Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 19.04.1986, Síða 3
MORgUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. APRÍL1986 3 Mótmæli frá íslensk- um námsmönnum er- lendis berast víða að Frá Helgaf elii eftir Jón Stefánsson. Listmunauppboð á Hótel Borg SJÖUNDA listmuna- og mál- verkauppboð Gallerís Borgar í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar fer fram á Hótel Borg nk. sunnudag oghefstkl. 15:30. Á uppboðinu verða um og yfir 50 númer, og má þar nefna mynd frá Helgafelli eftir Jón Stefánsson, mynd frá Hvítá í Borgarfirði eftir Ásgrím Jónsson, sem máluð var 1922 og fallega fantasíu eftir Jóh. S. Kjarval, sem máluð var 1932 og ber heitið Álfakroppurinn mjói. Þá verða á uppboðinu myndir eftir Engilberts, Gunnlaug Schev- ing, Hring Jóhannesson, Höskuld Björnsson, Jóhannes Geir, Gunn- laug Blöndal, Magnús Jónsson, dós- ent, Gísla Jónsson, Nínu Sæmunds- son, Gunnar Orn, Jón Þorleifsson og Örlyg Sigurðsson, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður boðin upp brúðarkista — kistili — frá 1848, skreytt völund- arsmíð. Eins og áður segir hefst uppboðið kl. hálf fjögur á sunnudaginn, en myndimar verða sýndar í Gallerí Borg v/Austurvöll á föstudag og laugardag milli kl. 10.00 og 18.00 á föstudaginn og frá kl. 14.00 til 18.00 álaugardag. (Fréttatilkynning) Kaupmannaliöfn. Frá fréttaritara Morgnnbladsins, Guðrúnu Láru Ásgeirsdóttur. í GÆR afhentu SÍNE-deildir víða um lönd sendiráðum og ræðismannsskrifstofum mótmæli og bréf til Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra, þar sem námsmenn láta í ljós áhyggjur vegna breytinga á reglugerð nr. 578 frá 1982 um lánamál námsmanna. Hér í Kaupmannahöfn gengu námsmenn á fund Birgis Möller sendifulltrúa snemmma í gærmorg- un. Kristjana Kjartansdóttir trúnað- armaður SÍNE las upp bréfíð til ráðherrans og afhenti sendifulltrú- anum það. Vottuðu námsmenn síð- an samúð sína vegna andláts Einars Ágústssonar, hins vinsæla sendi- herra okkar, og rituðu nöfn sín í minningarbók. Móttökur sendiráðs- starfsmanna voru hinar bestu og þágu námsmennimar veitingar, en höfðu stutta viðdvöl að þessu sinni vegna aðstæðna. Síðan hafa ís- lenskir námsmenn setið á skrifstofu íslensku félaganna hér í Jónshúsi og beðið svara, sem undir kvöldið vom ókomin. í bréfínu til menntamálaráðherra segir að breytingar þær sem hann hefur gert séu ógnun við jafnrétti til náms í lýðræðisþjóðfélagi. Kröfur námsmanna, sem eru algjört gmnd- vallaratriði fyrir áframhaldandi námi, em í fímm liðum. Farið er fram á: 1. Að reglugerðin frá 3. janúar 1986 verði afnumin. 2. Að reglugerðin frá 2. apríl 1986 verði afnumin. 3. Að farið verði eftir núgildandi lögum um lánamál. 4. Að fullt lán verði veitt til fyrsta árs nema. 5. Að skerðingin sem þegar hefur orðið verði bætt að fullu. Eins og að ofan greinir em mót- mælaaðgerðir í dag í öllum löndum þar sem íslendingar stunda nám, allt frá Tromsö til Barcelona og frá Vesturströnd Bandaríkjanna til Búdapest. Er alls staðar mikill stuðningur við aðgerðimar og hafa námsmenn haft samband við ýmsa alþingismenn og beðið um stuðning við kröfur sínar. Þá sendu íslenskir námsmenn í Danmörku formönnum allra þing- flokka bréf þann 13. þessa mánaðar þar sem þeir em beðnir um að upplýsa afstöðu þingflokks síns varðandi breytingar á ofangreindri reglugerð um námslán og náms- styrki og ennfremur um afstöðu þingflokkanna til ofangreindra spuminga úr bréfí til menntamála- ráðherra. Þá er sagt frá tilvonandi aðgerðum í dag. Aðeins formenn tveggja þingflokka hafa svarað bréfínu og em það formenn þing- flokka Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Vænta námsmennimir eindregið svara frá hinum flokkunum hið bráðasta sem og svars Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra við bréfínu sem afhent var í gær. í svari frá Alþýðubandalaginu segir m.a. að þrír þingmenn þess hafí flutt tillögu um að mennta- málaráðherra verði falið að fella úr gildi breytingar á reglugerðinni nr. 578/1982 frá 3. janúar og 2. apríl þannig að ákvæði sem áður giltu um útreikning á framfærslukostn- aði námsmanna taki gildi að nýju. Jafnframt verði ríkisstjóminni falið að gera ráðstafanir með aukafjár- veitingum og lántökum til að tryggja eðlilega framkvæmd laga nr. 72/1982 um námslán og náms- styrkiútþettaár. í svari Framsóknarflokksins segir m.a. að þingflokkur Fram- sóknarflokksins hafí haft úrslita- áhrif um það að ekki verða gerðar breytingar á lögum um námslán og námsstyrki eins og menntamálaráð- herra hafði í huga. í öðm lagi hafí flokkurinn ekki í sjálfu sér mögu- leika á að ráða reglugerðarákvæð- um sem em á valdi ráðherra og ber enga ábyrgð hvað varðar reglugerð- arbreytingar ráðherra að undan- fömu. Bent er á að þessar breyting- ar séu í andstöðu við stefnu sem Ingvar Gíslason framsóknarmaður hafði sem menntamálaráðherra. G.LIÁSG. Morgunblaðið/Haukur Hauksson Birgir Möller sendifulltrúi í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn tekur við mótmælum og bréfi til menntamálaráðherra úr hendi Kristjönu Kjartansdóttur. Á bak við þau standa, talið frá vinstri, Gunnar Guðmundsson, Jón Helgason, Þórhallur Sigurðsson og Edda B.K. Kjartansson ritari í sendiráðinu. Daihatsuumboðið s. 685870 - 681733 DAIHATSU sýning Frá kl. 1-5 Allir gæðabílarnir frá Daihatsu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.