Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1986 63 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA i Júdó: Tekið á f gólfglímu Eru byrjuð að vaxa á þig bringu- hár fóiagi, gœti Sigurður Ólafs- son verið að segja við Geir Ól- afsson og er greinilega skemmt. Ger er sýnilega altt annað en ánægður með gang mála þarsem hann liggurfastur undir Sigurði og býr sig undir að reyna að losna. Báðir eru þessir strákar f byrjendaflokk hjá Ármanni og eru að æfa svokallaða gólfglímu á þessari mynd. Gólglíman er einn af erfiðustu þáttum júdó- ■þróttarinnar, en það þýðir samt ekkert að gefast upp, mörg mót eru framundan og á þeim verða menn að vera klárir í allt. Þeir eiga vafaiaust eftir að glima marga gólfglímuna Sig- urður og Geir í framtfðinni ekki sfst ef þeir ætla að feta í fótspor Bjarna Friðrikssonar eins og þeir sögðust hafa fullan hug á. Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðiö/Júlíus • Það duga engin vettlingatök ætli menn sér að ná langt f júdó. b«ir Dagur Halldórsson t.v. og Sveinn Þ. Albertsson takast hér ekki 4 neinum slfkum. Lærum að detta — segir Hlynur Einarsson Hlynur Einarsson 9 ára hefur æft iúdó f 2 mánuði og vakti hann athyg|| mfna fyrir mikinn og 8kemmtilegan baráttuvilja þegar l’ann atti kappi við stráka sem b®ði voru stærri og eldri en bann. Hlynur var spurður hvernig það hefði komið til að hann fór að æfa JÚdó hjá Ármanni. „Mig langaði í júdó og pabbi takkti annan mann sem kennir iúdó í Ármanni." Hlynur sagðist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum, júdó væri mjög skemmtilegt og skemmtilegast væri aö leggja ein- hvern á yppon bragði. „Nei nei það er ekkert vont að detta við byrjum á því að læra hvernig á að detta" svaraði Hlynur spurningunni um hvort ekki væri vont að láta þeyta sér í gólfið trekk í trekk. Að lokum vildi þessi stolti júdó- kappi láta taka fram að Sæþór bróðir hans væri sá glímumaöur sem hann héldi mest uppá því það væri skemmtilegast aö keppa við hann. Júdódeild Ármanns heimsótt: Staldrað við á byrjendanámskeiði Umsjónarmaður Unglinga- fþróttasíðunnar leit á dögunum inn á æfingar hjá yngsta byrj- endaflokki f júdó hjá fþróttafálag- inu Ármanni. Þegar mig bar að garði voru strákarnir í þessum flokki að hlta upp af miklum móð. Strákar eru í yfirgnæfandi meiri- hluta í byrjendaflokkum hjá Ár- manni og eru þeir á aldrinum 8-14 ára en auk þess er boðið upp á byrjendaf lokka fyrir fullorðna. Getugráður ( júdó eru nemendur flokkaðir niður t svokallaðar kyu-gráður eftir því hversu lengi þeir eru búnir að læra og hvort þeir hafa staðist þau próf sem hver gráða krefst. Þessar gráður eru 6 í allt og þegar menn hafa lokið þeim taka við svokallað- ar dan-gráður og geta júdókappar náðorðið 10dan. Það er því löng leið fyrir höndum hjá guttunum sem koma á sitt fyrsta 6 vikna kynningarnámskeið hjá Ármanni áður en þeir hafa náð 10 dan. Þaö þýðir því ekkert að slá slöku við æfingarnar en æfi þeir u.þ.b. 3 í viku eins og flestir strákarnir í Ármanni tekur það 3-4 ár að leggja að baki allar kyu- gráðurnar og ná 1. dan. Ögun lykilatriði Þóroddur Þórhallsson júdóþjálf- ari var inntur eftir hvað hann teldi vera mesta kost júdósins. „Það er tvímælalaust ögunin. Þeir sem ætla sér að ná árangri í júdó verða að aga sig mikið sjálfir. Auk þess er júdó góð alhliða þjálf- un.“ Þóroddur taldi að allmikill áhugi væri á júdó hér á landi og hefði góður árangur Bjarna Friðriksson- ar ekki spillt þar fyrir en hins vegar mættu foreldrar þeirra drengja sem æfa júdó að ósekja sýna íþróttinni meiri áhuga. Ragnar, Sigurðurog ívar: Þjálfar Fálagarnir Ragnar Steinn Sig- þórsson, Sigurður Helgi Ólafsson og ívar Þór Sigþórsson voru ekki tilbúnir til að skrifa undir það að þeir væru byrjendur I júdó enda búnir að æfa í 4 mánuði og taka gráðupróf f íþróttinni auk þess sem þeir höfðu keppt á júdómót- um. Þegar þeir voru spurðir hvers- vegna þeir hefðu valið júdó en ekki einhverja aðra íþrótt voru svörin á þá leið að þeim hefði dottið í hug að prófa, júdó þjáifaði marga vöðva og ívar sagðist hafa verið ákveðinn í að æfa annaðhvort karate eða júdó og hið síðarnefnda hefði orðið fyrir valinu. „Hefur einhver tímann komið sér vel fyrir ykkur að kunna júdó" spurði ég strákana. „Já,“ svaraði Sigurður. „Það var einn strákur sem gaf mér á kjaftinn og þá sagði ég hvað ertu að gera maöur. Þá varð hann brjálaður og réðst á mig en ég tók bara yppon á honum og hann var alveg að drepast í bakinu og varð að hætta. marga En það er bara í sjálfsvörn sem maður má nota júdóbrögð því annars er hægt að kæra rnann." Þremenningarnir voru greini- lega mjög áhugasamir um hin ýmsu brögð sem kennd eru í júdó og sögðust hlakka til aö fá að keppa við eldri stráka því þar vöðva mætti nota lása og hengingar en eftir því þurfa þeir að bíöa í eitt ár. Að loknu þessu spjalli tóku fé- lagarnir nokkur kastbrögð hvor á öðrum og þá þótti umsjónarmanni unglingaíþróttasíðunnar þá væn- legst að þakka fyrir sig og koma sér í öruggt skjól. Morgunblsðið/Júlfus • Þeir standa saman strákarnir f Júdódeild Ármanns. Hár sjáum við þá Ragnar S. Sigþórsson, Sigurð Helga Óiafsson og ívar Þ. Sig- þórsson. á -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.