Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 61
MORGUNfcLAÍHÐ, ÖUNNUDAGUR 16. MARZ 1986 61 við elskum báðir sömu konuna. Og enda þótt framkoma mín hafi ekki alltaf borið vitni um mikinn þroska hef ég ævinlega verið óskaplega stoltur af honum. Hvemig ætti annað að vera? í tvö ár hefur hann fengið dúxverðlaun skólans fyrir hæstu meðaleinkunn í sjötta og sjöunda bekk. Þakka má bæði kapp- semi hans og þeirri staðreynd að móðir hans fæddist í Genf það að hann talar frönsku nú nánast reip- rennandi. Möglunarlaust hefur hann lært á píanó í sex ár. Hann er mjög fær á skíðum, í siglingum og tennis. Og þótt hann sé nú á hátindi gelgju- skeiðsins þá hagar hann sér ekki eins og fáviti í námunda við stúlkur eins og margir jafnaldrar hans gera — og eins og ég gerði vissulega á hans aldri. Áhugann á vísindum hefur Derek erft frá föður sínum sem er geisla- læknir. Derek langar til að verða læknir lika. Hann hefur að staðaldri komið á vinnustað föður síns í uppvextinum, þar sem hann fylgist gjöria með tæknibúnaði geimaldar. Hann hefur orðið vitni að þróun á sviði geislatækni sem hefur haft í för með sér að ómun og CAT- skönnun hafa bætzt við röntgen og síðan hefur komið til sögunnar segulsveiflutækni sem framkallar myndir. Þótt þetta sé kannski ein- földun á þróuninni þá held ég að Derek eigi það sameiginlegt með föður sínum að gera sér grein fyrir því að með tækninni megi framleiða sífellt fullkomnari og gagnlegri tæki. Hafi ég haft einhver áhrif á Derek hafa þau verið á þá lund að ég hef fengið hann til að líta á tæknilegar framfarir sem annað og meira en nýjan og nýjan tækjabún- að, þ.e.a.s. hugmyndir — hugmyndir sem ýmist eru góðar eða slæmar, réttar eða rangar og engu síður brigðular en mennimir sem fá þær. I sameiningu höfum við Derek líklega séð hveija einustu kvikmynd um visindaskáldskap sem frumsýnd hefur verið síðustu fimm árin. Hafi ég í upphafi vakið athygli hans á lesefni eftir Isaac Asimov og Ray Bradbury, Frank Herbert og Arthur C. Clarke þá er þekking hans á slík- um bókmenntum nú miklu meiri en mín. Á Apple Ilc-tölvuna sína skrif- ar hann skólaritgerðir um Nemesis- kenningu að baki gjöreyðingu og drengi sem stíga á bak skrímslum þegar þeir þurfa að flýta sér heim til sín. Vísindaskáldskapur er fyrir honum vísindalegur raunvemleiki. Derek sá fyrir sér tölvustýrða myndatækni löngu áður en hann fór að horfa upp á afköst framtíðarvéla föður síns. En jafnvel þótt nýjasta tækni sé gömul lumma í hans aug- um þá veit ég að enginn varð spenntari en hann þegar mér barst skyndilega boðskort frá Onizuka í október sl. um að koma og fylgjást með Challenger-geimskotinu í jan- úar. Ég hringdi í Onizuka þar sem hann var í Johnson-geimferðamið- stöðinni og staðfesti að við kæmum. Hann sgði mér þá frá því að upp- haflega hefði verið ætlunin að fyrri skutluleiðangur hans sem hann hafði farið með Discovery hefði orðið í tengslum við Challenger. Fyrra flugið var farið með Discovery þegar Challenger kom úr leiðangri og þeir „urðu þess varir að sumar skrúfumar vom lausar og það varð úr að Challenger fór í skrúfú-endur- hæfingu", sagði Onizuka. „Skrúfu- endurhæfingu" hváði ég. Onizuka fór að hlæja. „Það þurfti að líma þær aftur í hann.“ Hann sagði mér að þegar Dis- coveiy var að komast í hæðir hefðu titringurinn, hristingurinn, gaura- gangurinn, höggin og skmðning- amir verið meiri en hann hefði búizt við fyrirfram, en reyndar hefði hann oft svo mikið að gera að hann hefði ekki haft tíma til að gera sér rellu út af því. Hann nefndi hversu fögur jörðin væri á að líta utan úr geimn- um og að þegar hann hefði séð móta fyrir hnattlögun hennar hefði sér orðið á munni eitthvað á þá leið „að jörðin væri þá eftir allt saman hnöttótt". Hann skellihló og bætti við: „Þetta er víst eitt af því heimskulegasta sem ég hef sagt um dagana." Tuttugu mínútum eftir komu okkar sagði ég: „Með þessu er ég kannski að láta í ljós ánægju mína og undmn með að heyra frá þér eftir öll þessi ár, en segðu mér, hvemig stóð á því að við fengum þetta boð um að vera viðstaddir geimskotið?" „Ástæðan er sú að þú ert vinur rninn," sagði hann. „Mér hefur oft orðið hugsað til þín og einu sinni þegar ég flaug til Connecticut velti ég því fyrir mér hvemig þér vegn- aði. Og þegar tfmabært var að semja boðslistann sagðist ég svei mér ætla að senda þér boðskort." Við Derek flugum til Flórída ásamt vini mínum og syni hans upp úr hádegi föstudaginn 24. janúar. Geimskotið var áætlað síðdegis daginn eftir. Við leigðum bíl með þaklúgu, létum strákana sitja í aft- ursætinu, opnuðum lúguna, hækk- uðum í útvarpstækinu og lentum á svæðisútvarpsstöð þar sem kántrí- lögin „You say you love me og Tum and face the wall“ hljómuðu. Derek var svo hamingjusamur að hann teygði sig yfir stólbakið og klappaði mér á öxlina. Geimskotinu var frestað. Við fór- um í skoðunarferðjr í Kennedy- geimstöðina, Epcot-stöðina og Disn- eyland. Við skoðuðum risaskálina og lögðum síðan af stað til að horfa á geimskotið á mánudeginum en því var aflýst. Snemma á þriðju- dagsmorgni vomm við enn komnir í sætin okkar í rútunni sem ætluð var vinum og vandamönnum Oniz- uka. Leiðin lá framhjá U.S. 1, 7- ellefu og Jiffy-stórmarkaðinum, vín- búðum, kirkjum, litlum appelsínu- ekrum í einkaeign og yfir Indíána- fljót þar sem Kennedy-geimstöðin var framundan með hinni risastóru byggingu þar sem geimför eru sett saman. Rútan nam staðar skammt frá hvítu lágreistu húsi þar sem er stjómstöð geimskutluleiðangra. Gulum tjöldum hafði verið slegið upp. Þar var fólk að selja boli með myndum af geimskutlum, leikföng og barmmerki til minningar um atburðinn. Að baki okkar voru byggingar þar sem §ölmiðlar hafa aðstöðu. Húsin eru með gífurlega miklum gluggum og á þeim eru spjöld merkt fjölmiðlunum. Beint fyrir framan áhorfendapallana sem eru úr áii var hvít girðing og handan hennar hátalarakerfið 'og tölvu- klukkan þar sem rástalningin fer fram. Svalur vindur stóð í bakið. Mávar og pelíkanar vofðu yfír lóninu. Við Derek sötruðum heitt súkkulaði. Við höfðum góða yfirsýn yfir Challenger á skotpallinum. Við sáum hvítt geimskipið ofan á eldflaugunum sem áttu að bera það og risastóran dökkappelsínugulan eldsneytis- geymi utan á. Oðrum megin á áhorf- endapöllunum var fjöldi skólabama. Fyrir framan girðinguna voru þrí- fætur með kvikmynda- og ljós- myndavélum með aðdráttarlinsum. Álíka mörgum myndavélum var beint að eldflauginni og fjölskyldum geimfaranna sem sátu hægra megin við okkkur. nn„rt °ER|K VIÐ 8ATÚRN 6 ELDFLAUQIKENNEDY- j / GEIMFERÐASTÖDINNIÁÐUR EN CHALLENGER VAR SKOTIÐÁ LOFT. AKKILESARHÆLL FRA UPPHAFI ? Þeir sem rannsaka CHALLENGER-slysið beina nú athyglinni einkum að þéttihringjum hjálpareldflauganna 2. ÞETTAÁLAG KANNAÐHAFA EYÐILAGT ÞÉTTI LAGIÐ . . . 3. ELDURINN GET- URHAFABRUNNIÐ ÍGEGN UM FYRRI O-HRINGINN . . . 4. ANNAR O-HRING- URINNGETUREKKI SINNT HLUTVERKI SÍNU . . . 5. SEKÚNDUBROTI SÍÐAR STENDUR ELDURINN ÚTÚR FLAUGINNI . . . 6. NEÐRI ELDFLAUGAR- FESTINGIN BRENNUR í SUNDUR OG TRJÓNA FLAUGARINNAR REKST í ELDSNEYTISFLAUGINA. Við Derek vorum skjálfandi á beinunum og það var ekki síður af spenningi en kulda. Skólabömin söngluðu rástalninguna og tóku undir með hátalaranum. „Guð,“ sagði Derek, „hún kemst sko upp núna, er það ekki.“ Hávaðinn frá eldflaugunum líktist skellum og þyt í fánum sem berjast í stormi. Hvítur reykur myndaði borða sem liðuðust eins og pappírsræmur sem stundum eru hafðar til hátíðabrigða. Borðamir svifu fagurlega niður að haffletinum. Enda þótt röddin úr stjómstöðinni væri styrk skynjuðum við að eitthvað óvænt hefði gerzt, en við vissum ekki hvað það var. Kona fyrir framan Derek sagði: „Ó, nei, ó, nei!“ „Hvað er að gerast," spurði Derek mig. „Ég veit það ekki," sagði ég/- „Það er eitthvað að.“ Hann horfði á mig. Hann vildi helzt horfa aftur til himins en vildi þó líka sjá á mér svipinn þegar ég svaraði. Mér datt í hug að skutlan hefði orðið að snúa til baka og að Ellison og félagar hans yrðu að lenda á geimstöðvar- brautinni að baki okkar. Þögn ríkti á áhorfendapöllunum. Við horfðum á gatið á himninum þar sem Chal- lenger hefði átt að vera. í næstu andrá bað fréttamaður við girðinguna ringlaða konu um að lýsa tilfinningum sfnum. Lltill ljóshærður strákur hékk utan í móð- ur sinni og snökti: „Ég vildi ekkert fara hingað. Ég ætla aldrei að verða geimfari." Ég vék andartak frá Derek til að sækja upptökutækið sem ég hafði skilið eftir hjá einum hátalaranum. Ég flýtti mér til baka og þá vissi ég að aldrei myndi ég gleyma mynd þessa drengs sem mér er svo óendanlega annt um þar sem hann stóð teinréttur og setti í herð- amar til að veijast óhugnanlegum og vaxandi hrolli, ekki fremur en ég gæti gleymt reyknum á himninum sem kloftiaði í tvö hom eins og á^ djöfli. Á þeim vikum sem liðnar eru frá þvi Challenger fórst höfum við Derek löngum stundum rætt um það sem við sáum og urðum áskynja. Við höfum talað um það þegar hann fór aftur f skólann og blendnar til- finningar hans vegna þeirrar athygli sem að honum beindist. Jú, honum fannst þó nokkuð til þess koma að hafa orðið vitni að sögulegum at- burði, en var það ekki rangt af honum að hugsa þannig? „Þetta var bara svo -óvænt," sagði hann þegar við sátum einir saman eitt kvöldið. „Það hvarflaði aldrei að mér, ekki éitt andartak, að eitthvað gæti farið úrskeiðis. Það var það versta. Hún fór bara upp og svo allt í einu./..“ Hann strauk Jonah. „Það er/svo erfitt að sætta sig við þá staðpeynd að Onizuka ofursti og þau hin væm virkilega þama inni og svo bara sprakk hún. Það er þessi raunveru- leiki sem er svo hræðilegur." Þær 24 skutluferðir sem áður höfðu verið famar höfðu komið inn hjá okkur þeirri blekkingu að hætta væri ekki á ferðum. „Eitt finnst mér ekki rétt," sagði Deiek, „og það er það að sem heild skuli bandaríska þjóðin minnast atburða í svo skamman tíma. Það er mjög mikil sorg í nokkra dagaH og svo er það bara gleymt. Fólki verður bara sama. Það er þessi afstaða „gott að það var ekki ég, bezt að gleyma því“. Þetta er svo mikil eigingimi. Ég gleymi þessu aldrei," sgði hann. „Aldrei? Ég hef aldrei séð svona stórslys áður, engin tæknileg óhöpp sem líkjast þessu. Ég held ég skilji nú að þessar vélar em ekki fullkomnar." Hann þagði um stund en bætti svo við. „Það hlýtur Onizuka ofursti náttúrlega aðhafavitaðlíka." „Ertu sammála þeim sem haldíf> því fram að mannaðar geimferðir séu of hættulegar og að ekki eigi að halda þeim áfram," spurði ég. Ég held að Onizuka hefði orðið ánægður að sjá að Derek leit á mig eins og ég væri ekki með öllum mjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.