Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 64
TALSTÖÐVARSKÁK
LOÐNUVERTÍÐIN er ekki einni brælunni í vetur tóku
samfelld veiði og púl. Veður- skipveijar á Eldborginni hf. sig
guðirnir sjá til þess að áhöfn
og skip fái hvíld frá veiðunum,
reyndar hvort sem þess er ósk-
að eða ekki. í brælunum gera
áhafnimar sér margt tíl dund-
urs og skáklistin er ekki síður
vinsæl úti á sjó en í landi. í
til og tefldu talstöðvarskák við
félaga sina á Gísla Árna RE
sem stóð í þijá daga, ein skák
hvern dag. Fréttir herma að
jafnræði hafi verið með þessum
fræknu köppum.
Á meðfylgjandi mynd Jóns
Páls Ásgeirssonar, skipveija á
Eldborginni, sést skáksveit
skipsins niðursokkin í leikinn.
Frá vinstri Bjarni Jakobsson,
Arnór Guðmundsson, Guð-
mundur Hjörleifsson, kokkur
og skákstjóri, og Þórarinn
Grímsson.
Vissi ekki
af hækk-
un á far-
gjöldum
— segir Matthías Bjarna-
son samgöngnráðherra
FLUGLEIÐIR hafa hækkað far-
gjöld sín til Evrópu, eins og greint
var frá i frétt i Morgunblaðinu i
gær. Að mad Flugleiða nemur
meðalhækkunin 3%.
Morgunblaðið sneri sér til Matt-
híasar Bjamasonar samgönguráð-
herra og spurði hann hvort þessar
hækkanir samræmdust markmiðum
ríkisstjómarinnar.
„Engar hækkanir samræmast
markmiðum ríkisstjómarinnar nema
færð séu fulllkomin rök fyrir þeim.
Hins vegar em engin lagaleg ákvæði
um bann við hækkunum. Flugieiðir
hafa ekki haft samband við ráðuneyt-
ið vegna þessara hækkanna og ekki
haft fyrir að segja neitt frá þeim.
Málið var ekkert borið undir mig. Ég
sá þetta fyrst í blöðunum í morgun,"
sagði ráðherrann.
Allur lax sprautað-
ur gegn nýrnaveiki
— segir Gunnar Helgi Hálfdánarson f ramk væmdastj óri Vogalax
ALLUR klaklax i Vogalaxstöðinni fékk sérstaka meðhöndlun í haust
vegna hættu á að nýraaveikibakterían væri í þeim. Meðal annars
var notað sérstakt lyf gegn bakteriunni sem ekki hefur áður verið
notað hér á landi, að sögn Gunnars Helga Hálfdánarsonar, fram-
kvæmdastjóra Fjárfestingarfélags íslands.
Gunnar Helgi sagði að Vogalax
hefði keypt seiði frá Kollafírði og
því hefðu menn átt von á að nýma-
veikibakterían væri í laxi þar. Þeir
hefðu því sprautað allan klakiax
með sérstöku lyfí til að drepa hugs-
anlegar nýmaveikibakteríur. Þessi
aðferð hefði ekki verið notuð áður
hér á landi. Hann sagði að laxinn
hefði verið sprautaður tvisvar og
síðan hefðu hrognin verið böðuð
þrívegis. Menn teldu miklar líkur á
að þessar aðgerðir dygðu til að
drepa bakteríumar, þó að erfitt
væri að fá um það fulla vissu. Hann
sagði að sú aðferð sem físksjúk-
dómafræðingurinn notaði við að
rannsaka sýnin greindi ekki á milli
dauðra nýmaveikibaktería og lif-
andi, auk þess sem fleiri vankantar
væm á þeim. Taldi Gunnar Helgi
allar líkur á að þær bakteríur sem
fundust í sýnum frá Vogalaxi væm
dauðar vegna aðgerða eigenda
stöðvarinnar.
Sagði Gunnar að Vogalax væri
búinn að selja 1,2 milljónir hrogna
úr landi, meðal annars til Chile og
Japan. Þessar þjóðir væm afar
strangar í sjúkdómavömum og
hefðu þó tekið orðalaust við hrogn-
unum, vitandi um allar aðstæður í
stöðinni hér.
Meisturum
I frjálsum
dansi fagnað
FJÖLDI unglinga fagnaði
ákaft er tilkynnt var um sigur-
vegara í keppni í ftjálsum dansi
i fyrrakvöld. Axel Guðmunds-
son varð íslandsmeistari í
keppni einstaklinga. í öðru
sæti varð Birna Einarsdóttir og
i þriðja sæti Bryndís Einars-
dóttir. Hópurinn „Black
widows“ varð f fyrsta sæti f
hópkeppninni, í öðru sæti varð Axel Guðmundsson í tilheyr-
hópur sem nefnir sig Azteka. andi búningi.
Björgunarlaun
Bjarts NK og útgerðar:
Gætu num-
ið allt að
*2millj. kr.
„ÉG GET ekki sagt nákvæmlega
tál um það á þessari stundu hvað
við munum setja upp f björgunar-
laun. Fyrst þarf ég að kynna mér
vel gögnin úr sjóprófinu. En ég
get þó sagt að upphæðin verður
há,“ sagði Skarphéðinn Þórisson
hæstaréttarlögmaður. Hann legg-
ur fram kröfur um björgunarlaun
fyrir hönd Sfldarvinnslunnar á
Neskaupstað, útgerðarfyrirtækis
Bjarts NK, sem bjargaði danska
skipinu Eric Bocye sl. mánudags-
kvöld, þar sem það lá við festar
tæpum 200 metrum frá þver-
»hníptum björgum við Tröllanes.
Skarphéðinn sagði að skipstjóri
danska skipsins hefði sagt í sjó-
prófum að um aðstoð hefði verið
að ræða en ekki björgun. Mun
minna er greitt fyrir aðstoð en
björgun. „í mínum huga er enginn
vafí á því að hér var um björgun
að ræða, en ekki aðstoð. Skipið lá
við akkeri rétt undan þverhníptum
klettum, þar sem útilokað var að
komast að því frá landi. Ef skipið
hefði losnað þyrfti ekki að spyija
' að leikslokum. Við munum því fara
fram á björgunarlaun," sagði
Skarphéðinn.
Björgunarlaun eru breytileg, að
sögn Skarphéðins, og geta verið
frá 2% upp í 12% af samanlögðu
verðmæti skips og farms. Trygg-
ingarverðmæti danska skipins er
um 15 milljónir íslenskra króna og
farmurinn er metinn á 3—5 miljón-
ir. Ef reiknað er með að björgunar-
laun verði í hærri kantinum, eins
og Skarphéðinn segist munu gera
kröfu um, gætu þau numið 1,5—2
milljónum króna. Björgunarlaun
skiptast milli útgerðar og áhafnar
þannig, að útgerðin fær a/5 en
_i-’kipverjar 2A.
Loðnuvertíð að ljúka:
Útflutningsverðmæti af-
urðanna 4 milljarðar kr.
AÆTLAÐ útnutningsverðmæti þeirrar loðnu, sem unnin hefur verið
hér á yfirstandandi vertíð, er um 4 milljarðar króna. Er þá miðað
við að um 910.000 lestir hafi verið unnar hér, þar af 2.200 heilfryst-
ar og 2.400 lestir af frystum hrognum. Fyrir allan aflann, sem ís-
lenzk skip hafa fengið, um eina milljón lesta, hafa verið greiddir
rúmlega 2 milljarðar króna með verðuppbótum úr sjóðum sjávarút-
vegsins.
Loðnuhrogn og loðna að útflutn-
ingsverðmæti um 240 milljónir hafa
verið fryst hjá frystihúsum innan
SH á þessari vertíð. Mest af hrogn-
unum er fryst í Vestmannaeyjum
og hefur vinnsia þeirra gengið vel.
í dæmi þessu er miðað við einnar
milljónar lesta afla, sem fengizt
hefur frá upphafí vertíðar í ágúst
og til loka vertíðar, sem nú eru að
nálgast. Af þessum afla hefur um
90.000 lestum verið landað erlendis.
Áætlað meðlverð á hveija lest upp
úr sjó er 1.872 krónur til verk-
smiðja. Til skipta er verðið þá 1.346
krónur og með verðuppbótum
2.060. Fyrir þann hluta aflans, sem
landað hefur verið erlendis er greitt
mun meira eða nálægt 3.500 krón-
um fyrir hveija lest. Samtals hefur
því loðnu fyrir 315 milljónir króna
verið landað erlendis. Alls verða um
910.000 lestir af loðnu unnar hér-
lendis. Áætlað meðalverð fyrir
hveija lest lýsis er 13.120 krónur
(320 dalir) og miðað við meðalnýt-
ingu alla vertíðina, 12%, fást
109.000 lestir af lýsi að verðmæti
1.432.704.000. Áætlað meðalverð
fyrrir hverja lest mjöls er 15.498
krónur (5,40 dalir á hveija prótein-
einingu og 70 slíkar í hverri lest)
og miðað við 16,5% meðalnýtingu
fást úr þessu magni 150.150 lestir
að verðmæti 2.327.024.700 krónur.
Áætluð frysting hrogna er 2.400
lestir að verðmæti 71.750 krónur
(1750 dalir) hver lest eða alls
172.200.000 krónur. Reiknað er
með heilfrystingu 2.200 lesta að
verðmæti 36.900 krónur (900 dalir)
hver lest eða alls 81.180.000 krón-
ur. I útreikningum þessum er miðað
viðgengi dalsins á 41 krónu.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar H. Garðarssonar, blaðafull-
trúa SH, höfðu á miðvikudag verið
frystar 2.337 lestir af hrognum og
tæpar 1.800 lestir af loðnu hjá hús-
um SH. Verðmæti hrognanna er
um 170 milljónir króna og loðnunn-
ar um 70 eða samtals 240 milljónir.
Megnið af hrognunum hefur verið
fryst í fímm húsum í Eyjum, alls
1.793 lestir, en mest hefur verið
fryst hjá Hraðfrystistöðinni, 700
lestir.
Áhorfendur fagna sigurvegurunum.