Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 35
MÓEÍGUNÍBLkÍ)&; SUNNÍJDÁGm ÍtÍ'lilARzWe St5, „Stundum hvarflar að mér að Guð hafl ofmetið svolítið hæfileika sína þegar hann var að skapa manninn," er haft eftir Oscari Wilde. Hvað sem um það má segja þá hefur Gáruhöfundur að minnsta kosti ofmetið skilning sinn á mannlegu eðli og bardúsi — og það líklega í þijátíu ár. En rannsóknablaðamennska útvarps- ins, sem varð til þess að þessari speki Oscars Wilde skaut upp í hugann, ætti að minnsta kosti að rétta af þann ranga kúrs. Fram að þeim tíma eða frá fyrstu kynnum af erlendum stór- borgum, komst inn sú vitneskja að gjaman eru þar einhvers staðar á búllum hálfberar stelpur er dilla sér framan í fólk, sem vill að kvöldi eða næturlagi borga fyrir að fá að glápa. Og stelpumar nýta sér þörfína og fá fyrir þetta aur þegar markaðurinn er fyrir hendi, gjaman i hjáverkum. Hefur raun- ar ekki þótt neitt sérstakt frétta- efni á slóðum með langa hefð í atvinnugreininni. En svo sá ís- lendingur einn að hér hefur „markaðurinn verið í svelti frá landnámi" að því er hann fullyrti í blaðagrein. Kveðst hafa upp- götvað þetta með því að koma í sexsjoppu í London og byija að flytja inn til íslands eitthvað sem heitir „hjálpartæki ástarlífsins" — svipur og þessháttar gripi — og ákvað, eins og hann orðar það, að færa sig upp á skaftið og gera innrás í skemmtanalíf borgarinn- ar. Hefur nú hafíð sýningar á stelpum í gegnsæjum næmm og strákum í mest litlu á skemmti- stað í borginni — enda hafði hann rekið lqotverslun og segir að ekkert sé upp úr því að hafa. Þar gekk hann um klappandi stelpun- um á rassinn þegar blaðamaður Tímans var þar á æfíngu og átti tilgreint viðtal við hann. Svo kannski er ekki fjarri lagi að nota góða gamla orðið, sem sjóaramir íslensku notuðu í erlendum höfn- um „berrassasýningar", þótt ekki sé það að vísu nákvæm lýsing. Þetta þykja hin mestu tíðindi á Islandi. Og útvarpið sendi snar- lega út mann til að rannsaka málið. Það var eins gott, því þegar konuröddin barst úr tækinu einn morguninn, kom í ljós að það hafði þá allan tímann bara verið misskilningur um hvað málið snerist. Með rannsóknablaða- mennsku hafði hún semsagt komist því að svona stelpur og stráka mætti alveg eins sjá á sundstöðum og baðströndum — það sæist oft alveg eins mikið af fólkinu sem færi til að synda og baða sig. Sundstaður og sýning á síðkvöldi er þá víst ekki aldeilis sitt hvað. Og ég sem hafði alltaf haldið að fólk færi úr fötum þegar það stingi sér til sunds af því að það verður óhjákvæmilega svo and- styggilega blautt í öllum fötunum. Og raunar að menn bleyttu sig af illri nauðsyn, af því að vatnið sem synt er í, er svo vott. Það sé semsagt af öðrum toga að verða hundblautur af að synda í vatni en þegar staðið er á sviði og látið skvetta á sig vatni til að fötin klessist að og gaman sé að glápa á. En sú list mun líka vera að halda innreið sína í borgina. Nú eftir rannsóknina, þar sem „okkar maður" fór á staðinn, kemur í ljós að þetta er greinilega misskilningur. Það sem gildir er hve mikið sést af holdi og hve gegnsæir litlu bleðlamir eru, lík- lega mælt í sentimetrum eða kannski millimetrum og skyggðir. Hvort þeir eru bara gagnsæir þegar haldið er á þeim en ekkert sést í gegnum þá, nema horft sé í gegnum þá, eins og stúlkan út- skýrði svo skilmerkilega á sjón- varpsskerminum. Þama sá sendi- boði útvarpsins semsagt ekkert meira af holdi en hann kvaðst geta séð á ströndinni. Og hver er að fárast í því? „Fátt er þeim óviðkomandi fréttamönnum sjónvarpsins okkar og vel virðast þeir á verði ef eitt- hvað gerist í borginni, jafnt nætur sem daga,“ varð Ingibjöigu R. Magnúsdóttur, deildarstjóra í heil- brigðisráðuneytinu, að orði eftir að sá miðill blandaði sér f málið. Og hún bætti við: „Láklega hafa fleiri kímt fyrir framan skjáinn í sl. viku, er þeir röktu gamimar úr einni af Pan-stúlkunum í hálf- gagnsæju, sem sýna nærfatatísk- una í einu af öldurhúsum borgar- innar þessi kvöldin. „Hingað og ekki lengra," sagði daman, það ættu kannski fleiri að læra þá lexíu.“ Og Ingibjörg er ekki ráða- laus og setur góð ráð fram í ljóði: Eggjandi nærföt, gegnsæ og góð, geta þau siðferði spillt? Mega ekki guttamirgóna á fljóð, getur það fyrir þeim villt? Léttklædd var Eva með lítið slör, er læddi hún syndinniinn, og blikkaði Adam með bros á vör og bauð honum faðminn sinn. En Adam var vitur og viss í trú og vildi ekki frelsið þrengja. Hann sagði og horfði á hugrakka frú: „Hingað og ekki lengra." Og þeir, sem í Versló eru á verði og vita af fögrum linum, geta kynnt sér hvað kappinn gerði og kennt það drengjunum sinum. Úr öllu þessu hefur orðið mesta Qölmiðlafár, sem er út af fyrir sig i rannsóknarefni. Styður kannski kenningu innflytjandans um hungrið. Fyrr í vetur lentu til ís- lands þijár stúlkukindur. Hafa lík- lega orðið of seinar í land þegar togarinn sigldi, sem ku henda í bestu höfnum. Hafa sennilega búist við að verða sendar heim hið snarasta. En viti menn, þeim var fagnað í dagblöðum og borguð undir þær ferð til Reykjavíkur og auglýstar sem aðdráttarafl á veit- ngastað. Hafa eflaust aldrei gert ivo góða ferð niður á höfn. Kollega Flosi lét ekki þessi skemmtilegheit S Sigtúni fram hjá sér fara, og var Vikuskammtur hans í sunnudagsblaði Þjóðviljans „af eggjandi nærfötum". Þegar Ingibjörg las þá bráðsmellnu grein varð henni að orði: Oft eru fyndin Flosa skrif um flottheit og verðlausa seðla. Nú hvessir hann augun á Adamsrif ogeggjandi nærfatableðla. Uppákoman er semsagt hin kostulegasta. Ekki að furða þótt viðtökur séu góðar ef rétt er að eftir þessu hafí íslendingar beðið í þúsund ár. Fatafellumar leynast líklega víða, ef niðurstaða sendi- manns útvarpsins er rétt. Þær eru á hveiju strái, f sundlaugum og baðströndum. En af hveiju em menn þá að kaupa sig inn á skemmtistaði til að glápa? Það væri efhi í næstu rannsóknaferð. Greinilega geta verið ýmsar ástæður til þess að fækkað er fötum, samanber brandarann sem gekk í Moskvu um árið: „Það er alveg víst að Adam og Eva vom sovésk. Þau lifðu í Paradís en áttu ekki flík utan á kroppinn á sér.“ íslensk Listmiðlun Höfum opnað skrifstofu okkar að Suðurlandsbraut 4 og veitum m.a. eftirfarandi þjónustu: 0 UPPBOÐSHALD 0 UMBOÐSSÖLU 0 SÉRFRÆÐIRÁÐGJÖF 0 SKIPULAGNINGU OG UPP- SETNINGU SÝNINGA Á skrifstofu íslenskrar Listmiðlunar verða að staðaldri til sölu verk eftir eldri og yngri listamenn. íslensk Listmiðlun er opin daglega frá kl. 16-18 og á laugardögum frá kl. 14-16. Upplýsingar eru gefnar í síma 688884 og 688885 á sama tíma. Gunnar B. Kvaran listfr. Hallgrímur Geirsson hrl. HaraldurJohannessen lögfr. Ólafur Kvaran listfr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.