Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 37
1
JL
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1986
37
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guömundsson
„Mig langar að biðja þig um
upplýsingar um mitt stjömu-
kort. Ég er fædd 23. 10. 1954
kl. 8.40 í Eyjum. í>að virðist
ekki vera sama í hvaða blaði ég
les stjömuspá, ég er yfirleitt
ekki í sama merki. Stundum
Vog og stundum Dreki. Að
lokum, hvemig passar Hrútur
inn í mína mynd. Með fyrirfram
þökk.“
Svar:
Þú hefur Sól og Rísandi merki
í Vog, Tungl í Meyju, Merkúr
og Venus í Sporðdreka og Mars
í Vatnsbera. Þú ert því Vog,
Sporðdreki, Meyja og Vatns-
beri.
/ Vogarmerkinu
Sólin var í Vogarmerkinu þegar
þú fæddist. Þú telst því til
Vogar þó Sól þín hafi líklega
sterkan undirtón frá Sporð-
drekamerkinu.
SjálfstœÖ
Sól í Vog táknar að þú ert i
grundvallaratriðum hress og
félagslynd. Þar sem Mars, Júp-
íter, Uranus og Neptúnus
tengjast Sólinni má segja að
þú sért ekki dæmigerð Vog.
Mars- og Júpítertengslin tákna
að þú ert kraftmikil og eirðar-
laus og þarft að vera á mikilli
hreyfingu. Þú þarft að ferðast
og víkka sjóndeildarhring þinn.
Þú hefur þörf til að safna að
þér þekkingu. Þessu fylgir hins
vegar að þú þarft að varast
óhóf. Úranus táknar síðan að
þú vilt vera sjálfstæð og fara
þínar eigin götur. Þú þolir illa
vanabindingu og þarft sífellt
að bijóta þig undan kröfum sem
aðrir gera til þín til að öðlast
frelsi. Þú ert því töluverður
sjálfstæðis- og uppreisnarmað-
ur í eðli þínu. Störf sem tengj-
ast félagsmálum, en gefa þér
kost á fjölbreytileika, sjálfstæði
og hreyfingu, ættu að eiga vel
við þig. Neptúnus á Sól táknar
að þú ert einnig næm og
draumlynd og hefur þörf fyrir
að upphefja daglegt líf. Þú
laðast t.d. að öllu sem er dular-
fullt og órætt. Þessi staða er
algeng hjá listafólki og sérstak-
lega þeim sem fást við tónlist
og dans.
JarÖbundin
Tungl í Meyju táknar að þú
hefur í fari jarðbundna hlið og
þú getur verið nákvæm og
samviskusöm. Meyjarhliðin
táknar einnig að þú ert sjálfs-
gagnrýnin og haldin fullkomn-
unarþörf. Þú þarft að gsgta
þess að gera ekki of litið úr
eigin hæfileikum og hindra
þannig að þú náir þeim árangri
sem þú getur vel náð.
Kryfjandi
Merkúr í Sporðdreka táknar að
hugsun þín er dul og kryfjandi.
Þú hefur þörf til að skyggnast
undir yfirborðið og sjá, t.d. það
sem býr að baki hugmyndum
og hegðun manna. Þú ert því
gædd rannsóknarhæfileikum.
Öfgafull
Venus í Sporðdreka táknar að
þú ert misjöfn í mannlegum
samskiptum. Þú hefur tilhneig-
ingu til að vilja allt eða ekkert.
Það getur birst þannig að þú
ert ýmist áköf og lifandi, yfir
þig ástfangin eða dul og lokar
á tilfinningar þínar og einangr-
arþig.
Rakettur
Vogir laðast oft að Hrútum.
Hjónabandshús þitt er Hrútur
og þar sem þú hefur sterkan
Mars, Júpíter og Úranus, þ.e.
vilt líf og ijör, ætti Hrúturinn
að eiga vel við þig. Hins vegar
er hætt við að á ýmsu geti
gengið og að nokkrar rakettur
fljúgi upp annað slagið.
X-9
DYRAGLENS
iHii;ii;;iiiiiiiii;iin;uii;iu;iiiiinm»;ii;i;;iii;iii;iiii;iiiiinnn;;n;iii;iiii;iiiniiiii;iii'
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::..........................
iiiiiiiijliul
LJÓSKA
TOMMI OG JENNI
f STÁÐÚ /niG SPAfífíA
þessú/n bolta &eir
\ FíZA/nAN / TÖ/HAi/i/
^ ÉG SKAL sýuA yKKUfí
\ rti/£eJU FKAfYiAN
i HVEfíN.'
/ i//e> \
JV / /Y1ÁLU£>U/yþ
/ /CE/LU-
1 SP/LS'
\ HULÚ.f
FERDINAND
ílte
Tmmm 'ffj Q
© 1986 Unlted Feature Syndlcate.lnc.
-' -■ ■ • - ' ■ . : • . ■
SMÁFÓLK
THAT'S A NICE ROCK
UJALL VOU'RE BOILPING,
LINU5...
(Vhank yo'ÍT)
POES IT KEEP THING5
IN OR P0E5 IT KEEP
tuim/;/; niiT ?
IT HA5N'T
PECIPEP VET^
Tr
Þetta er fallegur stein- Þakka þér fyrir.
veggur, sem þú ert að
hlaða, Lalli...
Á hann að halda einhvenu Það hefur ekki verið
inni eða einhverju úti? ákveðið enn sem komið er.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Allt sem brýtur í bága við venju-
bundna hugsun er erfitt, þótt
það sé í sjálfu sér einfalt. Þetta
spil er talandi dæmi um þessa
kenningu:
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ Á72
¥KG94
♦ 963
♦ KD5
Vestur Austur
♦ G95 ♦ D104
¥6 II V75 ^
♦ AD74 ♦ 10852 ^
♦ G10964 +^832
Suður
♦ K863
♦ ÁD10832
♦ KG
♦ 7
Vestur Norður Austur Suður
— 1 lauf Pass 1 hjarta
Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Gegn fjórum hjörtum spilar
vestur út laufgosa. Hvemig viltu
spila?
Eiginlega hefurðu fengið allt
of miklar upplýsingar; sérð öll
spilin og fékkst ákveðið hint í
inngangsorðunum. Svo kannski
finnst þér létt að dúkka fyrstad^
slaginn.
En við borðið er slík spila-
mennska ekki eins auðveld. Það
að leggja „hónór á hónór“ er
nánast hluti af eðli hvers spilara.
Oftast sjá menn ekki fyrr en
eftirá þegar rétt hefði verið að
breyta út af þeirri reglu.
Við sjáum að ef sagnhafi
leggur kóng eða drottningu á
laufgosann, drepur austur á ás
og spilar tígli. Vömin tekur því
strax þijá slagi og fær óhjá-
kvæmilega einn í viðbót á spaða.T^'
En ef lítið er sett í laufgosann
hefur austur ekki eftii á að yfir-
drepa til að spila tígli, því þá
hverfa spaðataparamir heima
opan ofan f laufhjónin. Og það
er í góðu lagi að vestur sé inni
á laufgosa, því seinna er hægt
að tromsvína fyrir laufásinn og
henda svo tígli niður f frílauf.
Einfalt, en erfítt.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Undanfama mánuði hefur stað-
ið yfir símskákakeppni á milli
borga f Evrópu. Þessi staða kom
upp í viðureign liða frá Maur de
Fosses í Frakklandi og Essen í
Þýzkalandi, sem hafði svart og
áttileik.
mw 1
m
ixm
ití
'
Sem sjá má er svartur manni
yfir, en staða hans virðist þó slæm
vegna sóknarþunga hvítu mann-
anna. T.d. má svartur ekki leika-
45 - Dxg3? 46. Hxc6 - Kd8
vegna 47. Da5+. Essenbúum tókst
samt að finna vöm. 45. — Dc7!,
46. Hxc6 (Auðvitað ekki 46. Bxc7
- Bxa8) 46. - Dxc6 47. Dxb8+
- Kd7, 48. Da7+ - Ke6, 49.
De3+ — Kf5. og þar sem svarti
kóngurinn er kominn í skjól unnu
Þjóðverjamir örugglega. *i