Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 54
54 .......... ..............’ MÖRGtíNBLAÐID, LAUGARDAGUR15. MARZ1986
Stjörnukvöld í HöNinni:
Fyrsta troðslukeppnin
og pressuleikur í körfu
Morgunblaðið/Bjami
• ívar Webster, besti varnarmaðurinn. Hér er hann í sókn og vel
gætt af Hreiðari Hreiðarssyni í UMFN.
Pálmar og Linda
best íkörfunni
ÞAÐ verður mikið um að vera í
Laugardaishöilinni á þriðjudags-
kvöldið. Þá verður haldið svokall-
að Stjörnukvöld og þar munu
— úmsar stjörnur láta ijós sitt skína.
Það eru Körfuknattleikssam-
bandið og samtök íþróttafrétta-
manna sem gangast fyrir þessu
kvöldi. Pressuleikur verður í
körfuknattleik og f leikhléi mun
fyrsta troðslukeppnin hér á landí
fara fram. Þai munt margir leik-
menn úrvalsdeildar reyna með
- Birgir Mikaelsson með 92% vítahittni!
sér hver er bestur í að troða
knettinum í körfuna. Einnig verð-
ur keppt í innanhússknattspyrnu
og karate-menn munu sýna listir
sínar auk þess sem handknatt-
leiksmenn munu koma fram.
íþróttafréttamenn hafa þegar
valið pressuliðið og er það skípað
eftirtöldum leikmönnum: ívar
Webster, Henning Henningsson j
og Ólafur Rafnssori úr Haukum. j
Jóhannes Kristbjörnsson, ísak ;
Tómasson, Helgi Rafnsson og
Kristinn Einarsson ru Njarðvík.
Leifur Gústafsson kemur úr Val,
Garðar Jóhannsson úr KR, Guðjón
Skúlason úr ÍBK og þeir Karl
Guðlaugsson og Björn Steffensen
úr (R.
Skemmtun þessi er tilvalin fyrir
alla íþróttaáhugamenn því brugðið
verður á leik í mörgum íþróttum
auk þess sem skemmtilegur körfu-
knattleiksleikur verður á boðstól-
um
Morgunblaðið/Bjami
• Unda Jónsdóttir fékk öll kvennaverðlaunln. Hér brunar hún fram-
hjá varnarmanni ÍS f bikarúralltaleiknum.
AÐ LOKNUM úrslitaleikjum bik-
arkeppni KKÍ á fimmtudagskvöld-
ið hélt sambandið lokahóf eins
og venja er og voru þar heiðraðir
þeir einstaklingar sem báru af f
körfuknattleiknum f vetur. Pálmar
Sigurðsson var kjörinn besti leik-
maður úrvalsdeildarinnar og f
kvennaflokki var Linda Jónsdóttir
kjörin besti leikmaðurinn og hún
hirti reyndar öll kvennaverðlaun-
in að þessu sinni eins og þær
KR-stúlkur gerðu í vetur, þær
unnu öll mótin þrjú sem þær tóku
þátt f. Glæsilegur árangur hjá
þeim f vetur.
Pálmar bestur
Pálmar Sigurðsson úr Haukum
var kjörinn besti leikmaður úrvals-
deildarinnar eins og áður sagði en
í öðru sæti varð Valur Ingimundar-
son úr Njarðvík. Þrír leikmenn urðu
síðan jafnir í þriðja sæti en það
voru þeir Birgir Mikaelsson úr KR,
Guöni Guðnason einnig úr KR og
RagnarTorfason úr ÍR.
I keppninni um stigahæsta
mann mótsins hafði Valur Ingi-
mundarson úr Njarðvík hins vegar
vinninginn yfir Pálmar Sigurðsson
úr Haukunum. Valur skoraði alls
513 stig en Pálmar skoraði 496
stig og varð í öðru sæti. Birgir
Mikaelsson úr KR varð í þriðja
sæti en hann skoraði alls 397 stig
í úrvalsdeildinni í vetur.
Þeir Pálmar og Valur komu einn-
ig báðir við sögu í keppninni um
flestar þriggja stiga körfur í vetur.
Pálmar skoraði flestar þannig körf-
ur, alls 55, og færði félagi sínu þar
með 165 stig. Karl Guðlaugsson úr
ÍR og Valur Ingimundarson úr
Njarðvík voru jafnir í öðru sæti í
keppninni um þriggja stiga körf-
urnar en þeir gerðu alls 31 slíka
körfu, eða 93 stig hvor.
Frábær vítahittni
Það borgar sig greinilega ekki
að brjóta á honum Birgi Mikaels-
syni úr KR þegar hann er í skot-
stöðu því drengurinn sá er með
bestu nýtinguna í vítaskotum í úr-
valsdeildinni. Hann tók alls 72 víta-
skot í vetur og skoraði úr 66 þeirra
en það þýðir að nýtingin var 92%
sem verður að teljast frábær
árangur.
Tómas Holton úr Val var með
næstbestu vítanýtinguna í vetur.
Hann tók 52 vítaskot og hitti úr
43 en það gerir 83% nýtingu. í
þriöja sæti varð Pálmar Sigurðs-
son úr Haukum. Hann tók 80 víta-
skot og hitti úr 62 þeirra og er
því með 78% nýtingu.
Feðgar í efstu sætum
Jóhannes Kristbjörnsson úr
Njarðvík var kjörinn besti nýliði
Morgunblaðið/Bj ami
| • Kristbjöm Albertsson er besti kröfuknattleiksdómari landsins.
murgunoiaoio/ cjami
• Pálmar skælbrosandl. Bikarinn f höfn og hann kjörinn besti leik-
maðurinn af félögum sfnum f deildinni.
úrvalsdeildarinnar og er hann vel
að þeim titli kominn. Faðir hans,
Kristbjörn Albertsson, var kjörinn
besti dómari deildarinnar og eru
víst fæstir í vafa um réttmæti
þeirrar kosningar.
í næstu tveimur sætum um
kosningu nýliða deildarinnar voru
tveir Keflvíkingar, Guðjón Skúla-
son og Ólafur Gottskálksson,
þannig að það er auðséð aö Suður-
nesjamenn eiga nóg af efnilegum
körfuknattleiksmönnum og þurfa
ekki að kvíða framtíðinni í þeim
efnum.
Jón Otti Ólafsson úr KR varð í
öðru sæti í kosningunni um bestu
dómarana og Ómar Scheving úr
Kr í því þriðja. Ómar var einnig
kjörinn efnilegasti dómarinn og í
öðru sæti þar varð Jóhann Dagur
Björnsson úr Fram og Kristinn
Albertsson úr Val varð þriðji.
ívar bestur í vörn
Besti varnarmaður úrvalsdeild-
arinnar var kjörinn ívar Webster úr
Haukum. Þessi hávaxni leikmaöur
hefur sýnt það og sannað í leikjum
vetrarins að hann er trúlega einn
albesti varnarmaður sem leikið
hefur hér á landi. Á góðum degi
tekur hann ógrynni frákasta og er
hreint frábær í vörninni auk þess
sem hann er einnig mjög drjúgur
viðaö taka sóknarfráköst.
ísak Tómasson úr Njarðvík varð
í öðru sæti í kjörinu um varnar-
mann deildarinnar og Torfi Magn-
ússon úr Val í því þriðja.
Linda tók allt
Linda Jónsdóttir úr KR tók öll
verðlaunin sem veitf voru fyrir
kvennakörfuna í vetur. Hún var
kjörinn besta stúlkan, skoraði flest
stig og hafði bestu vítanýtinguna.
I öðru sætinu í kjörinu um bestu
stúlkuna varð Þórunn Magnús-
dóttir úr Njarðvík og Guðiaug
Sveinsdóttir úr Keflavík varð í
þriðja sæti.
Guðlaug hækkaði sig um eitt
sæti í röðinni um stigahæstu stúlk-
urnar en hún gerði alls 145 stig í
vetur. Linda varð efst með 205
stig og Ása Óskarsdóttir úr Hauk-
um varð í þriðja sæti með 118 stig.
Linda var einnig best í vítaskot-
unum í vetur. Hún var með 70%
nýtingu en Ragnheiður Steinback
úr (S kom fast á hæla hennar með
68% nýtingu og Cora Barker rétt
á eftir henni með 67% nýtingu.