Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 Magnaðar ljósmyndir Myndlist Bragi Ásgeirsson Stundum fara miklir listvið- burðir framhjá okkur fyrir óskilj- anleg slys eða lítinn og fálm- kenndan undirbúning. Þetta at- riði að undirbúa sýningar á skipulegan hátt hefur aldrei verið sterka hliðin á þeim, er hafa þann starfa með höndum, því að iðulega má vísa til mein- legra vankanta, sem ekki verður bætt úr. Ég er vel minnugur enskrar sýningar nútímalistar, er gisti landið fyrir margt löngu, en var að miklum hluta til í geymsium Þjóðminjasafnsins. Nokkrar myndanna voru að vísu á sér- stakri sýningu í Bogasal, en það var einungis hluti þess, er fyrir hendi var, af hinni stórmerkilegu sýningu. Ég var svo lánsamur að sjá myndimar í kjallarageymslunni, svo að ég get hér trútt um talað, og það var samdóma álit félaga minna, er með mér voru, að þessar myndir hefðu átt að gista sali Listasafnsins — hanga uppi allar með tölu. Fyrir skömmu iauk sýningu á u.þ.b. 140 ljósmyndum eftir Georg Oddner á Lousianasafn- inu í Humlebæk. Sýningin vakti svo mikla athygli, að hún var framlengd um þijár vikur og hafði þá staðið yfir í nær tvo mánuði. Svo sem kunnugt er, þá er Lousianasafnið í Humlebæk eitt fegursta safn á Norðurlöndum og sýningarrými þess annálað um víða veröld, svo að ekki er í kot vísað, er menn fá settar upp einkasýningar þar. Georg Oddner er sænskur að þjóðemi og á að baki litríkan lífs- feril og um margt mjög óvenju- legan — var t.d. trommuleikari í jasshljómsveit, áður en hann söðlaði yfir í ljósmyndun. Síðan hafa engin bönd haldið honum og hann hefur ferðast vítt og breitt um jarðkringluna og tekið myndir jafnframt ótal öðmm tiltektum á sviði ljósmyndatækn- innar, m.a. starfað við sjónvarp og kvikmyndagerð. Það vom myndir, er spönnuðu þrjátíu ára feril Georgs Oddners, sem til sýnis vom í Lousiana- safninu, og komu þær allar hing- að til lands. Sjálfur kom hann hingað og valdi hluta myndanna til sýnis í anddyri Norræna húss- ins. Sýningin hefur. verið lengi í undirbúningi og er í formi far- andsýningar, er mun fara víða um Norðurlönd og m.a. gista nokkur virt söfn og þekkta sýn- ingarsali. Hér er sýningunni af „lítillæti" okkar skipað til sætis í anddyri Norræna hússins, þar sem hún nýtur sín hvergi nærri nógu vel í heild sinni. Anddyrið var aldrei ætlað til meiriháttar sýninga af arkitekt hússins Alvari Aalto, þótt það sé prýðilega fallið til ýmis konar kynningarsýninga og lítilla sérsýninga. Einhvem veginn fínnst mér, að áhugamönnum um ljósmynd- un og myndlist yfirleitt sé hér lítill greiði gerður, að ekki sé fastar að orði kveðið, er sýning- unni er valin þessi umgerð. Hún hefði skilyrðislaust átt að vera sett upp í heild sinni — hver einasta mynd ásamt því að þýða hefði átt sýningarskrána á ís- lenzku — eða gera aðra og veg- legri. Þetta minnir nokkuð á, er stórmerkri sýningu á grafík Edvard Munch var valinn staður í anddyrinu, og má það skiljan- lega vera ein ástæða þess að treglega mun ganga að fá sýn- ingu á verkum hans á Listahátíð. Minnist ég þess, að forstjóri Munch-safnsins, Alf Böe, varð nokkuð litverpur, er hann leit staðsetningu sýningarinnar. Hér hefur að mínu mati verið heldur klaufalega staðið að málum, er við fáum einungis að sjá hluta sýningar þessa ágæta ljósmynd- ara Georgs Oddners, sem hefur verið vandlega upp byggð og þannig samansett, að hún gæfi sem gleggsta mynd af ferli hans í þijá áratugi svo sem fyrr segir. Skipuleg uppsetning jafn viða- mikillar sýningar er útilokuð í anddyrinu og margar myndimar njóta sín engan veginn. Hitt er augljóst, strax og komið er inn í anddyrið, að Georg Oddner er mikill ljósmyndari og hreint frábær þegar honum tekst best upp. Sláandi dæmi þess eru hinar fímasterku myndir af hirð- inum í Azarbenjan, Sovétríkjun- um, og nautinu frá Logrono á Spáni en þessar tvær myndir blasa við gestinum stórar og voldugar. Það er eitthvað villt og ógn- þmngið yfir myndinni af hirð- ingjanum á hestinum er grípur Albert Schweitzer (1954) skoðandann heljartökum og fer ekki svo auðveldlega úr sinninu enda hefur sumum verið hugsað til Gengis Kahn er þeir litu myndina fyrst... Báðar þessar myndir sækja styrk sinn í stór form og ein- faidleika auk þess að vera vel byggðar upp og frábærlega faglega unnar. Slíkar myndir em styrkur gerandans hvar sem hann ber niður og einkum kemur þetta vel fram í mannamyndum hvers konar og þá ekki síst andlitsmyndum, sem margar hveijar em skapgerðarmyndir út í fíngurgóma. Það er einna líkast sem maður þekki þessar persón- ur um leið og myndimar em skoðaðar því þær afhjúpa svo margt úr sálarlífi viðkomandi. Þær hafa bæði heila og hjarta og sláandi em myndimar af Albert Schweitzer, Collette og Klaus Rifbjerg. Þetta er skjal- festing augnabliksins og er gert á þann hátt að maður verður sem þátttakandi í löngu liðnu atviki — tíminn stendur kyrr og óbifan- legur og virðist hvorki eiga sér fortíð né framtíð. Vera í senn huglægur sem hlutlægur en þó öðm fremur áþreifanlegur og sígildur í skynrænum tjákrafti sínum. Það má lesa mikið úr þessum myndum en réttast er að láta skoðandann um það sjálfan því þær hreyfa efalaust við margvís- legum og ólíkum tilfinningum allt eftir því hver í hlut á. Meginmáii skiptir að hér er um listviðburð að ræða, sem flestir ættu að nálgast er unna góðum ljósmyndum og myndlist yfirleitt. FÆRUMALUÍNÝJANBÚNING FMRPÁSKA JbreyUO&.^dt| \íta sem ílÖ^herbeSko5ð Og ÞÚ i Kóp»l . •„ „áska'. MEÐ NÝIUSIU KÓPAUITUNUM Efnt til Sólheima- leika í haust MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá Sólheimum i Grimsnesi: „Reynir Pétur Ingvarsson, göngugarpurinn sem gekk hringinn í kring um landið sl. sumar til flár- öflunar fyrir byggingu íþróttaleik- húss á Sólheimum, býður öllum fötluðum til íþróttamóts, „Sól- heimaleikanna", í nýja húsinu fyrstu helgina í semtember í haust. í söfnunina hafði um áramót borist kr. 8,500 þús., en söfnunarfé er ennþá að berast. Auk beinna fjár- framlaga og efnisgjafa hefur fyrir- greiðsla einstaklinga og fyrirtækja varðandi framkvæmdir verið eins- dæmi. Nokkurt fé vantar þó enn til að Ijúka íþróttaleikhúsinu, en tekið verður á móti framlögum í öllum útibúum Landsbanka íslands. Þá hefur það færst í vöxt að áheit berist í söfnunina frá fólki sem heitið hefur á Reyni í tengslum við persónulega hagi sína, svo sem próf, vinnuumsóknir, happadrætti, veðurfar og aflasæld. Framkvæmdum hefur miðað eftir áætlun. Verið er að ljúka innrétt- ingu vinnustofa í kjallara hússins og verða þær teknar í notkun á næstunni. Á efri hæð er unnið að útboði á innréttingu (þróttasalar og búningsklefa. Verður það verk væntanlega unnið í vor og sumar. „Sólheimaleikamir" verða haldn- ir helgina 6.-7. september í haust. Þeir heQast með íþróttamóti þar sem keppt verður f sundi, bocchia og borðtennis. Á sunnudeginum verður Qöldaganga eða göngu- keppni og geta þátttakendur valið milli 24 km, 10 km og 5 km göngu. Leikunum lýkur með skemmtun og dansi.í nýja húsinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.