Morgunblaðið - 15.03.1986, Qupperneq 55
, MQRGUNI^LAÐIÐ, LAUfiARDAGUR 15. jtfARZ 1^86
tímabili. Það hefur hinsvegar vakið
athygli hér í Noregi aö það skuli
vera aðal keppinautur Stavanger,
Fredriksborg SKI, sem virðist ætla
að krækja í Helga.
Þá er Ijóst að Sveinn Bragason
mun ekki leika áfram með Stavang-
er næsta vetur, en flest bendir
hinsvegar til þess að Jakob Jóns-
son leiki áfram með liðinu.
Knattspyrnulandsliðið í Bahrain:
Öruggur sigur í
síðari leiknum
Helgi til Fredriksborg?
Frá Bjama Jóhannessyni, fróttamanni Morgunblaðsins í Noregi.
NÚ STANDA yfir samningavið- I Helgi taki við þjálfun liðsins
ræður milli Helga Ragnarssonar, næsta vetur.
sem náð hefur frábærum árangri Eins og fram hefur komið í frétt-
með lið Stavanger í norska hand- um munu hvorki Helgi Ragnarsson
boltanum í vetur, og forráða- nó Gunnar Einarsson þjálfa lið sín
manna Fredriksborg SKI um að I áfram að loknu þessu keppnis-
Ormarr Örlygsson, Gunnar Gísla-
son, Sævar Jónsson, Loftur Ólafs-
son, Viðar Þorkelsson. Miðvallar-
leikmenn: Pétur Ormsiev, Kristján
Jónsson, Ágúst Már Jónsson.
Framlínumenn: Halldór Áskelsson,
Guðmundur Torfason. Eftir leikhlé
kom Guðmundur Steinsson inná
fyrir Guðmund Torfason, og Ólafur
Þórðarson fyrir Ormarr Örlygsson.
Skömmu fyrir leikslok kom svo
Sveinbjörn Hákonarson inná fyrir
Guðmund Steinsson, sem meidd-
ist lítillega. Tuttugu og átta stiga
hiti var á meðan leikurinn fór fram.
Áhorfendur voru fáir, aðeins nokk-
urhundruð.
Landsliðið hefur notað tímann
vel í Bahrain til æfinga og afslöpp-
unar. Æft hefur verið tvisvar á dag
að jafnaði undir stjórn Sigi Held^,
og legið í sólinni þess á milli. I
Bahrain er úrvalsloftslag um þess-
ar mundir, 20—30 stiga hiti og
glampandi sól. Landsliðið dvelur á
Hilton-hótelinu í Bahrain í góðu
yfiriæti. Það er væntanlegt aftur
til Islands á mánudaginn.
Stavanger meistari?:
Nægir jafntefli í
síðasta leiknurrv
Frá Bjama Jóhannessyni, fróttamanni
Geysileg spenna er nú í norska
handknattleiknum fyrir lokaum-
ferðina f fyrstu deildinni. f næst
síðustu umferð, sem leikin var í
fyrrakvöld, sigruðu bæði Stavan-
ger og Fredriksborg SKI í sínum
leikjum og eru efst og jöfn með
34 stig fyrir síðustu umferðina.
Fredriksborg vann lið Fjell-
hammer 22:26 á útivelli og átti
Jakob Jónsson sériega góöan leik,
skoraði sex mörk og átti fjölda línu-
sendinga sem gáfu mörk. A sama
Morgunblaðsins i Noregi.
tíma vann Fredriksborg SKI Kol-
botn 19:21 einnig á útivelli.
Fyrir lokaumferðina stendur
Stavanger betur að vígi en Fred-
riksborg SKI, vegna þess að
markahlutfall þeirra er mun betra.
Stavanger nægir því jafntefli í síð-
asta leiknum sem er á heimavelli
þeirra á móti neðsta liði deildarinn-
ar, Revsdal. En það er sýnd veiði
en ekki gefin. Revsdal getur nefni-
lega bjargað sæti sínu með sigfl***
og munu berjast til síðasta blóð-
dropa.
ÍSLENSKA knattspyrnulandsliðið
vann öruggan sigur á landsliði
Bahrain í leik liðanna í Bahrain í
gær. Lokatölur urðu 2:0 eftir
markalausan fyrri hálfleik.
(slenska liðið lék mun betur í
þessum leik en þeim fyrri, enda
sat nú engin ferðaþreyta í mönn-
um. Bæði mörkin voru skoruð í
síðari hálfleik. Það fyrra skoraði
Halldór Áskelsson með góðu skoti
út teignum þegar tíu mínútur voru
liðnar af hálfleiknum og Guðmund-
ur Steinsson bætti öðru við þegar
skammt var til leiksloka. Mark
Guðmundar kom eftir góðan sam-
leik íslenska liðsins þar sem Hall-
dór Áskelsson var í aðalhlutverki
— hann gaf góða þversendingu
fyrir markið og Guðmundur skoraði
auðveldlega af stuttu færi.
Lið íslands var skipað eftirtöld-
um leikmönnum: Markvörður: Frið-
rik Friðriksson. Varnarmenn:
Úthlutað úr sjóði
íþróttaráðs Reykjavíkur
ÚTHLUTAÐ var úr Styrktarsjóði
íþróttaráðs Reykjavikur á mið-
vikudaginn. Að þessu sinni hlaut
handknattleiksdeild Víkings
200.000 fyrir góðan árangur í
Evrópukeppni bikarhafa og bikar-
meistaratitil í handknattleik 1985.
TBR fókk 100.000 krónur fyrir
árangur félagsins á EM og ungl-
ingastarfs. Iþróttafólag fatlaðra
hlaut 50.000 fyrir árangur á NM
og unglingamóti í Finnlandi árið
1985. Fylkir fókk einnig 50.000
fyrir félags- og unglingastarf.
Sundfélaginu Ægi var einnig veitt
50.000 fyrir árangur á sundmót-
inu hérlendis og erlendis.
Auk þessara verðlauna fékk
Sigurður Einarsson spjótkastari
sérstakan bikar fyrir frábæran
árangur í spjótkasti á árinu en
hann kastaði 87,80 metra og er
það 20. besti árangur í heiminum
á síðasta ári.
Bjarndís Tómasdóttir og Björn
Tryggvason fengu viðurkenningu
fyrir iðkun almenningsíþrótta og
þeir Hákon Bjarnason hjá ÍR og
Róbert Jónsson fengur einnig við-
urkenningu fyrir vel unnin störf
hjá sínum félögum að íþróttamál-
umog unglingastarfi.
Á myndinni eru Magnús Guð-
mundsson formaður handknatt-
leiksdeildar Víkings, Björn
Tryggvason, Daníel StefánssoBr-
Sigurður Benjamínsson frá Ægi,
Jóhannes Óli Garðarsson frá Fylki,
Róbert Jónsson og Hákon Bjarna-
son. Sitjandi fyrir framan eru þær
Bjarndís Tómasdóttir og Edda
Berman formaður íþróttafélags
fatlaðra í Reykjavík.
• Þeir Viðar Þorkelsson (t.v.) og Kristján Jónsson hafa leikið vel f
Bahrain.
Villa kaupir
og kaupir
Frá Bob Hennessy, fréttarftara Morgunblaösins á Englandi.
MIKIÐ hefur verið að gera varð-
andi kaup og sölu á knattspyrnu-
mönnum f Englandi að undan-
förnu. Mest hefur þó verið að
gera hjá forráðamönnum botnlið-
anna WBA og Aston Villa.
Ron Saunders stjóri WBA hefur
verið iðinn við að kaupa og selja
leikmenn þann stutta tíma sem
hann hefur verið við stjórnvölinn
íþróttir
um helgina
ÓVENJU róleg helgi er nú
framundan hjá íþróttafólki.
Aðeins handknattleikur hjá
yngri flokkunum og sama er
upp á teningnum hjá körfu-
boltamönnum nema hvað
einn leikur verður að auki í
úrslitakeppninni f 2. deild en
Snæfell og UMFS leika f
Borgarnesi klukkan 14 fdag.
Á mánudagskvöldið verður
einn leikur í bikarkeppninni í
handknattleik en þá leika HK
og Þór frá Vestmannaeyjum í
Digranesi klukkan 20.
Síðari hluti íslandsmótsins
í judo verður í íþróttahúsi
Kennaraháskólans í dag og
hefst keppnin klukkan 14.
Fram og Neskaupstaðar
Þróttur leika í neðri hluta úr-
slitakeppninnar í blaki og
verður leikur þeirra klukkan 16
ídag íHagaskólanum.
Frjálsíþróttamót verður
hjá öldungum f dag og á
morgun. í dag hefst mótið í
Baldurshaga en verður sfðan
framhaldið í Ármannsheimil-
inu á morgun.
hjá félaginu. í vikunni keypti hann
þriöja leikmannin frá því hann tók
við og heitir sá Paul Dyson og er
26 ára gamall varnarmaöur. Hann
kemur frá Stoke en þar hefur hann
verið í tvö og hálft ár en var áður
hjá Coventry. Saunders borgaði
60.000 pund fyrir kappann en
þegar Stoke keypti hann kostaði
kappinn 150.000 pund.
Aston Villa hefur keypt tvo
gamla leikmenn félagsins aftur.
Andy Blair er kominn til baka frá
Sheffield Wednesday. Hann var
seldur þangað frá Villa fyrir tæpum
tveimur árum og þá á 50.000 pund
en nú var kaupverðið 120.000
pund. Hækkað mikið í verði, piltur-
inn. Þetta er í annað sinn sem
Blair kostar Villa stórfé því árið
1981 keypti félagið hann á
300.000 pund frá Coventry.
Frá WBA hefur Aston Villa keypt
Steve Hunt og var kaupverðið
120.000 pund en þeir létu Gordon
nokkurn Bradley upp í kaupverðið.
Hunt þessi lék í eina tíð með New
York Cosmos og lék þar við hlið
þeirra Beckenbauersog Pele.
Sheffield Wednesday hefur gert
tveggja ára samning við Shut,
stráklinginn sem hefur leikið þrjá
síðustu leiki liðsins og gert sex
mörk. Hann er 21 árs gamall og
Wilkinson skrifaöi undir tveggja
ára samning við pilt eftir að hann
skoraði eitt mark fyrir félagið í
þriðja leik sínum en hann gerði tvö
mörk í fyrsta leik sínum og þrjú í
þeim næsta.
Mark Hughes leikmaður Man-
chester United mun ekki leika með
liðinu í dag gegn QPR og ástæðan
er sú að Ron Atkinson telur að
allt tal um að Barcelona og Hughes
hafi ruglað piltinn í rfminu og hann
verði því að hvíla sig.