Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 1
104 SIÐUR
B
STOFNAÐ1913
62. tbl. 72.árg._____________________________________SUNNUDAGUR16. MARZ 1986__________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsíns
Frakkar að
kjörborðinu
París, 15. mars. Frá Torfa Tulinius,
fréttaritara Morgunbladsins.
Kosningabarattunni í
Frakklandi lauk á miðnættí
aðfaranótt laugardags. Fram-
bjóðendur eru vanir þvi að hafa
hægt um sig þennan síðasta dag
fyrir kjördag og leyfa þjóðinni
að taka ákvörðun í ró og næði.
Mál frönsku gíslanna í Beirút
hefur yfírgnæft kosningabarátt-
una undanfama viku, en ólíkar
kenningar hafa verið settar fram
um hvaða áhrif það mál kunni að
hafa á kjósendur.
Menn bera gjaman stöðu
frönsku stjómarinnar í dag saman
við stöðu Carter-stjómarinnar fyrir
forsetakosningamar 1980, en
Carter þurfti þá að fást við gísla-
málið í Teheran og mun það hafa
átt dijúgan þátt í ósigri hans.
Menn velta því nú fyrir sér hvort
ámóta örlög bíði stjómar sósíalista.
Lausafylgi er ekki eins stórt hlut-
fall kjósenda í Frakklandi og í
Bandaríkjunum. Það gæti dregið
úr áhrifum gíslamálsins; eins það
að samstaða hefur verið um það
meðal stjómmálamanna allra
flokka hér að það yrði ekki gert
að kosningamáli.
Sósíalistar hafa barist af meiri
krafti en áður þessa síðustu daga
fyrir kosningar. Talið er að Mitt-
errand sé tregari til þess en fyrr
að velja sér Chirac eða annan
hægri mann í forsætisráðherra-
embættið. Það kemur til af batn-
andi efnahagsástandi í kjölfar
lækkunar olíuverðs og dollara. Sá
sem verður forsætisráðherra núna
mun eiga tiltölulega auðvelt með
að láta líta út fyrir að hann hafi
bjargað landinu frá efnahagsöng-
þveiti. Því verður hann betur í
stakk búinn til að bjóða sig fram
til forsetakjörs innan tveggja ára.
Af þessum sökum vilja sósíalistar
stjóma Frakklandi áfram eftir
kosningar.
Til móts við ævintýrin
Ferðaklúbbur mun í sumar bjóða fólki í ferðir niður íslenzkar jökulár á gúmbátum. Hér er farið niður streng í Hvitá. BúrfeU
/ Grímsnesi til vinstri. Sjá greinar og myndir á miðopnu B-blaðs.
.
. .
Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, borinn til grafar: _
„Engínn einn maður
kemur í stað Palme“
- sagði Willy Brandt, f ormaður Alþjóðasambands jafnaðarmaima, við komuna til Stokkhólms
Stokkhólmi, 15. mars. AP.
SÆNSKI fáninn blaktí í dag í hálfa stöng um gjörvalla Sviþjóð vegna
útfarar Olofs Palme, forsætisráðherra og eins kunnasta stjórn-
málamanns í Vestur-Evrópu. Mörg hundruð erlendra gesta, þjóðar-
leiðtogar og aðrir háttsettir menn, eru komin tíl borgarinnar og er
öryggisgæsla meiri en áður eru dæmi um.
„Enginn einn maður mun koma í
stað Olofs Palme. Hans verk verða
margir menn að axla,“ sagði Willy
Brandt, formaður Alþjóðasambands
jafnaðarmanna, þegar hann kom til
Stokkhólms til að vera við útför
Olofs Palme en um 1500 manns,
Svíar og fulltrúar annarra þjóða,
verða við athöfnina í Ráðhúsinu,
sem hefst með sálmasöng 248
bama frá öllum héraðum Svíþjóðar.
Næst kistunni verður Lisbet, ekkja
Palme, og synir þeirra þrír. Bað hún
um, að sjónvarpsmyndavélunum
yrði sem minnst beint að fjölskyld-
unni. Karl Gústaf, Svíakonungur,
mun halda ræðu við útförina og er
það í fyrsta sinn sem sænskur
konungur talar yfir látnum forsæt-
isráðherra. Aðrir ræðumenn verða
Ingvar Carlsson, eftirmaður Palme
sem forsætisráðherra, de Cuellar,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, Rajiv Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, og Willy Brandt.
Að athöfninni lokinni mun líkfylgd-
in fara um miðborg Stokkhólms og
að kirkjugarðinum þar sem Palme
verður lagður til hvíldar, steinsnar
frá staðnum þar sem hann féll fyrir
morðingjahendi 28. febrúar sl.
Hans Holmer, lögreglustjóri í
Stokkhólmi, sagði í gær, að fátt
benti til, að maðurinn, sem nú er í
haldi, væri riðinn við morðið á
Palme en í „Svenska Dagbladet" í
morgun, laugardag, sagði, að vitni
bæra, að maðurinn hefði verið á
sömu kvikmyndasýningu og
Palme-hjónin. Því neitaði hann hins
vegar. Blaðið „Expressen" sagði, án
þess að tilgreina heimildir, að lög-
reglan hefði yfirheyrt nágranna
mannsins og hefðu þeir borið, að
hann hefði oft haldið fundi á heim-
ili sínu að næturlagi með allt að
20—30 manns. Lögreglan vildi
ekkert um þessar fréttir segja.
Lögregluforingi í Stokkhólmi, sem
AP/Slmamynd
Lögreglumaður gætir grafarinn-
ar þar sem Olof Palme verður
lagður til hinstu hvíldar. Er hún
í Adolf Fredrik-kirkjugarðinum
í miðborg Stokkhólms, skammt
þar frá sem Palme var myrtur
28. febrúar sl.
aðeins nefndi sig Danielsson, sagði,
að lögreglunni hefðu borist nýjar
upplýsingar, sem athugaðar yrðu í
nótt, aðfaranótt laugardags.