Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 56
56 MQRGUNBLAÐIÐ, SUKNUDAGUR 16.MARZ 1986 eftirJón Baldvin Hannibalsson I. Spurning um mannréttindi Aðspurður á 79 ára afmæli sínu — eftir hálfa öld í pólitík — hvort hann hefði orðið sósíal- demókrati af bóklestri á námsár- unum í Danmörku, sagði karl faðir minn: „Nei, ég gerðist sós- íaidemókrati í verki, í lífsins skóla í Súðavik. Mér rann til rifja umkomuleysi fólks. Það særði mína réttlætiskennd. Hún hrærði mig til athafna. Pólitískt starf gaf siðan bóklestrinum merk- ingu — ekki öfugt.“ Stundum var af illri nauðsyn efnt til samvinnurekstrar um útgerð, fiskvinnslu eða verzlun, ef og þegar kreppan lamaði einkaframtakið. Það stefndi í átt til atvinnulýðræðis. Þetta þrennt: Stéttasamtök til að hafa áhrif á tekjuskiptinguna; virkjun pólitísks lýðræðis til þess að hafa áhrif á félagslega um- gjörð þjóðfélagsins með löggjöf; og blanda einkarekstrar, sam- vinnurekstrar og opinbers rekstr- ar til þess að stuðla að fullri atvinnu — þetta var sósíal- demókratí í kenningu og prax- ix. Halldór Kiljan Laxness hefur kallað þetta „sauðmeinlaust sós- íaldemókratí". Einmitt. Það er mannúðarstefna okkar tíma. Og hún drepur engan. Það tók skáldið hálfa öld að fmna þetta út aftur, eftir að hafa lent í hafvillum með Kommúnistaávarpið, grautað í Kapitalinu og haft spurnir af Lenín og rússnesku byltingunni. Alveg eins og Lenín misskildi Marx, reistu þeir sína eigin draumaveröld á misskilningi á eðli rússnesku bylt- ingarinnar. Fyrir þeirra smekk vantaði blóð og morð í söguþráðinn hjá krötum, til þess að hann gæti kveikt í storknuðu blóði þeirra. Skv. Lenín var sósíalismí form- úla: Afnám einkaeignaréttar á framleiðslutækjunum og öll völd til flokksins. Þetta var kallað al- ræði öreiganna, þótt þeir kæmu þar hvergi við sögu. Þessi formúla átti að leysa öll mannleg vandamál á einu bretti: Stéttaskiptingu, aðrán, kúgun, skort og stríð. Lenín sagði, að ef veruleikinn passaði ekki inn í formúluna, væri það verst fyrir veruleikann. Það hafa reynzt orð að sönnu. Veruleikinn reyndist tals- vert flóknari en formúlan gerði ráð Jón Baldvin Hannibalsson aða hagkerfis. Skv. því fer efna- hagslífið fram á grundvelli mark- aðsviðskipta milli fyrirtækja og heimila, innan ramma heildarstjóm- ar lýðræðislegs ríkisvalds. Þetta er eina hagskipunin, sem tryggir einstaklingunum sem launþegum, neytendum, fram- leiðendum, listamönnum o.s.frv. verulegt frjálsræði til þess að fara sinu fram, án þess að vera upp á náð og miskunn ríkisvaldsins komnir. Þessi hagskipun gerir hvort tveggja: Að skila vörunum, tryggja hagvöxt, sem er forsenda bættra lífskjara, og tryggja einstaklingun- um frelsi til athafna, með ábyrgð. Þessi þjóðfélagsskipan hefur á ára- tugunum eftir stríð skilað efna- hagslegum og pólitískum árangri, sem á sér enga hliðstæðu í sögu Evrópu. Velferðarríki samtímans eru með öllu óþekkjanleg frá þeim frumkapitalisma óhefts markaðs- búskapar, sem bæði kommúnistar og sósíaldemókratar gerðu að út- gangspunkti á öldinni sem leið. Þessi þjóðfélagsskipan er fyrst og fremst árangur af virku pólitísku lýðræði. Það er einmitt vanmat Lífsskoðun jafnaðarmanna Ef þessi orð eru tekin trúanleg er sósíaldemókratí — lýðræðisleg jafnaðarstefna — fyrst og fremst mannúðarstefna. Samúð með fólki, sem á bágt. Og hættir þar með að eiga erindi við fólk, þegar það á ekki lengur bágt? Með sama hætti og hagfræðin, þessi heimspeki eymdarinnar, glatar gildi sínu um leið og allsnægtaþjóðfélagið hefur útrýmt skortinum. Jafnaðarstefnan er alþýðleg kenning. Þess vegna fer bezt á því að forðast fín orð — frelsi, jafn- rétti, bræðralag — en lýsa henni frekar í verki. Hvemig lýstu sér bágindi fólks í Súðavík á 3ja áratug aldarinnar? Flestir seldu vinnuafl sitt atvinnurekanda, „eiganda framleiðslutækjanna". Hans var ríkið, mátturinn og dýrðin, slík sem hún var. Hann réði því, hvort menn fengju vinnu, eða hveijir, og á hvaða kjörum. Hann réði vinnutím- anum. Hann réði því, hvort menn fengju greitt umbun erfiðis síns í peningum eða með vömúttekt í hans eigin verzlun. Hann var mátt- arstólpi samfélagsins — kapítalisti. Pólitík sósíaldemókrata var fyrst og fremst spurning um mann- réttindi. Ef menn gátu ekki unnið, eða misstu vinnu, misstu þeir um leið atkvæðisréttinn. Urðu réttlaus- ir utangarðsmenn. Menn bjuggu við öryggisleysi um afkomu fyölskyldu, ef slys, sjúkdóma, elli eða dauða fyrirvinnu bar að höndum. Lífs- baráttan var hörð og miskunnar- laus. II. Frelsi frá skorti Sósíaldemókratí, lýðræðisjafnað- arstefnan, kenndi þessu fólki að stofna verkalýðsfélag. Að neita að selja vinnuafl sitt nema gegn með- ákvörðunarrétti um verðlagningu vinnuaflsins, vinnutíma o.s.frv. Þetta var kallað stéttabarátta. Það var fyrsta skrefið. Næsta skref var að neyta atkvæðisréttar fjöldans til að taka völdin í hreppnum eða bænum, ekki hvað slzt til þess að gæta hagsmuna fólksins gagnvart valdi atvinnurekenda. Til þess að ráða einhvetju um næsta umhverfi sitt. Kjósa menn á þing. Knýja fram löggjöf, sem gerði verkamönnum kleift að búa í mannabústöðum, eða bjó þeim lágmarksafkomutrygg- ingu í ellinni, eða við slys og sjúk- dóma. þetta heitir pólitiskt lýð- ræði, fulltrúalýðræði eða þing- ræði. hundgrimmum ofvitum og mann- kynsfrelsurum af verstu sort, sem fannst þetta ekki nógu spennandi; of praktískt. Og höfðu það af að lokum að snúa alþjóðahyggju verkalýðsins upp í alþjóðlegt tugthús utan um þriðja part jarð- arbúa. Það er sama hvort við nefnum Súðavík eða Svíþjóð sem dæmi um þetta sósíaldemókratí í praxís. Það studdist ekki við mjög harða kenn- ingu. Aflvakinn var samhygð með fátæku fólki og umkomulitlu. Það sem fyrir mönnum vakti var að útrýma fátækt. Kröfumar voru um jöfnun auðs og tekna, félagslegt öryggi og at- vinnu handa öllum. Mikið meira var það nú ekki. Sjálfsagt hafa menn gert sér vonir um að tækifæri til náms og þátttöku í menningarlífi fylgdu í kjölfarið, svo sem eins og af sjálfu sér. Sjálfsagðir hlutir, sýnist okkur nú, þótt það væri svo engan veginn þá. Og sauðmeinlaust, vissulega. Engum datt í hug að nefna blóðuga byltingu einu orði, nema nokkrum hlaupastrákum, sem höfðu lent í múgæsingum á götum Berlínar á dögum Weimar. Byltingu gegn hveijum? Útgerðarmanninum? Hann var alinn upp við slor eins og þeir hinir. Og undir hörðum skrápnum sló gott hjarta, oftast nær. Skorturinn var bara harður húsbóndi. Niðurstaðan átti að verða ein- hvers konar „velferðarríki". Þjóð- félag, þar sem menn væru frjálsir frá skorti, öryggisleysi, ótta, hatri og öfund. Það var ekki þeirra mál, kreppukarlanna, að útrýming örbirgðarinnar skapaði önnur vandamál, sem kallaði á annars konar úrræði. Það er okkar mál. Nú þykjast allir vera sósíal- demókratar. Jafnt þeir sem hömuðust gegn vökulögum og almannatryggingum sem hin- ir, sem hafa hatast við þennan próletaríska húmanisma í hundrað ár og biðu fýldir eftir byltingunni: Rennur blóð eftir slóð, dilla égþér jóð ... III. „Rennur blóð ...“ Menntamönnum og skáldum, ís- lenzkum, með víkingablóð í æðum, hefur löngum þótt lítið til koma hugmyndafræði sósíaldemókrata. Einkum þeim, sem hafa lesið fyrir og hefur því orðið hart úti í þeim hremmingum. Eins og jafnan gerist þegar Stóri- sannleikur er á ferð, og hatursfullir menn hyggjast læsa lífið inn í form- úlu í nafni hans, reynist læknisráðið verra en sjúkdómurinn, sem átti að lækna. I stað þess að afnema stétta- skiptingu hefur Lenínisminn endað í asíatískri harðstjóm nýrrar yfir- stéttar, sem réttlætir alræðisvald sitt með spámannlegri handleiðslu hjáguðanna, Marx, Engels, Leníns, Stalins og Maós, eins og einvalds- konungar fyrri tíðar þóttust þiggja vald sitt frá guði. Flest sem Marx gamli hafði að segja um örbirgð, arðrán, undirok- un og firringu mannskepnunnar I frumkapítalismanum brezka á fyrri helming 19du aldar, er eins og lif- andi lýsing á þjóðfelags veruleikan- um í hinum sveltandi sósíalisma lenínismans. Ef sósíalismi er bara formúla um allsheijar hervæðingu og miðstýringu efnhagsstarfsem- innar, verður að flokka þúsund ára ríki þýska nazismans sem fyrir- myndarríki sósíalisma. Réttara væri að segja að Sovétríkin hafi, skv. rökréttri niðurstöðu leninismans, endað í fasisma. IV. Lífvænleg- lífsskoðun Hver niðurstaðan af hundrað ára stríði kommúnista og sósíal- demókrata um eðli þjóðfélags- breytinga? Um það þarf ekki að deila. Hún liggnr ljós fyrir. Nokkrum tugum milljóna mannslífa síðar vitum við, að hinir hundgrimmu og hálf- menntuðu mannkynsfrelsarar Stórasannleikans, sem ná allsheij- arvaldi, eru_ stórhættulegir um- hverfí sínu. I samanburði við þau ósköp eru atvinnurekendur eða kapítalistar, sem hugsa bara um pyngju sína, sauðmeiniaust lið. Til þess eru ótal ráð að takmarka eign- arrétt þeirra og vald, ef lýðræðið er virkt. Það er í þessum punkti sem skilur I milli feigs og ófeigs, milli komm- únista og sósíaldemókrata. Það er hinn gerólíki mannskilningur, sem liggur að baki hugmyndum þeirra um mann og þjóðfélag. Kommúnistar eru „besserwisser"; þeir fyrirlíta lýðinn. Lýðræði er ekki til I þeirra orðabók. Sósíal- demókratí hefur hins vegar náð „En sósíaldemókratar hafa enga ástæðu til að ofmetnast. Þeir hafa vissulega náð miklum árangri. Kreppu- kratarnir hafa skilað sínu velferðarríki. En stríðinu er ekki lokið. Nú er spurt: Hvaða erindi eiga sósíaldemó- kratar við eigin af- sprengi — hin lífsleiðu dekurbörn velferðar- ríkisins?“ sáttum við það bezta í evrópskri menningararfleifð: HÚMANIS- MANN - MANNÚÐARSTEFN- UNA. Bernstein gamli var ekki nærri því eins gáfaður og guðspjallamað- urinn Marx. En hann sá það samt út af hyggjuviti sínu fyrir seinustu aldamót, að veruleikinn hegðaði sér ekki eins og Marx mælti fyrir um. Hann mælti þau fleygu orð, að að- ferðin sjálf, hreyfingin, lýðræð- ið, skipti meira máli en formúlan eða hin fyrirframgefna niður- staða. Þegar sósíaldemókratar áttu að velja á milli allsheijar þjóðnýtingar og alræðis skv. formúlu, eða lýð- ræðis, þá völdu þeir lýðræðið. Því að án lýðræðis er enginn sósíalismi. Og án lýðræðis eru friðsamlegar, hægfara umbætur, útilokaðar. En „óhjákvæmileiki" hægfara umbóta er kjarni hinnar sósíaldemókratísku hugmynda- fræði. Þess vegna hefur hún aldrei staðnað í kreddu. Sósíaldemókratar hafa alla tíð leyft sér þann munað að endurskoða baráttuaðferðir sínar og kennisetningar í ljósi síbreyti- legrar þróunar, sem enginn fær séð fyrir. Þess vegna er sósíaldemó- kratí lífvænleg lífsskoðun, sem í þankagangi og vinnubrögðum samrýmist aðferðum vísinda. Við prófum okkur áfram. V. Frelsi með ábyrgð Eftir stríð hafa sósíaldemókratar verið helztir talsmenn hins bland- Marx og epígóna hans á félagsleg- um og efnahagslegum afleiðingum hins pólitíska lýðræðis sem veldur því, að grimmilegar forspár hans um gang mála rættust hvergi, þar sem lýðræði hefur verið virkt. Sovétkommúnisminn stenzt engan samjöfnuð við þessa þjóð- félagsskipan. í samanburði við hana er Ráðstjómarkerfið eins og heljar- stökk aftur í villimennsku. Sovét- kerfið er hvort tveggja hugmynda- lega og efnahagslega gjaldþrota. Það er lokað kerfi, staðnað. Því verður ekki breytt nema með bylt- ingu. Alls staðar, þar sem leninism- inn hefur verið reyndur í fram- kvæmd, greiða menn atkvæði gegn honum með fótunum. Pólitískir flóttamenn úr nýlenduveldi sovét- kommúnismans skipta nú orðið mörgum milljónum. Gjaldþrot Pól- lands er táknrænt um gjaldþrot stefnunnar. Áhangendur þessa kerfis, hér á landi sem annars stað- ar, eru sjálfir orðnir pólitískir flótta- menn frá eigin fortíð. VI. Togstreitan mikla: Miöstjórnarvaldiö — Valddreifing En sósíaldemókratar hafa enga ástæðu til að ofmetnast. Þeir hafa vissulega náð miklum árangri. Kreppukratamir hafa skilað sínu velferðarríki. En stríðinu er ekki lokið. Nú er spurt: Hvaða erindi eiga sósíaldemó- kratar við eigin afsprengi — hin lífsleiðu dekurbörn vel- ferðarríkisins? Um allan hinn vestræna heim hafa menn af því áhyggjur, að ríkis- forsjá og skrifræði velferðarríkisins sé komið út í öfgar. Að sívaxandi ríkisforsjá á öllum sviðum sé á góð- um vegi með að drepa niður sjálfs- bjargarhvöt, frumkvæði, sparn- aðarvilja, starfslöngun, dugnað og ábyrgðartilfinningu einstakl- inganna. En þessar mannlegu hvatir eru aflvaki allra framfara ognýjunga. Þegar mannskepnan er laus úr viðjum skortsins er það freistandi „að varpa öllum sínum syndum bak við sig“. Að skjóta sér undan ábyrgð. Að sætta sig við ráðs- mennsku Stóra bróður, hins allsráð- andi ríkisvalds. Þá er sjálft Iýðræð- ið, sem er hvort tveggja í senn markmið og aðferð sósíaldemókrata í pólitísku starfí, í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.