Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 58
m 33er S5IAM .3Í JiUOAaUMVÍUg .aiOAJHVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR T6. MARZ1986 Saga Alþýðuflokksins Þingflokkur AJþýðuflokksins 1928. Frá vinstri: Siguijón Á. Ólafsson, Jón Baldvinsson, Haraldur Guðmundsson, Erlingur Friðjónsson og Héðinn Valdimarsson. Sjálfstæðisflokkur fyrir lagasetn- ingu sem bannaði verkfoll og skyldi binda kaupmátt launa við það sem verið hafði árið áður. Alþýðuflokk- urinn gat ekki unað þessu og gekk úr þjóðstjóminni. (Eins og hann hafði gengið úr stjóm fjórum ámm áður þegar kjaradeila var leyst með lögum er hann gat ekki sætt sig j. - ,við.) Þótt stjómir verkalýðsfélaga ’ gætu laganna vegna ekki gengist opinberlega fyrir kaupkröfum, tókst launþegum, vegna mikillar greiðslugetu fyrirtækjanna og eftir- spumar eftir vinnuafli, að knýja fram kauphækkanir með óformleg- um aðgerðum, svo að lögin urðu nafnið tómt. Þar með var stigið langstærsta einstaka skrefið til nútímalífskjara launafólks á Is- landi. Sjálfstæðisflokkurinn sætti sig við orðinn hlut og myndaði minni- hlutastjóm sem afnam kaupbind- ingarlögin og gekk til samstarfs við Alþýðuflokk og Sósíalistaflokk um breytingar á kjördæmaskipan er tryggðu hag þessara þriggja flokka ölíu betur en gert hafði verið 1934. Þeirri breytingu fylgdu tvennar kosningar. Þar bauð Sósíalista- flokkurinn fram í fyrsta sinn, og hitti vel á þegar kjaramál vom svo mjög í sviðsljósi en deilur kommún- ista og lýðræðissinna lágu í láginni vegna samstöðu Sovétríkjanna og vesturveldanna í styijöldinni. Al- þýðuflokkurinn bauð líka fram í fyrsta sinn sem hreinn stjómmála- flokkur, aðskilinn frá ASÍ, og naumast búinn að koma á eðlilegu flokksskipulagi. Til samans reyndist fylgi verka- lýðsflokkanna tveggja meira en jKHiokkm sinni fyrr, en nú brá svo við að Sósíalistaflokkurinn var orð- inn öllu fylgismeiri en Alþýðuflokk- urinn. Þar með var komið á kerfi fjögurra aðalflokka, og hélst það með furðu stöðugum hlutföllum allt til 1971, nærfellt þijá áratugi og gegnum tíu þingkosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði þá bæði mest fylgi og einna stöðugast, ná- lægt 40%; Framsóknarflokkurinn kringum 25%; en nálægt 33% skiptu verkalýðsflokkamir með sér, og var jafnan öllu stærri hlutur Sósíalista- flokksins, eða frá 1956 arftaka íians, Alþýðubandalagsins. Smá- flokkar buðu fram öðm hvom, en aðeins einn þeirra fékk í eitt skipti menn kjöma. Breytingar á kjörfylgi réðu á þessu tímabili litlu um möguleikana á myndun þingmeirihluta. Yfirleitt sátu samsteypustjómir við völd (millibilsástand einu sinni brúað með utanþingsstjóm og þrisvar með minnihlutastjóm; Alþýðuflokkurinn myndaði eina þeirra er sat í rúmt ár 1958-60). Allra flokka stjóm tókst aldrei að mynda, þrátt fyrir tilraunir á 5. áratugnum. Þriggja flokka stjómir sátu þrívegis og átti Alþýðuflokkurinn aðild að þeim öllum; með Sjálfstæðisflokki og Sósíalistaflokki 1944-47; meðSjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki 1947-50 (og var Stefán Jóhann Stefánsson þá forsætisráðherra); og með Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi 1956-58. Þetta voru allt skammlífar stjómir. Tveggja flokka meirihluti var aðeins mögu- legur með aðild Sjálfstæðisflokks- ins. Slíkt samstarf reyndist miklu varanlegra en þriggja flokka stjóm- imar, einkum samstjóm Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks 1960-71 (og má telja samstarflð órofið allt frá 1958 er Sjálfstæðisflokkurinn hóf að styðja minnihlutastjóm Al- þýðuflokksins). Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks stóð einnig alllengi, 1950-56, og var það eini stjómarmeirihlutinn á tímabilinu sem Alþýðuflokkurinn átti ekki aðild að. Má því tala um þetta stjómarandstöðuskeið sem sérstakt tímabil í sögu flokksins, en stjórnaraðildarskeið á undan og eftir. Stjórnaraðild 1944-49 osr sviptinffaskeið til 1956 Alþýðuflokkurinn gekk mjög hikandi til stjómarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Sósíalistaflokk 1944. Samvinna við sósíalista var honum í sjálfu sér ógeðfelld, enda áttu flokkamir í óvæginni sam- keppni um áhrif í verkalýðshreyf- ingunni, og svo voru sár klofnings- ins 1938 langt í frá gróin. Flokks- formaðurinn, Stefán Jóhann Stef- ánsson, kærði sig ekki um ráð- herraembætti, en annar af tveimur ráðherrum flokksins varð Frnil Jónsson, einn af hinum nýju þing- mönnum Alþýðuflokksins 1934. Hið sjálfgefna verkefni ríkis- stjómarinnar 1944 var að nota fjár- hagslegt svigrúm stríðsáranna til varanlegrar uppbyggingar atvinnu- veganna, en Álþýðuflokkurinn beitti sér sérstaklega fyrir því að stjómin kæmi á almannatrygging- um er fyllilega samsvöruðu hinum stórbætta efnahag þjóðarinnar. Þegar kalda stríðið hófst að heimsstyijöldinni lokinni reyndist Sósíalistaflokkurinn sovéttrúr sem fyrr, en hinir flokkamir tóku ákveðna afstöðu með vesturveldun- um. Af þessari aðalástæðu einangr- aðist Sósíalistaflokkurinn utan stjómar 1947. Utanríkismálin, einkum innganga íslands í Atlants- hafsbandalagið 1949, voru samein- ingartákn ríkisstjómar Stefáns Jó- hanns Stefánssonar og réðu viðhorf danskra og norskra jafnaðarmanna miklu um afstöðu Alþýðuflokksins. Agreiningur um efnahagsstefnu varð stjóminni að falli. Hún hafði varist vaxandi gjaldeyrisskorti með höftum og skömmtum, uns hinir stjómarflokkamir hölluðust að leið gengisfellingar og kjaraskerðingar sem Alþýðuflokkurinn gat ekki sætt sig við. Hófst þá sjö ára stjóm- arandstöðutímabil flokksins sem mjög einkenndist af togstreitu inn- an flokks. Um nokkurt skeið höfðu flokks- menn þeir, er töldu sig til vinstri í flokknum, sett það fyrir sig að fomsta flokksins væri í höndum þröngs hóps, formannsins og skoð- anabræðra hans, en öðrum sjónar- miðum bægt frá. T.d. höfðu tveir ungir og róttækir flokksmenn verið kjörnir á þing 1946, Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gísla- son, en verið að mestu útilokaðir frá starfl þingflokksins, einkum vegna þess að þeir hneigðust til hlutleysisstefnu í utanríkismálum. Ekki linnti gagnrýninni eftir að flokkurinn lenti utan stjómar, og á flokksþingi 1952 var svo komið að vinstri armurinn var í meirihluta. Kaus hann þá Hannibal Valdimars- son flokksformann í stað Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Fylgjendur Stefáns brugðust við með því að neita að taka kjöri í trúnaðarstöður, svo að vinstri armurinn varð einn að mynda nýja flokksforustu, en fyrirtæki á vegum flokksins, þau sem hlutafélög vom að formi og undir stjóm manna úr hægri armi, drógu úr stuðningi við flokksstarflð. Ofan á þessi illindi bættist fljótlega klofningur í vinstri arminum, þar sem menn snem hver af öðmm baki við nýja formanninum fyrir það hve einráður hann þótti. Var hann þegar á næsta flokksþingi, 1954, búinn að missa meirihlutann, og varð það að málamiðlun með flest- um fulltrúum að Stefán Jóhann drægi sig í hlé, en elsti foringi flokksins, Haraldur Guðmundsson, tæki við formannshlutverkinu. Hannibal gekk úr flokknum og varð sama ár forseti ASÍ með stuðningi Sósíalistaflokksins. Síðan mynduðu Hannibal og fylgismenn hans kosn- ingabandalag með Sósíalistaflokkn- um undir nafninu Alþýðubandalag; breyttist það síðar í fullgildan stjómmálaflokk og tók við hlutverki- Sósíalistaflokksins. Hér var að endurtaka sig áþekkur klofningur og 1938, með Hannibal Valdimars- son í hlutverki Héðins Valdimars- sonar. Færri flokksmenn munu hafa fylgt Hannibal en Héðni á sínum tíma, en þó varð nú eins og þá, talsverð röskun á valdahlutföllum innan verkalýðshreyfingarinnar. Bandarískt vamarlið kom til landsins 1951, í Kóreustríðinu, samkvæmt samkomulagi sem AI- þýðuflokkurinn stóð að ásamt ríkis- stjómarflokkunum. Vera hersins og samskiptin við hann urðu mikið hitamál í íslenskum stjómmálum. Sósíalistaflokkurinn var hemum vitanlega andsnúinn — NATO- aðildinni líka — og andstaða við hann hlaut nokkum hljómgmnn í Alþýðuflokknum og þá ekki síður í Framsóknarflokknum. Auk þess kom fram sérstakur smáflokkur sem hafði brottrekstur hersins að meginstefnumáli og fékk þingmenn lqöma 1953. Svo var komið 1956, á kosningaári, að Framsóknarflokk- ur og Alþýðuflokkur tóku upp þá stefnu að leita samninga um brott- för vamarliðsins. Jafnframt gerðu þeir kosningabandalag með þeim hætti að í hveiju kjördæmi bauð einungis annar þeirra fram, og var ætiunin að fylgismenn Alþýðu- flokksins gætu tryggt Framsóknar- mönnum kosningu í nokkrum hinna fámennari kjördæma, en hins vegar myndu Framsóknarmenn ljá Al- þýðuflokknum talsverðan fjölda atkvæða í fjölmennari kjördæmun- um og þar með tryggja honum aukinn fjölda uppbótarsæta. Áttu 40% atkvæða, sem flokkamir voru vanir að ná hið minnsta, að duga þeim til hreins meirihluta. En fylgi þeirra varð með allra minnsta móti — kannski réð aðild Hannibals Valdimarssonar að Alþýðubanda- laginu úrslitum — svo að meirihlut- inn brást. Flokkamir mynduðu stjórn samt sem áður, en með aðild Alþýðubandalagsins. Haraldur Guðmundsson, sem gefið hafði helsti skýrar yfírlýsingar um að samstarf við kommúnista kæmi ekki til greina, dró sig þá í hlé, en Emil Jónsson varð flokksformaður. Höfundur er sagnfræðingur. Svíþjóð: Sovéskur sjómaður flýr skip Stokkhólmi, 14. mars. AP. SOVÉSKUR sjómaður flúði skip sitt á eyjunni Gotland við Svíþjóð í dag, eftir að hafa neytt skip- stjórann með vopnavaldi til þess að sigla til hafnar í bænum Slite svo að hann kæmist í land, að sögn sænsku fréttastofunnar TT. Maðurinn gaf sig þegar fram við lögregluna og afhenti henni skam- byssu, sem hann bar á sér. Lögregl- an segir að maðurinn hafi verið fyrsti stýrimaður á sovésku haf- rannsóknarskipi, sem hefur sex manna áhöfn. Farið verður með manninn til Visby, þar sem hann verður yfirheyrður, en. að sögn lögreglunnar verður farið með mál hans, eins og um mál pólitísks flóttamanns sé að ræða. Hafrann- sóknarskipið hélt aftur úr höfn, eftir að skipstjóri þess hafði haft sam- band við sovéska sendiráðið í Stokk- hólmi. Grænland: Hætt við öl- og* gosdrykkja- framleiðslu Nuuk, 14. marz. Frá fréttaritara MorgTinblaðHÍns, N J. Bruun. GRÆNLENZKA landstjórnin hefur um langt skeið haft uppi áform um að Grænlendingar framleiði sjálfir handa sér það öl og þá gosdrykki, sem þeir neyta. Nú eru hins vegar horfur á, að hætta verði við þessi áform sökum þess að Carlsberg- og Tuborg-verksmiðjurnar 1 Dan- mörku vilja ekki leggja það fé fram, sem þarf til þess að koma upp verksmiðjum í þessu skyni á Grænlandi. Landstjórnin hafði gert ráð fyrir verksmiðjum, sem framleitt gætu 32,5 millj. flöskur, en nú halda dönsku verksmiðjurnar þvi fram, að aðeins sé unnt að selja 25 millj. flöskur á Græn- landi og miðað við þær tölur muni framleiðslan ekki bera sig. Vonir höfðu staðið til þess, að fyrirhugaðar verksmiðjur myndu veita 180 manns atvinnu. Var ráðgert að koma þeim upp í þremur bæjum í landinu. Bandaríkin: Vilja herinn reyklausan Washington, 13. mars. AP. CASPAR Weinberger, vamar- málaráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að efna til mikillar áróðursherferðar gegn tóbaks- neyslu meðal bandarískra her- manna, þeirrar mestu, sem um getur i sögu hersins. Hafði raun- ar verið lagt til, að tóbakssala yrði bönnuð í bandarískum her- stöðvum, en það þótti honum fuU mikið i ráðist. Skýrt var frá þessu á þriðjudag þegar lögð var fyrir þingið skýrsla um reykingar. »! henni segir, að all of margir hermenn séu ánetjaðir tóbaksnautninni. Kemur þar fram, að í fyrra hafi 47% hermannanna reykt en 52% árið 1982. Er það allmiklu hælra hlutfall en meðal óbreyttra borgara í Bandaríkjunum en nú er svo komið, að aðeins um 30% þeirra vilja hætta heilsunni fyrir tóbakið. Reykingar verða bannaðar á öll- um samkomustöðum hermanna og einníg á vinnustöðum þeirra nema loftræsting sé þeim mun betri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.