öðmm ólöstuðum, að
við hefðum ekki getað fengið betri
né traustari félaga bæði í leik og í
starfí.
Halli bjó jrfir miklum hæfíleika
til að umgangast fólk, og átti hið
létta yfírbragð og góða skap hans
þar eflaust sinn stóra þátt, enda
veit ég ekki til að hann hafi nokkum
tíma aflað sér óvinsældar, þvert á
móti var hann elskaður og dáður
hvar sem hann kom. Ógleymanleg-
ar stundir áttum við saman félag-
amir, ég, Gunnar og Halii, við veiði-
skap. Mér blöskraði oft hvað Halli
gat sýnt mikla stillingu og þolin-
mæði, þótt veiðin sýndi sig ekki.
Þama gat hann staðið svo tímunum
skipti við sama hylinn og beðið eftir
þeim stóra, sem sjaldan sást.
Þama var á ferðinni sama þolin-
mæðin og rólegheitin sem einkenndi
Halla öllum stundum. Halli safnaði
ekki veraldlegum auðæfum, en því
meira af þeim andlegu auðæfum,
sem ekki fínnast almennt hjá okkur.
Við vinnufélagamir í Samverk
kveðjum Halla með miklum trega
og eftirsjá og þökkum honum
ógleymanlegar stundir. Einnig vilj-
um við hjónin og bömin okkar færa
honum sérstakar þakkir fyrir þá
birtu og þann yl sem hann kom
með er hann kom í heimsókn á
heimili okkar.
í hjörtum okkar allra hefur
myndast tomarúm sem erfitt verður
að fylla.
Sólveigu systur hans, sem hefur
séð á eftir tveim systkinum og mági
sínum á nokkmm mánuðum, vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Hvíli í friði, minn kæri vinur.
Ólafur Hróbjartsson
I