Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 Texti & myndir: Pétur Þorsteinsson á undanhaldi Rætt viðBraga Skúlason safnaðarprest íbyggðum íslendinga í Bandaríkjunum Eitthvað af dross- íudrykk þarf þessi að súpa. Safnaðar- prestsbústaðurinn fyrir aftan emb- ættisbifreiðina. „ ... ég er enginn hægindastólsguð- fræðingur". Islenzk áhrif IMountain í Norður-Dakota í Bandaríkjunum hafa starfað nokkrir íslenzkir safnaðar- prestar á meðal íslendinga þar um slóðir. Sumarið 1983 hvarf þangað utan til safnaðarprests- starfa Bragi Skúlason, sem hafði verið safnaðarprestur við FWkirkj- una í Hafnarfirði frá því að hann hafði verið vígður þangað 1982 að loknu guðfræðinámi. Til þess að fræðast dulítið gerr um þessar ís- lendingabyggðir þama ytra var Bragi fyrst inntur eftir því hversu margir íslendingar væru á þessum slóðum. — Það er margt fólk af íslenskum ættum héma ytra, sem varla er unnt að nefná íslendinga lengur í þeirri merkingu, að það tali ís- lenzku. Það er bara eldra fólkið, sem talar íslenzku. Reyndar „mixa þeir málinu" eins og þeir segja. Böm og unglingar, eða fólk á mín- um aldri talar einungis fáein orð, en skilur að vísu aðeins meira. Er íslenzka kennd í skólum? „Nei, þar er raunar lítið lagt upp úr málakunnáttu í gmnnskólum hér, og er það mikill skaði. Þetta hefur verið svona lengi. Hafa marg- ir af gömlu „íslendingunum" sagt mér, að þegar þeir fóm í skóla, þá töluðu þeir einungis íslenzku. Varð það til þess, að þeir vom litnir homauga. Og þú veizt, hvemig krakkar em. Þeir stríða þeim, sem em öðmvísi. Fyrr en varði vom „íslendingamir famir að skammast sín fyrir íslenzkuna og harðneituðu að tala hana framar, sem leiddi svo til þess að þeir gleymdu henni að mestu leyti. Messar þú einhvem timann á ís- lenzku? „ ... ogþá fraus messuvínið — Einu sinni á ári, en ég er oft beðinn um að nota íslenzkuna við aðrar athafnir t.d. jarðarfarir og giftingar. Á elliheimilinu Borg — heitir eftir Hótel Borg í Reykjavík — messa ég í hverri viku þar sem ég er beðinn um að lesa guðspjallið bæði á ensku og íslenzku. En það verður að segjast eins og er, að íslenzk áhrif em á undanhaldi, sem ekki er óeðlilegt eftir 100 ára bú- setu „íslendinganna" í þessu landi. Það em ekki margir eftir af þeim, sem komu frá íslandi. Ég hefí dálít- ið gaman af einni konu, sem kom að heiman og dvelur nú á elliheimil- inu Borg. Hún er komin yfír nírætt og hefur hina megnustu andstyggð á enskunni og segin „Ég brúka ekkert annað mál en íslenzku". Segist síðan vera svo gömul og „nogúdd" (no good). Það má nefna, að mörg orð í ís- lenzkunni hafa breytt um merk- ingu. Geta ýmsar athugasemdir af þeim sökum orðið hinar kostuleg- ustu. Ein vænan héma vildi hafa orð á því, hversu grannur ég væri og sagði: „Það er naumast áð þú ertþunnur". Gluggatjöld era hér kölluð blæj- ur, bíll er kar (car) og sími er fón (phone). Þeir hafa tekið upp ensku orðin á meðan við bjuggum til ný orð í nútíma íslenzku. Em einhver tengsl á milli „ís- lendinganna" í Kanada og Banda- rfkjunum? — í sumum tilfellum er um fjöl- skyldutengsl að ræða, en á formleg- um gmnni em tengslin lítil. Þau vom meiri áður fyrr á meðan „ís- lendingamir" tilheyrðu sama kirkjufélagi, en því lauk 1962. ís- lendingafélögin, bæði hér og í Kanada, eiga líka við mikil vanda- mál að stríða, og kvarta einna mest undan áhugaleysi félagsmanna. Það er líka svo mikil samkeppni um tíma fólks nú á dögúm. Þetta er alveg eins heima. Fólk leggur minna af mörkum félagslega nú en áður, og ástæðumar fyrir því em margar. Það þýðir ekkert að kenna sjón- varpinu einu um það. Breytingin er líka efnahagsleg og gildismat fólks ekki hið sama. Hvemig getum við svo ætlazt til þess að fólk hér hafí það á hreinu, um hvað íslenzk menningararfleifð snýst, þegar við emm ekki lengur viss um það heima á íslandi? Og lausnin er ekki fóigin í því að fram- leiða myndbönd um íslenzka menn- ingu, því svarið er ekki að fínna fyrir framan imbakassann, heldur á meðal fólks. Ég er alltaf að lesa um það í íslenzkum blöðum, að heima séu nú tvær þjóðir, en hingað til hefí ég aldrei heyrt þí svarað, hvenær þessi íslenzka þjóð var full- komlega sameinuð. Líklega verðum við alltaf sjálfum okkur verst. Fylgist þú með fréttum að heim- an? — Já, ég verð alltaf að vita, hvað er að gerast. Safnaðarprestur verð- ur að fylgjast með því, sem hefur áhrif á líf fólks, annars hættir hann að tala mál fólksins. Ég hefí engan áhuga á að missa þessi tengsl og gerast hægindastólsguðfræðingur. Menn verða að vera raunsæir, þegar þeir skoða lífíð, sérstaklega ef þeir ætla að koma fólki til hjálpar. Fylgist fólkið eitthvað með frétt- um að heiman? — Já, svo sannarlega. Þeir spyija mjög mikið um ástand mála heima, skilja ekkert í allri þessari verð- bólgu, furða sig á uppátækjum eins og kvennafrídeginum og urðu glaðir yfír að heyra, að ungfrú alheimur sé íslenzk. Svo era nokkrir, sem hafa farið til Islands og mjög margir tala um að fara heim til Islands, þótt þeir séu fæddir og uppaldir hér. Nokkrir skrifast á við ættingja heima, en þeim fer stöðugt fækkandi, því það er erfíðara að fylgjast með stöðugt fjölgandi bömum, bamabömum, bamabamabömum o.s.frv., þegar þú hefur ekki séð þau og þarft þar að auki að hugsa um íjölskyldu þína hér í Bandaríkjunum. Er íslenzka eitthvað töluð á heim- ilum eða notar þú alltaf ensku þegar þú húsvitjar? — íslenzka er töluð á heimilum hinna eldri, en lítið sem ekkert hjá þeim yngri. Ég tala nokkuð oft ís- lenzku, þegar ég húsvitja, en margir em hálffeimnir við að tala íslenzku við mig, því ég nota svo mikið af orðum, sem þeir hafa aldrei heyrt. Er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju Hver er helzti munur á safnaðar- starfínu heima og í Bandaríkjunum? — Hér em auðvitað engin tengsl á milli ríkis og kirkju. Stjómarskrá Bandaríkjanna mælir gegn því, og uppmnalega byggðist það á um- hyggju fyrir kirkjunni. Héma em því eingöngu fríkirkjur. Ég var vígður til þjónustu í Fríkirkjunni í Hafnarfírði 10. október 1982, þann- ig að ég hefí einungis þjónað frí- kirkjum. í fríkirkjum kemur fram nauðsyn fyrir meiri virkni hvers almenns safnaðarmanns. Ef enginn stuðn- ingur kemur frá sóknarbömunum, þá lognast söfnuðurinn sjálfkrafa út af. Bæði er það, að safnaðarmeðlim- imir kosta allt safnaðarstarfíð, og svo byggist margt í þjónustu safn- aðarins á sjálfboðavinnu sóknar- bamanna. Auðvitað höfum við séð þetta í kirkjunni heima, en það er ekki eins almennt og hér. Auk þess er kirkjusókn áberandi meiri og trú- in á Krist er ekkert einkamál. Ég reyni líka að ýta undir samfélags- og fræðsluuppbyggingu með Biblíu- Iestra-, bæna- og samfélagshópum, hvet menn til að nota sérstaka hæfíleika sína í safnaðarstarfínu. Ég er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Ékki bera út af embættis- mannastimplinum, sem oft .vill loða við sóknarpresta í vitund fólks, heldur líka vegna þess, að ríkisvald- ið kemur inn í fjármál kirkjunnar á neikvæðan hátt. Hvorki hefur það stutt nægilega starfsmenn hennar né heldur viðhaldið eignum eða stutt nýjar kirkjubyggingar sem skyldi. Auk þess virðist enginn skilningur vera fyrir því hjá ráða- mönnum, að þörfín fyrir víðtækari þjónustu kirkjunnar sé orðin afar knýjandi. Finnst þér þá eins og þú viljir aðskilnað strax? — Það held ég, að sé ekki fram- kvæmanlegt. Þetta yrði að koma í áföngum. Ég má til með að nefna annað. Sumir tala um að kirkjan njóti svo mikils góðs af sambandinu á milli ríkis og kirkju. T.a.m. séu Sjá næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.