Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 30
^dRGlhfoílÁÐlÐ; SÖNlíÚÖÁGÚ'R Í6.MÁRZ Í986 ríkisfjölmiðlamir opnir henni af þeim sökum. Vissulega höfum við haft aðgang að hljóðvarpinu, en hversu kristilegt efni hefur sést í sjónvarpinu? Hugvekjunni muna menn e.t.v. eftir, en sá boðskapur er ekki endilega sniðinn fyrir þann Qölmiðil, því hversu mikla þjálfun hafa þeir, sem þar hafa komið fram, fengið í því að notfæra sér hið sjón- og myndræna, sem mikilvægast er í sjónvarpinu. Hefur kirkjan þá brugðist? — Ef við segjum, að kirkjan hafi brugðizt, þá er það fólkið innan hennar, þú og ég, sem höfum brugðizt, því við erum kirkjan. Brugðizt í hverju? í boðun sinni? Kannski. Það er alltaf auðvelt að gagnrýna, erfiðara að byggja upp. Líklega getum við þó sagt, að við bregðumst, ef við gefum ekki komandi kynslóðum það, sem dýr- mætast er. Hvemig eiga böm að kynnast trúrækni, ef foreldramir halda henni út af fyrir sig? Trúin er samfélagslegt atriði, ekki inn- hverft. „Mín trú fyrir mig“ á ekkert skylt við kristindóm. Stefnirðu að þí að snúa aftur heim til íslands? — Já, það er alveg ömggt. Ætlarðu að halda áfram að starfa sem safnaðarprestur? — Sé það vilji Guðs. annars er víst offramleiðsla á guðfræðingum heima. Jú, vissulega vil ég þjóna Drottni áfram á sama vettvangi, en ef það gengur ekki upp, þá reyni ég að vera náunga mínum prestur, þótt ég snúi mér að öðru. Við erum nefnilega öll prestar í þjónustunni við náungann. Menn segja svo oft, að safnaðarpresturinn eigi að halda safnaðarstarfinu uppi, en átta sig ekki á því, að slíkt er einum manni ofætlun. Menn eiga ekki að spyrja, hvað kirkjan geti gert fyrir þá, heldur, hvað þeir geti fyrir kirkjuna. Safnaðarvitundin sterkari í fríkirkju en ríkiskirkju Hvers konar söfnuður er þetta sem þú þjónar og umhverfí? — Hér ytra er venjulega miðað við fermda, þegar verið er að segja frá því, hversu margir séu í söfnuð- inum. Núna eru um 380 fermd sóknarböm í söfnuðinum. Fyrsta árið mitt var ég með 209 guðs- þjónustur samtals, svo það er tölu- vert öðru vísi heldur en heima, enda um 6 kirkjur að ræða til að messa í. Vinnuvikan er venjulega um 65 tímar, en getur farið upp í 100 tíma, þegar mest er að gera. Ég messa yfirleitt 2var á hveijum sunnudegi, 3var einu sinni í mánuði nema yfír vetrarmánuðina. Stundum geta komið sunnudagar með 4 guðs- þjónustum eða messum. Hér er vitaskuld lagt mikið upp úr húsvitj- unum og fór ég í 222 sjúkra- og húsvitjanir fyrsta árið, og þar er elliheimilið Borg ekki meðtalið. Þeir, sem búa hér, eru langflestir bændur, enda er þetta landbúnaðar- hérað. Þeir rækta mest hveiti, maís, baunir, „sólblóm", sykurrófur, bygg, hafra, og svo eru nokkrir með nautgripi. Þetta er mikið dreifbýli hér. Leikhús hefí ég ekki séð í yfír 2 ár, nema í þau skipti, þegar sóknar- bömin hafa sett eitthvað á svið og eiginlega einu dansleikimir hér um slóðir eru eftir brúðkaup. En maður fær svo margt í staðinn og hér þekkja allir alla og fólk hefur tekið okkur opnum örmum. Hvað er ólíkast að starfa við ftí- kirkju annarsvegar og ríkiskirkju hins vegar eins og er heima á Is- landi? — Ég tel að safnaðarvitundin sé stærsta atriðið. í fríkirkju er meiri áherzla lögð á ábyrgð hvers safnáð- armeðlims. Þeir minntir á, að þeir em prestar allir saman. Menn em þar af leiðandi meira meðvitaðir um safnaðarstarfíð, enda vilja þeir vita, hvemig framlögum þeirra til safn- aðarins er varið. Auk þess er virkni safnaðarbamanna meiri í fríkirkju, og skilningur þeirra á kristilegri fóm meiri. Kristilegri fóm? — Já, þá á ég við, að það ætti að vera hveijum kristnum manni eðlilegt að fóma Guði af því, sem hann hefur meðtekið frá Guði, tíma, ijármunum, hæfíleikum, o.s.frv. Þegar maður nefnir orðið fóm heima, þá er eins og verið sé að tala um blóðfóm. Hvemig gengur að mala á út- lenzkunni? — Ég hafði aldrei samið prédikun á ensku fyrr, en ég kom hingað og hafði reyndar aðeins eina utan- landsferð að baki, en þá dvaldi ég ■ í fimm vikur í Bandaríkjunum. Það var erfítt að byija, og ofan á þurfti ég að nota 3 ólíkar messusöng- bækur. Það tók u.þ.b. mánuð að koma þessu öllu heim og saman, en síðan þá hefí ég ekki átt í telj- andi erfiðleikum. Þeir voru líka góðir með að leiðrétta mig, ef ég bar orð vitlaust fram. Þeir sögðu bara: „Hann Ólafur (Skúlason vígslubiskup) vildi alltaf, að við leiðréttum hann". (Ólafur þjónaði hér á árunum 1955—1959). Eru tengsl á milli ólíkra kirkju- deilda í Norður-Dakota? — Já, við erum með safnaðar- prestafund í hveijum mánuði, þar- sem fjallað er um sameiginlega þjónustu, t.d. á sjúkrahúsum, og svo leggjum við sérstaka áherzlu á samfélag okkar á milli. í fyrra skipulögðum við safnaðarprestar 7 ólíkra kirkjudeilda guðsþjónustu fyrir þakkargerðardaginn (Thanks- giving day), sem haldinn var í róm- versk-kaþólsku kirkjunni, og ég fenginn til að predika. Það var ótrú- iega jákvæð reynsla. Síðan þá hefí ég m.a. gift hjón með rómversk- kaþólskum safnaðarpresti og verið með jarðarfarir í Meþódistakirkju í nágrenninu. Þannig að við störfum saman og þjónustan verður betri fyrir vikið. Einhver eftirminnileg atvik úr safnaðarstarfínu? — Já, mörg. Einn kaldan vetrar- morgun í meira en -30°C bar svo við í einni kirkjunni, að messuvínið fraus, og ég varð að fá aðstoðarfólk til að hjálpa við að þíða vínið fyrir altarisgönguna. Það gekk með miklum herkjum þó. Svo kemur aðfangadagskvöldið 1983 upp í hugann. Ég var með 3 guðsþjón- ustur þann dag, og trúlega hefðum við átt að aflýsa a.m.k. þeirri, sem síðust var. Norðanáttin var svo hvöss, að ég man, að Hallissonkirkjan nötraði og kertaljósin á altarinu brunnu niður í einu vetfangi. Þeir hafa það fyrir sið á aðfangadagskvöld að syngja fyrsta versið í „Heims um ból“ og „í dag er glatt“ í Garða- kirkju. En það var einmitt þaðan, sem ég var að koma á aðfangadags- kvöldið, þegar mikill bylur skall á. Ég sá ekki veginn fyrir framan bílinn, lagði þó ekki í að stoppa, því þá hélt ég, að einhver myndi aka aftan á mig. Ég ók því í hálf- gerðu stórsvigi alla leiðina til Mountain. Þegar bíllinn fór að hall- ast til vinstri, þá beygði ég til hægri og öfugt. Það tekur venjulega 10 mínútur að aka þessa leið, en ég var 45 mínútur á leiðinni. En ég komst með Guðshjálp á leiðarenda. Þá voru leitarflokkar að fara af stað frá Mountain. Eftir á heyrði ég, að með rokinu hefði kuldinn virkað eins og 60—70°C frost. Síð- an þá hefí ég verið varkárari, þegar spáin hefur verið vond. Það hefur verið gaman að upplifa það, að ríki Guðs hefur engin landa- mæri. Svo er líka jákvætt að upplifa hér, hvað það merkir að vera íslend- ingur. Það er sagt að enginn viti hvað átt hafí fyrr en misst hafí. Þegar ekki er lengur dvalið á ís- landi, þá uppgötvar maður, hvers virði föðurlandið er. Við Anna og bömin biðjum fyrir kveðjur heim og hlökkum til að hitta alla aftur að lokinni dvöl hér ytra. — pþ RIKISUTVARPIÐ AUGLÝSIR STARF FORSTÖÐUMANNS AUGLÝSINGADEILDAR LAUST TIL UMSÓKNAR. TILSKILHD ER PRÖFÍ VHDSKIPTAFRÆÐUM, SAMBÆRILEG MENNTUN EÐA VERULEG REYNSLA íMARKAÐSMÁLUM OG STJÓRNUN- ARSTÖRFUM. UMSÖKNARFRESTUR ER TIL 11. APRÍL OG BER AÐ SKILA UMSÓKNUM TIL RÍKISÚTVARPSINS, SKÚLAGÖTU 4, Á EYÐUBLÖÐUM SEM ÞAR FÁST RiKISUTVARPIÐ ÚTVARP ALLRA ÍALVDS MANNA fermingargj afir Svigskíða Svigskíða pakki Termlngargjöf fyrlr byrjendur á ■lclðum Skíðl Skór Blndlngar kl,k, 8.900 pakki Fermingargjöf fyrtr vana akiAamenn Sklðl Skór Blndlngar _ — — 14.900 GöngusMða Aðrar vinsælar pakki Skíöl Skór Blndlngar __ 6.900 gjafir Sjallgönguskór kr. Velðlstöng frá kr. H3 £3 Velðlhjól frákr. 660 SJónaukar kr. 23*1^3 £3 * gpORTVAL | Laugavegl 116. Slml 14390. Bikarhm Skólavörðustíg 14. Slml 24620.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.