Morgunblaðið - 19.04.1986, Page 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
86. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 19. APRIL 1986
Prentsmiðja Morgimblaðsins
0
Israelska leyniþjónustan:
Líbýumenn undirbúa
víðfeðm hryðjuverk
Washington, Trípólí. AP.
HAFT VAR EFTIR „hátt-
settum og áreiðanlegum“
mönnum innan ísraelsku
leyniþjónustunnar í gær að
í Libýu væri nú verið að
skipuleggja víðtæk hryðju-
verk gegn brezkum og
bandarískum skotmörkum í
Evrópu og Miðausturlönd-
um. Enginn greinarmunur
verður gerður á skotmörk-
um, samkvæmt heimildum
leyniþjónustunnar, sem þyk-
ir áreiðanleg. Hefur leyni-
þjónustan aflað upplýsinga
fyrir Bandaríkjamenn um
Ijón af völdum loftárásar-
innar í vikubyrjun.
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, vísaði í gær á bug ásökunum
um að ætlanin hafi verið að drepa
Moammer Khadafy, Líbýuleið-
toga, í árásinni. Hann sagði það
aldrei hafa verið ætlunina að drepa
nokkum mann
ísraelska leyniþjónustan telur
enga möguleika á því að Khadafy
verði steypt af stóli í framhaldi
af loftárásinni, jafnvel þótt and-
Vextir lækkað-
ir í Bretlandi
London. AP.
FJÓRIR stærstu bankar
Bretlands lækkuðu forvexti
sína um hálft prósentustig í
gær, úr 11% í 10,5%, vegna
batnandi stöðu brezka sterl-
ingspundsins að undanförnu.
Er þetta önnur vaxtalækkun
bankanna í apríl.
Brezka pundið hefur styrktst
að undanfömu gagnvart Banda-
ríkjadollar og í vikunni fór gengi
þess upp fyrir 1,50 dollara í fyrsta
sinn frá því í október 1983.
Barclays lækkaði vexti sína
fyrstur stóru bankanna í gær-
morgun, en Lloyds, Midland og
National Westminster voru fljótir
að svara í sömu mynt. Bankamir
fjórir lækkuðu vexti úr 11,5% í
11,0% 8. apríl sl. Vextimir, sem
lækkaðir vom, eru viðmiðunar-
vextir, sem allir vaxtaútreikningar
bankanna byggjast á.
Skýrt var frá því að verðbólga
hafi lækkað í Bretlandi og miðað
við verðlagsþróun í marz nemi hún
nú 4,2% á ári. Er um verulega
hjöðnun að ræða frá í febrúar er
verðbólgan stefndi í 5,1% á árinu.
Allar líkur eru taldar á því að
Seðlabanki Japans lækki forvexti
á morgun, laugardag, þar sem
•bandaríski seðlabankinn lækkaði
forvexti í gærkvöldi um hálft pró-
sentustig, úr 7,0% í 6,5%.
Suður Afríka:
Botha afnemur
vegabréfslögin
Jóhannesarborg, Suður-Afríku. AP.
P. W. Botha, forseti Suður-
Afríku, lýsti yfir í gær, að
hætt yrði að handtaka
blökkumenn fyrir brot á
vegabréfalögunum og ákær-
ur á hendur þeim, sem gerst
hefðu brotlegir við þessi lög,
yrðu felldar niður.
Botha sagði, að niðurfelling
vegabréfalaganna, sem meina
blökkumönnum að búa og starfa
í borgunum, nema með sérstöku
leyfi, tæki gildi á miðvikudaginn
kemur. Sama dag mundi stjómin
kynna það fyrirkomulag, sem
koma ætti í staðinn fyrir lögin og
mundi byggjast á „skipulegri
byggðastefnu í borgunum", án
tillits til litarháttar.
Vegabréfalögin eru meðal
þeirra þátta, sem blökkumenn í
Suður-Afríku hafa haft hvað
mesta andúð á í aðskilnaðarstefnu
hvíta minnihlutans. Hafa þau vald-
ið því, að milljónir blökkumanna
hafa verið neyddar til að halda sig
innan marka „heimalandanna" tíu.
Á undanfömum ámm hafa yfir
200.000 blökkumenn verið hand-
teknir á ári hveiju fyrir brot á
vegabréfalögunum. Arið 1985 datt
tala handtekinna þó niður um
u.þ.b. helming.
Sjá frétt á bls. 26.
staða við hann hafi aukizt.
Khadafy heimsótti í gær sjúkra-
hús í Trípolí þar sem liggur fólk
sem slasaðist í loftárásinni. Þús-
undir manna fylgdu til grafar 20
mönnum, sem biðu bana í loftárás-
unum. Mikill æsingur var í lfk-
fylgdinni. Mannfjöldinn hrópaði
hástöfum að Líbýumenn myndu
leggja Bandaríkin í rúst og heimt-
aði heilagt stríð. Khadafy var ekki
viðstaddur útforina en syrgjend-
umir kölluðu nafn hans margsinn-
is og sögðu hann leiðtoga sinn.
FVakkar ráku fjóra Líbýumenn
úr landi í gær þar sem upp komst
um áform þeirra um hryðjuverk,
samkvæmt upplýsingum áhrifa-
manna í franska innanríkisráðu-
neytinu. í apríl byrjun var tveimur
Líbýumönnum vísað frá Frakk-
landi þegar upp komst um áform
þeirra um vélbyssu- og hand-
sprengjuárás á bandaríska sendi-
ráðið í París.
John C. Whitehead, aðstoðamt-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði í gær að það færi eftir við-
brögðum og hegðan Khadafys,
hvort framhald yrði á hemaðarað-
gerðum gegn Líbýu.
Tveir „útlendingar" vom hand-
teknir rétt við samkomustað
bandarískra liðsforingja í Ankara
í gærkvöldi með öfluga sprengju
í fómm sínum. Öryggisvörðum við
samkomustaðinn þótti tveir menn,
sem nálguðust, gmnsamlegir og
báðu þá að nema staðar. Mennimir
köstuðu þá frá sér tösku hlaðinni
sprengiefni og reyndu að komast
undan en vom eltir uppi. Sprengj-
an var gerð óvirk.
Tveirtugir
manna, sem sagðir eru hafa
látið lífið í loftárás Bandaríkja-
manna á Líbýu, voru bornir til
grafar í Tripólí í gær og var
myndin tekin við það tækifæri.
Þúsundir manna fylgdu hinum
látnu til grafar og var mann-
fjöldinn mjög æstur.
AP/Símamynd
AP/Símamynd
Moammar Khadafy, Libýuleiðtogi, kyssir hönd ungrar stúlku á
sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Stúlkan er sögð hafa særst í Ioftárásinni
á Trípólí aðfaranótt þriðjudags.
Beirút:
Einn myrtu
gíslanna
bandarískur
Beirút. AP.
STAÐFEST var í gærkvöldi að
einn mannanna þriggja, sem
hryðjuverkamenn myrtu í Lí-
banon í fyrrakvöld, hafi verið
bandarískur. Hinir tveir voru
brezkir, en þremenningarnir
voru gislar öfgamanna í Líban-
on um skeið.
Bandaríkjamaðurinn hét Peter
Kilburn og var hann bókavörður í
bandaríska háskólanum í Beirút.
Honum var rænt árið 1984. Bret-
amir vora kennarar að nafni Leigh
Douglas og Philip Padfield.
Á líkum þremenninganna fund-
ust miðar þar sem á stóð að þeir
hefðu verið njósnarar og verið iífl-
átnir vegna loftárásarinnar á
Líbýu. Þremenningarnir höfðu
verið skotnir í höfuðið.
Sjá frétt á bls. 26.