Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 55
Fiskeldi á Suðurnesjum: Framleiðslu- verðmætið 4 milljarðar árið 2007 Vogum, 12. mars ÁÆTLANIR sem hafa verið gerðar um fiskeldi á Suðumesj- um gera ráð fyrir að framleiðslu- verðmæti fiskeldisstöðva árið 2007 verði fjórir milljarðar króna. Til samanburðar hefur framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða á Suðumesjum undan farin ár verið 3,5—4 milljarðar kr. Það eru áætlanir 10 fiskeldis- stöðva, sem miðað er við í áætlun- inni. Fimm hafa þegar hafíð starf- semi, það eru íslandslax, Eldi og Fiskeldi Grindavíkur öll í Grindavík. Sjóeldi í Höfnum og Vogalax í Vogum. Aðrar fímm stöðvar eru til athugunar, það eru Atlantslax, Sjávargull og ISNO í Grindavík. Fiskeldi við Kistu í Hafnahreppi og Lindalax á Vatnsleysuströnd. Áætlanimar gera ráð fyrir að framleiðslan verði 20.000 tonn af eldisfíski árið 2007, og þegar gert er ráð fyrir að skilaverð til fískeldis- stöðvanna verði kr. 200 á kíló er framleiðsluverðmætið 4 milljarðar kr. Framleiðsla sjávarútvegs hefur verið á sama verðlagi 3,5—4 millj- arðar kr. en að magni til miklu meira eða 45.000—60.000 tonn, eftir því hve mikil loðnubræðsla er á svæðinu. Þessi atvinnugrein hefur mikla þörf fyrir kalt vatn, og er búist við því að stöðvamar þurfí 5000 1/mín eftir tuttugu ár, en þær áætlanir gera ráð fyrir töluverðum spamaði í vatnstöku. Þá er gert ráð fyrir að fískeldisstöðvamar veiti 400 manns atvinnu. E.G. Félagsmiðstöðin í Vesturbænum: Hlaut nafnið Frostaskjól NAFNIÐ „Frostaskjól“ varð hlutskarpast í samkeppni um nafngift á nýju félagsmiðstöðina i KR-heimilinu í Vesturbænum, sem opnuð var í febrúar síðast- liðnum. Efnt var til samkeppni um nafn- gift meðal nemenda Hagaskóla og varð „Frostaskjól" fyrir valinu, en hugmynd að nafninu átti Guðmund- ur Már Ingimarsson, nemandi í 7. bekk. Verðlaun vom ársskírteini, sem gildir sem aðgöngumiði að allri starfsemi félagsmiðstöðvarinnar árið 1986 og málsverður fyrir tvo í boði veitingahússins Amarhóls. í Frostaskjóli er aðstaða til margvíslegrar félagsstárfsemi. Stór samkomusalur, kaffítería og að- staða til kennslu- og fundahalds. Möguleikar era á útleigu til ein- staklinga, fyrirtækja og félagasam- taka. Starfsemi er þegar komin á nokkuð skrið en aðaláhersla er lögð á starf með unglingum. Þannig era opin hús mánudags- og miðviku- dagskvöld frá kl. 20—23 og diskó- tek á föstudagskvöldum fyrir ungl- inga. Á laugardögum er húsið opið fyrir alla aldurshópa frá kl. 13—19. (Úr fréttatilkynningij.) V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1986 Vvi r.: 'UO t». WUilUHHHT 55 Lífið um borð í loðnu- skipunum EINHVERRI aflasælustu loðnuvertíð í sögu íslenzks sjáv- arútvegs er nú að ljúka. Frá því í ágúst hafa íslenzku skipin landað um einni milljón lesta heima og erlendis og bræðslan og þjónustan við flotann hefur lífgað verulega upp á tilveru og athafnalíf fólks í sjávar- plássum landsins. Þessi vertíð hefur verið stórslysalaus enda veður óvenju hagstæð sjómönn- um og sem dæmi um það má nefna, að einu skiptin, sem skipin hafa lent í ís og ísingu, voru þegar þau sigldu með afla sinn til Danmerkur. Á þessum mánuðum eru loðnuskipin nán- ast heimili áhafna og þar ber kannski fleira á góma en land- krabbarnir gera sér í hugar- lund. Meðfylgjandi myndir Jóns Páls Ásgeirssonar, skipverja á Eldborgu frá Hafnarfirði, bregða nokkru ljósi á lífið um borð þessa mánuði og tala skýr- ar en einföld orð. Þegar loðnan er þétt fá menn oft köst í hinar risastóru nætur. Það mun þó fátítt að menn nái 950 lestum í einu, en það var stærsta kast vertíðarinnar hjá skipveijum á Eldborgini. Þessi borpall er ekki á Islandsmiðum. Hann er í Norðursjó og við hann er gamall brezkur togari, líklega Iandhelgisbrjótur, nú sem aðstoðarskip. Á loðnuveiðum kemur oft fyrir að skipin fá f síðasta kastinu meir en þau geta tekið og í stað þess að láta kvikindið fara aftur miðla menn því á milli sin. Hér fá Eldborgarmenn afla hjá Jóni Kjartanssyni SU, en þetta hlutverk skipanna hefur einnig verið á hinn veginn. PÓSTSENDUM UM LAND ALLT SÍMI17801 - STAKIR JAKKAR - BUXUR - PILS - FRAKKAR - KÁPUR - JAKKAFÖT - DRAGTIR - HANSKAR - GRIFLUR -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.