Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 4
4 Alvarleg vélar- bilun í Herjólfi Vestmannaeyjum, 14. mars. ALVARLEG vélarbilun varð í Herjólfi um það leyti sem skipið var að leggja af stað í venju- bundna áætlunarferð tíl Þorláks- hafnar kl. hálf átta í morgun. Andvægi á sveifarási aðalvélar skipsins losnaði og braut gat á olíupönnu. Skipið var sneisafullt af farþegum þegar þetta gerðist — meðal annars voru um borð 100 unglingar á leið til hand- boltakeppni í Reykjavík. Verður að teljast lán í óláni, að bilunin varð áður en skipið lagði úr höfn, því í morgun var hér slæmt veður og mikill sjór. Menn frá tiyggingarfélagi Her- jólfs, umboði vélaframleiðanda og flokkunarfyrirtæki skipsins komu flugleiðis til Eyja eftir hádegið. Skemmdir höfðu ekki verið full- kannaðar í kvöid en talið er víst að skipið verði einhveija daga úr umferð. Ekki verður tekin ákvörðun um hvort annað skip verði fengið til að annast flutninga Heijólfs fyrr en fulljóst verður hversu alvarlegt tjón hefur orðið á aðalvélinni. Að missa Heijólf úr umferð er alvarlegt áfall fyrir samgöngumál Eyjabúa. t f ^___- hkj. Smygl í Stuðlafossi REYKVÍSKIR toUverðir gripu yfirmann á Stuðlafossi á fimmtu- dagskvöld þar sem hann var að flytja 75 lítrum af þýsku kom- brennivíni á plastbrúsum í land. Við leit i skipinu fundust að auki 30 kassar af bjór, 11 flöskur af áfengi og 12 myndbandsspólur, skv. upplýsingum toUgæslu- stjóra. Yfirmaðurinn viðurkenndi að vera eigandi kombrennivínsins en fjórir skipveijar reyndust eiga bjór- inn og ætluðu að koma honum í land. Skipið kom til landsins frá Póllandi. Það var tollafgreitt í Reykjavík og fannst þá enginn smyglvamingur um borð. Síðan var siglt að Grundartanga og loks til Hafnaifyarðar, þar sem tollverðir úr Reykjavík fundu vaminginn. Kaupfélag Svalbarðseyrar: Fer fram á opin- bera rannsókn Akureyri, 14. marz. FÉLAGI í Kaupfélagi Svalbarðseyrar hefur farið fram á að opinber rannsókn verði gerð á starfsemi fyrirtækisins undanfarin ár. Það er Aðalsteinn Jónsson bóndi á VíðivöUum I Fnjóskadal sem fór fram á það við sýslumanninn á Húsavík að rannsón færi fram. ekki væri hægt að ganga lengra. Ég held að strax verði að kanna mál fyrirtækisins til að tryggja hags- muni þeirra sem eiga innstæður hjá fyrirtækinu og í raun hefði rannsókn þurft að hefjast fyrir mörgum mánuðum. Bókhaldið úir og grúir af rangfærslum og ég tel það ekki veijandi fyrir stjómina að láta rannsókn ekki fara fram,“ sagði Aðalsteinn. Sýslumaðurinn á Húsavík sendi rannsóknarbeiðni Aðalsteins til rík- issaksóknara en hann taldi ekki kleift að hefja rannsókn strax. Sendi hann sýslumanni gögnin aft- ur og fól honum að kynna stjómar- mönnum Kaupfélags Svalbarðs- eyrar efni rannsóknarbeiðninnar og fá fram þeirra sjónarmið. Þessu mun nú lokið og ríkissaksóknara hafa aftur verið send rannsóknar- beiðnin. „Mikil óreiða hefur verið í fyrir- tækinu, þama er um fjárdrátt og skattbrot að ræða,“ sagði Aðal- steinn í samtali við Morgunblaðið í dag. Þú fullyrðir að um fjárdrátt hafi verið að ræða? „Þegar menn taka sér laun sjálf- ir, færa upphæðir inn á eigin reikn- ing án samráðs við þá sem ráða, er það fjárdráttur. Einnig ef menn færa fjárhæðir inn á reikninga sína áður en slíkt á að gerast og fá þannig vexti á upphæðimar lengur en rétt er.“ Aðalsteinn sagði að á aðalfundi í fyrra hefðu reikningar Kaupfé- lagsins ekki verið trúverðugir. „Einn afurðareikningurinn var til dæmis mjög óeðlilegur og menn vildu láta frekari rannsókn fara fram og við skoðun á reikningum félagsins hafa komið mörg brotleg atriði fram. Menn vildu auðvitað halda rekstrinum gangandi ef möguleiki var á en margvísleg §öl- skyldu- og hagsmunatengsl milli lykilmanna eru það mikil í fyrirtæk- inu að það hefði orðið keðjuverkandi ef farið hefði verið að rannsaka mál einstaka manna. Menn vildu því láta skoða málin í rólegheitum — reyna að fá inn Qármagn með því að selja eignir til að losna úr verstu vanskilunum og reyna að halda rekstrinum áfram. Fyrirtækið þoldi enginn áföll til viðbótar því sem orðið var — en hefði svo farið hefðu um 70 manns misst vinnuna.“ Þú tekur svo af skarið núna. Hvers vegna? „Þegar ljóst var að ekki var hægt að halda rekstrinum áfrám sem sjálfstætt fyrirtæki taldi ég að 'O INNLENT Anna Kristín Hreinsdóttir sjúkraþjálfari í lungnaherfoerginu. Morgunblaðið/Emilía Borgarspítalinn: Nýtt húsnæði sjúkra- þjálfunar tekið í notkun Á FÖSTUDAGINN var form- lega tekið í notkun nýtt hús- næði sjúkraþjálfunar Borg- arspítalans. Húsnæðið er um 400 fermetrar, fuUfrágengið með öllum tækjum og búnaði. Sjúkraþjálfun var áður í 80 fermetra húsnæði á elleftu hæð spítalans, en að sögn Köllu Malmquist yfirsjúkraþjálfara verður hægt að sinna 60 manns í einstaklingsmeðferð daglega auk þess sem hægt er að taka við 8 hópum, 6-8 manns i hóp, í sal. Jóhannes Pálmason fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans flutti ávarp við athöfnina og sagði m.a. að þetta væru tímamót í sögu spftalans, sagði spítalann nú fyrst búa við sómasamlega að- stöðu varðandi aðstöðu til sjúkra- þjálfunar. Kalla Malmquist sagði að sjúkraþjálfun hefði hafíst á deildum Borgarspítalans í Foss- vogi sumarið ’69, en í ársbyijun hefði fengist húsnæði í tumi spít- alans á 11. hæð og þar hefði starfsemin verið síðan, þrátt fyrir aukin umsvif. Hún sagði að þrátt fyrir erfiðar starfsaðstæður hefði sjúkrahúsið getað haldið í gott starfsfólk en samtals hefur Borg- arspítalinn 18 og hálfa stöðu sjúkraþjálfara og 12 stöður að- stoðarmanna. Sjúkraþjálfunin þjónar auk deilda í aðalbyggingu spítalans í Fossvogi Grensásdeild, hjúkrunar- og endurhæfingar- deild í Heilsuvemdarstöð, Hvíta- Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari reynir eitt tækjanna i salnum sem styrkir og liðkar axlir. bandi, dagdeild geðdeildar í Templarahöll og Amarholti. Kalla sagði að þetta nýja húsnæði byði upp á möguleika á aukinni göngu- deildarþjónustu, auk þess sem komið hefði í ljós þá daga sem liðið hafa frá því starfsemi hófst í þessu nýja húsnæði að mun auðveldara er að sinna gömlu fólki í B-álmu spítalans. í hinu nýja húsnæði er að finna margar nýjungar, m.a. lungna- herbergi þar sem öndunaræfíngar em gerðar með fólki. Mörg hjálp- artæki er þar að finna svo sem sogtæki og súrefni. Viðskiptabankarnir lækka þj ónustugj öldin EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa flestir bankanna tekið ákvörðun um að lækka þjónustugjöld sin í það horf sem þau voru fyrir síðustu hækkun, eða að jafnaði um 15—40%. Er það gert vegna eindreginna tilmæla Matthiasar Bjamasonar viðskiptaráð- herra. Búnaðarbankinn lýsti því yfir í fyrradag að hann hygðist fella niður síðustu hækkun sína frá 1. mars nk. mánudag. Jón Adólf Gudjónsson bankastjóri í Búnaðarbankanum sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin, þrátt fyrir að hækkunin 1. mars hefði aðeins svarað til al- mennra kostnaðarhækkana. „Við hvikum ekki frá okkar fyrri rökum um nauðsyn hækkunarinnar, en viðurkennum að þetta var óheppi- Iegur tími,“ sagði Jón Adólf. Landsbankinn og Samvinnu- bankinn höfðu í bréfi til ráðherra lýst þvi yfir að þeir væru tilbúnir til að endurskoða gjaldskrár sínar. Jónas Haralz bankastjóri í Lands- bankanum sagði að bankinn myndi lækka gjöldin strax í byijun næstu viku, á morgun eða þriðjudag. Höskuldur Ólafsson bankastjóri í Verzlunarbankanum sagði að lækk- unin þar á bæ tæki gildi á mánudag- inn. Hið sama gildir um Útvegs- bankann, og Ragnar Önundarson bankastjóri í Iðnaðarbankanum sagði sinn banki myndi líklega lækka gjöldin eftir helgina. Geir Magnússon bankastjóri i Samvinnubankanum sagði að bank- inn hefði svarað bréfi ráðherra á þá lund að hann væri tilbúinn til að endurskoða gjaldskrána ef ráð- herra beitti sér fyrir því að aðrir bankar gerðu slíkt hið sama. „Við höfum ekkert svar fengið frá ráð- herra, og lítum því svo á að boltinn sé hjá honum," sagði Geir. Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sagði að málið væri í biðstöðu hjá sparisjóðunum. „Okkur barst erindi ráðherra seinna en bönkunum og við okkur hefur lítið verið talað um þetta mál. Við höfum þvf ekki tekið ákvörðun enn,“ sagði Baldvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.