Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
„Læknir, hann Mngnús orkominn.
fringað tilþín.út 0Í5i/&fnJeysi tconunnar
5inrv<xr. <•
... a<? /ara / göngu-
ferð út ífagra vetrar-
nóttina.
TM Rtg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
C1986 Los Angeles Times Syndicate
Nú hafa veríð gerðar ráð-
stafanir til þess að
reykingar verði bannaðar
hér heima hjá okkur.
Taktu eftir því þegar hún
segir við hann; Burstaðu
tennurnar fyrst!
HOGNIHREKKVISI
..VAKÐANíDi GO(.f.spili£> i Kt/ðup.. . "
Ofugt farið að
vali laganna
Karl Þórðarson hringdi:
„Ég er alls ekki sáttur við söng-
lagakeppni sjónvarpsins. Lögin eru
slæm og öfugt er farið að vali
þeirra. Það hefði verið nær að flytja
öll lögin á rás tvö og leyfa síðan
þjóðinni að senda inn atkvæði sitt.
Eg held að þeir postular sem völdu
lögin og útsettu séu ekki einfærir
um það.
Þó tekur það út yfír allt að hlusta
á sönginn. Hann minnir helst á
þegar ég píndi kettina sem óprútt-
inn drengur í sveit. Mér dettur í
hug hvort nefndin ætti ekki að
bregða sér bæjarleið til Selárdals
og athuga hvort Gísli á Uppsölum
hefur ekki eitthvað betra í poka-
hominu en þau lög sem flutt hafa
verið í sjónvarpinu.
Kveðjur til
Bobbysocks
Hér flýtur með vísa sem Þórður
Kárason fyrrverandi varðstjóri
samdi. Hann sendir hamingjuóskir
til norsku stúlknanna í Bobbysocks
sem koma fram í sjónvarpinu í kvöld
en þessi texti fellur einmitt að sigur-
lagi þeirra í Eurovision-keppninni
1985.
Lífið blómstrar giatt i gamla Norge,
getur Osló fagnað stúlkum tveim!
Rekur burtu sút, já sút og sorgir,
syngjum lag, sem hljómar vítt um heim.
Fyrsta prís við fögnum dátt,
fjðroggleðiíallanátt
Látum dansdunakátt,
dansar öll hin norska þjóð.
Eyfirðingar
athugið
Athygli Eyfirðinga, skal vakin
á því, að ritstjómarskrifstofa
Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85,
Akureyri, tekur við bréfum og
fyrirspurnum í Velvakanda.
Víkverji skrifar
Ritstjórar Morgunblaðsins eru
stundum spurðir um orð og
orðasambönd sem notuð eru hér
í blaðinu, enda svo fyrir að þakka
að íslendingar hafa enn mikinn
áhuga á tungu sinni. Allt sem
varðar íslenzka tungu er upplýstu
fólki umhugsunar- og umræðuefni
og þá ekki sízt það hvemig tekið
er til orða í fjölmiðlum. Um þessi
mál hafa orðið miklar umræður
hér í blaðinu og sérstakur þáttur
fjallar um tungu okkar, vinsæll
mjög og nauðsynlegur. í jafnstóm
blaði og Morgunblaðið er orkar
margt tvímælis, ekki sfzt í með-
ferð tungunnar. Fjöldi manna
skrifar blaðið, bæði blaðamenn og
aðrir landsmenn, og mætti raunar
segja að Morgunblaðið sé að miklu
leyti skrifað af fólkinu í landinu
svo margar aðsendar greinar sem
við birtum daglega. Að sjálfsögðu
er reynt að hafa einhveija að-
haldsstefnu í málvemdunarbar-
áttu blaðsins en þó eru blæbrigðin
mörg enda býr tungan yfír ótelj-
andi möguleikum til tjáningar.
Sem betur fer em margir góðir
stílistar enn með þjóðinni og reyna
að setja persónulegt mark á það
sem þeir senda frá sér, bæði
blaðamenn og aðrir sem í dagblöð
skrifa. Blaðamönnum í erlendum
fréttum er oft mikill vandi á
höndum að koma erlendu efni
yfir á íslenzka tungu og á það
einkum við þegar um ný atriði í
fréttum er að ræða. Þetta hefur
alltaf verið mikil áskoran, það var
til að mynda langur tími frá því
að þotur vom teknar í notkun þar
til þetta ágæta orð var haft um
þær í fréttum. Lengi vom þessi
tæki kölluð flugur eða þrýstilofts-
vélar svo að dæmi séu nefnd og
þyrlur ýmist koftar eða þyril-
vængjur unz það nýyrði kom til
sögunnar sem í málinu festist.
Þjóðin sjálf kveður upp endanleg-
an dóm um þau orð sem hún notar
og verða nýyrðasmiðir og mál-
vöndunarmenn að hlíta þeim dómi
í flestum tilfellum. Þjóðin hefur
unnið stórmerkt starf í nýyrða-
smíð, ekki sízt á þessari öld. En
hagorðir einstaklingar hafa einatt
haft forystuna og sér fijósemi
þeirra og hugmyndaauðgi stað í
mýmörgum orðum sem nú em
algeng í tungu okkar.
XXX
Fyrir skömmu vora ritstjórar
Morgunblaðsins spurðir um
það af hveiju blaðið notaði orðið
oliufat í erlendum fréttum þegar
átt væri við stórar tunnur með
150-160 lítmm, en eins og kunn-
ugt er hefur olíuverð verið miðað
við slík föt, sagt í fréttum að olíu-
fatið hafí verið 27 dollara, sé nú
komið niður í 17 dali eða 14 dali
eftir atvikum. Er ekki rangt að
nota þetta orð, olíufat, í þessu
sambandi, höfum við verið spurð-
ir, og miklu einfaldara að nota
orðið olíutunna?
Svo lengi sem menn spyija um
slík atriði er tungan ekki í yfírvof-
andi hættu. Meðan almennur
áhugi er á notkun tungunnar og
nýyrðasmíð eygjum við von til
þess að tungan haldi velli í því
yfírgengilega umróti sem mynd-
bandabyltingin og gervihnettimir
hafa valdið. Má raunar halda því
fram að byltingin eða ólgan sé
þvílík að það stappi nærri krafta-
verki, ef tungan kemst ósködduð
að mestu út úr þeim ósköpum.
En lítum á orðið fat, þ.e. olíu-
fat. I nýrri íslenzkri samheita-
orðabók, íslenzk samheitaorða-
bók, sem út kom á sl. ári, stendur
svo undir orðinu fat: Floti; -*•
bakki -*■ tunna; -► flík; -*• farang-
ur; falla úr fatinu gerast ófær;
sbr. föt spjarir sbr. búningur,
fatnaður; fara í (föt) -*• klæða
sig; fara ekki í föt e-s -*• jafnast
ekki á við e-n; falla e-m úr föt-
um, fara e-m úr fötum gleymast.
í þessari sömu bók stendur undir
orðinu tunna: Anker, áma, fat,
kaggi, ker, kjaggi, kútur, kvartel,
kvartil. Af þessu má sjá að orðið
olíufat er gott og gilt íslenzkt orð
sem ástæða er til að nota í daglegu
máli, enda hefur það löngum verið
gert. Þeir sem vom á sfld í gamla
daga gerðu greinarmun á tunnu
og olíufati og áttu þá sízt af öllu
við olíustakk eins og menn gætu
haldið í fljótu bragði! Menn veltu
síldartunnum og olíufötum á
undan sér en hinar fýrrnefndu
vom úr tré með gjörðum en hinar
síðamefndu úr jámi eða stáli eða
einhverri slíkri málmblöndu. Þá
má geta þess að í íslenzkri orða-
bók Menningarsjóðs segir undir
orðinu fat að það sé flát: þvotta-
fat, oliufat, fískfat; en einnig flík,
fatnaður; pils. Þá höfum við það.
En til frekara öryggis skulum við
að lokum h'ta á orðabækur Kon-
ráðs og Sigfúsar Blöndals. Blöndal
segir undir orðinu fat: ílát Fad,
Kar, ennfremur flík, föt (rúmföt),
farangur, klútur. Og í hinni biblíu
íslenskrar tungu, Danskri orðabók
eftir Konráð Gíslason, segir að
orðið merki fat, þ.e. stór diskur,
eða saupfat, mjólkurfat eða áma.
xxx
annig ber allt að sama
bmnni, olíufat er flát sem er
hentugt undir olíu, tunna er sama
og kaggi, segir Konráð, þ.e. stórt
flát með tveimur botnum, s.s.
salttunna, fat (t.a.m. undir vín),
kolatunna ákveðinnar stærðar eða
komtunna, einnig ákveðinnar
stærðar, fjórðungsfat eða bjór-
tunna, smjörtunna eða sfldar-
tunna; einnig tunna gulls, þ.e.
hundrað þúsundir ríkisdala; eða
eins og Sigfús Blöndal segir um
tunnu: tunna, fat, dunkur; sbr.
kveða í tunnu, þ.e. kút. Maður er
ég, en ekki tunna, er gamalt
orðtak um að það séu takmörk
fyrir því hvað .hægt sé að láta
ofan í sig af mat. Síðan segir
Sigfús Blöndal að tunna sé ákveð-
in mælieining, sbr. tunna af öli,
rúgi og svo framvegis; tunna gulls
segir Sigfús Blöndal að sé sama
og 200.000 krónur á verðlagi
áranna eftir fyrri heimsstyijöld.
Þannig getur verið skemmtilegt
að grafast sjálfur fyrir um orð og
orðfæri með aðstoð merkra hjálp-
artækja eins og þeirra orðabóka
sem við höfum notað í þessari
samantekt. Fréttamenn Morgun-
biaðsins munu því halda áfram
að nota orðið olíufat til að skýra
frá lækkandi olíuverði á heims-
markaði. En þegar kemur að
gullinu munum við að sjálfsögðu
fara að fyrirmælum Konráðs og
Sigfúsar Blöndals og gefa upp
heimsmarkaðsverð á einni tunnu
gulls eins og þeir mæla fyrir í
merkum bókum sínum.
En hvað skyldi annars ein tunna
gulls kosta á heimsmarkaðsverði
nú um stundir?
P.s. Því má bæta við að við
höfum verið gagnrýndir fyrir að
nota orð eins og fransari og kol-
lega en bæði em þessi orð gefín
í orðabók Menningarsjóðs, hið
fyrmefnda að vísu með krossi sem
merkir fomt orð, en það ætti að
duga.