Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 22
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 Þegar Andropov hóf hreinsanir á spilltum fylgismönnum Brezhnevs, var KGB-hershöf ðinginn Aliev kjörinn maður til starfans. Þetta allt boðaði Karpov ekkert gott. Ekkert bendir til þess, að Gorbachev hafi nokkru sinni hitt Gary Kasparov eða lýst neinum áhuga á honum; en engu að síður fellur ungi meistarinn mjög vel að hugmyndum Gorbachevs um „Sovétriki nútímans". A hættuslóð skákarinnar í Sovét eftir Lev Alburt Þegar Gary Kasparov bar sigurorð af landa sínum Anatoly Karpov 9. nóvember 1985 í úr- slitaskák þeirra í einvíginu um að verða 13. heimsmeistari FIDE (Alþjóða skáksambandsins) urðu margir tii að fagna því sem sigri réttiætisins. Sovézkir stórmeirarar hafa, sem heild, haft mestan persónu- legan áhuga á þessari keppni, og þeir telja þetta ekki svona klippt og skorið. Karpov í jafnvægi Sovéskir skákmeistarar hafa ætíð notið forréttinda og verið vel efnum búnir á sovézkan mæli- kvarða. En fyrstur varð Karpov og síðan Kasparov til að komast ekki aðeins í álnir, heldur einnig og miklu fremur að ná völdum og komast í hina fámennu valdaklíku Sovétmanna, nomenklatúra, svo notað sé þeirra eigin slanguryrði. Sagan af uppgangi þeirra og innbyrðis átökum veitir fróðlega innsýn í hið sovézka þjóðfélag. Á ytra borði eru þeir félagar næsta ólíkir. Karpov, sem er 34 ára að aldri, er sagður rússneskur að þjóðemi þótt hann eigi að hluta til gyðinga sem afa og ömmu. Hann er veikbyggður, maður í jafnvægi og hefur ágæta stjóm á sjálfum sér. Seint á sjöunda áratugnum var Karpov einn hinna mörgu ungu og efnilegu skákmeistara Sovétríkj- anna sem börðust með oddi og egg fyrir því að njóta styrkja, þjálfara sem ríkið kostaði og ábatasamra utanlandsferða. Þá uppgötvaði hann merkileg sannindi. Honum kom í hug, að til þess að sigra í þessu kapphlaupi og „komast áfram" um síðir, eins og hann hafði ætlað sér allt frá bamæsku, að verða ríkur, voldugur og frægur, var ekki endilega nauðsynlegt að sanna að maður væri meiri hæfileik- um gæddur en hver annar sem skákmaður. Mikilvægara var að vera fyrirmynd sovézkrar æsku, „virtur", vita hvað ætti að segja og hvar og komast feti framar en keppinautamir sem vom ekki eins óvandir að meðulum eða jafn lævís- ir. Þegar Karpov bjó sig undir þetta hlutverk valdi hann sér hina réttu ímynd: alvarlega þenkjandi ungur maður, hollur sinni grein, skákinni, virkur félagi í Leninæskunni og, að sjálfsögðu, ekki einhver Arm- eníumaður eða gyðingur (eins og tveir aðrir og hæfileikameiri keppi- nautar hans voru), heldur sannur Rússi, „Síberímaður" — en með því er ekki aðeins átt við þann sem er frá Síberíu, heldur þann sem er rússneskari en allt sem rússneskt er. Tolya, eins og Karpov er kallað- ur, hófst handa um að afla sér góðra sambanda, fyrst í Leninæsk- unni, síðan í Flokknum, og byrjaði í heimabyggð. Þegar Karpov var nítján ára að aldri voru ekki aðeins horfur á því að honum væri áskapað að komast í innsta hring nomenklat- úra, heldur var skynsamlegt og gjörsamlega kaldrifjað hugarfar hans sem sniðið fyrir það. Karpov gerði sér auðveldlega grein fyrir því, hvað skynsamlegt væri að segja opinberlega og hvað í einkasam- tölum, og hvað færi bezt á að geyma í innsta hugskoti. Fischer gegn Spassky Svo kom heppnin til sögunnar, en heppni sem úthugsuð framkoma Tolya hafði undirbúið. Hann var kynntur fyrir yfirmanni Lenin- Þeir takast ekki aðeins á við skákborðið Kasparov og Karpov. Hvor um sig er fulltrúi valdaklíku innan „nómenklátúrunnar", þess fá- menna hóps, sem stórnar Sovétríkjunum. æskunnar, Eugene Tyazhelnikov, og það vildi svo til, að þessi valda- mikli yfirmaður kunni vel við skarp- an unglinginn. Karpov kom fram á sjónarsviðið á réttum tíma, þegar flokksforingjarnir sem báru ábyrgð á áróðri voru mjög óánægðir með frammistöðu hálaunaðra heims- meistara sinna í skák, Tal, sem var heimsmaður og gyðingur, Petro- sjan, Armeníumaður, Spassky, fijálslegur og opinskár andófsmað- ur. Ekki bætti úr skák, að árið 1972 bar Bandaríkjamaður, Bobby Fischer, sigurorð af Spassky í ein- vígi sem hundruð milljóna manna fylgdust með í sjónvarpi, og varð 11. heimsmeistarinn. Vel rökstudd- ar ásakanir Fischers um að Sovét- menn hefðu æ ofan í æ brögð í tafli voru einstaklega ergjandi á þeim tíma er sovézkir valdamenn höfðu mikla þörf fyrir slökun svo þeir fengju vestræna aðstoð við lamað efnahagslíf sitt. Hvers vegna skyldum við eyða milljónum í þessa skákmeistara, sögðu þeir, ef þeir geta ekki komið í veg fyrir að þessi réttsýni og harðskeytti andstæðing- ur kommúnismans í Bandaríkjunum næði heimsmeistaratigninni og spillti þannig allri áróðursstarfsemi. Hin gamla kynslóð sovézkra stór- meistara hafði fengið rothögg í viðureigninni við Fischer, og því varð að finna yngri mann og í þetta sinn var vissara að þar væri um traustan mann að ræða. Karpov var rétti maðurinn á réttum tíma. Sovétmenn hafa aldrei náð full- um yfirráðum yfir FIDE, sem þeir gerðust aðilar að um leið og þeir gengu í Sameinuðu þjóðimar, og af sömu ástæðum. Á hinn bóginn hafa áhrif þeirra í UNESCO stund- um verið mjög mikil og oftar ráðið úrslitum. Eftir að Karpov varð sig- urvegari í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar 1972-75 og hann hlaut réttindin til að skora á heims- meistarann, án þess að hafa teflt eina einustu skák utan Sovétríkj- anna, var FIDE staðráðið í að hafa í hendi sér hvemig staðið væri að einvígi hans og Fischers, og það skipti sköpum. Karpov var í einu og öliu hlutlægur. Hann vissi að hann var dæmdur til að tapa, trú- lega jafnvel án þess að ná jafntefli, hvað þá að vinna skák. Það var orðið aðalsmerki hjá Bobby að vinna einvígi með 6-0, og sama hver mælistika var notuð, þar með talið stigakerfi FIDE, var hann (og er enn) sterkasti skákmaður sem uppi hefur verið í skáksögunni — alveg í flokki út af fyrir sig. Því lögðu Sovétmenn kapp á að beita slíkum ögrunum, að Fischer kæmi ekki til keppninnar. Innan FIDE tókst þeim með tveggja atkvæða mun að setja Bobby skilyrði í einvígiiiu, sem hann réttilega hafnaði sem ósanngjöm- um. Fischer, sem er viðkvæmur og einlægur maður, lagðist gegn FIDE og afsalaði sér „Heimsmeistaratitli FIDE“, eins og hann orðaði það í sögufrægu símskeyti. Karpov — og Sovétríkin — hlaut hina eftirsóttu skákkórónu. Þetta gerðist árið 1975, og eftir það tók Karpov, sem þegar var orðinn mikill maður, að hækka í tign í nomenklatúra-klíkunni. Svo kom önnur himnasending þegar vinur hans Tyazhelnikov var skipaður yfirmaður áróðursdeildar mið- stjómar kommúnistaflokksins. Yfirmaður hennar er mjög nálægt toppnum á valdapýramídanum. Næsta stig upp á við er ritari miðstjómarinnar, einn þeirra 20 manna sem standa uppi á graf- hýsinu með aðalritaranum. Deildin hefði ekki getað valið betur svo hentaði Karpov. Meðal undirdeilda er íþróttadeildin, sem hefur á hendi stjóm svonefndrar íþróttanefndar. Með þessu móti náði Karpov fullri stjóm á sovézka skáksambandinu og kom sér í miklu hærri stöðu en yfirmaður hans að nafninu til, for- maður íþróttanefndarinnar, sem skáksambandið er aðili að. Karpov g'egn Korchnoi Árin 1978 og 1981 varði Karpov titil sinn með góðum árangri, þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.