Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Islenskur útflutningur: Tæplega 30% tíl Bandaríkj anna Könnun á fríverslunarsamningi viö Bandaríkin? Ekkert eitt riki kaupir jafn- mikið af útflutningsframleiðslu okkar og Bandaríkin. Þangað fór tæplega þriðjungur hennar árið 1984, eða 29%. Þessi útflutningur gaf okkur tæpa sjö milljarða ís- lenzkra króna í gjaldeyri. Á sama tima fluttum við inn frá Banda- ríkjunum vörur fyrir rúmlega 1.800 m.kr. Viðskiptajöfnuður okkar er því verulega hagstæður þegar Bandaríkin eiga í hlut, eða góðir fímm milljarðir króna þetta ár. Viðskiptajöfnuður okk- ar við umheiminn var hinsvegar óhagstæður um rúma þijá millj- arða króna 1984. Viðskiptajöfn- uður okkar við bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum er mjög óhagstæður, eða sem svarar 5.200 m.kr. samtals greint ár. Það er tvennt sem ræður, öðru fremur, lífskjörum á ísiandi: 1) Þau heildarverðmæti, sem til verða hveiju sinni í þjóðarbú- skapnum, 2) Þau viðskiptakjör við umheiminn, sem við verðum að sæta. Það er þvi eðlilegt að tillaga Gunnars G. Schram um „könnum á gerð fríverzlunar- samnings við Bandaríkin" fái nokkra umfjöllun hér i þinghréfí. Markaðsstaðan í Bandaríkjunum Sem fyrr segir flytjum við tæp- lega þriðjung útflutningsfram- leiðslu okkar, einkum frystan fisk, til Bandaríkjanna. Flutningsmaður tillögu þeirrar, sem hér er um fjall- að, taldi sterkar líkur standa til, að hægt verði að stórauka sölu ís- lenzks iðnvamings í Bandarflqun- um á komandi árum. Þar fæst einna hæst verð fyrir slíkar vörur, en verð- og gæðasamkeppni er þó mjög hörð. Könnun á gerð fríverzlunarsamn- ings við Bandaríkin stefnir fyrst og fremst að því að kanna möguleika á lækkun eða niðurfellingu tolla til að styrkja markaðsstöðu íslenzkrar framleiðslu. Fleira gæti hangið á spítunni. Bandarískar vörur myndu væntanlega lækka hér í verði. Möguleikar gætu skapast á sam- vinnu íslenzkra og erlendra fyrir- tækja um framleiðslu hér á landi til útflutnings, bæði til Bandaríkj- anna og Evrópu. Viðskiptatengsl og efnahagssamvinna landanna myndi vaxa að mun. Framangreint er efnislega haft eftir flutningsmanni tillögunnar. Fríverzlunarsamningar Bandaríkjanna Það kom fram í máli Matthíasar Bjamasonar, viðskiptaráðherra, í umræðu um þetta þingmál, að reynsla íslendinga af aðild að Frí- verzlunarsamtökum Evrópu, EFTA, væri góð. Sama megi segja um frí- verzlunarsamninga við Evrópu- bandalagið og tollalækkanir á ís- lenzkum útflutningsvörum í öðrum löndum á vegum GATT, m.a. tolla- lækkunum á íslenzkum útflutnings- vömm í Bandaríkjunum í kjölfar Tókýóviðræðna 1973-1979. Bandaríkin hafa gert „fríverzlun- arsamninga" við nokkur smáríki á Karíbahafssvæðinu (1983). Þar er þó nánast um einhliða þróunarað- stoð (ívilnanir) við þessi ríki að ræða með því að opna framleiðslu þeirra greiðari leið á bandarískan markað. Ráðherra sagði Bandaríkin hafa gert fríverzlunarsamning við ísrael (1985). Hann er byggður á afnámi tolla og viðskiptahafta á nánast öllum viðskiptum landanna. Heimilt er þó að halda magntakmörkunum á búvömm, svo og innflutnings- gjöldum en ekki tollum. Sumir tollar vóm afnumdir strax en aðrir í áföngum. Þá em þar ákveðnar sér- reglur, m.a. varðandi óhagstæðan greiðslujöfnuð og óhindraðan að- gang að opinbemm útboðum, en síðastnefnda atriðið gengur lengra en reglur GATT. Þá er stefnt að því að létta hömlum af þjónustuvið- skiptum en það er sérstakt áhuga- mál Bandaríkjamanna. Ráðherrann ræddi og um óform- legar viðræður Kanadamanna og Bandaríkjamanna um gerð fríverzl- unarsamnings. Samkvæmt nýjustu upplýsingum, sagði hann, „mun nú standa á Kanadastjóm til þess að unnt sé að hefja könnunarviðræður íbráð". Tollar á íslenzkar vörur í Bandaríkjunum Orðrétt sagði viðskiptaráðherra: „Athugun á útflutningi okkar til Bandaríkjanna sýnir að helztu út- flutningsvömr okkar em að mestu tollfijálsar þar. Þannig er enginn tollur á frystri fískblokk, frystri rækju, frystum humri, frystum hörpudiski, þorskalýsi og niðursoð- inni reyktri sfld. Heilfrystur og ísað- ur fiskur er og tollfrjáls nema karfi; 0,5 senta tollur er lagður á pundið. Tollur af frystum flökum er 1,875 sent á pund fyrir fyrstu 15 milljón pundin og kemur sá toilur til að gilda um allt innflutningsmagnið frá og með 1978. Þessi magntollur svarar því til 1,25% verðtolli. Hins- vegar em tollar á ullarvömm frá 15-20% ásamt magngjaldi frá 2-31 sent á pundið. Tollur á ullarlopa og ullarband er samt 9%.“ Ráðherra taldi tolla ekki „sér- stakan Þránd í Götu aukinna við- skipta við Bandaríkin. Einna helzt er bent á að allháir tollar séu á Kjartan Tómas son — Minning Fæddur 11. desember 1899 Dáinn 9. mars 1986 Kjartan Tómasson var fæddur í Framnesi í Holtum, Rangárvalla- sýslu, hann fluttist síðan ungur að árum ásamt foreldmm sínum að Árbæjarhjáleigu, sem er í sömu sýslu. Foreldrar Kjartans vom Tóm- as Halldórsson frá Rauðalæk, Rangárvallasýslu, og Vigdís Vig- fúsdóttir frá Þingdal í Ölfusi. Kjart- an var næstelstur ellefu systkina en eldri systir hans lést á fyrsta ári, þannig að hann var elstur þeirra tíu eftirlifandi. Kjartan fór snemma að stunda vinnu og sótti sjó á Reykjanes og var níu vertíðir í Vestmannaeyjum. Árið 1929 tók hann ökupróf í Vestmannaeyjum og ári síðar meirabifreiðastjórapróf í Reykjavík. Hóf hann þá hin ýmsu störf tengd akstri og vann á „Litlu- bílastöðinni" í Reykjavík, ók hann meðal annars á Alþingishátíðina 1930 á Þingvöllum. Hann var einnig í mjólkurflutningum á Kjalames, útkeyrslu stundaði hann í bakaríi Jóns heitins Guðmundssonar. Á þeim ámm átti Kjartan við alvarleg veikindi að stríða og reyndist Jón honum og fjölskyldu hans frábær- lega vel og mundi hann það og gat þess oft. Arið 1935 gekk Kjartan að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Lilju Ólafsdóttur frá Vík í Mýrdal. Bjuggu þau fyrstu ár sín í Reykja- vík við Laugaveg. Árið 1946 keyptu þau sér lítið hús í Kópavogi, sem þau byggðu sjálf við og stækkuðu, einnig ræktuðu þau lóðina við húsið sem var þá mjög stór. Bám húsið og lóðin ávallt merki um snyrti- mennsku þeirra hjóna. Kjartan og Lilja eignuðust Qórar dætur, Ragn- heiði sem lést ung, Kristínu sem er gift Gunnari Högnasyni vélvirkja og eiga þau þijú böm, Ragnhildi sem gift er Hilmi Þorvarðarsyni sjómanni og eiga þau tvo syni og Katrínu sem lést ung. Andlát þeirra Ragnheiðar og Katrínar mótaði djúp sár hjá þeim hjónum Kjartani og Lilju. Kjartan var mjög guð- hræddur maður og kenndi bömum sínum guðsorð fyrir svefninn á kvöldin. Böm Kjartans vom þó fleiri, hann var mjög bamgóður og tóku þau hjónin að sér dótturson sinn, son Kristínar, og ólu hann upp frá eins árs aldri; er það Guðmundur Ingi Ingason sem giftur er Maríu Kristínu Ingvarsdóttur og eiga þau tvo syni. Kallaði Guðmundur þau alltaf pabba og mömmu og reyndust þau honum sem bestu foreldrar og á hann góðar minningar frá þeim ámm er pabbi hans tók hann með sér hvert sem hann fór. Rósa systir Lilju bjó á heimili þeirra með dóttur sína, Maríu, til sex ára aldurs og kallaði hún ávallt Kjartan pabba sinn, María er gift Þóri Haukssyni, búa þau á Neskaupstað og eiga fjögur böm. Enginn getur hugsað sér betri foreldra en Lilju og Kjartan. Fimmtugur hóf Kjartan störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar meðan þróttur hans entist, alls um tuttugu og sex ár. Lét hann af störfum fyrir um níu ámm síðan. Vann hann þar við jám- smíðar í „Smiðjunni" og var hann talinn góður verkmaður, enda var þar sérstaklega samhentur hópur manna og eignaðist hann þar sína bestu vini og vinnufélaga. Kjartan átti við langvarandi hjartasjúkdóm að stríða og síðast í október á síðasta ári fékk hann áfall og var lagður inn á Landspítal- ann. Komst hann heim nokkm síðar og vildi þá komast inn á Hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Eftir áramót fór hann síðan þangað, en eftir stutta dvöl þar fékk hann annað áfall og náði sér aldrei eftir það og lést hann þar að morgni sunnudagsins 9. mars sl. í Sunnu- hlíð hlaut hann slíka umönnun góða, að ekki verður lýst með orðum hve starfsfólkið þar vann gott starf og hugsaði vel um gamla manninn sem var þar að enda sína sfðustu lffdaga langrar ævi. Mamma er nú orðin ein í húsinu þeirra á Skjólbraut 11 í Kópavogi, en eftir lifir í hjörtum okkar minn- ingin um góðan pabba. Ég enda þessa grein með bæn sem hann kenndi mér sem bami: Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag, svo líki þér. (MJoch.) Því að svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (J. guðspj.) Guðmundur Ingi Ingason Þá er komið að kveðjustundinni, að óska elskulegum bróður og mág fararheilla. Hans verður sárt sakn- að, létta lundin og glaðværðin, sem honum var svo eðlislæg, er ekki mörgum gefin. Kjartan Tómasson fæddist 11. desember árið 1900 og var því orðinn aldraður og farinn að heilsu og kröftum er hann lést, 9. marz sl. Hann var sonur hjónanna Tóm- asar Halldórssonar og Vigdísar Vigfúsdóttur og ólst upp í hópi 11 systkina í Árbæjarhjáleigu í Holtum á Rangárvöllum. Móðir þeirra missti heilsuna, er hún ól yngsta bam sitt, Vigfús, og tók þá elsta systirin, Elín, að sér umönnun heimilisins og ól yngri systkini sín upp. Móðir þeirra var rúmliggjandi sjúklingur árum saman, en systkinin héldu heimili saman langt fram á fullorð- insár eða allt þar til þau tóku að festa ráð sitt, en Elín giftist ekki og var því höfuð fjölskyldunnar og hafði móður sína hjá sér að auki, þar til hún lést. Fyrir nærri sextíu árum, þegar kreppa var hér og erfitt um atvinnu og húsnæði, komum við til Reykja- víkur með elstu dóttur okkar, þá ungbarn. Við komum á áfangastað, sem var lítil íbúð Elínar þar sem hún bjó með sjúkri móður sinni og bræðrunum Vigfúsi og Kjartani. Okkur var tekið opnum örmum og okkur búin hvíla eins og ekkert væri sjálfsagðara þó húsrými væri lítið. Litla telpan var óróleg ‘eftir ferðalagið og tók Kjartan hana þá umsvifalaust að sér og lét hana sofa fyrir ofan sig. Þar róaðist hún strax, því þannig lag hafði Kjartan alla tíð á bömum, enda elskuðu þau hann og dáðu og hændust umsvifa- laust að honum. Reyndar voru bræður hans allir þannig innrættir og böm okkar hlökkuðu ávallt til að hitta þá. Á þessum löngu liðnu kreppuámm, er við vomm ung, var lífið ekki neinn dans á rósum. Erfitt var um lífsbjörgina og flestir áttu nóg með sig og sína. Þó var þessi systkinahópur alltaf eins og bjarg, alltaf var hægt að leita til þeirra ef á bjátaði, hjartarýmið var mikið og alltaf var hægt að hliðra til og lofa manni að vera. Seint gleymist sú fórnfysi og verður aldrei full- þökkuð, er Kjartan og kona hans, Lilja Ólafsdóttir, buðu okkur að flytjast inn til sín um óákveðinn tíma, er húsnæði okkar skemmdist í eldsvoða. Þama dvöldumst við t NANNA TULINÍUS andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 12. þm. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. þm. kl. 13.30. Tómas Steingrímsson, Leifur Tómasson, Erla Elísdóttir, Ragna T. Pedersen, Erik Pedersen, börn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SVEINSSON, Sogavegi 146, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Bú- staöakirkju. Liija Júlfusdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ásdfs Ólafsdóttir, Þorvaldur Lúðvfksson, Kristján Ólafsson, Árný Þórðardóttir, Skarphéðinn Njálsson, Anna Margrót Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.